Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
GunnarSmári Egilsson
Ritstjórar.
Illugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rítstjóm:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
ar. auglysingar@dv.is. - Drelfing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Tvöfaldur leikstjóri
Um næstu helgi verða
tvö leikverk frumsýnd á
Höfh í Hornafirði. Leik-
félag Horna-
fjarðar frumsýn-
ir leikritið Bar
Par eftir Jim
Cartwright í
Mánagarði á
föstudagskvöld í
leikstjóm Magnúsar J.
Magnú ssonar. Á sunnu-
daginn frumsýnir síðan
leikhópurinn Lopi
barnaleikritið Allt í plati
eftir Þröst Guðbjarnar-
son eiimig í leikstjórn
Magnúsar J. Magnússon-
ar.
Ingi fyrir Börk
Ingi Sigurðsson hefur
verið ráðinn úti-
bústjóri fslands-
bankaíVest-
mannaeyjum.
Tekur hann við
af Berki Gríms-
syni sem fýrir
bragðið snýr sér
að öðmm störfum.
Hundalæknar
f síðustu viku gerðu tveir
dýralæknar á vegum
Umhverfisstofnunar út-
tekt á heilsufari og að-
búnaði hundanna í Dals-
mynni á Kjalarnesi. Fjöl-
margir hundaeigendur
bíða niðurstöðu
þeirra með
óþreyju en Ijóst
er að mat dýra-
læknanna ræð-
ur miklu um til
hvaða aðgerða
Umhverfisstofn-
un grípur vegna meintra
brota eiganda á reglum
stofnunarinnar. Dýra-
læknunum var falið að
skoða hvert dýr fyrir sig
og kanna líkamlegt og
andlegt ástand þess.
Ógleymanleg
veisla
Árshátíð alþing-
ismanna sem
haldin var á
dögunum á Hót-
el Sögu er þeim
sem þátt tóku
enn í fersku minni. Þóttu
nokkmm gesta mikið til
koma heimsóknar á
heimili Sólveigar Péturs-
dóttur fyrir veisluna þar
sem dómsmálaráðherr-
ann fyrrverandi sýndi
völdum hópi nýtt heimili
sitt við Fjólugötu 1. Ekki
vakti síður athygli þegar
Jóhanna Sigurðardóttir,
fyrrverandi félagsmála-
ráðherra, mætti til fagn-
aðarins með sambýlis-
konu sinni, Jónínu Leós-
dóttir. Þótti veislan öll
með skemmtilegra móti
og eru sumir enn að
jafna sig.
'O
X
Bush og Miðausturlönd
Ifyrradag nötruðu Miðausturlönd af
sprengingum þegar mörg hundruð
manns létu lífið í árásum á helgihald og
hátíðir sjíta múslima í frak og Pakistan.
Þetta gæti bent til þess að nú væri að verða
að veruleika einhver skelfilegasta martröðin
sem kunnugir hafa látið sér detta í hug að
henti Miðausturlönd; að allt færi í bál og
brand milli sjíta og súnníta.
Það sem skilur að sjíta og súnníta í löndum
múslima er að sumu leyti sambærilegt við
það sem skilur að lúterstrúarmenn og kaþ-
ólska innan kristninnar.
Það er að segja, flestum utanaðkomandi
finnst það vera tómur tittlingaskítur og felast
aðallega í einhverjum óskiljanlegum hártog-
unum aftan úr grárri forneskju sem vart sé
hægt að ímynda sér að skipti nokkurn mann
nokkru einasta máli. En fyrir innvígða er um
að ræða djúp alvörumál sem í öfgafyllstu til-
fellum er fyllilega réttlætanlegt að láta lífið
fyrir.
Sjíar og súnnítar hafa hins vegar yfirleitt
haldið prýðilegan frið sín á milli þótt í sög-
unnar rás megi vissulega finna grimmileg
dæmi um hið gagnstæða. Ef núna allt er að
fara upp í loft milli þeirra er að minnsta kosti
ekki nema í litlum mæli um að kenna ein-
hverjum verulegum sögulegum ástæðum -
hitt er sönnu nær að menn sem telja sig hafa
hag af því að styrjaldarástand ríki í löndun-
um kyndi undir og kveiki jafnvel sjálfir þá
elda sem nú virðast á góðri eða réttara sagt
vondri leið með að brjótast út.
