Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 27
DIV Fókus
FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 27 c
SAMBÍém
ÖLDMOUNTAÍN
RENEé ZELIWECER: Besta
lcikkona I aukahlutvcrkl
Stórbrotin og margverðlaun-
uð stórmynd með óskars-
verðlaunahafanum Nicole Kidman,
Golden Globe og BAFTA verðlauna-
hafanum Renée Zellweger
og Jude Law
SÝND kl. 5.30. 8.30 og 10 B. i. 16 ára
SÝND kl. 8 og 10.10 B. i. 14 ára
iHUNTED MANSION kl. 6 j
IlOONEY TUNES kl. 6 Með Islensku taTi |
www.sambioin.is
REGflBOGinn
CHEAPER BY THE DOZEN
SYND
kl. 6 og 10
kl. 5.20, 8 Og 10.401
21 GRAMS kl. 5.30, 8 og 10.30 Bi. 16
ALLRA SlÐUSTU SÝNINGAR
*
Einni vinsælustu óperu allra tíma, Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, var vel tekið á
frumsýningu í íslensku óperunni á sunnudagskvöld. Önnur sýning er í kvöld og að
henni lokinni, um kl. 23 býður íslenska óperan upp á stefnumót við listamenn þar
sem tveir söngvarar, leikstjórinn og aðstoðarhljómsveitarstjórinn sitja fyrir svörum
Að sögn Margrétar Sveinbjörnsdóttur hjá
íslensku óperunni er hér haldið áfram með
nýjung sem bryddað var upp á þegar Makbeð var
sýnt í fyrra. Þá gafst óperugestum kostur á stefnu-
móti við flytjendur og aðstandendur fyrir sýn-
ingu, „I ljós kom að fjöldi gesta vildi hitta lista-
mennina og ræða um sýninguna, flutning og túlk-
un. Ekki fræðileg úttekt, miklu heldur óformlegt
spjall um hvaðeina sem vekur forvitni og áhuga
óperugesta. En við gerurn aðeins ráð fyrir stefnu-
móti eftir sýninguna í kvöld.“
Bergþór Pálsson, Auður Gunnarsdóttir, Hulda
Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson
fara með helstu hlutverk í Brúðkaupi Fígarós.
Christopher Fifield er hljómsveitarstjóri, Kurt
Kopecky aðstoðarleikstjóri og leikstjórinn er
Ingólfur Níels Árnason.
Frá því Brúðkaup Fígarós var frumsýnt í Vínar-
borg 1. maf 1786 hafa menn um víðan völl leikið,
sungið, blásið, blístrað og nú síðast hringt lag-
línur úr Fígaró enda státar engin ópera Mozarts af
jafnmörgum grípandi aríum. Og þótt hún teljist til
gamanóperu 18.aldar, opera buffa, er hér ekki allt
sem sýnist. Þjónn og þjónustustúlka greifahjóna
ætla að giftast en kvensamur greifinn hefur meiri
áhuga á þjónustustúlkunni en dapurri og lang-
þreyttri eiginkonu sinni. Hún og þjónustufólkið
ákveða því að leggja gildru fyrir greifann, hann
verður sér til háborinnar skammar og verður að
biðjast afsökunar á framferðinu. Inn í fléttast mis-
skilningur, óvæntar uppljóstranir, dulargervi og
feluleikir, persónur renna hver inn í aðra, hlut-
verk húsbænda og hjúa riðlast, mörkin milli
þeirra verða óljós. Þó skyldi enginn ætla að hér sé
venjuleg gamanópera á ferð, Mozart deilir á vald-
níðslu og hroka aðals og yfirstéttar gagnvart
þegnum sínum. Eftir Fifield hljómsveitarstjóra er
haft að Mozart bregði upp mynd af raunveru-
legum manneskjum f gli'mu við ytri aðstæður og
innri mann en óperan fjalli líka um réttlæti;
enginn skyldi nota yfirburði stéttar og valds til að
fá sínu framgengt.
Mótvægi
við poppið
„Það var í raun eingöngu ástríðan
til að skapa tónlist sem var helsti
hvatinn að samstarfinu, við köfum
niður til róta rokksins sem er gamli
góði blúsinn," segir Franz
Gunnarsson um samstarf hans og
Krumma úr Mínus í hljómsveitinni
Moody Company sem spilar á Jóni
forseta í kvöld ásamt Lords of Metal.
