Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 3 Menntaskólanemar sækia nm SeOlabankann Fyrir tíu árum, eða vorið 1994, var mjög rætt um hver yrði næsti seðlabankastjóri. Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins var sífellt orðaður við stöð- una en þvertók fyrir að vilja setjast í þann stól, ekki einu sinni þótt spákona væri fengin til að lesa úr lófa hans í sjónvarpinu hvort hann hefði áhuga. Þótti sumum sem úr væri orðinn hinn mesti farsi, ekki síst eftir að í ljós kom að eng- in sérstök skilyrði giltu um hvaða menntun eða hæfileika seðla- bankastjóri ætti að hafa. Til að leggja áherslu á fáránleika málsins sóttu rúmlega 200 nemendur Mennta- skólans við Hamrahlíð um stöðuna og skiluðu samhljóða umsókn: „Ég undirritaður sæíd hér með um stöðu seðlabankastjóra. Ég hef lokið nokkrum önnum í [MH], auk þess sem ég stóðst sam- ræmd próf í grunnskóla með ágætum. Ég hef einnig unnið við hin ýmsu störf yfir sumartímann þó ég hafi litla sem enga reynslu öðlast í meðferð fjármála ríkisins. Hins vegar hefur mér alltaf haldist ágætlega á fé og ég er afar duglegur að spara. í ljósi fyrri ráðninga á seðla- bankastjórum ætti reynsluleysi mitt ekki að koma að sök. Seðlabankastjóri þarf að hafa bílpróf Seðlabankastjóri þarf að vera ýmsum kostum búinn. í fyrsta lagi þarf hann að hafa fjármálavit. í annan stað þarf hann að vera ábyrgur einstaklingur með siðferðiskennd sem ristir dýpra en gengur og gerist. Síðast en ekki síst þarf hann að hafa öku- skírteini og þor til að aka um rándýrri bifreið á kostnað ríkisins. Yfir þessum kostum tel ég mig sjálfan búa og ég treysti mér fyllilega í þetta starf." Þáverandi formaður nemendafélags MH var Garðar Þ. Guð- geirsson og það var hann sem afhenti bunkann með umsókn- Menntaskólakrakkarnir afhenda umsóknir sínar Úr bókinni Island í atdanna rás. um MH-inga í Seðlabankanum. „Þetta var stórskemmtilegt," segir hann nú um atvinnuumsóknina. „Og ég er sannfærður um að einhver okkar á eftir að verða seðlabankastjóri í framtíð- inni. Þetta var hluti af lagningardögum í skólanum, við settum upp bás þar sem menn gátu skrifað undir. Viðtökurnar í bank- anum voru vinsamlegar, enginn var æstur yfir þessu. Miðað við yfirlýsingar Birgis ísleifs bankastjóra fyrir skömmu um hvað Seðlabankinn taki nú vel á móti hópum sem koma í heimsókn, þá held ég að menntaskólanemar í dag myndu fá veglegri mót- tökur en við fengum." Garðar er nú orðinn verkfræðingur og sækist ekki sérstak- lega eftir því að verða seðlabankastjóri. „En kannski áhuginn kvikni aftur þegar ég verð eldri." Spurning dagsins Hvernig leist þér á Eurovision-lagið? Innan topp fimm „Mér fannst lagið mjög gott og söngurinn hans Jónsa alveg frá- bær og spái honum innan topp fimm efstu sætanna. Þetta er kröftug og flott ballaða og út- setningin hans Þorvaldar kemur vel út. Ég gefjónsa 10 fyrir söng enda frábær söngvari." Selma Björnsdóttir söngkona „Mér finnst það gottjónsi syngur það mjög vel, besta sem ég hef heyrt frá Jónsa. Mín reynsla er sú að það er nánast ómögulegt að spá fyrir um gengi laganna fyrirfram en miðað við formúl- una myndi ég ekki halda að við yrðum I efstu sætum." Gísli Marteinn Baldursson „Mér líst ágæt- lega á lagið og mjög vel á flytjandann. Hann verður pottþéttur enda vanur maður. Þetta er vel samið lag og mér sýndist myndbandið hafa samevrópska skýrskotun. Efa ekki að hann eigi eftirað standa sig vel. Góða ferð til Istanbul." Valgeir Guðjónsson „Mér fannst það ósköp Ijúft og þægilegt og held það hafí verið ágætlega flutt.Ætli hann verði ekki í miðjunni, mér fannstþetta ekki það dæmi- gerða Eurovision-lag en ég er ekki mikið inn Iþessu. Held að þessi tegund eigi ekki upp á pallborðið." Bergljót Líndal hjúkrunar- fræðingur „Þessi Eurovision-lög eru alltafeins en þó er þetta helvíti gott lag. Þessi strákur er hress og mun standa sig ágætlega, ég er klár á því. Ég heftrú á að hann nái allavega ió.sætinu.Er það ekki sígilt?" Þórir Sigurbjörnsson verslunarmaður Islendingar fengu að heyra Eurovision-lagið í fyrsta skiptið á laugardaginn. Hakakpossinn Eimskipafélagið hefur lagt á hill- una hakakrossinn sem var tákn fé- lagsins frá stofnun 1914. Thor Jen- sen átti hugmyndina en hann hafði í fyrstu ætlað útgerðarfélagi sínu, Kveldúlfi, hakakrossinn að einkenn- ismerki. Adolf Hitler réði því að hakakrossinn varð tákn þýska Nas- istaflokksins um 1920 og eftir að nasistar urðu al- ræmdir var táknið Eimskipafélaginu oft til vandræða. Hakakross-tákn- ið er u.þ.b. 3.000 ára gamalt og þekkist meðal indíána í Ameríku, búddista í Japan og kem- ur fyrir á rúnaristum í Svíþjóð. Það var þó einkum í hávegum haft með- al arísku þjóðflokkanna á Indlandi og nafnið svastika er komið úr Maðurinn: - skepna sem búin var til eftir puð heila viku og Guð orðinn þreyttur MarkTwain Forn indversk svastika sanskrít - „sú“ þýðir „gott“, „gæfa" eða eitthvað álíka: „asta“ er í raun sögnin „að vera“. Hakakrossinn er því gæfumerki en hefur reyndar einnig verið talinn sólarmerki. Hin norræna útgáfa hefur verið nefnd Þórshamar. Hökin á krossinum gefa til kynna að krossinn er að snúast og eru talin standa fyrir birtu sem flæðir um leið og krossinn snýst. Ef hann snýst rangsælis táknar hann kvenlega orku en snúist hann réttsælis er ork- an karlleg. 'I'FJ % \ \ Dóu saraa dag t John Adams og Thomas Jefferson voru meðal þeirra sem fremstir stóðu í frelsisstríði Bandaríkjanna gegn Bretum en eftir að sjálfstæði var lýst yfir 4. júlí 1776 háðu þeir ýmsa hildi um málefni innanlands. Adams var forseti 1797-1801 en féll þá í kosning- um fyrir Jefferson sem sat á valdastóli 1801-1809. Á síðari hluta ævinnar grófu þeir stríðsöxina og skiptust á löngum bréfum. Svo einkennilega vildi til að báðir önduðust þegar rétt 50 ár voru liðin frá sjálfstæðisyfirlýsingunni eða 4. júlí 1826. Andláts- orð Adams voru: „Jefferson lifir enn", en þá voru fimm stundir frá andláti Jeffersons. Jefferson Háde Pöntunarsími 567 2770 • Fax 567 • matbordid@isl ^kjómsætur bédegisverður og framúrskarandi veisiuþjómista

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.