Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Qupperneq 19
DV Fókus LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 19 Lúkas ,,[Æ]ðstu prestarnir og fræðimennirnir leituðu fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið [Jesú] afdögum, þviaðþeir voru hræddir við lýðinn." Júdas kom þeim þá til hjálpar og Jesú var handtekinn í Getsemane afhópi manna og voru þat á meðal æðstu prestarnir, varðforingjar helgidómsins og öldungarnir.Jesú var flutturj hús æðsta prestsins" þar sem varðmenn hæddu hann og spottuðu, börðu og svlvirtu með orðum. ídagrenningu varJesú siðan færður á fund„öldungaráðs lýðsins"þar sem voru„bæði æöstu prestar og fræðimenrí'. Hann var spurður hvort hann væri Kristur en hann svaraði:„Þótt ég segi yðurþað, munuð þér ekki trúa.'Þá var hann spurður hvort hann væri„sonur Guðs“og svaraði:„Þér segið aðégsé sá." Þá sögöu þeir:„Hvað þurfum vér nú framar vitnis við?“ „Allur skarinn" færði núJesú fyrir PHatus þarsem„íþleir tóku að ákæra hann og sögðu:,, Vér höfum komist að raun um, að þessi maður leiðir þjóð vora afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur konungur."" Pilatus spurði Jesú hvort hann væri konungur Gyðinga en hann svaraði aðeins:„Þú segir það." Þá sagðist Pílatus enga sök finna hjá þessum manni en„þeir urðu þvíákafari og sögðu:„Hann æsir upp lýðinn með þvi, sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði i Galíleu og er nú kominn hingað."" Pilatus ákvað þá að koma Jesú afhöndum sér með þviaö senda hann til Heródesar, leppkonungs Rómverja I Galileu. Heródes varð glaður við þvi hann hafði heyrt mikið af Jesú látið og væntiþess„að sjá hann gjöra eitthvert tákrí'. En Jesú svaraði engu spurn- ingum hans ogjæjðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ákærðu hann harð- lega". Heródes hæddiþá Jesú og sendi hann loks aftur til Pilatusar. Landstjórinn kallaði nú saman„æðstu prestana, höfðingjana og fólkið" og sagðist hafa yfirheyrt Jesú„en enga þá sök fundið hjá honum erþér ákærið hann um". Spurði - siðan hvort hann ætti að láta Jesú lausan.„En þeir æptu allir:„Burt með hann, gefoss Barabbas lausan!"En honum hafði verið varpað i fangelsi fyrir upphlaup nokkurt, sem varð i borginni, og manndráp." Lúkas er eini guðspjallamaðurinn sem heldur þvi fram að Barabbas hafi verið morðingi. Bæði Matteus og Markús kalla hann einungis„bandirígja". Lýðurinn heimtaði núað Jesú yrði krossfestur og þegar Pilatus kvaðst ekki hafa fundið hjá honum neina dauðasök og myndi hann þvi að- eins láta hirta Jesú en sleppa honum síðan, þá laust upp svo miklu ópi að iandstjórinn lét und- an.Jesú framseldi hann, að þeir færu með hann sem þeir vildu." Jóhannes Frásögn Jóhannesar er i grundvallaratriðum önnur en hinna guðspjalla- mannanna þriggja. Þar segir frá fundi„æðstu prestanna og faríseanna"þar sem menn lýstu áhyggjum sinum:„Þessi maður gjörir mörg tákn. Ef vér leyfum honum að halda svo áfram, munu allir trú á hann og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð." Kaifas æðsti prestur tók siðan afskarið:„[Y]öur er betra, að einn maður deyi fyrir lýðinn, en að öllþjóðin tortimist."Upp frá þeim degi voru leiðtogar Gyðinga ráðnir í að„taka [Jesú] aflifi." Júdas bauðst siðan til að svikja herra sinn og þegar