Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Qupperneq 18
]
78 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004
Fókus DV
ÍH
Hvers vegna var Jesú kross-
festur? Ef maður reynir að
átta sig á því verður maður
fyrst að gera sér grein fyrir á hvaða
forsendum málið er kannað. Krist-
inn maður sem leitast við að trúa
Biblíunni sem einhvers konar guð-
legum sannleika, hann lendir fljótt í
vandræðum. Frásagnir guðspjall-
anna stangast á í ýmsum veigamikl-
um atriðum, jafnvel frásagnir
þeirra þriggja sem skyldust eru og
kölluð „samstofna" guðspjöllin en
það eru guðspjöllin sem kennd eru
við Markús, Matteus og Lúkas. Jó-
hannesarguðspjall er svo aftur dá-
lítið annar handleggur. Þótt þau at-
riði sem guðspjöllin greinir á um
virðist kannski við fyrstu sýn ekki
ýkja störvægileg, þá fara þau að
skipta verulegu máli ef maður vill
skoða frásögnina sem sannleika.
Því hvernig getur sannleikurinn
skipst í fernt og samt verið sannur?
Guðfræðilegur sannleikur?
Því hljóta menn að varpa frá sér
öllum hugleiðingum um guðfræði-
legan sannleika guðspjallanna ef
þeir ætla að reyna að nota þau til að
komast að því hvað raunverulega
gerðist þegar Jesú var krossfestur
og hver var ábyrgur fýrir dauða
hans. Það dugar ekki að taka eitt at-
riði frá Markúsi og svo annað frá
Matteusi og kannski það þriðja frá
Jóhannesi og vilja síðan líta á
klippiverkið sem guðfræðilegan
sannleika.
Enda verður það ekki gert hér.
Við reynum að skoða dauða Jesú
Krossfesting Krossfesting varalgeng af-
tökuaðferð með Rómverjum, oftast notuð
til að afllfa uppreisnarmenn,þræla og þess háttar
ómerkilegt hyski. Eftir þrælauppreisnina sem kennd e
við Þrakverjann Spartacus lét herforinginn Crassus
til dæmis krossfesta 20 þúsund striösfanga á einum j
degi. Dauðamaðurinn var oft látinn bera sjáifur
þvertréð á aftökustaðinn þar sem það var siöan
bundið á staur sem þegar hafði verið komið fyrir.
Ýmis blæbrigði voru síðan notuð við krossfestinguna '
sjálfa; stundum voru bæöi hendur og fætur negld á krossinn f
en stundum voru hendurnar bundnar upp. í báðum tilfell-
um var sjálf dánarorsökin yfirleitt köfnun þegar útlimirnir
gátu ekki lengur borið upp llkamann og öndunarvegurinn lokaöist
smátt og smátt. Þetta gat tekið mjög langan tlmajafnvel marga sól-
arhringa, og var vitaskuid afar kvalafullt. Fyrir kom að handlegg-
ir og/eöa fótleggir væru brotnir til að flýta banastundinni.
Stundum var á krossinum sylla fyrir fætur eða afturenda sem léttu
þunga afhandleggjunum en geröu þá að visu ekki annað en lengja
dauðastriðiö. Eins og fram kemur I Nýja testamentinu vakti undrun
hversu stutt Jesú entist á krossinum.
í landinu var rík hefð
fyrír spámönnum
sem risu úr alþýðu-
stétt og heimtuðu yf-
irbót afþjóðinni og
Jesú var ekki nema
einn afmörgum slík-
um.
eingöngu sem sagnfræðilegan at-
burð sem við höfum satt að segja
furðu takmarkaðar heimildir um,
þótt annað kunni að virðast við
fyrstu sýn.
Paiestína á dögum Jesú var eins
og allir vita undir stjórn Rómverja.
Þeir höfðu þá ráðið því sem þeir
vildu ráða á svæðinu í tæp hundrað
ár þótt alllengi framan af hefði
Heródes mikli setið sem konungur
yfir stórum hluta landsins í skjóli
þeirra. Eftir að hann dó um það bil
árið 4 fyrir Krist settu Rómverjar
fljótlega landstjóra yfir Júdeu, þar
sem hin forna höfuðborg Gyðinga,
Jerúsalem, var staðsett. Norður í
landi fékk einn af sonum Heródes-
ar, Heródes Antipas, hins vegar
konungsnafn yfir Galíleu en það
hérað hafði margvíslega sérstöðu í
Gyðingalandi og Galíeumenn voru
nánast taldir vera útlendingar af
íbúum Júdeu, þótt Gyðingar væru.
