Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAQUR 28. FEBRÚAR 2004 Sport DV Pymtagur Úrslitaleikimir í SS-bikarnum fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Klukkan eitt mæta bikarmeistarar Hauka stöllum sínum frá Vestmannaeyjum í úrslitaleik kvenna og klukkan hálffimm er komið að strákunum en það em Fram og KA sem leika í úrslitum að þessu sinni. DV Sport fékk tvo áþekka menn til þess að spá í spilin fyrir okkur. Báðir vom þeir lunknir miðjumenn í handbolta á sínum tíma og ekki vom þeir síðri á milli stanganna í knattspyrnunni hjá Vesturbæjarstórveldinu KR. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um þá Stefán Arnarsson, landsliðsþjálfara kvenna, og Ágúst Jóhannsson, þjálfara karlaliðs Gróttu/KR. Ég held það sé óhætt að segja að leið Framara í úrslitaleikinn hafi verið ívið grýttari en hjá KA. Þeir nafa rutt ÍR, Val og bikarmeisturum HK úr vegi á meðan KA lagði Hauka, Fylki, Selfoss og Víking á sinni leið í Höllina. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, ætlar að skella sér f Höllina enda á hann von á hörkuleik hjá körlunum. „Ég held að þetta verði mjög jafn leikur. Hér mætast mjög ólík lið að mínu mati. KA leikur mjög hraðan bolta og spilar mjög aggressívt, sérstaklega Arnór Atlason, Jónatan Magnússon og Einar Logi Friðjónsson. Þeir spila frjálsan, hraðan boita og leita mikið að Andreus Stelmokas á línunni. Það eru þessir fjórir menn sem draga vagninn fyrir KA-liðið. Þeir nærast mikið á sterkri 3-2-1‘vörn þar sem þeir stela mörgum boltum og fá mörg mörk úr hraðaupphlaupum," sagði Ágúst en leikstíll Framara er að hans mati ekkert líkur leikstíl Akureyringanna. Skynsamir Framarar „Framarar spila hægari bolta. Þeir hafa verið að leggja mjög sterk ljð í bikarnum. Þeirra sóknarleikur er skynsamari og hægari en hjá KA. Þeir verða að stýra hraðanum í leiknum. Það er lykilatriði fyrir þá. Héðinn Gilsson hefur verið í fantaformi undanfarið og það ÍBV - HAUKAR Klukkan: 13.00 Dómarar: f Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Heiðursgestír: Bergur Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri (Hafnarfirði. Guðmundur Á. Ingvarsson, formaður HS(. Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Leið liöanna f úrslit: 16-liða úrslit: 8-liða úrslit: Bæöi sátu hjá (BV-Stjarnan 28-24 Fram-Haukar 20-30 Undanúrslit: fBV-FH 34-24 Grótta/KR-Haukar 32-33, framl. skiptir höfuðmáli fyrir Framara að hann verði í lagi í leiknum en hann hefur aðeins verið að glíma við meiðsl upp á síðkastið. Þeir verða að spila góða vörn og loka á línuspilið hjá KA ef þeir ætla að eygja von um sigur í þessum leik. Vörnin er þeirra sterkasti hluti og fyrir aftan stendur einn besti markvörður deildarinnar, Petkevicius." KA má ekki vera of einhæft Ágúst er á því að barátta leiksins verði á milli sóknar KA og varnar Framara. „KA verður að brjóta niður varnarleikinn hjá Fram. Framarar hafa verið að leika fantavörn og það er lykilatriði hjá KA að spila agaðan sóknarleik og vera með einhverjar fléttur í gangi. Þeir mega ekki vera of einhæfir," sagði Ágúst og bætti við að KA yrði að vera vakandi í vörninni. „Þeir þurfa að vera á tánum því Fram spilar langar sóknir og þeir þurfa að vera þolinmóðir því annars fá þeir á sig ódýr mörk.