Jesú var staddur í Getsemane kom Júdas og„tók með sér flokk hermanna og verði frá æðstu prestum og fariseum". Rétt eins og hjá Matteusi gripu lærisveinarnir óvænt til vopna og að þessu var það sjálf- ur Símon Pétur sem sneið eyrað afþjóni æðsta prestsins. En Jesú sagði Pétri að sliðra sverð sitt og var síðan fiuttur til hallar æðsta prestsins Annasar, tengdaföður Kaífasar. Annas spyr hann um kenningu sina en Jesú kveðst þegar hafa talað opinskátt um hana „í áheyrn heimsins". Þá varJesú sendur bundinn til Kaifasarsem sendi hann áfram til Pilatusar. Pilatus spurði hver ákæran gegn honum væri en Gyðingarnir svöruðu að að- eins að efhann væri ekki illvirki mundu þeir ekki hafa„selt hann þér I hendur". Pílatus sagði þeim þá að dæma Jesú eftir sinum lögum en þeir svöruðu að þeim væri ekki heimilt að taka menn aflifi. Pílatus yfirheyrði þá Jesú og að lokum viðurkenndi Jesú:„Ég er konungur. 77/ þess er ég fæddur og til þess er ég kominn i heiminn að ég beri sannleik- anum vitni." Pílatus tilkynnti Gyðingum að hann fyndi enga sök hjá Jesú og spurði hvort þeir vildu að hann yrði lát- inn laus. En þeir heimtuðu Barabbas lausan,„[e]n Barabbas var ræningi". Pilatus lét þá húðstrýkja Jesú, sveipa hann purpurakápu og hermenn settu þyrnikórónu á höfuð hans. Þannig búinn lét Pílat- us leiðaJesú fyrir„týðinrí’og kvaðstenn enga sök fínna hjá honum.„Þegar æðstu prestarnir og verðirn- ir sáu hann æptu þeir:„Krossfestu, krossfestu!"" Pllatus reyndi margsinnis að malda i móinn og varð sífellt hræddari við Gyðinga og þorði að lokum ekki annað en láta undan stöðugum ópum þeirra umað Jesú skyldi krossfestur. kom á fyrstu öld. Kunnastur ann- arra er vitaskuld Jóhannes skírari en í ýmsum heimildum er getið um að minnsta kosti tug annarra. Sumir þeirra voru kallaðir Messías eða tóku sér sjálfir þann titil. Messías samkvæmt fornum ritum Gyðinga var titill á vænt- anlegum herkonungi sem þjóðin von- aðist til að myndi um síðir rísa upp og varpa oki er- lendra herra af henm. Á fyrstu öld var ægivald Romar hins vegar Qyr-± slíkt að jafnvel hinir bjartsýn- f-f ustu Gyðingar gerðu ser flestir grein fyrir því að þeir hefðu varla bolmagn til að reka Róm- verja af höndum sér með hern- aði og þá var með tímanum far- ið að nota hugtakið Messías líka yfir eins konar andlegan leiðtoga sem „hreinsa" myndi þjóðina af bæði erlendri áþján og ekki síður innlendri spillingu yfirstéttarinn- ar. En allt blandaðist þetta sem sagt saman og vissulega urðu ýms- ir til að grípa til vopna gegn Róm. Sagnaritarinn Jósefus - Gyðingur sem studdi Rómverja - segir á ein- um stað að margir hafi komið fram „sem blekktu þjóðina og létu sem þeir lytu guðlegrar forsjónar en vildu í reynd aðeins umbyltingar og nýja stjórn í Iandinu. Þessir blekkingameistarar heimtuðu af mönnum að þeir höguðu sér eins og geðsjúklingar og drógu þá út í óbyggðir undir því yfirskini að þar myndi Guð birta þeim tákn frelsis- Kenning Jesú hafði heyrst áður Sumir létu sér þó ekki nægja að prédika úti í auðninni, eins og Jó- hannes skírari, heldur héldu inn í borgirnar til að boða hver sitt un VIU J c guðsríki. Það er hreint ekkert lítið gert úr hinum sögulega Jesú, þótt bent sé á að hann var bara einn af mörgum slíkum „spámönnum". Kenning hans var