Það er ekki hægt að kenna Bandaríkja-
mönnum um sprengjuárásirnar í Miðaustur-
löndum nú. Þau eru greinilega runnin undan
rifjum öfgamanna sem myndu reyna að fara
sínu fram á hverju sem gengið hefði. En þó er
jafnljóst að framferði Bandaríkjamanna í
Miðausturlöndum undanfarið hafa auðveld-
að fyrrnefndum öfgamönnum mjög illvirki
sín.
Að George W. Bush forseti Bandaríkjanna
hafi brugðist við árásunum í fyrradag með
því að segja að tilræðin sýndu að alþjóðlegir
hryðjuverkamenn vildu enn skaða Bandarík-
in er hins vegar hneyksli. Nú þegar hafa þús-
undir óbreyttra borgara fallið í írak og
Afganistan efdr að Bandaríkjamenn byrjuðu
hernað sinn í kjölfar hryðjuverkaárása á New
York og Washington. Og nú falla enn hund-
ruð manna og þá vogar heimalningurinn í
Hvíta húsinu sér að halda því fram að Banda-
ríkjamönnum hafi verið gerður einhver
skaði.
Með þessu hefur Bush ekki aðeins opin-
berað fávisku sína um gang mál í heiminum,
annars staðar en í Texas, heldur einnig svívirt
fórnarlömb sprengjuárásanna. Með því að
reyna að nota sér blóð þeirra í valdabaráttu
heima fyrir.
Þeim mun fyrr sem Bush og nótar hans
kveðja Hvíta húsið í síðasta sinn, þeim mun
betra.
Áfram Kerry!
Illugi Jökulsson
Afi skera niður og sleppa
Nýtt tímarit Máls og menningar
er komið, hið fyrsta eftir endurreisn
þess undir stjóm Silju Aðalsteins-
dóttur, fyrrum menningarritstjóra
DV. Eins og menn muna var tímarit-
inu breytt fyrir nokkrum misserum,
í kjölfar þess að Mál og menning og
Vaka-Helgafell sameinuðust í Eddu
útgáfu, en sú breyting gekk ekki sem
best og nýir eigendur Eddu ákváðu
síðan að leggja tfmaritíð niður.
Bjuggust þá flestir við að saga þessa
fomfræga tímarits væri öll og þótti
óneitanlega sjónarsviptir að, enda
var TMM mikilsverður þáttur í ís-
lenskri menningarumræðu allt frá
því fyrir miðja tuttugustu öld.
En þá kom til skjalanna Mál og
Menning-Heimskringla, gamla fyr-
irtækið sem á sfnum tíma gaf tfma-
ritið úL Það er enn til og á sinn hlut
í Eddu þótt Björgólfur Guðmunds-
son eigi þar stærstan hlut. Félagið
ákvað að gera tilraun til að endur-
vekja TMM upp á sitt eindæmi, án
hlutdeildar Eddu, og nú er fyrsta
eintakið sem sagt komið út. Það lít-
ur kunnuglega út í augum þeirra
sem ólust upp með TMM og í inn-
gangserindi segir ristjórinn Silja að
ætlunin sé að „gefa út fjölbreytt
bókmenntatímarit sem þó hefúr
lfka áhuga á öðrum listgreinum".
Aðeins mun um tímabundna til-
raun að ræða og ræðst framhaldið
af því hvort tekst að safria nægileg-
um Qölda áskrif-
enda.
í tímaritinu
kennir margra
grasa. Ljóð eru birt
eftir Vilborgu Dag-
bjartsdóttur,
Matthías Johann-
essen, Steinar
Braga og Kristínu Eiríksdóttur. Smá-
sagan Línudans er eftir glæpasagna-
höfundinn Ævar Örn Jósepsson og
segir í fréttatilkynningu frá TMM að
,,[m]orð [sé] framið nóttina eftirher-
balife-partý heima hjá handbolta-
kappanum Kalla Bergsveins og
spurningin er sú hvort lausnina er
að finna í lagavali gesta í karaókí-
keppninni kvöldið áður þar sem
Rolling Stones voru vinsælastir
allra“.
Þá er í blaðinu afar merk ritgerð
eftir Þorstein Þorsteinsson um kveð-
skap Sigfúsar Daðasonar, einkum
góðkunnu „bjartsýnisljóð" hans.
Eins og menn vita var „bjartsýnin" í
þeim ljóðum nokkuð beggja blands,
enda heitir ritgerð Þorsteins „Nei-
Óhætt er að segja að Hannes Hólmsteinn
ríður ekki feitum frá þessum ritdómi [í
hinu endurreista Tímariti Máls og menn-
ingar], frekar en ýmsum
öðrum. Kristján Jó-
hann hirðirað vísu
lítið um þau álita-
mál sem mest voru í
sviðsljósinu kring-
um áramótin, en
honum þykir margt
baga bókina þar
fyrir utan.
