Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Fréttir DV Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Holts, hafði tæpar 160 milljónir króna af viðskiptavinum sínum með skjalafalsi og fjárdrætti. HaHgrímur Jónsson öryggisvörður fór heim tH hans tH að krefjast skýringa. Bjarni er nú verkamaður úti á landi. Nýr kafli í lífi spilafíkils „Ég hef fengið frábær viðbrögð," segir Baldur Orri Rafnsson, en í DV í gær sagði hann frá baráttu sinni við spilafíkn. Baldur var það langt leiddur að hann stal peningum hvar sem hann kom. Frá lúðrasveit- inni sinni, klappstýrum sem hann hafði umsjón með, félagsmiðstöð og að lokum dró hann sér hálfa milljón frá nemendafélagi Borgarholtsskóla. Baldur er nú í meðferð gegn spilafíkn og hafa foreldrar hans greitt peningana til baka. „Eftir að fréttin birtist hef ég fengið fjölda símtala frá fólki sem óskar mér stuðn- ings,“ segir Baldur. „Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi.“ Ásakanir um vinnusvik „Það er ekkert að gera en starfsfólk heimahjúkr- unar er bæði slegið og sárt vegna ummæla Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, á morg- unvakt ríkisútvarps í morgun," segir Elsa Friðfinnsdótt- ir, formaður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga. Elsa segir þessi ummæli mjög alvarleg og ekki til þess fallin að liðka fýrir samningum en Guðmund- ur hafi sakað starfsmenn um vinnusvik og nánast þjófkennt þá. „Eg get ekki séð að starfsfólk komi til baka eftir svona meðferð né heldur að hann geti átt von á að einhverjir sæki um vinnu þegar forstjóri stofn- unarinnar viðhefur svona ummæli í fjölmiðlum. Ég bara skil manninn ekki,“ segir Elsa. Björk Jakobsdóttir Leikkona Ég er að klára sýningar á Sellófon í Iðnó áður en ég held utan með verkið," segir Björk Jakobsdóttir en sýningar er- lendis verða í mars á Sikiley og Fasteignasalinn hafði fimm milljónir af öryggisverði „Fasteignasalinn hafði af okkur fimm milljónir með svikum," segir Hallgrímur Jónsson öryggis- vörður, sem keypti parhús í Salahverfi í Kópavogi af Bjarna Sigurðssyni, framkvæmdastjóra fast- eignasölunnar Holts, sem dæmdur var til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í héraðsdómi í gær. Samanlagt hafði Bjarni rúmar 158 milljónir króna af viðskiptavinum fasteignasölunnar með fjárdrætti, skjalafalsi og fjársvikum. Þá borgaði Bjarni ríkissjóði ekki skatt af launum starfsmanna Svikinn Hallgrímur Jónsson öryggisvörðurog fjölskylda eru í fjölmennum hópi manna sem voru svikniraflöggilta fast- eignasalanum Bjarna Sigurðssyni. Hallgrimur mætti á tröpp- urnar hjá Bjarna og hjá Helga Ingvarssyni, tengdaföður hans, sem seldu honum parhús í Kópavogi. DV-mynd Róbert sinna árið 2002, samtals 2,83 milljónir króna. Hann borgaði ekki heldur virðisaukaskatt að and- virði 2,8 milljónum króna sem fasteignasalan hafði innheimt af viðskiptavinum. Parhúsið í Kópavogi var byggt af Steinhúsum ehf, sem er fyrirtæki í eigu Helga Ingvarssonar, tegndaföður Bjarna fasteignasala. Þegar Hall- grímur tók við híbýlunum af Bjarna og Helga voru þau ekki fokheld, líkt og samningur kvað á um. Var fasteignasalan skikkuð til að endurgreiða Hallgrími og fjölskyldu 3,2 milljónir króna, sem aldrei sáust. Þá voru húsbréf og lífeyrissjóðslán sem Hallgrímur tók við úr hendi fasteigna- sölunnar í vanskilum um tæpar tvær milljónir króna. Þetta greiddi Hallgrfmur í fyrradag úr eigin vasa. Þá hafði hann sjálfur greitt ^ , úr eigin vasa eða framkvæmt sjálfur