jafn fögur og göfug fyrir því, þótt hér megi reyndar benda á að í raun og veru var fátt sérlega frumlegt við kenningu Jesú - hvernig svo sem við reyn- um að grafast fyrir um hver. hún hafi upphaflega verið. Flestallt tal hans um kærleikann hafði heyrst áður. Þegar Jesú fór að safna um sig fylgismönnum, þá var ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt við að yfirvöld í Palestínu hefðu varan á sér. Bæði vildu þau varðveita sín eigin völd og áhrif og enn- fremur vernda þjóðina fyrir refsiaðgerðum Rómverja ef allt færi úr böndunum. Því þótt Rómverjar hafi yfirleitt verið mildir húsbændur, þá voru engir grimmari þegar þeir reiddust. Við páskahátíðina örlagaríku í Jerúsal- em var gífurlegur mannfjöldi sam- ankominn í borginni og róstur hafa greinilega orðið. Það er aug- ljóst af frásögninni um Barabbas, sem sumir telja að hafi yerið upp- reisnarmaður fremur en venjuleg- ur stigamaður, og sömuleiðis kem- ur fram í tveimur guðspjöllum af fjórum að að minnsta kosti sumir fýlgismanna Jesú hafa gengið um vopnaðir. Frá sjónarmiði „real- pólitíkur" kemur því síst á óvart að æðstu prestar Gyðinga skyldu vera uggandi um hvaða afleiðingar mannsöfnuðurinn kringum Jesú Og það var Pílatus einn sem hafði vald til að dæma menn til dauða. kringumstæðum flokkast undir annað en guðlast. Hitt er nær áreiðanlega seinni tíma kenning guðspjallamannanna að einhverju máli hafi skipt yfirlýsingar Jesú um að hann væri sjálfur guð eða að minnsta kosti guðs sonur. Til að halda friðinn í Jerúsalem var því - hversu leitt sem okkur kann að virðast það - nánast eðli- legt að yfirvöld Gyðinga beittu sér fyrir því að Jesú yrði handtekinn. En eftir það var það rómverski landstjórinn Pontíus Pflatus sem réði örlögum fangans. Og það var Pflatus einn sem hafði vald til að dæma menn til dauða. Sú frásögn guðspjallanna er beinlínis fráleit að Pflatus hafi á einhvern hátt látið verið tregur til en undan kröfum æðstu prestanna um að Jesú yrði tekinn af lífi. Hvað þá að „lýðurinn" hafi allt í einu heimtað það. Enginn var látinn laus Frásögnin um að það hafi verið siður að lýðurinn fengi lausan einn fanga á páskum og æðstu prest- arnir hafi fengið fólk til að æpa á Barabbas svo Jesú yrði örugglega tekinn af lífi er út í hött. Hvergi eru dæmi um slíkan sið með Rómverj- um. Og það hefur áreiðanlega ver- ið meira áhugamál æðstu prest- anna að Barabbas yrði líflátinn en Jesú. Hann var jú líklega morðingi. En eftir að Jesú var kominn í hendur Rómverja, þá varð bara ekki aftur snúið. Rómverskur landstjóri sem fékk í hendur fanga sem sakaður var guðlast og grunaður urn að efna til uppsteyts í borginni á hinni fjölmennu páskahátíð - sér í lagi landstjóri sem þekktur var fyrir grimmd eins og Pflatus - hann gat ekki tekið aðra ákvörðun en hann gerði. Sér í lagi ekki þar sem Jesú var frá Galfleu, en þaðan höfðu einmitt komið nokkrir af helstu uppreisnarmönnunum og óróaseggjunum gegn hinu rómverska valdi. Sent Jesú á krossinn. Hvort það var ætlun æðstu prestanna vitum við ekki, en það var Pflatus sem var böðullinn. Skattheimtumenn eru náttúrlega aldrei beinlínis vinsælir og eftirþví sem mið- stjórnarvald efldist í Róm þegar keisarar treystu sig þar í sessi í stað gamla lýðveldis- ins, þá fóru