Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Fréttir TfV Björgunar- báturinn týndur Árangurslaus leit var gerð að björgunarskipi því sem tók út af flutningaskip- inu Skaftafelli í fyrrakvöld. Atburðurinn átti sér stað í vonskuveðri skömmu íyrir klukkan ellefu um kvöldið. Brotsjór reið þá yfir Skafta- fellið er það var statt um átta mflur suður af Krýsu- víkurbergi á Reykjanesi. Björgunarskipið, sem er af gerðinni Arun, er um 43 tonn að stærð og 16 metra langt. Var það fest niður á gámafleti og með sérstakar flutningsgrindur í kringum sig. Þessar festingar gáfu sig er brotsjórinn gekk yfir og björgunarskipið tók út. Björgunarskip það sem hér um ræðir er byggt til að standast ýmis áföll og er ill- sökkvanlegt. Því er jafnvel talið að það mari í hálfu kafi í sjónum út af Reykja- nesi og geti verið hættulegt annarri skipaumferð um svæðið. Opinberar veislur? Ágúst Ólafur Ágústsson Þingmaður. „Ég held að þær eigi vel rétt á sér en auðvitað fer þetta al- gjörlega eftir tilefninu," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingar.„Menn þurfa að meta þetta í hvert skipti; kannski er verið að taka á móti einhverjum eða halda upp á tímamót. Við megum ekki heldur vera ofpúrítönsk og neita okkur um allt - við erum ekkert heiiagri en páf- inn. Hins vegar verður alltaf að gæta hófs þvíþetta eru jú peningar skattgreiðenda sem fara í fögnuðinn." Hann segir / Hún segir „Það verður að gæta hófs í þessu eins og öllu öðru/'segir Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari á isafirði.„Opinberar veisiur eiga auðvitað rétt á sér við ákveðin tilefni en það væri skynsamlegast að samdar væru um þær ákveðnar leik- reglur. Eins og staðan er í dag eru þær ekki til. Reynstan sýnir okkur að stundum er erfitt að treysta einungis á siðgæðisvit- und fólks. Það er óþarfi að hafa hluti á gráum svæðum sem þurfa ekkiað vera þar." Óiína Þorvarðardóttir Fyrrverandi framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins er ákærður fyrir 2,3 milljóna króna fjárdrátt. Valgeir Valdimarsson er til dæmis sagður hafa hirt hluta af dagpeningum útlendra listamanna, stungið ágóða af leikskrám í eigin vasa og falsað reikninga frá huldufyrirtæki að nafni Smith, Smith & Smith. Hann játar al- varleg mistök. Þjófup stýrði dansflokki ríkisins Í/MM „Ég hef hvergi dregið neina dul á það að ég hafi gert mjög alvarleg mistök," segir Valgeir Valdimarsson, fyrrverandi fram kvæmdastjóri íslenska dans- flokksins, sem er sakaður um að hafa dregið sér ríflega 2,3 milljónir króna úr sjóðum dansflokksins. Mál Valgeirs var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Lögmaður Val- geirs fékk því frestað af „Ég verð manna fegnastur þegar ég get lokið þessum kaflaílífi mínu. Valgeir Valdimarsson Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri islenska dansftokksins í Héraðs- dómi Reykjavikur igær. DV-myndGVA jiÉ[i tæknilegum ástæðum þar til síðar í mánuðinum að Valgeir lýsi afstöðu sinni til ákæruliðanna. Valgeir segist heldur ekki vilja upplýsa DV um það hvort hann muni lýsa sekt sinni eða sakleysi - það vilji hann geyma handa dómaranum. Notaði danshöfund sem skálkaskjól Ríkissaksóknari segir í sjö liða ákæru sinni að Valgeir hafi dreg- ið sér áðurgreinda upphæð á rúmlega tveggja ára tímabili, frá því í mars 1999 fram í aprfl 2001. Allt féð var tekið út af sama tékkareikningum í Háa- leitisútibúi Búnaðarbankans. Alls var um 78 úttektir að ræða. Upp komst um málið við skoð- un Ríkisendurskoðunar á dansflokknum Valgeir segir fimm úttektir mBB i á árinu 1999 ' upp á sam- tals 155 þúsund krónur hafa verið fyrirframgreidd laun. Hann er sagður hafa tekið 356 þúsund krón- ur beint út af tékkareikningnum á árunum 1999 og 2000 og notað í eigin þágu. Á árinu 2001 hafi Valgeir gefið út 19 ávísanir að samtals upphæð 356 þúsund krónur sem