Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 30
...
30 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004
Fókus DV
Skáldsagan
var sknifuö
Allir ríthöfundar eiga í fórum sínum drög, uppköst eða
hugmyndir að bókum sem þeir náðu aidrei neinum
tökum á. Ástæðurnar erujafn mismunandi og rithöf-
undarnir eru margir. DV gramsaði ískúffum nokkurra
íslenskra skálda og forvitnaðist um afhverju við höf-
um ekki fengið að njóta þessara verka.
Islenska ofurkonan
„Hugmyndin var að gera kvikmynd um ís-
lenska nútíma valkyrju. Svona ofurkonu sem væri
mótvægi við Súpermann og önnur ofurmenni,"
j segir rithöfundurinn Bergljót Arnalds.
„íslenska ofurkonan er kraftmikil, sterk og
sjálfstæð um leið og hún býr yfir óumræðilegri
mýkt og blíðu. Hún býr í íshelli í Vatnajökli og ríð-
ur ekki hestum heldur hvölum. í stað spjóts notar
hún risavaxin grýlukerti sem hún „ræktar“ í helli
sínum. Þá berst hún fyrir réttlæti og upprætir
glæpi. Sérstaklega verður hún hatrömm þegar
ráðist er á minni máttar. Eini veikleiki Valkyrjunn-
ar er sjálfstæðir, fallegir karlmenn sem bera virð-
ingu fyrir konum, en líkt og James Bond bindur
hún sig ekki til lengri tíma. Ég er viss um að íslensk
valkyrja af þessu tagi myndi vekja mikla athygli er-
lendis og kveikja enn frekari áhuga á landi og þjóð.
Nú bíð ég bara eftir fjárfestum sem hafa áhuga á
að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Þegar
þeir eru komnir skal ég greina frá leynivopni ofur-
kvendisins sem fær alla til að liggja í valnum."
BeigLjótAmalds
Dóp, kynlíf og
Britney Spears
„Það getur vel verið að ég skrifi þessa bók
einhvern tímann eða geri kannski frekar kvik-
mynd. Hugmyndin spratt upp úr „brainstorm-
ing“ milli mín og Einars Bárðar þegar við hitt-
umst á bar. Hann sagði mig Alistair McLean ís-
lands og ég held það hafi verið hrós. Ég er með
mikið af hugmyndum en það þarf alltaf eitt-
hvað meira en bara hugmynd, hún verður að
kalla virkilega sterkt á mann. Það getur tekið
alveg tvö ár að skrifa eina skáldsögu þannig að
maður verður að velja í hvaða hugmyndir
maður ætlar að eyða lífinu. Ég held samt að ég
geti alveg skrifað þessa sögu á einni helgi og
selt hana Warner Brothers. Ég geri það kannski
þegar mig vantar pening.
Þetta er hasarsaga um ungan mann sem er
að flytja Britney Spears inn til landsins fyrir
tónleika. Hann er líka að flytja inn eiturlyf og
er nýbúinn að svíkja spillta hermenn á Ketla-
víkurflugvelli. Hann rændi sem sagt af þeim
100 kg af kókaíni. Þegar Britney er komin fer
hann með hana á Langjökul í vélsleðaferð en
þá hefna hermennirnir sín á honum og ráðast
á hann með F 27 orrustuþotu en þeir vita ekki
að Britney er með honum. Úr þessu verður
mikið ævintýri og hasar og eldheit ást í snjó-
húsi.“
Andrí SnæiMagnason
pf
B
„Sumarið 2001 fór ég alveg eftir rithöfundabókinni, leigði mér lít-
j ið hús í þorpi úti á landi, settist þar við fartölvuna og hlustaði bara á j
I Rás eitt,“ segir Gerður Kristný Guðjónsdóttir. „Ég var að vinna að
sögu um ótrúleg ævintýri konu nokkurrar á erlendri grund þar sem
hættur leyndust við hvert fótmál. Einn kennaranna minna í Háskól-
anum sagði einhverju sinni að ekkert markvert hefði gerst í frönsk-
um skáldsögum á stríðstímum. Mig minnir að hann hafi átt við
Napóleonsstríðin. Fólk hefði einfaldlega ekki þurft á því að halda að
dikta upp hasar þegar líflð var hvort eð var lyginni líkast. Á friðartím-
um jókst ímyndaraflið á nýjan leik og skáldskapurinn blómstraði.
