Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 33
J3V Sport LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 33 Arsenal-Charlton Ekkert stöðvar „skytturnar". Vörn Charlton verður eins og rjúkandi rúst eftir Henry og félaga með Wenger vel greiddan og reffi- legan á hliðarlínunni. Lau. Stöð 2 kl. 14.45 Leeds-Uverpool Enginn vill kaupa Leeds, sem er Solskjær í miklu uppáhaldi Leikkonan Nanna Krístín Magn- úsdóttir er mikil áhugamanneskja um enska boltann. Hún á sitt uppá- haldslið eins og flestir og það þarf kannski ekki að koma á óvart að það er Manchester United. LIÐIÐ MITT rjúkandi rúst eftir Ridsdale. Houllier er besti stjóri í heimi eftir sigurinn gegn Levski og mun leiða Liverpool til glæstra sigra á næstu árum... einmitt. Sun.Sýn kl. 11.50 Bolton-Middlesbrough Boro er ömurlegt á útivelli í ensku deildinni, hvað þá heldur í Wales. Bolton, með Stóra Samúel við stjórnvölinn, fagnar sigri og það má jafnvel búast við því að detti einn til tveir kaldir hjá Samma eftir leikinn. Blackburn-Southampton Meðvitundarleysi sóknarmanna Blackburn er slíkt að mark- vörðurinn Brad Friedel og nítján ára gamall framherji úr 3. deildinni eru hættulegustu menn liðsins. James Beattie er risinn úr rekkju hjá Southampton sem saknar Skotans Strachans en hann flúði skip fyrir nokkru. Everton-Aston Villa Darius Vassell gat ekki görn fyrir jól en nú er hann heitasti framherji deildarinnar. Eyðsluklóin David þrátt fyrir að hann geti ekki keypt leikmenn í hverri viku eins og hjá Leeds. Fulham-Man. Utd Svikarinn Saha fær kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Fulham sem munu ekki láta sig muna um að ausa fúkyrðunum yflr hann. Coleman á sjúkrahúsi og Ferguson á geð- sjúkrahúsi miðað við háttalag hans eftir leikinn gegn Porto á miðviku- daginn. Leicester-Wolves Lélegasta vörn deildarinnar gegn lélegasta liði deildarinnar. Leikmenn Sun.Sýn kl. 13.50 O’Leary er að góða hluti hjá Villa BOLTINN EFTIR VINNU Forsetar Chelsea og Real Madrid ræddu málin á leik Bayern Miinchen og Real Madrid í Miinchen á þriðjudaginn. Roman hitti Perez „Eg var alin upp við að halda með Manchester United því að fóstur- pabbi minn var mikill aðdáandi þeirra. Ég byrjaði því ekki að halda með þeim út af góðu gengi eða David Beckham. Ég hef haldið með þeim síðan ég var pínulítil. Það hefur komið sér vel undanfarin ár og vera stuðningsmaður Manchester United en það hefur verið svolítið erfitt upp á síðkastið. Það hefur ekki gengið nógu vel og þótt ég haldi enn í vonina um að liðið vinni titilinn þá er ég ansi hrædd um Arsenal taki þetta í ár. Við tökum þetta þá bara á næsta ári,“ sagði Nanna Kristín. Nanna Kristín sagðist alltaf horfa á enska boltann heima hjá mömmu sinni. „Ég er svo heppin að manna er mikil áhugamanneskja um enska boltann og er með Sýn. Ég fer því alltaf til hennar og horfi á enska boltann. Við erum báðar vel upp aldar því að hún heldur líka með Manchester United. Það eru því engin rifrildi þegar við horfum saman á leiki.” Nanna Kristín sagði að Beckham hefði alltafverið í uppáhaldi hjá henni en það skipti hana þó ekki miklu máli þegar hann var seldur til Real Madrid. „Ég held með Manchester United þótt Beckliam sé farinn,” sagði Nanna Kristín. „Uppáhaldsleikmaður minn hefur alltaf verið Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær. Hann hefur reyndar verið meiddur mjög lengi en er að komast af stað aftur og það verður gaman að sjá hann á fullu. Ég er einmg mjog hrifln af Roy Keane en hann er einhvern veginn yfir það haflnn að vera uppá- haldsleikmaður einhvers. Hann er svo traustur og er alltaf til staðar." hann forseta franska liðsins Paris St. Germain til að ræða um hugsanleg kaup á Ronaldinho og flaug síðan yfir til Ítalíu til að hitta forseta Inter Milan og Juventus en þá voru bæði Christian Vieri, framherji Inter, og Edgar Davids, miðjumaður Juventus, orðaðir við Chelsea. Það hefur verið vitað lengi að Abramovich hefur haft augastað á mörgum leikmanna Real Madrid í nokkurn tíma og þvf notaði hann tækifærið í Þýskalandi til að kíkja á þá. í heiðursstúkunni á sat líka Perez og ræddu þeir saman í nokkrar mínútur. Peter Kenyon, yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea, tók að sér hlutverk túlks sem er nokkuð magnað afrek hjá honum því Abramovich talar litla sem enga ensku og Perez talar aðeins spænsku. Fyrr skal ég dauður liggja Gera má því skóna að samtal þeirra hafi verið á þann veginn að Abramovich