endurbætur á íbúðinni til að öðl- ast fokheldnivottorð. Auk þess " greiddi fasteignasalan ekki fast- ;, ■■ ' eignagjöld og tryggingagjöld %$%%%ý upp á 182 þúsund sem kaup- andinn reiddi sjálfur fram. Hallgrímur reiddist þegar hann áttaði sig á svikunum og ákvað að hitta Bjarna augliti til auglitis. „Ég var reiður yfir að vera svikinn og fór því heim til hans. Hann var því miður ekki heima. Ég vildi láta hann segja við mig augh.. til auglitis: „Því miður sveik ég þig, ég hafði þig að fi'fli," segir Hallgrímur. Greiðslubyrði hans og fjölskyld- unnar hefur hækkað um 30 þús- und krónur á mánuði vegna svikanna, en fjölskyldan neyddist til að taka frekari lán til að standa í skilum við lána stofnanir. Hallgrímur undir- býr nú málsókn á hendur Helga Ingvarssyni, eiganda Steinhúsa og eins afkom- enda Ingvars Helgason- „Ég vildi láta hann segja við mig augliti til auglitis: „Því miður sveik ég þig, ég hafði þigaðfífli'Y' ar, sem skrifaði upp á samningana sem fasteigna- salan sveik. Bjarni var dæmdur fyrir þennan verknað og tæplega 50 önnur ákæruatriði í héraðsdómi og var honum gert að endurgreiða um 100 milljónir króna. Hann er nú verkamaður og vinnur við sumarbústaði á landsbyggðinni, en af þeim sökum mætti hann ekki í dómsúr- skurðinn í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögmanni hans er hann símalaus og því ekki hægt að ná í hann. Það tæki Bjarna 38 og hálft ár að greiða upp 100 milljóna króna skuld sína við viðskipta- vini sína, ef gert væri ráð fyrir því að hann fengi meðallaun verkafólks, 217 þúsund krónur á mánuði. jontrausti<a>dv.is Fasteignasalinn Bjarni Sigurðs- son er lögfræðimenntaður en starfar nú sem verkamaður. Hann má hvorki selja hús, fyrirtæki né skip, þar sem hann hefur verið sviptur löggildingu ævilangt. Fiskgæði á Hornafirði lýsir yfir gjaldþroti Hvað liggur á? I Belgíu, síðan verður sýning í maí rétt fyrir utan Berlín Björk segir að þá sé Charlotte Böving bráðlega að fara af stað með Sellófon í Folke Theatren í Kaupmannahöfn þannig að það er nóg að gera. „Þetta er rétt að byrja hjá mér og það verður spennandi að sjá hvernig þetta gengur en næsta ár sker úr um það. Nú svo er tveggja ára afmælisleik- ár íapríl og ég var að fá styrk sem er ofsalega gaman, “segir Björk og hvetur þá sem ekki hafa séð Sellófón en hafa lengi ætlað sér að drífa sig af stað áður en sýningar hætta í apríl. Um 25 manns missa vinnuna „Ég get staðfest það að naglinn er kominn í kistuna," segir Jón Hafdal, skipstjóri og einn hluthafa Fiskgæða á Hornafirði, en það fyrirtæki er komið í gjaldþrot. Allir 25 starfs- menn verksmiðjunnar missa vinn- una og bætast við fjölda atvinnu- lausra á Hornafirði. Fiskgæði hafa einbeitt sér að vinnslu ferskfisks og humars. “Það var búið að leita allra leiða en alls staðar komum við að lokuð- um dyrum og því var eina ráðið að loka. Það var vinnsla f húsinu þar til í fyrradag og góður grundvöllur fyrir vinnslu af þessu tagi en eldri skulda- hali reyndist okkur of þungur og því var þessi ákvörðun tekin." Jón segir að leitað hafi verið til Byggðastofnunar eftir aðstoð en slíkt ekki fengist. „Það er hins vegar klárlega hægt að láta slíka vinnslu bera sig vel ef ekki eru eldri skuldir að sliga reksturinn. En þar fengum við neitun og það var síðasta hálm- stráið." Frá Hornafirði Atvinnuástandið þarvar slæmt ennú syrtir I álinn þar sem 25 manns hafa misst vinnuna i vinnsiuhúsi Fiskgæða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.