hann hafi notað til greiðslu eigin útgjalda. Þá er hann ákærður fyrir að hafa með átta ávísunum og fimm millifærslum dregið sér 512 þúsund krónur og ranglega skýrt það sem greiðslur til Jochen Ulrich. Sá er danshöfundur sem starfað hefur fyrir flokkinn. Útskýrir ekki Smith, Smith & Smith Ríkisaksóknari segir Valgeir hafa hirt 745 þús- und krónur með því að útbúa 23 tilhæfulausa reikninga; einn á nafnið Valgarður Bragason og 22 í nafni fyrirtækisins Smith, Smith & Smith. Valgeir hafi einnig stungið í eigin vasa 148 þúsund króna greiðslu frá Leikfélagi Reykjavíkur til íslenska dansflokksins vegna sölu á leikskrám og fleiru. Aðspurður segist Valgeir ekki vilja segja til um hvaða fyrirtæki Smith, Smith & Smith er eða hvort það er yfir höfuð til. Félagið er að minnsta kosti ekki á skrá hérlendis. „Eins og með önnur atriði sleppi ég því að svara þessu þar til málið í heild verður tekið til meðferðar," segir Valgeir. Sakborningurinn finnur til léttis Að endingu segir ríkissaksóknari að Valgeir hafi hirt 57 þúsund krónur af 132 þúsund króna úttekt í febrúar 2001. Afganginn, 75 þúsund krón- ur, hafi hann greitt tveimur erlendum starfs- mönnum dansflokksins í dagpeninga. „Það er mikill léttir að það skuli vera komin hreyfing á málið. Það eru tæplega þrjú ár síðan það kom upp. Allan þennan tíma hefur legið fyrir vilji af minni hálfu að upplýsa það. Ég verð manna fegnastur þegar ég get lokið þessum kafla í lífi nn'nu,'' segir Valgeir Valdimarsson. gar@dv.is Launahæsti heilsugæslulæknir landsins er Smári Steingrímsson skurölæknir Súperlæknir í skíðaferð Smári Steingrímsson skurðlæknir Sá tekjuhæsti á landinu af heilsugæslulæknum. Launahæsti heilsugæslulæknir landsins er Smári Steingrímsson, skurðlæknir á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum, en hann hafði tæplega 20 milljónir kr. í árslaun árið 2002. Þetta kemur fram í stjórnsýsluendur- skoðun á launum starfsmanna nokkurra heilbrigðisstofnana 2000- 2002. DV náði ekki tali af Smára í gærdag en hann er nú í tveggja vikna skíðafríi á Ítalíu. Dvelur hann á hin- um þekkta skíðastað Madonna Di Campiglio sem staðsettur er í Dóló- mítafjöllunum í norðurhluta lands- ins. Kunnugir lýsa staðnum sem mjög skemmtilegu skíðasvæði með frábærum brekkum þar sem ætíð er möguleiki á að rekast á ríka og fræga fólkið í Evrópu. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, segir að hin háu lauri læknisins séu einkum til komin vegna þess að Smári er eini skurðlæknirinn á sjúkrahúsinu og sem slflcur er hann á bakvakt allan sólarhringinn alla daga ársins. „Föst laun hans hér við sjúkrahúsið eru í kringum hálf milljón króna á mán- uði, en bakvaktirnar eru rúm milljón króna á mánuði allt samkvæmt kjara- samningum." segir Gunnar. „Og árið 2002 er nokkuð sérstakt þar sem Smári komst nær ekkert í frí það ár." í máli Gunnars kemur einnig fram að vegna landfræðilegrar legu Vest- mannaeyja þurfi þeir að geta boðið upp á bráðaþjónustu allan sólar- hringinn. Þar að auki hafi þeim ekki tekist að fá annan skurðlækni til að leysa Smára af og létta þessu álagi af honum. „Smári er alhliða skurðlækn- ir og slíkir menn virðast ekki finnast hér á landi," segir Gunnar. „Alla vega hefur okkur hér í Eyjum ekki tekist að finna mann á móti Smára þótt okkur hafi tekist rimabundið að sjá svo um að hann komst í þetta frí sitt." Fleiri sérhæfðir læknar á heilsu- gæslustöðvum og sjúkrahúsum víða um land eru á mjög háum launum eða um eðayfir 15 milljónum króna á ári. Þeir finnast á Blöndósi, Egilsstöð- um, Húsavík, Neskaupstað, Selfossi og Suðurnesjum. Fram kemur í fyrr- greindri stjórnsýsluendurskoðun að meðallaun lækna á heilbrigðis- stofnunum eru í kringum milljón á mánuði. Munurinn á hæstu launun- um og þeim lægstu er því tæplega 7 milljónir kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.