Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Fókus DV Allt um tísku www.fashion.net, the online fas- hion guide, er ein flottasta síðan íyrir tískuáhugafólk. Þar er hægt að fá allar helstu upplýsingar um nán- ast allt sem tengist tísku á einhvern hátt. Hönnuðir, sýningar, búðir, bæklingar og margt fleira sem er afar sniðugt fyrir þá sem áhuga hafa á tískunni. Þar er fólki einnig bent á aðrar flottar síður eins og til dæmis: elle.com, esquire.com, hint- mag.com, marieclaire.com, papermag.com. Tískumolar Vanilla til heimilisins Heimilissprey er ilmgjafi og ætti að vera til á öllum heimilum. Sá sem er hvað vinsælastur um þessar mundir er vanilluilmur- inn góði. Ei- lítill bökun- arkeimur er af honum í íyrstu sem þykir mjög heimilislegt en svo ilmar heimilið eins og fersk vanilla. Ilmurinn fæst í versluninni L’oocitane við Laugaveginn. Versl- unin er með hátt í 14 tegundir af heimilisilmum í öllum stærðum og gerðum. Létturog smart sími Nýjasti síminn á markaðnum er þessi Nokia 3100 sími sem fáanleg- ur er í bleikum lit og bláum. Sfminn er með litaskjá, keilu- leik, uppfærðum snake, skeiðklukku, lithium batteríi, flottum bakgrunns- myndum í lit svo eitthvað sé nefnt. Síminn er ofboðs- lega léttur og mjög smart. Nokia er einn öflugasti síma- framleiðandinn og kemur nýtt útlit á símum frá þeim afar reglulega. Stella, létt og krydduð Ilmurinn sem nýtur hvað mesta vinsælda um þessar mundir er nýjasti ilmur Stellu McCartney sem er fyrir afar breiðan aldurshóp að sögn. llminum er lýst sem afar léttum og krydduðum í senn. Geta allar konur ungar sem aldnar borið þennan ilm og virðist hann höfða til flestra. Stella er ein sú vinsælasta í ilm- vatnsbransanum. Mikið er um unga fatahönnuði á íslandi. Sóley Kaldal er í þeim hópi þó svo hún hanni að mestu leyti bara á sjálfa sig. Hún hefur þó hannað boli fyrir verslanir og er óhætt að segja að fötin sem hún kemst í tæri við séu afar skemmtileg. Saumar á sjálía sig af |iví pað er leiðinlegt aö vera khedd eins og allir aörir „Ég byrjaði að sauma í 10. bekk. Svona aðal- lega til að prófa mig áfram og mamma hjálpaði mér mikið," segir Sóley Kaldal sem er í fullu námi í Háskólanum og rúmlega það. „Svo í mennta- skóla fór ég að gera þetta sjálf og miklu meira," segir hún. Sóley segir saumaskapinn mun léttari en fólk, oft á tíðum, heldur og segir það mjög auð- velt að prófa sig áfram. „En það kemur alveg fyrir að ég hendi því sem mistekst. Ætli það sé ekki í eitt af hverjum fimm skiptum sem ég hendi eða geymi inni í skáp í langan tíma þangað til að ég ákveð að prófa aftur," segir Sóley. Hagstætt fyrir fátæka námsmenn Aðspurð um það af hverju hún byrjaði að sauma segir Sóley það hafa í fyrsta lagi verið af því henni datt svo oft í hug að gera eitthvað sem ekki var til í verslununum á íslandi. „Svo ég ákvað að prófa bara sjálf og svo 1 ■ öðru lagi er ég fátækur námsmaður og þetta er mjög hagstætt fyrir mig." En ekki er þar með sagt að all- ir námsmenn hafí jafnnæmt auga fyrir tískunni og hún. Sóley, sem hefur ekki lært fatahönnun og aldrei farið á saumanámskeið, segir grunninn hafa kornið í grunnskóla þegar henni var kennd undirstaðan eins og til dæmis að þræða saumavél og að sauma á röngunni. „Hitt kom svo bara að sjálfu sér,“ segir hún. „Ég er mest búin að vera að sauma boli og breyta buxum og pilsum. Svo var það einu sinni að ég breytti buxum í kjól af því efnið var