hafi þulið upp hálfan leikmannalista Real Madrid og Perez sagt nei á eftir hverju nafni og fylgt því eftir með . spænsku útgáfunni af „fyrr skal ég dauður liggja.” Rússneski auðkýfmgurinn Rom- an Abramovich, eigandi Chelsea, sló tvær flugur í einu höggi í vikunni þegar hann var í Þýska- landi til að horfa leik Stuttgart og Chelsea í Meistaradeildinni. Hann fór líka að sjá leik Bayern Munchen og Real Madrid á Ólympíuleikvang- inum í Múnchen og sat fyrir algera tilviljun við hliðina á Florentino Perez, forseta Real Madrid. Abramovich hefur haft það fyrir sið að hitta forseta þeirra félaga hann vill eigí viðskipti við. Á síðasta ári hitti aö máli Miinchen Houllier á að fá að klára tímabilið Miklar umræður hafa verið um það hvort Gerald Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, ætti ekki að hætta með liðið í kjölfar slakrar spilamennsku liðsins í allan vetur. DV Sport ræddi við Sigurstein Brynjólfsson, formann liverpool- klúbbsins á íslandi, um málið en hann er á því að Houllier eigi að fá að klára tímabilið. „Ég er kannski litaður því að ég hef hitt Houllier nokkmm sinnum og hann bauð af sér góðan þokka. Ég hef sagt það lengi og segi það enn að ég vil Félagarnir saman Sigursteinn Brynjólfsson, formaður Liverpool-klúbbsins á Islandi, sést hér ásamt Gerard Houllier, knattspyrnustjóra liðsins, sem Sigursteinn vill að klári timabilið. að hann klári tímabilið og að staðan verði skoðuð í sumar. Þá er fimm ára áætlun hans á enda og rétt að meta frammistöðu hans á þeim tímapunkti. Það er margt sem bendir til þess að hann nái ekki að koma liðinu lokaskrefið á toppinn en hann hefur gert margt gott fyrir félagið á þessum tíma og á skilið að fá eitthvað fyrir það. Veturinn hefur verið gríðarleg von- brigði enda vilja Liverpool-menn berjast um titla á hverju ári en ég held að menn verði samt að passa sig að láta hann ekki fara án þess að hafa alvörumann í staðinn fyrir hann.“ Leicester gætu ekki varið lokaðar dyr með riffli en það skiptir kannski ekld máli því að sóknarmenn Úlfanna hitta ekki rassinn á flóðhesti með skóflu. Man. City-Chelsea Einn spilar bara í Evrópukeppninni og hinn bara í bikarnum. Þetta er í deildinni þannig að íslendingarnir Árni Gautur og Eiður Smári munu væntanlega verma tréverkið Portsmouth-Newcastle Alan Shearer er brjálaður út í Bobby Robson. Vonbrigði, svekkelsi, niður- læging - aumingja Ieikment» Portsmouth því Shearer er í ham. LYKILATRIÐI Eitt af lykil- atriðun- um þegar horft er á enska boltann er að gæta að því að verða ekki fyrir vökvatapi á meðan á leik stendur. Drykkjarföngin eru þó eins misjöfn og mennirnir eru margir en DV ræddi við tvo ein- staklinga sem eru með þetta atriði á hreinu. Týnir sér í algleymi boltans með bjórnum Hans Steinar Bjarnason, annar af umsjónarmönnum íþrótta- þáttarins á Skonrokk, missir aldrei af enska boltanum þegar hann er ekki að vinna. Hans Steinar sagði að bjórinn væri ómissandi hluti af enska boltanum enda þótt hann væri líka hrifinn af því að fá sér te með boltanum. „Það er afskaplega gott að fá sér einn ískaldan á meðan horft er á leik. Það slaknar á öllum líkamanum, stressið líður burt og ég týni mér í algleymi boltans," sagði Hans Steinar. Hann sagði að nú til dags væri Beck's- bjórinn í mestu uppáhaldi en sú var ekki raunin hér áður fyrr. „Ég og félagi minn voru miklir Holsten- menn enda byrja nöfn okkar beggja á H.“ Hans Steinar vildi þó bæta því við að honum fyndist einnig í afskaplega gott að fá sér te með enska boltanum. „Bjórinn er betri en það er líka gott að fá sér te með boltanum. Ég er kaffifíkill en má ekki við því að hjartað fari að slá hraðar þegar ég horfi á leiki. Þá kemur teið sterkt inn." Hans Steinar fylgir meginþorra lands- manna að því leyti að honum finnst Melrose's te best, með örlitlum sykri eins og hann orðaði það. Drekk bjór þegar mitt lið er ekki að spila Kollegi Hans Steinars, Valtýr Björn Valtýsson, gat ekki neitað því að það væri gott að fá sér einn ískaldan yfir boltanum en sagðist þó hafa eina reglu. „Ég drekk ekki bjór þegar mitt lið er að spila því þegar ég hef gert það þá tapar það alltaf. Ég fæ mér bara kaffi þá en þegar mínir menn eru ekki að spila þá er Carlsberg eða Viking-bjórinn bestur, sérstaklega í góðra vina hópi. Ég held að það fái sér allir einn kaldan öðru hverju og ég er þar engin undantekning - það væri hræsni að segja annað,” sagði Valtýr Björn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.