Fyrst og fremst
kvæðið í tilverunni og tímunum".
Þá birtist í blaðinu viðtal Silju við
Stefán Jónsson leikstjóra og leikara;
Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um
myndlistarárið 2003; Jónas Sen ger-
ir upp árið frá sjónarhóli tónlistar-
gagnrýnandans; Jón Yngvi Jóhanns-
son skrifar um skáldsögur og ævi-
sögur síðasta árs, og Halla Sverris-
dóttir um leikgerð Meistarans og
Margarítu í Hafnarfjarðarleikhús-
inu. Þá skrifar Silja sjálf um menn-
ingarviðburði síðasta. árs og þess
nýhafna í greininni Á líðandi stund.
Þótt hér sé margt læsilegt er vart
efi á því að tvær greinar tímaritsins
munu velqa mesta athygli. Annars
vegar eru birt í fyrsta sinn drög að
kvikmyndahandritinu Sölku Völku
sem Halldór Laxness skrifaði f
Hollywood árið 1928 meðan hann
dvaldist þar og var staðráðinn í að
slá í gegn í kvikmyndaborginni.
Halldór Guðmundsson, væntanleg-
ur ævisagnahöfundur HKL, ritar
inngang og birt er bæði ensk útgáfa
Halldórs sjálfe og íslensk þýðing
Silju. í inngangskafla lýsir Halldór
yfirbragði þorpsins þar sem myndin
átti að gerast og sögunnar sjálfrar:
„Það er heillandi frumstæður
blær á allri sögunni. Yfirbragð harðr-
ar lífsbaráttu og fátæktar. Oheflaðar
tilfinningar. Persónumar eru rudda-
legar, einfaldar og frumstæðar.
Náttúran er makalaust hrjóstrug og
villt; hafið venjulega órólegt, og sál-
arlíf persónanna er nátengt þessari
villtu náttúru. Vandlega og listilega
útfeerð smáatriði gefa sögunni stað-
fúndinn svip og auka á sérkennileg-
an stfl hennar...
Ung kona stígur upp á bryggju úr
bát og gengur í átt til þorpsins. Hún
er há og sterklega vaxin. í svip henn-
ar má sjá ósnortinn hreinleika,
fífldirfeku, frumstæðan þokka. Hún
er búin eins og sjómaður: víðar bux-
ur, stígvélaskálmamar ná upp fyrir
hné, pípa í munni."
Og myndin átti að enda á því að
Salka Valka fer höndum, og gott bet-
ur, um svipu hins brotthorfna Am-
alds:
„Hún strýkur úr tvöfoldum leður-
ólum svipunnar og kyssir hana með
allri munúð og viðkvæmni hins
frumstæða manns."
Hmmmmm, segjum við nú bara.
Hins vegar er líka um að ræða
efni sem snertir Halldór Laxness.
Það er ritdómur Kristjáns Jóhanns
Jónssonar um Halldór, fyrsta bindi
ævisögu Laxness eftir Hannes
Hólmstein Gissurarson. í ljósi þess
hversu umdeild sú bók var fyrir jólin
- svo vægt sé nú til orða tekið - hlýt-
ur hver ritdómur
um hana að vekja
athygli.
Óhætt er að
segja að Hannes
Hólmsteinn ríður
ekki feitum hesti
frá þessum ritdómi,
frekar en ýmsum
öðrum. Kristján Jóhann hirðir að
vísu lítið um þau álitamál sem mest
voru í sviðsljósinu kringum áramót-
in, en honum þykir margt baga
bókina þar fyrir utan. Hann gagn-
rýnir til dæmis hversu gagnrýnislítið
Hannes fylgir forskrift minninga-
bóka þeirra sem Halldór skrifaði
kominn á gamals aldur og bendir til
samanburðar á grein sem Sigþrúður
Gunnarsdóttir skrifaði urn þær bæk-
ur: „Þeirrar sjálfstæðu og tortryggnu
túlkunarfræði sem einkennir grein
Sigþrúðar sakna ég í bók Hannesar
sem tekur sjálfslýsingar Halldórs
gildar eins og í þeim felist einhvers
konar hludægur sannleikur og legg-
ur þær til grundvaJlar frásögn sinni
af æskuárum Halldórs."
Og síðar: „Því er ekki að leyna að
[fyrsta bindi ævisögu HHG] er þjak-
að af því hve bágt höfundurinn virð-
ist eiga með að skera niður og
sleppa."