Þó strákarnir hafi í upphafi ekki
séð Moody Company sem annað en
gæluverkefni hefur frægðarsól sveit-
arinnar risið hærra og hærra upp á
síðkastið þar til strákarnir höfðu vart
undan að svara fyrirspurnum blús-
þyrstra íslendinga. „Við lögðum upp
með það að markmiði að vera ekkert
að auglýsa mikið og spiluðum bara
einstaka sinnum á öldurhúsum bæj-
arins, en síðan hafa viðtökurnar ver-
ið það góðar að við önnum vart eft-
irspurninni."
Moody Company sem steig sín
fyrstu skref í reykmettuðu andrúms-
lofti fslenskrar kráarstemmningar
hefur þróast og slípast í gegnum tíð-
ina. Strákarnir keyra lögin áfram af
miklum krafti og hafa fært skilgrein-
inguna á lifandi tónlist upp á annað
stig. „Út frá þessu samstarfi hefur í
raun sprottið ný stefna sem byggir á
mikilli einlægni, stefna sem er
ágætis mótvægi við stefnu íslenska
poppsins. Maður er
aldrei jafn berskjaldað-
ur og þegar maður
stendur uppi á sviði
með aðeins röddina
og kassagítarinn að
vopni, það er ekkert
sem maður getur
falið sig bak-
við.“
Franz Gunnars-
jon Segir Moody
Company hafa
skapaO nýja stefnu
sem sé ágætis mót-
vægi við islenska
■ I | poppið.
Sigga sjoppuræningi slæst í hóp tveggja gamalkunnra persóna í Möguleikhúsinu
Hattur og Fattur mættir til leiks á ný
í dag kl. 17 verður glænýtt leikrit
Ólafs Hauks Símonarsonar frum-
sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm;
Hattur og Fattur og Sigga
sjoppuræningi. Um 30 ár eru síðan
Hattur og Fattur birtust fyrst í Sjón-
varpinu en fyrir nokkrum árum
komu þeir félagar fram í gervi
grænna géimvera frá Úrídúx. Þegar
aðstandendur Möguleikhússins
komu að máli við Ólaf Hauk ákvað
hann að Hattur og Fattur skyldu
birtast á sviði Möguleikhússins í
sinni upprunalegu mynd, „senni-
lega aðkomumenn, kannski geim-
verur, en ekki grænir,“ eins og hann
orðar það.
„Leikritið er ætlað leik- og grunn-
skólabörnum og til sýningar í
skólum svo lengdin er um ein
kennslustund," segir Ólafur Haukur
Símonarson, „og sviðsmyndin má
ekki vera of flókin til ferðalaga. I
þetta sinn verður Sigga sjoppu-
ræningi á vegi þeirra félaga. Hún er í
stuttu máli sykur- og gosfíkill, kom-
in af sauðaþjófum í marga ættliði og
til alls vís. Þeir Hattur og Fattur vilja
auðvitað leiða hana frá villu síns
vegar og um það fjallar verkið", seg-
ir Ólafur Haukur sem glaður notar
tækifæri til að li'flast í barnaleikrit-
um, „kröfurnar eru engu minni en í
verkum fyrir fullorðna en ærslin
meiri.“ Tónlistin í leikritinu er að
sjálfsögðu eftir Ólaf Hauk sjálfan en
Jón Ólafsson útsetti.
Bjarni Ingvarsson leikstýrir Pétri
Eggerz, Val Frey Einarssyni og Öldu
Hattur og Fattur Valur Freyr Einarsson
og Pétur Eggerz„,sennileg aðkomumenn,
kannski geimverur en ekki grænir".
Arnardóttur í Hatti og Fatti og Siggu
sjoppuræningja, Helga Rún Páls-
dóttir hannaði búninga og sér um
leikmynd og leikmuni ásamt Bjarna
Ingvarssyni, Leikritið verður til að
byrja með aðallega sýnt á stór-
Reykjavíkursvæðinu en gert er ráð
fyrir leikferðum út á land síðar á
I
JC