Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Fréttir DV Konurvilja karlamusteri Mikill meirihluti um- sækjenda um embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavík eru konur. 15 manns sóttu um brauðið en þar af eru níu konur. Augljóst má því vera að konur sækja í vaxandi mæli í það musteri karla sem prestsstarfið er. Þeir sem sóttu um eru, Aðalsteinn Þorvaldsson guðfræðingur, Arndís Ósk Hauksdóttir guðfræðingur, séra Bára Friðriksdóttir, Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðing- ur, séra Elínborg Gísladótt- ir, séra Guðbjörg Jóhannes- dóttir, Gunnar Jóhannes- son guðfræðingur, séra Helga Helena Sturlaugs- dóttir, Jóhanna Magnús- dóttir guðfræðingur, séra Jón Ragnarsson, séra Sig- urður Arni Þórðarson, séra Skúli Sigurður Ólafsson, Vigfús B. Albertsson guð- fræðingur, Þóra Ragnheið- ur Björnsdóttir guðfræð- ingur, séra Þórhildur Ólafs. Biskup íslands mun á næstunni skipa í stöðuna. Enqin vand- ræði vegna veðurs" Engin stórvandræði urðu vegna veðursins í fyrrakvöld á höfuðborgar- svæðinu samkvæmt yfirliti kvöldsins hjá lögreglunni í Reykjavík. Hinsvegar voru björgunarsveitarmenn kall- aðir út um kvöldmatarleyt- ið þegar fregnir fóru að berast af því að lausir mun- ir væru að fjúka um víða í borginni. Björgunarsveitar- menn fóru um höfuðborg- arsvæðið á fjórum bflum en þeir þurfu ekki að standa í neinum stórræðum. í ein- staka tilvikum þurftu þeir að fergja lausa muni en aldrei var nein hætta á ferðum. Albert Jensen „Ég hefþað ágætt að öðru leyti en því að ég lenti strax í skakkaföllum vegna þess að viðvaningur kom á mánudag- inn út afástandinu í heima- hjúkrun," segir Albert Jensen, kjallarahöfundur og skjól- Hvernig hefur þú það? stæðingur heimahjúkrunar. „Ég hefmiklar áhyggjur af starfsliði heimahjúkrunar og að maður missi góða vini og kunningja sem við skjólstæð- ingar erum vanir að um- gangast. Ég hefáhyggjur af því ranglæti sem stjórn heima- hjúkrunar kemst upp með að sýna þeim. Ég skora á þær að kæra Þórunni Ólafsdóttur for- stjóra fyrir siðanefnd og fyrir meiðyrði og standa umfram allt saman, vegna þess að óstéttvísi er ávísun á lægri laun." Ráðherraveisla forsætisráðherra í Iðnó kostaði 1400 - 1450 þúsund krónur. Það gera um 15 þúsund krónur á hvern gest. Boðið var upp á hvítlauksristaðan humar, lamb með kantarellum og höfug vín. Meira en þriðjungur boðsgesta mætti ekki, þar á meðal forsetinn og utanríkisráðherra enda báðir 1 útlöndum. Ráðherrarnir sem mættu Vegna myndatexta við frétt OV á þridjudag um Iðnóveisluna skal tekið fram að myndin sem fylgdi var birt með samþykki forsætisráðuneytisins. Það var þvi ekki rétt sem fram kom að ráðuneytið hefði ekki orðið við beiðni DV um að fá myndina til birtingar. Myndina tók Ounnar G. Vigfússon Ijósmyndari fyrir forsætisráðuneytið. Veislan sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt íyrrverandi og núverandi ráðherrum og for- setum Alþingis, ráðuneytisstjórum, mökum og nokkrum embættismönnum kostaði á bilinu 1400 til 1450 þúsund krónur. Forsætisráðuneytið sendi í gær umbeðin ítar- legri svör en ráðuneytið hafði áður gefið við spurningum DV um veisluna sem haldin var í nafni forsætisráðherrahjónanna. Tilefnið var 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. í kostnaðartölunni er matur, drykkir, leiga, starfsfólk, prentun á dagskrá, skemmtikraftar, merki, skreytingar og fleira. Ristaður humar og kantarellur Alls mættu 95 gestir til veislunnar sem haldin var í Iðnó laugardagskvöldið 7. febrúar. Kostnað- urinn hefur því numið um 15 þúsund krónur á hvern gest enda voru veitingar