Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Fréttir DV Davíð til Danmerkur Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Ástríður Thorarensen eiginkona hans eru nú stödd í Dan- mörku í opinberri heim- sókn. Verða þau hjón þar í landi fram á 6. mars. Meðal annars mun Davíð hitta að máli Anders Fogh Rasmus- sen forsætisráðherra Dan- merkur. Meðan á heim- sókninni stendur munu forsætisráðherrahjónin vera við opnun sýningar um Jón Sigurðsson og sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Einnig mun forsætisráð- herra ávarpa ráðstefnu sem haldin verður í tilefni af hundrað ára afmæli heima- stjórnarinnar. Enn erverk- færum stolið Tilkynnt var um tvö innbrot til lögreglunnar í Reykjavík í gærmorgun. I fyrra tilvikinu var um inn- brot í nýbyggingu í Graf- arvogi að ræða en þaðan var stolið verkfærum. í hinu tilvikinu var brotin hliðarrúða á bfl í Teiga- hverfinu og þaðan stolið geislaspilara ásamt 100 geisladiskum. Að sögn lögreglunnar hefur tölu- vert verið um stuldi á verkfærum úr nýbygging- um í borginni. Telur lög- reglan að þessi verkfæri lendi á þjófamarkaði. Ein- hver beinlínis panti þessi verkfæri á þeim markaði og síðan séu einhverjir menn fengnir til að fara í innbrotin, hugsanlega til að borga niður fíkniefna- skuldir. Jón Knútur Ásmundsson, ritstjóri Austurgluggans. „Stemningin er bara ágæt í bænum og flestir hafa jafnað sig á þessum atburði og lifa Landsíminn lífinu eins og áður. Bæjarbúar munu senniiega aldrei gleyma líkfundinum og öllu því sem fylgt hefur í kjölfarið. Hvort þessi atburður segir eitthvað um Neskaupstað er mér mér mjög til efs." Breski bisnessmaðurinn Howard Kruger, sem vildi kaupa Hótel Valhöll og flutti þungarokkara og körfuboltamenn til íslands, í sviðsljósinu í Bretlandi. Tekinn saman við konu George Best. Gaf sig fram við lögreglu í Brighton í fyrradag ákærður um kynferðisbrot gegn barni. Mætir fyrir dómara á morgun. The Sun greinir frá því í gær að Kruger, hafi mætt tii lög- reglu í fyrradag. Hann var þar handtekinn og afhon- um tekin fingraför og sýni. Breski athafnamaðurinn Howard Kruger hef- ur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn sex ára stúlku og mætir fyrir dómara í Brighton á Englandi á morgun. Kruger þessi hefur ítrekað komið til íslands, síðast þegar hann hugðist kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum en áður skipu- lagði hann allskonar uppákomur, rokktónleika, balletsýningar, sirkus og íþróttasýningar hér á landi. Flest þau ævintýri enduðu illa fjárhags- lega. The Sun greinir frá því í gær að Kruger, sem hefur tekið saman við konu fótboltastjörnunnar George Best, hina 32 ára Alex Best, hafi mætt til lögreglu í fyrradag. Hann var þar handtekinn og af honum tekin fingraför og sýni. Fulltrúi sak- sóknara staðfesti við Sun að 44 ára gamall mað- ur hefði verið handtekinn fyrir ósæmilega vald- beitingu gagnvart barni. Móðir stúlkunnar kærði Kruger til lögreglu í desember. Kruger lýsir yfir sakleysi sínu og Alex segist munu standa með sínum nýja kærasta. Kruger á þrjú börn með fyrri konu sinni. Þau Alex eru nýtekin saman eftir að hún yfirgaf Geor- ge Best. Þá hafði fót- boltakempan skemmt Mercedes Benz bíl Alex, ofsótt hana með símtölum og talað illa um hana við breska fjölmiðla. George Best er að margra mati besti fót- boltamaður allra tíma en hefur átt við drykkjuvandamál að strfða um áratuga- skeið. Þegar Alex tók saman við