Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Fókus DV Timbaland & Magoo Under Construction Blackground/Smekkleysa ★ ★★ Þetta er þriðja platan sem ofur-pródúserinn Timbaland gerir með rapp- aranum Magoo. Timbaland Plötudómar er búinn að vera einn af framsæknustu pródúserum heims síðustu ár og hefur m.a. átt stóran þátt í vel- gengni listamanna á borð við Missy Elliott, Jáy-Z, Aaliyah og Justin Timberla- ke. Timbaland er ótrúlega frjór, stundum hefur verið meiri sköpunargleði í einu lagi frá honum heldur en öllum þrjátíu söluhæstu rokkplötunum til samans... Það eru nokkur frábær lög hér, t.d. fyrsta smáskífulag- ið Cop That Shit sem Missy rappar í. Það er hins vegar eins og það sé eitthvað að- eins farið að draga úr sköp- unarkraftinum hjá Timba, því að inn á milli eru lög sem eru bara ekkert sér- stök. Trausá Júlfusson Wax Poetic Nublu Sessions ★ ★★★ Ultra/Smekkleysa Wax Poetic er hópur djasstónlistarmanna frá New York. Hann var stofn- aður af Tyrkjanum Ilhan Ersahin árið 1997 og hefur spiláð stíft á klúbbum borg- arinnar síðan. Wax Poetic blandar saman djassi, blús, hip-hop töktum, soul og suður amerískri tónlist. Nu- blu Sessions (sem heitir eftir Nublu klúbbnum í NYC) er önnur plata Wax Poetic, sú fyrri kom út árið 2000. Það sem vekur kannski mesta athygli á þessari plötu er að sjálf Norah Jones syngur tvö lög. Hún var söngkona Wax Poetics f stuttan tíma þegar hún var 19 ára og hér snýr hún aftur. Á meðal annarra gesta eru Saul Wiiliams, N’Dea Davenport og U- Roy. Hér er engin tíma- mótaplata á ferðinni, en þetta er vel unnin og þægi- leg gæðatónlist sem á skilið að ná eyrum sem flestra. Trausti Júlíusson. I f é I u i 1 . (7) Franz Ferdinand - Darts OfPleasure 2. (4) N*E*R*D - She Wants To Move 3. (2) Franz Ferdinand - Take Me Out 4. (1) TheVon Bondies - Broken Man 5. (-) Cypress Hill - What's Your Number 5, (6) Scissor Sisters - Comfortably Numb 7. (8) Chicks On Speed/Peaches We Don't Play Guitars 8. (5) TV On The Radio - Poppy Q (10) Usher- Yeahl 10. (3) Missy Elliott - Tm Really Hot New York sveitin Scissor Sisters hefur vakið mikla at- hygli síðustu vikur fyrir útgáfu sína afPink Floyd lag- inu Comfortably Numb. Fyrsta stóra platan hennar sem bernafn sveitarinnar varað koma út. TraustiJúlí- usson tékkaði á systrunum. f f hneigð kona. Nafnið er slanguryrði fyrir lesbíur, en hijómsveitin hét upphaflega Dead Lesbian and The Fibrillating Scissor Sisters. Jake og Baby Daddy sem eru búnir að vera vin- ir frá barnæsku og voru saman í skóla byrjuðu að búa til tónlist til þess að hressa sig við eftir hryðjú- verkaárásina 11. septemþer 2001. Jake hafði verið go-go dansari og hafði gaman að því að koma „Aphex Twin og Mouse On Mars eru síðustu nýju tónlistarmennirnir sem mér fannst eitthvað varið í þannig að ég fór að leita til baka,“ segir Jake Shears aðal- söngvari New York sveitarinnar Scissor Sisters í nýlegu viðtáli. „Svo var ég á sýru einn daginn og heyrði I Can’t Go For That með Hall & Oats og Fly Like An Eagle með Steve Miller