og skemmtiatriði af vandaðri gerð. í forrétt fengu gestirnir hvítlauksristaðan hum- ar, þar á eftir íylgdi kjötseyði áður en borinn var fram lambahryggur með kantarellum og rauðvíns- sósu. í eftirrétt var ísinn Parfait Islandair. Sætt og mjúkt með sýrópskeim Á undan matnum gátu gestir fengið sér 10 ára Warre’s Otima portvín sem á heimasíðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er sagt vera vera sætt og mjúkt með sírópskeim. Með matnum var boðið upp á hvítvínið Joseph Drouhin Chablis árgang 2002. Um það er ekkert að ftnna á heimasíðu ATVR. Einnig var boðið upp á rauðvínið Banfi Poggio Alla Mura, árgang 1998, sem ÁTVR selur á 3.190 krónur flöskuna og segir að sé dökkrautt, bragð- mikið, þétt og tannískt með kryddum og bökuðum ávaxtakeim. Drjúgur þriðungur mætti ekki Forsætisráðuneytið hefur orðið við ósk DV og sent blaðinu lista yftr alla þá sem boðið var til veislunnar. Samtals var 152 gestum boðið en 57 þeirra mættu ekki. „Dökkrautt, bragðmikið, þétt og tannískt með kryddum og bökuðum ávaxtakeim Einu gestirnir sem ekki var boðið f krafti fyrr- verandi eða núverandi fasts embættis síns voru hjónin Júlíus Hafstein og Erna Hauksdóttir. Júlíus er framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins Meðal þeirra sem ekki mættu voru Ólafur Ragnar Grímsson, íyrrverandi fjármálaráðherra, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff. Það sama gildir um Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og eiginkonu hans Sigurjónu Sigurðardóttur. Allt þetta fólk var í útlöndum. Eins og getið var um í DV á þriðjudag komu fram í veislunni Jónas Ingimundarson píanó- leikari og Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari. Auk þeirra skemmti gestunum barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðson. gar@dv.is Gömul kona sendir handprjónaða lopasokka til fótkaldra verkamanna við Kárahnjúka Nóg komið af sokkum við Kárahnjúka Kvenfélagið Bláklukkan á Egil- stöðum fékk dularfulla sendingu á dögunum, pakka sem inniheldur á þriðja tug lopasokka. Með fylgdi dularfullt bréf þar sem farið er fram á að sokkunum verði komið til er- lendra verkamanna við Kárahnjúka- virkjun. Undir bréfið ritar „Gömul kona að vestan" en frá þessu greinir í tímaritinu Austurglugginn sem kemur út í dag. Bláklukkukonur, með Gunnhildi Ingvarsdóttur formann í broddi fylk- ingar, sneru sér til Impregilo sem af- þakkaði gjöfina en vildi þó koma á framfæri þakklæti fyrir hlýhuginn. Austurglugginn vildi hafa milli- göngu og höfðu samband við hinn skelegga talsmann Impregilo, Ómar Valdimarsson, en hann flrrtist við spurningunni hvernig best væri fyrir kjarnakonur kvenfélagsins að verða við hlédrægri bón gömlu konunnar að vestan. Hann neitaði þá að tjá sig um málið og samkvæmt þessu er Austurglugginn því korninn á svart- an fjölmiðlalista Ómars. Hann sagði þó: „Það er nóg til af sokkum á Kára- hnjúkum en að öðru leyti þakkar Impregilo hlýhug kvenfélagsins og konunnar að vestan." Það liggur því fyrir að Bláklukkukonur verði að koma sokkunum til skila með öðr- um hætti en gegnum Impregilo. „Við erum því engu nær um sendandann en munum gera ráð- stafanir til að verða við ósk konunn- ar. Við verðum að gera það fyrir kon- una,“ segir Gunnhildur formaður ákveðin og sokkunum mun því væntanlega komið á réttar fætur við Kárahnjúka með einum hætti eða öðrum. jakob@dv.is Ómar Valdimarsson Talsmaður Impregilo neitar að tjá sig um málið en segir þó nóg komið afsokkum við Kárahnjúka og hunsar þarmeð gjöf„Gömlu konunnar að vestan."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.