“ Fram sigrar I marki Framara stendur fyrrum markvörður KA, Egidijus Petke- vicius. Hann hefur varið vel í vetur en það sama verður ekki sagt um markverði KA-manna. „Þeir hafa verið í vandræðum með markvörsluna og þeir hafa ekki efni á slíku í þessum leik. Þar liggur þeirra veikleiki. Veikleiki Framara liggur aftur á móti breiddinni en þeir eiga ekki marga menn fyrir utan byrjunarliðið sem geta leyst af almennilega. Þeir hafa samt komist áfram og ef Héðinn verður í lagi eru þeir í þokkalega góðum málum," sagði Ágúst, sem á von á því að þeir bláklæddu í Safamýrinni lyfti bikarnum. „Ég hallast frekar að sigri Framara, ég verð að segja það. En þetta verður algjör hörkuleikur og ræðst ekki á mörgum mörkum. Það er alveg klárt, en Framarar eru mjög seigir og mín tilfinning er sú að þeir taki þetta." Hægt að sigra ÍBV Stefán Arnarsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, fylgist eðli málsins samkvæmt vel með kvennaboltanum. IBV-liðið er af mörgum talið ósigranlegt en Stefán er ekki sammála því. „Það er vel hægt að sigra þær. Það er ekki spurning en andstæðingurinn verður að hafa trú á því að hann geti það,“ sagði Stefán en meira en trúna þarf til að hans mati. „Það er mjög mikilvægt að stöðva seinni bylgjuna hjá ÍBV. Þær skora mjög mikið í seinni bylgjunni og við því verður að bregðast." Haukarnir hafa á að skipa bestu handboltakonu landsins, Ramune Pekarskyte, og hún verður að vera í fínu formi að mati Stefáns enda sakna Haukastúlkur Hörpu Melsted sem er ólétt. „Pekarskyte er alveg frábær og ef hún finnur sig ekki eru Haukarnir í vondum málum. Það var náttúrlega gríðarlega mikið áfall fyrir þær að missa Hörpu en liðið hefur smám saman verið að bæta sig. Ég hef séð síðustu leiki hjá liðinu og þær hafa verið að spila mjög vel. Ragnar Hermannsson þjálfari hefur að mínu mati gert mjög vel í því að stokka liðið upp eftir þetta áfall,“ sagði Stefán en bætir við að þær verði að laga sóknarleikinn. Of hægur sóknarleikur „Hann er fullhægur og það gengur ekki gegn ÍBV. Þær verða að vera skynsamar og taka sér tíma í sókninni. Það er þeim í hag að hraðinn sé sem minnstur í leiknum því Eyjastelpurnar eru ill- viðráðanlegar þegar þær fá að spila á þeim hraða sem þær helst kjósa. Ég er ekki viss um að Haukaliðið haldi út ef leikurinn verður mjög hraður því Eyjaliðið er mun vanara því að leika mjög hratt.“ Eyjaliðið er gríðarlega vel mannað og Stefán á í fljótu bragði erfitt með að sjá einhvern veikleika á liðinu. „Liðið er ótrúlega sterkt og það eru í sjálfu sér engir veikleikar í liðinu. Það eina sem mér dettur í hug er hvernig þær myndu bregðast við ef þær lenda undir því þær eru vanar því að vera yfir. Þær vilja stjórna og eru vanar því þannig að það yrði áhugavert að sjá hvernig þær myndu bregðast við því að lenda undir.“ Held að ÍBV sigri Þessi lið eru ekki óvön því að mætast í þessum úrslitaleik en þau gerðu það meðal annars í fyrra og þá fóru Haukar með sigur af hólmi. „Það er vonlaust að spá í þessa úrslitaleiki og úrslit ráðast oft á dagsforminu. Ég veit ekki hvort liðið er sterkara þannig séð. Haukar unnu í fyrra en fyrir tveim árum síðan unnu ÍBV-stúlkur Hauka frekar óvænt. Því held ég að það skipti litlu máli hvort liðið er sigurstranglegra. Sagan segir okkur einfaldlega að allt getur gerst í þessum leikjum," sagði Stefán, sem FRAM - KA Klukkan: 16.30 Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Heiðursgestir: Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. Guðmundur Á. Ingvarsson, formaður HSÍ. Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Leið liðanna f úrslit: 32-liða úrslit: Selfoss-KA 23-32 HR-Fram 15-42 16-liða úrslit: ÍR-Fram 34-37 Haukar-KA 34-35 8-liða úrslit: Fram-HK 24-23 Fylkir-KA 19-34 Undanúrslit: KA-Víkingur 27-26 Valur-Fram 22-23 Úrslit: Fram-KA ??-??

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.