Róm var milt yfirvald
Rómverjar þóttu yfirleitt fremur
milt yfirvald í skattlöndunum sem
þeir lögðu undir sig. Svo freniur
sem sæmilegur friður hélst innan-
lands skiptu þeir sér ekki alltaf mik-
ið af málefnum íbúanna. Þeirra
Markús Tveim dögum fyrir páska réðu æðstu prest-
arnir og fræðimennirnir ráðum sínum um„hvernig .
þeirgætu handsamað Jesú og tekið hann aflifi".
Júdas kom svo á þeirra fund og sagði þeim hvernig
þeirgætu gómað Jesú ánþess að uppþotyrði„með
lýðnum". Jesú var siðan handtekinn I Getsemane.
Markús greinir frá því að til átaka hafi komið og einn
stuðningsmanna Jesú hafí brugðið sverði og sneitt eyra
af„þjóni æðsta prestsins". Þessum kafla - og samsvarandi
kafla hjá Jóhannesi - er lítt haldið á lofti þar sem hann
bendir óneitanlega til þess að lærisveinarJesú hafi
a.m.k. sumirgengið um vopnaðir, sem lítt samræmist
hefðbundinni lýsingu á þeim. En siðan flýja lærisvein-
arnir og Jesú er fluttur til æðsta prestsins þar sem Gyðingaráðið kemur saman.
Við eins konar réttarhöld voru leidd fram Ijúgvitni til að hægt væri að lífláta Jesú en
þeim bar ekki saman og ástæða fyrir líflátsdómi fannst engin fyrr en æðsti presturinn
spurði Jesú hvort hann væri Kristur og Jesú svaraði:„Ég ersá..."Það lýsti æðstiprestur
guðlast og„þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan “. Þá var Jesú spottur, hædd-
ur, hrækt á hann og hann barinn.
Þá varJesú fluttur til Pilatusar sem yfirheyrði Jesú um sakargiftir og spurði hvort
hann væri konungur Gyðinga. En Jesú svaraði engu og„undraðist Pilatus það".
Pílatus vissi að„æðstu prestarnir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann" og spurði
þvljýðinn" hvort láta skyldi iausan Jesú eða Barabbas.„En æðstu prestarnir æstu múg-
inn til að heimta að hann gæfiþeim heidur Barabbas lausan" og er Pílatus spurði hvað
gera skyldi við Jesú var svarið:„Krossfestu hann!"
„En með þvi að Pilatus vildi gjöra fólkinu til hæfis... lét [hannj húðstrýkja Jesú og
framseldi hann til krossfestingar."
áhugamál var fyrst og fremst að fá
sínar skattgreiðslur vel og reglulega
í hendur. Landstjórar. Rómverja
höfðu aðsetur f borginni Sesareu á
strönd Miðjarðarhafsins en jafnvel
þar var ekki fjölmennt herlið. Land-
stjórinn í Palestínu var undirmaður
landstjórans í Sýrlandi og þangað
leitaði hann um hernaðaraðstoð ef
þurfa þótti. í Jerúsalem var stað-
settur allt árið lítill varðflokkur
Rómverja en honum var uppálagt
að láta sem minnst fyrir sér fara.
Kraumandi óánægja
Á stórhátíðum Gyðinga safnað-
ist mikill mannfjöldi til höfuðborg-
arinnar, ekki aðeins frá Júdeu og
Galíleu, lieldur líka frá byggðum
Gyðinga um allt austanvert Mið-
jarðarhaf, og þá mætti rómverski
landstjórinn til Jerúsalem með her
sinn til að halda uppi lögum og
reglu. Það var einmitt við slíkt tæki-
færi,- á páskahátíðinni sem haldin
var til að minnast flótta Gyðinga frá
Matteus Jesú hélt mikla ræðu I Jerúsalem og eftirþað söfnuðust [æjðstu prestarnir og
öldungar iýðsins... saman I höll æðsta prestsins, er Kaifas hét, og réðu með sér að hand-
sama Jesú með svikum og taka hann af lifi." Júdas bauðst síðan til að framselja Jesú í
hendur þeirra. Hann kom i Getsemane-garðinn „og með honum mikill flokkur frá æðstu
prestunum og öldungum lýðsins, og höfðu þeir sverð og barefli". Lærisveinarnir flúðu og
þeir sem tóku Jesú höndum fóru með hann til Kaifasar„en þar voru saman komnir
fræðimennirnir og öidungarnir... og allt ráðið". Mörg Ijúgvitni voru leidd framjil að
geta líflátið hann ", þar á meðal tveir mennsem höfðu eftirJesú:„Ég get brotið niður
musteri Guðs og reist það aftur á þrem dögum."
Kaifas reyndi að fá Jesú til að svara þvi hvort hann teldi sig Krist en hann fékkst ekki til
þess. Hann sagði á hinn bóginn að„[u]pp frá
þessu munuð þérsjá Mannssoninn sitja til
hægri handar máttarins og koma á skýjum
himins".