svo flott að ég tímdi ekki að henda því," segir hún og er alveg greini- legt að hún hefur næmt auga. Geri meiri kröfur til mín þegar ég sauma á aðra Sóley hefur meira að segja selt fötin, sem hún hannar og saumar, í verslun um Retro. „Ég byrjaði að selja fötin Retro eftir að ég vann fatahönnunar- keppni sem haldin var í Versló og það var mjög skemmtileg reynsla að geta selt hönnun- ina og að sjá kannski stelpur á götunum í bolum frá mér,“ segir hún. En þeir í Retro létu hana fá boli sem voru með áprentaðri mynd og voru kannski of stórir og með ekkert snið og breytti Sóley þeim í að verða pæjulegri að eigin sögn. „Eg klippti þá til og bætti jafnvel á þá leðurfaldi og gerði þá eftir mínu höfði. Þeir seldust mjög vel og var þetta mjög skemmtilegt," segir hún. „En ég geri miklu meiri kröf- ur til mín þegar ég sauma fyrir aðra og þá getur þetta orðið ansi tímafrekt og ég var því ekki nema í hálft ár að vinna fyrir þá. Svo komu stúdents- próf og þá varð ég að hætta,“ segir Sóley og bætir við að þessi iðja sé svo tímafrek þar > sem hún er í skóla og er það af þeim sök- um að hún hefur ekki haldið áfram. „Ég er meira að sauma fyrir sjálfa mig og vinkonur mi'nar fá lánuð fötin hjá mér þó þær séu kannski ekki að biðja mig að hanna hitt og þetta fyr- sig. Oft sest ég niður með eitthvað og byrja að sauma og máta það til og svo breyti ég því eftir hend- inni. Endar hugmyndin oft á að verða eitthvað allt annað en ég ætlaði mér í byrjun," segir Sóley. Gamlar flíkur breytast „Mig langar að hafa sér- stöðu," segir Sóley þegar hún er spurð af hverju hún saumi svona mikið. „Mér finnst ótrú lega leiðinlegt að vera klædd eins og allir aðrir og þetta er í raun bara sjálfsbjargarviðleitni og með tímanum og æfingunni er þetta orðið miklu auð- veldara en í fyrstu," segir Sóley og hefur hún mjög sterka skoðun á því hvað henni finnst flott og í hverju hún vill vera. „Svo er það líka oft ekki til í búðunum sem mér finnst flott." En hvar færhún hugmyndirnar? „Alls staðar," segir Sóley. „Úr bíómynd- um, tískublöðum og á götunni. Ef ég sé eitt- hvað sem mér finnst flott og finnst að sé eitthvað sem ég verði að eignast fer ég yfir- leitt heim og sauma það bara," segir hún. „Ég nota mjög oft gamlar flíkur af sjálfri mér, mömmu minni og frænku. Þannig að efnis- kostnaður er ekkert svo mikill. Oftast reyni ég að nota gömul efni þannig að þá er þetta ekkert svo dýrt.“ Sóley segir efnin út úr búð ekk- ■ ert svakalega ódýr og reynir því að sleppa sem best út úr því að kaupa sem minnst enda fátækur náms- maður að sögn. „Svo reyni ég að fara á kílómarkaði eins og til dæm- is í Spútnik, Rauða krossinum og Hjálpræðishernum og reyni að finna efni sem ég sé möguleika í.“ Aðspurð hver gæti mögulega verið fyrirmynd hennar tengd klæða- burði segir Sóley það helst vera Kate Moss sem henni finnst mjög flott. „Ég hugsa að hún sé mikið í svona second-hand. fötum í bland við ýmsa hönnun. Hún lít- ur allavega þannig út,“ segir Sól- ey að lokum þó svo hún saumi kannski frekar eftir sfnu höfði. Ungogefnileg Sóley Kaldal er afar skemmtilegur hönnuður og mikið ihana spunnið. Hér sést hún i kjól sem hún gerði sjálfog efnið er úr viðkvæmu silki sem hún keypti erlendis. í ■ 4v v f. Hennarhönnun Leðurermarnar eru hennar eigin hönn- un. Buxunum og skyrtunni breytti hún að sínum smekk en hálskraginn er keyptur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.