Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Side 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 9 Sorg í írak írakar syrgja þá sem lét- ust í sjálfsmorðsárásum á sjíta múslima í fyrradag en talið er að rúmlega tvö hundruð manns hafi týnt lífi í Bagdad og Kerbala. Banda- rísk heryfirvöld segja að 117 hafi fallið í árásun- um en sú tala hef- ur verið dregin í efa. Árásimar vom gerðar á helgasta degi sjíta, degi sem ekki hefur verið haldið upp á í írak í þrjátíu ár. B andaríkj amenn saka jórdanskan hryðju- verkamann um að hafa skipulagt ódæðið en hann er talinn tengjast ai-Qaeda. Fimmtán manns hafa verið handteknir vegna málsins en leiðtogar sjíta varpa ábyrgðinni á innrásarherinn í írak sem þeir segja hafa bmgðist skyldum sínum. Fetarífótspor mömmu Harry prins fetar í fótspor móður sinnar heitinnar með því að berjast gegn eyðni. Prinsinn hefur að undanförnu dvalið í Lesotho þar sem hann hefur meðal annars heimsótt böm sem hafa misst foreldra vegna sjúkdómsins. Um 40% þjóðarinn- ar em smituð af eyðni og hefur prinsinn heitið því að vekja athygli á vanda landsins. „Veröldinni verður að verða ljóst að Lesotho þarfnast aðstoðar," sagði prinsinn. Sýslumaður sýknar í sjúkraskrármáli í Búðardal. Guðrún Jóna Gunnarsdóttir hrósar sigri eftir að málið var fellt niður. Krefst þess að fá vinnuna aftur. Hjúkrunaplopstjóri í mál við nógheraí Búðardal Sýslumaður sýknaði Guðrún Jóna Gunnarsdóttir i Búðardal hrósar sigri eftir að sýslumaður tilkynnti að sjúkraskrármálið hefði verið fellt niður. Sýslumaðurinn í Búðardal hefur ákveðið að falla frá kæru á hendur Guðrúnu Jónu Gunnars- dóttur, hjúkrunarforstjóra og'fyrrum varaoddvita, í Búðardal. Guðrúnu Jónu var síðasta haust vísað af vinnustað sínum á heilsugæslustöðinni í Búð- ardai vegna grunsemda um að hún hefði skoðað sjúkraskrár pólitískra andstæðinga sinna í óheið- arlegum tilgangi. Þá fékk hún áminningu. Rann- sókn hófst 12. nóvember en í gær fékk Guðrún Jóna bréf frá sýslumanni þar sem tilkynnt er að málið hafi verið fellt niður. „Ég hefði viljað fara alla leið enda viss um að sakleysi mitt tryggði sýknu," segir Guðrún Jóna sem fagnar sigri í málinu. En hún er síður en svo sátt enda telur hún að yfirlæknir heilsugæslunnar hafi reynt að koma á sig sök. „Það er með ólíkindum að yfirlæknirinn hafi fengið að starfa óáreittur á meðan mér var vísað af vinnustað. Hann hefur stöðu sakbornings fyrir meint skjalafals," segir hún. Guðrún Jóna hafði í gær ekkert heyrt frá heilsugæslunni um það hvenær hún fengi vinnu sína aftur en Pétur Jónsson forstjóri lýsti því í Fréttablaðinu að hún fengi ekki að koma aftur því þá myndi allt annað starfsfólk hætta störfum. Hún hyggst leita réttar síns gagnvart rógberum. „Krafa mín er að fá starfið aftur og uppreisn æru. Ég reikna með að fara í skaðabótamál við þá sem borið hafa mig þungum og röngum sökum. Þetta hefur verið hræðilegt fyrir mig og börnin mín og reyndar verið öllu samfélaginu erfitt. Ég var svipt embætti varaoddvita og formanns byggðaráðs auk þess að vera vísað úr nefndum. Nú er vantrauststillaga oddvitans, félaga míns af L-lista, fallin um sjálfa sig svo ég hlýt að fá upp- reisn innan sveitarstjórnar," segir Guðrún Jóna. Hún hafði ekki heyrt frá sveitarstjórnar- mönnum fremur en vinnuveitendum. Því liggur ekkert fyrir um það livort henni verði boðin fyrri staða í sveitarstjórn Dalabyggðar. Upphaf Ólgunnar þar má rekja til deilna um sölu á Hitaveitu Dalmanna. Það mál varð til þess að Guðrún Jóna lenti í beinum átökum við pólitískan andstæðing og hlaut glóðarauga í þeim samskiptum. rt@dv.is Askriftar happdrætti Ferð fyrir 2 til London eða Kaupmannahafnar Áskriftarsíminn er 550 5000 Á hverjum föstudegi til páska verður dregið úr öllum áskrifendum DV og sá heppni fær ferð fyrir 2 með lceland Express til London eða Kaupmannahafnar. Vinningshafar verða kynntir í helgarblaði daginn eftir útdrátt. Með DV fylgist þú betur með þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Helgarblaðið fylgist með þeim einstaklingum sem skara fram úr. Helgarviðtalið, krossgátan, sérstæð sakamál og margt fleira. DV tekur á málum af harðfylgi og áræðni. DV veitir stjórnvöldum hverju sinni kröftugt aðhald. Á DV duga engin vettlingatök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.