Þá sagði Kaífas:„Hann guðlastar, hvað
þurfum vér nú framar votta við?... Hvað llst
yður?“ Þeirsvöruðu:„Hann erdauðasekur."
Siðan gerðu æðstu prestarnir og öldungarnir
„samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi aflifi tek-
inn". Þá fyrst varJesú færður til Pontiusar Pilatusar.
Pilatus spuröi Jesú hvort hann væri konungur Gyð-
inga en Jesú svaraöi aðeins:„Þú segir það." Öðru
svaraði hann ekki.
Hér skýtur Matteus svo inn einstæðum kafla:
„Meðan Pilatus satá dómstólnum sendi kona hans til hans með þessi orð:„Láttu þenn-
an réttláta mann vera, þungir hafa draumar minir verið inótthans vegna."
En Pllatus vissi að ráðsmenn Gyðinga höfðu„fyrir öfundar sakir" framselt Jesú og i
augljósri von um að fá tilefni til að sleppa honum bauð hann„iýðnum"aö ráða hvort
Jesú eða Barabbas skyldi sleppt enjáj hátiðinni var landshöfðinginn vanur að gefa
lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu". Baraddas var„alræmdur bandingi"
en æðstu prestarnir og öldungarnir„fengu múginn til að biðja um Barabbas, en að
Jesús yrði deyddur". Pilatus spurði hvað hann ætti þá að gera viðjesú, sem kallast
Kristur“og múgurinn svaraði:„Krossfestu hann." Pilatus spurðiþá hvaö hann hefðigert
afsér en múgurinn ansaði því og heimtaði bara sem fyrr að Jesú yrði krossfestur.
„Nú sér Pllatus að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði
hendur sinar frammi fyrir fólkinu og mælti:„Sýkn er ég afblóði þessa manns! Svarið þér
sjálfir fyrirí"
Og allur lýðurinn sagði:„Komið blóð hans yfir oss ogyfir börn vor!""
Og var varJesú siðan húðstrýktur, hæddur og loks krossfestur.
Egiftalandi, sem Jesú var handtek-
inn og krossfestur.
Þegar komið var fram á fyrstu
öldina eftir Krists burð var - þrátt
fyrir varkárni Rómverja - farið að
bera á verulegri óánægju með
stjórn þeirra í löndum Gyðinga.
Þótt ríki þeirra hefðu ævinlega ver-
ið lítils megandi smáríki, litu Gyð-
ingar samt stórt á sig og kunnu illa
við erlenda stjórn, jafnvel þótt fjar-
læg væri og mild. Skattheimtu-
menn eru náttúrlega aldrei beinlín-
is vinsælir og eftir því sem mið-
stjórnarvald efldist í Róm þegar
keisarar treystu sig þar í sessi í stað
gamla lýðveldisins, þá fóru Róm-
verjar smátt og smátt að gera aukn-
ar kröfur um undirgefni skattlands-
búa. Þær voru að vísu fyrst og
fremst táknrænar; til dæmis fór að
bera á því að Rómverjar vildu láta
koma líkneskjum keisara sinna fyrir
í helgidómum hinna innfæddu í
hverju skattlandi og jafnvel að þeir
yrðu tilbeðnir sem meiri eða minni
guðir.
Yfirstéttin studdi Róm
Slíkt vafðist lítið fyrir flestum
undirþjóðum hinna rómversku
herra sem höfðu marga guði og sáu
ekkert athugavert við að bæta ein-
um við en einmitt slík táknræn at-
riði voru aftur á móti stórmál í aug-
um Gyðinga með sinn eina Guð og
máttu enga aðra guði hafa.
Framan af hersetu Rómverja í
Palestínu hafði hin gamla yfirstétt í
landinu haldið völdum sínum og
áhrifum og mátti heita að hún
stjórnaði landinu frá degi til dags,
því landstjórinn í Sesareu var sem
fyrr segir lítt að skipta sér af innan-
landsmálum. Slíkt var víða háttur
Rómar. I Palestínu háttaði hins veg-
ar svo til að yflrstéttin var í raun
prestastétt um leið, svo nátengd
sem trúarbrögðin voru öllu hvers-
dagslífi Gyðinga.
Farísear hafðir fyrir rangri
sök
Þegar óánægja fór vaxandi með
rómverskyfirvöld, þá bitnaði sú óá-
nægja óhjákvæmilega um leið á
prestastéttinni sem alþýðan fór að
líta á sem leppa erlends yfirvalds og
máttarstólpa kyrrstöðunnar.
Þannig blönduðust smátt og smátt
saman í suðupott gremja yfir er-
lendu yfirvaldi og skattheimtu ann-
ars vegar og hins vegar óánægja
I