Kruger lýsti hún honum sem venju- legum manni, ólíkt sín um fyrri. vvnhi' RAP psraröggyíTB^aSggBBa Forsíða Sun í gær Greinirfrá þvi að Kruger, ástmaður Alex Best, hafi verið kærður. Vildi kaupa Vaihöll Howard Kruger reyndi að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum sumarið 2000. Davíð Oddsson sagði Howard Kruger Mætir fyrir dómara á morgun, sakaður um að níðast á stúiku. við það tækifæri að Valhöll ætti ekki að verða sumarbústaður fyrir erlendan auðkýfing. Kruger er 44 ára og býr í glæsilegu húsi utan við London. Hann er snyrtilegur í fasi og kurteis í framkomu, segja ís- lendingar sem hafa hitt hann. Þeir hafa einnig orð á miklum íslands- áhuga mannsins. Hann er greini- lega vel efnaður og hefur gaman af því að halda boð og bjóða þangað fyrirmennum. Kruger skipulagði þungarokkstónleika í Kaplakrika og setti upp Svanavatnið í Þjóðleik- Alex Best Ætlar að standa með kærasta sinum. húsinu. Við þá frumsýningu lét Kruger taka af sér mynd með Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrirtæki Kru- gers stóð síðar að því að flytja inn rokkhljómsveit- ina Race Against the Machine og fiðluleikarann Nigel Kennedy fyrir Listahátíð Hafnarfjarðar. Næst flutti hann inn körfuboltasnillingana Harlem Globetrotters og eftir það kínverskan sirkushóp og árið 1994 hafði Kruger uppi fyriræd- anir um stórfengleg skemmtiatriði á Lýðveldishá- tíðinni þar á meðal James Brown. Ekkert varð af þeim en það kostaði skipuleggjendur dágóðar upphæðir. kgb@dv.is Sjávarútvegsráöuneytið sagt veita leiguliðum náðarhögg: Netabátum meinað að veiða stóran fisk Með nýrri reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins verður sjómönn- um á netabátum gert að þrengja möskva á netum úr nfu og hálfri tommu í sjö og hálfa tommu, í þeim tilgangi að hindra þá frá því að veiða stóran fisk. Þetta kemur sjómönnum á netabátum spánskt fyrir sjónir, en með þessu verður mun meira af smáfiski en áður í afla þeirra. Þannig rýrir þetta verðmæti aflans sem fæst fyrir kvóta og eykur smáfiskadráp. Ólafur Arnberg Þórðarson, skip- stjóri á netabátnum Eldhamri frá Grindavík, segir breytingarnar á reglugerðinni vera náðarhögg. „Fyr- ir okkur sem leigjum til okkar þorsk- kvóta á 120 krónur kílóið er þetta náðarhöggið," segir hann, en al- þekkt er að kílóið af stórum fiski er verðmeira en kílóið af litlum fiski. Sem dæmi má nefna að lægra verð fæst fyrir undirmálsþorsk heldur en það sem kostar að leigja þorskkvóta. Stór þorskur, hins vegar, selst á 240 til 250 krónur um þessar mundir vegna eftirspurnar í Suður-Evrópu í aðdraganda föstunnar. Reglugerðin byggir á þeirri skoð- un Guðrúnar Marteinsdóttur, vfs- indamanni hjá Hafrannsóknar- stofnun, að stóri fiskurinn sé undir- staða nýliðunar í stofninum, en hann sé víða að hverfa. Ólafur skip- stjóri kveðst ekki skilja sjónarmiðið. „Hún vill meina að örfáir stórir fisk- ar standi undir stofninum í þorskin- um, en það er mín sannfæring að svo sé ekki. Það eru ungir og sterkir einstaklingar sem standa undir líf- ríkinu í öllu dýralífinu. Það væri ekki farsælt ef fólkið á elliheimilinu færi að viðhalda okkar stofni.“' jontrausti@dv.is Ekki fleiri goiþorska Með nýrri reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins á að koma i veg fyrir að netasjómenn veiði stóran fisk. Þetta er gert meö þvi að minnka möskvastærð þannig að þeirveiði fremur smáfisk. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.