Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 31
DV Síðast en ekki síst
FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 31
Mikil óánægja er meðal rúmlega
150 íslenskra viðskiptavina ferða-
skrifstofunnar Heimsferða sem fóru í
vikuferð til Jamaíka í síðustu viku.
Rituðu fjölmargir nafn sitt á undir-
skriftalista þar sem skipulagning og
framferði fararstjóra Heimsferða er
harðlega gagnrýnd.
Tugir ferðalanganna biðu svo
tímum skipti á Leifsstöð þar sem
láðst hafði að láta marga vita af
seinkun sem varð á brottför frá Leifs-
stöð. Átti brottför að vera níu um
morguninn en þegar til kom fór tékk-
nesk leiguvél Heimsferða ekki í loftið
fyrr en laust eftir klukkan fjögur síð-
degis. Það varð til þess að farþegar
komust ekki frá borði þegar millilent
var í Halifax í Kanada eins og lofað
hafði verið. Þurftu ferða-
langarnir að sitja tæpa tvo
tíma í sætum sínum meðan
eldsneyti var dælt á vélina
en tékkneskir áhafnarmeð-
limir sáu sér þó fært að
spóka sig um á flugvellinum
á meðan. Aðeins var boðið
vatn, gos og bjór í vélinni en
engir sterkir drykkir af-
greiddir þrátt fyrir óskir þess
efnis frá.mörgum farþegum.
Það var því komið fram
yfir miðnætti þegar fólkið
komst á hótel sitt á eynni rúmum átta
tímum seinna en áætlað var. Þá átti
hópurinn eftir að skrá sig inn og voru
þeir síðustu ekki komnir til herbergja
sinna fyrr en klukkan var langt geng-
in í tvö um nóttina.
Nokkrir þeirra sem DV
hafði tal af sögðu sínar farir
ekki sléttar í samskiptum
sínum við fararstjóra
Heimsferða í þessari ferð.
Var kvörtunum vísað á bug
og virtist lítill áhugi á að
koma til móts við farþega
með neinu móti þótt tapast
hafl hálfur dagur í þessari
vikuferð. Samkvæmt skil-
málum bera ferðaskrifstof-
ur þó enga ábyrgð á seink-
unum sem þessari.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri
Heimsferða, segist vita af undir-
skriftalistanum en margir hafi óskað
eftir því eftir heimkomuna að verða
teknir af þeim: „Það var mikil ánæg-
ja með þessa ferð enda gististaður-
inn með eindæmum góður. Það varð
seinkun á brottförinni sem okkur
þykir miður. Ferðir sem þessi er
skipulögð með margra mánaða fyrir-
vara og því ekki hægt að skipta um
vél ef seinkun verður. Að öðru leyti
tókst ferðin vonum framar að flestra
mati.“
Nokkrir viðmælendur DV viður-
kenndu að hafa skrifað upphaflega
undir undirskriftalistann en látið
taka sig af honum aftur enda allt
annað í ferðinni til hreinnar íyrir-
myndar. Þeir sem fóru út í fylu komu
flestir brosandi heim. Er það betra en
fara brosandi út og koma fyldur
heim...
Jamaíka Margir ósáttir við margt ihópferð
til paradisar.
Martröð í paradís í fýlu til Jamaíka
Andri Már Ing-
ólfsson Seinkanir
á flugi aidrei ásætt-
aniegaren lítiðvið
þeim að gera
• í kvöld er forsýning á heimildar-
myndinni um för Vesturports-
krakkana til Bretlands með sýningu
sína, Rómeó og Júlía, en þar slóu
þau eftirminnilega
í gegn. Það er
Ragnar Bragason
sem gerir myndi-
na og heitir hún
Love is in the Air.
Konan hans
Björgólfs yngri -
ríkasta manns á
Islandi - framleiðir einmitt myndi-
na sem verður sýnd í Háskólabíó og
víðar. Er þetta ein stærsta opnun á
íslenskri heimildarmynd frá
upphafl heita
heimildarmynda-
sumarsins. En það
sem færri vita er
að Islandsvin-
urinn Sean
Connery (sem DV
sagði frá að væri
hugsanlega að
fara að leika í
kvikmynd hér á landi á næstunni)
er persóna í Love is in the Air. Hann
er þarna gestur á sýningunni í fylgd
tengdadóttur Islands, Dorrit hans
Ólafs Ragnars. Myndin er víst
pfpandi snilld, segja kunnugir.
• Landbúnaðarráðherra íslensku
þjóðarinnar er alltaf á milli tannan-
na á fólki, enda
Guðni duglegur
við gefa frá sér
eftirminnilegar
yfirlýsingar um
ágæti íslensku
sauðkindarinnar
og annarra dýra.
Blaðinu hefur
borist vísa um ráðherrann:
Með kærri kveðjp til Guðna
Ágústssonar
Á mál eitt vil ég minna þig,
ég man ekki eftir fleiru í svipinn,
láttu Össur eiga sig,
offraðu ekki skoti á gripinn.
Guðmundur G. Halldórsson,
Húsavík
JL
• Skíðaferð Ólafs
Ragnars
Grímssonar og
eiginkonu hans,
Dorritar
Moussaieff, til
Aspen á dögunum
varð tilefni mikils
íjölmiðlafárs, enda missti forseti vor
af frægum ríkisráðsfundi fyrir vikið.
Það sem færri vita er að forseta-
hjónin voru ekki einu þekktu
íslendingarnir í Aspen á þessum
tíma. Söngdrottningin og kyntáknið
Birgitta Haukdal mun einnig hafa
eytt nokkrum dögum þar ásamt ást-
manni sínum, Benedikt Einarssyni.
Ekki er vitað hvort Birgitta borgaði
fyrir sig og Benedikt, en hann er
sem kunnugt er sonur Einars
Sveinssonar
viðskiptamógúls
en víst má telja að
hún hafi boðið
honum að deila
eins og einu RÍS-
súkkulaði í glæsi-
legu
skíðabrekkunum...
er eklci bara jómsætt heldur líka
skemmtilecjt a6 gæða sér á. Þanníý er
mexílcóskur matur í sínum skeljum og
pönnulcöícum me6 Guacamole, sterkum
piparrótum>y salsasósu ocj öllu fiinu sem
qerir hennan mat svo öðruvísi oq
'enna;
Vá erum sérjræciingar í aci setja saman
s
marcja ólíka munna - ocj elkx hara
veis/ur helc/ur /íha léttari snakkpartý.
©PIÐ
Viríca daqa lcl. 11 - /4
<£r (u. 17 - 22
Lauqardaqa ocj
sunnudacja lc(. 16 - 22
1ÁTTU SJfÁ MG
TexMex er lítiHop hlýlecjur
veitincjastahur þar sem notalecjt
er a6 tyí/a v
<ar sem
ser niður.
Langholtsvegi 89 -104 Reykjavík • Sími 588 7999 ■ texmex@texmex.is
MBA markaðsráðgjöf / Betr! Stofan