Líklega var þetta tilbreytingarsnauða þorpslíf ástæðan fyrir því ;
að smám saman tók að bera á óróa í sögunni minni. Persónurnar,
sem verið höfðu hæglætisfólk, færðu sig sífellt lengra upp á skaftið.
Áður en við var litið voru þær farnar að sitja hver fýrir annarri í
dimmum sundum og gengu jafnvel svo langt að berjast með hnúum
og hnefum. Sæl og rjóð sneri ég aftur heim úr sveitinni með tölvuna
úttroðna af ævintýrum. Nokkrum vikum síðar fór ég yfir afrakstur-
inn og þá runnu á mig tvær grímur. Þetta var ekki alveg jafn-
skemmtilegt og mig minnti. Eiginlega var þetta bara ein óttaleg vit-
leysa og sagan rataði í ruslið. Það var allt í lagi. Mér leið að minnsta
kosti betur með það heldur en að birta þetta.
I fyrra sat ég svo í Suður-Frakklandi mánuðum saman og vann
við aðra sögu. Þá var Íraksstríðið í öllum fjölmiðlum og viti menn, í
stað þess að persónurnar ólmuðust eins og vitleysingar gat ég talað
við þær eins og eðlilegt fólk.“
GeiÖui Krístný Guöjónsdóttir
Kraftaverkasögur
sem leiddu til of-
sókna gegn börnum
„Ég hef verið að safna Maríusögum tuttugustu
aldarinnar og ætlunin er að setja safnið saman í
eina bók,“ segir rithöfundurinn Gunnar Dal.
„Sumar þessar sögur gerðust í Júgóslavíu og Belg-
i íu og þetta eru mjög undarlegar frásagnir. Þessar
| birtingar leiddu til uppþota en urðu smám saman
j að heimshreyfingu á pólitískum grundvelli þar
j sem börnin, sem María birtist, voru ofsótt. Margar
j þessar sögur eru afskaplega vel skrifaðar bók-
! menntir og kraftaverkasögur."
GunnaiDal
Fausi og Fúfúfuglar
„Fyrir rúmum 20 árum komu út eftir mig tvær
bækur um Fjallakrílin. Hugmyndir að persónun-
um voru sóttar í bekk sem ég kenndi þá. Þessi kríli
eru undarleg í útliti en hafa þroska og vitsmuni 7-
8 ára barna,“ segir Iðunn Steinsdóttir. ,/Etlunin
hjá mér var að skrifa þriðju bókina um þau en af
ýmsum ástæðum varð ekki af því. Ég geymi þessa
óskrifuðu bók í hugskotinu og hef stundum leikið
mér með það sem þar gæti gerst. En allt hefur sinn
tíma og úr þessu lítur hún tæplega dagsins ljós.
Síðari bókin endaði með því að Fausi, sem er
afar sérstakt kríli með 100 hendur og 100 fætur og
glysgjarn með afbrigðum, kveður og flýgur með
Fúfúfuglinum inn í gullinn morgunroðann, vit-
andi að hann mun aldrei koma til baka af því að
Fúfúfuglar koma aðeins einu sinni á hvert fjall. í
óskrifuðu bókinni áttu krflin að lappa upp á hálf-
ónýtt loftfar sem þau höfðu undir höndum og
fljúga af stað til að leita að fjallinu þar sem Fausi
væri nú.“
Iðunn Steinsdóttii