Rómverj- arsmátt og smátt að gera auknar kröfur um undirgefni skatt- landsbúa. með ýmislegt hátterni prestastétt- arinnar og þá steinrunnu Iögmáls- trú sem hún vildi halda að fólki. í þessu sambandi er athyglis- vert að þótt guðspjallamennirnir nefndi trúflokk farísea ævinlega til sögunnar sem helstu andstæðinga Jesú og varðliða lögmálstrúarinn- ar, þá spratt flokkur farísea í reynd upp sem eins konar andófshópur við vald og kenningu æðstu prest- anna. Kenningar farísea voru upp- haflega næsta svipaðar kenningu þeirra sem Jesú virðist hafa haldið fram. Ástæðan fyrir því að farísear eru í Nýja testamentinu orðnir holdgervingar yfirvaldsins er sú að um það leyti sem guðspjöllin voru skrifuð - meira en hálfri öld eftir að Jesú var á dögum - þá höfðu þær breytingar orðið í Palestínu að yfír- stétt prestanna hafði verið útrýmt eftir misheppnaða uppreisn Gyð- inga gegn Rómverjum árið 70 og þá höfðu farísear tekið forystuna í að halda Gyðingaþjóðinni saman. Hinir frumkristnu söfnuðir sem höfðu margt upp á hefðbundinn Gyðingdóm að klaga fóru þá að líta á farísea sem sína höfuðandstæð- inga og gerðu þá þar af leiðandi að höfuðandstæðingum Jesú líka. Rík hefð fyrir spámönnum Hvað sem því líður - um það leyti sem Jesú kom og hóf að pré- dika var iðulega farið að sjóða upp úr í þeim suðupotti sem Palestína var orðin. í landinu var rík hefð fyrir spámönnum sem risu úr al- þýðustétt og heimtuðu yfirbót af þjóðinni og Jesú var ekki nema einn af mörgum slíkum sem fram Þegar Jesúfór að safna um sig fylgis- mönnum, þá var ekk- ert óeðlilegt eða óvenjulegt við að yf- irvöld í Palestínu hefðu varan á sér. gæti haft. Þegar hann gerði sig síð- an beran að augljósu guðlasti, þá lá beint við að æðstu prestarnir skyldu fara fram á að rómversk yf- irvöld tækju hann höndum. Menn hafa deilt furðu lengi um hver hafi verið hin formlega ástæða fyrir handtöku Jesú og krossfestingu. En það þarf náttúr- lega ekki að leita lengra en til þess atburðar þegar hann velti um borðum peningavíxlaranna í musterinu. I tímans rás hefur sú frásögn orðið í vitund okkar að al- mennum mótmælum gegn kaupa- héðnum og arðræningjum sem skirrast ekki við að selja upp sölu- búðir sínar jafnvel á hinum helg- ustu stöðum og pranga þar út varningi sínum. En víxlararnir voru svo sannarlega engin að- skotadýr í musterinu. Þeir gegndu þar brýnu, nauðsynlegu og jafnvel guðfræðilegu hlutverki. Óskiljanlegt framferði Jesú í musterinu I musterið komu Gyðingar hvaðanæva að úr Miðausturlönd- um til að færa Guði sínum fórnir og í musterinu keyptu þeir sér fórnardýr, oftast lömb, að minnsta kosti á páskunum. Ekki mátti borga fyrir musterislömbin í er- lendri og syndugri mynt og því höfðu peningavíxlararnir það hlut- verk að skipta peningum aðkomu- manna í tilhlýðilega mynt. Hvers vegna Jesú tók upp á að gera upp- steyt gegn þessari starfsemi er í raun óskiljanlegt, þótt vel megi vera að einhverjir víxlaranna hafi kannski freistast til að okra svolítið á viðskiptavinum sínum. En slíkt uppistand gat í augum æðstu prestanna ekki undir nokkrum . r Palestína á fyrstu öld / Galílea / Nasaret^ Gallleu- \ Jvatn t Sesaría / Samaría / Jerúsalem • / Betlehem • / 1 Júdea t 1 Dauöa- V haf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.