Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Page 21
J3V Sport FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 21 Vandræði Frakkans, Gerard Houllier, hrannast upp hjá Liverpool. Þolinmæði stuðningsmanna liðsins í hans garð er löngu þrotin en þrátt fyrir það er ekkert fararsnið á franska skólastjóranum. Það er augljóslega farið að hafa áhrif á geðheilsu einhverra stuðningsmanna liðsins sem eru farnir að senda honum morðhótanir. Einnig var spreyjað miður huggulegum skilaboðum á vegg á æfingasvæði liðsins. Hættu... eöa þú verður drepinn Lögreglan í Liverpool-borg hefur sett af stað rannsókn eftir að Gerard Houllier, framkvæmd- astjóra Liverpool, var hótað lífláti. Málið er litið mjög alvarlegum augum og Houllier er talinn vera á nálum vegna málsins. Hann hefur þó ekki hug á að láta hrekja sig úr starfi á þennan hátt heldur mun hann halda ótrauður áfram. Talið er að f bréfinu hafí verið að finna nákvæmar lýsingar á hegðunarmynstri Houllier þannig að augljóslega hefur verið fylgst vel með honum. Sá er sendir bréfið heldur því einnig fram að hann þekki heimili Houlliers og að hann muni drepa hann hætti hann ekki með Liverpool-liðið. Lögreglan rannsakar málið Forráðamenn Liverpool höfðu strax samband við lögregluna sem er búin að setja af stað rannsókn. „Félagið fordæmir algjörlega slíka hegðun," sagði Ian Cotton, talsmaður Liverpool. „Þetta var virkilega óhuggulegt bréf sem við töldum að við yrðum að sýna lögreglunni. Þeir hafa nú þegar sett af stað rannsókn á málinu. Við viljum alls ekki gera of mikið úr málinu en það er ekki hægt annað en að taka þetta bréf alvarlega.“ Bréfið, sem taiið er að hörðustu menn fái gæsahúð við að lesa, var sent til Liverpool fyrir þrem vikum síðan eða fyrir fyrri leik Liverpooi gegn Portsmouth í bikarnum. Houllier opnaði það sjálfur. Vonandi deyrðu úr alnæmi ' Eins og áður segir hafði þetta bréf talsverð áhrif á Houllier en hann ætlar ekki að láta hótunina hafa áhrif á sig. Hann mun þar af leiðandi ekki breyta hegðunarmynstri sínu né njóta sérstakrar verndar. Liverpool hefur verið f Búlgaríu undanfarna daga og Houllier hefur neitað að svara spurningum blaðamanna um bréfið. Morðhótunin er ekki einu skilaboðin sem hann hefur fengið frá sjúkum stuðningsmönnum félagins því um daginn var búið að spreyja utan á vegg á æfingasvæði félagsins skilaboð til Houlliers: V5ð vonum að þú deyir úr alnæmi! Houllier vildi ekki heldur ræða mikið um þá sendingu heldur sagði hann að eflaust hefði einhver fýllibytta gert þetta í bræði sinni og myndi vart eftir því f dag. Leikmenn styðja stjórann Leikmenn Liverpool hafa staðið þétt við bak stjórans og segja að ekki megi eingöngu kenna honum um dapurt gengi félagsins á tímabilinu. Þeir eigi einnig ansi stóran þátt í málinu. „Stjórinn hefur fengið sinn skerf af ósanngjarnri gagnrýni en það er ekki hann sem er inni á vellinum,“ sagði Finninn Sami Hyypia, fyrrum fyrirliði liðsins. „Það verða allir að axla ábyrgð á þessu gengi. Ekki bara stjórinn heldur leikmennirnir líka.“ Gengi Liverpool hefur verið afar dapurt á þessari leiktíð og fátt sem bendir til þess að Houllier sé á réttri leið með liðið - þvert á móti virðist liðið vera í afturför þessa dagana. Hlýjar móttökur Þeir eru úr leik í enska bikarnum og eiga enga möguleika á enska meistaratitlinum. Þeir voru enn með í UEFA-bikarnum þegar þetta var skrifað en það gæti hafa breyst þar sem þeir léku við Levski Sofia í gærkvöldi og fóru í þann leik með vænlega stöðu. Alvöru stuðningsmenn félagsins hafa brugðist við þes$um árásum á stjórann með miklum stuðningi í síðustu leikjum þar sem þeir hafa sungið nafn Frakkans hátt og snjallt fyrir leik. Það yljaði viðkvæmu hjarta franska skólastjórans. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.