Band og ég fékk vitrun. Þetta var eins og að heyra í englakór." Tónlist Scissor Sisters sækir mikið í tónlist áttunda og níunda áratugarsins. Það hafa sennilega flestir heyrt útgáfuna þeirra af Pink Floyd laginu Comfortably Numb. Þetta er diskó-útgáfa sem hljómar eins ogbjöguð útgáfa af Bee Gees, eðabara eins og „Bee Gees á sýru“ eins og einhver kallaði það. Snilldarútgáfa. Öll lögiii á nýju Scissor Sisters plötunni minna mann á eitthvað sem maður hefur heyrt áður. Sums staðar minnir þetta á Elton John, annars staðar á Bee Gees, Wham, Erasure, Thompson Twins eðajafn- vel Donnu Summer... En svo bæta þeir við þetta og blanda saman á frábæran hátt þannig að úr verður ein af skemmtilegustu plötum síðustu mánaða. Algjörlega skotheld poppplata. Flöktandi lesbíur... Scissor Sisters er fimm manna sveit skipuð áð- urnefndum Jake, Baby Daddy, Del Marquis, Paddy Boom og Ana Matronic. Þrír hommar, einn gagnkynhneigður karlmaður og ein gagnkyn- fram, en langaði að breyta til. Þeir höfðu séð til Önu þar sem hún stjórnaði drag- sjóum á klúbbnum Knock-Off og buðu henni að vera með. Þau þrjú byrjuðu að koma fram saman og spiluðu m.a. á hommaklúbbnum The Cock. Útsendari A Touch Of Class útgáfunnar sá til þeirra og bauðst til þessað gefa þau út. Fyrsta smá- skífan þeirra Elextrobix vakti nokkra at- hygli, en þegar Comfortably Numb kom út hjá A Touch Of Class varð allt vitlaust og Polydor gerði samning við sveitina um útgáfu út um allan heim. The Darkness glyspoppsins? Scissor Sisters sækja ekki bara áhrif frá fortíðinni í tónlistinni, heldur líka í útliti og umgjörð. Þau líta út eins og gömul diskó hljómsveit og minna kannski einna helst á hina ofur-hýru og glaðlyndu hommasveit The Village People. Scissor Sisters hefur reyndar oft verið Jíkt við The Darkness. The Darkness tekur allar klisjurnar úr þungarokki áttunda áratug- arins og búa til sína útgáfu á meðan Sc- issor Sisters tekur allar klisjurnar úr diskóinu og glanspoppinu. The Darkness leitar í Queen og AC/DC, Scissor Sisters í Bee Gees og Elton John. Scissor Sisters platan hefur fengið frábæra dóma, t.d. fimm stjörnur í Uncut og 9/10 í NME. En það eru ekki allir sem kunna að meta sveitina. Útvarpsmenn á Rás 2 hafa t.d. fengið ófá símtölin frá hneyksluðum og húmorslausum Pink Floyd aðdáendum vegna Comfortably Numb. Eilífúarvel Blixa Bargeld Þýska hljómsveitin Einstúrzende Neuhauten (nafnið þýðir „hrynjandi nýbyggingar”) hefur haft nokkra sér- stöðu allt frá því að hún var stofnuð sem framsækinn listahópur seint á áttunda áratugnum. í upphafi var tónlistin þeirra kaótísk hávaðaorgía framleidd með gítar og ýmsum málmplötum og verkfærurii sem eru frekar notuð í byggingariðnaði held- ur en til þess að búa til tónlist. Á fyrsta skeiði sínu gaf hljómsveitin út nokkrar mjög eftirminnilegar plötur sem þó verða seint taldar til hefð- bundinnar rokktónlistar, þ.á.m. má nefna Kollaps, Zeichnungen des Patienten O.T., Halber Mensch og safnplötuna Strategies Against Aechitecture. Gítarleikarinn og söngvarinn Bl- ixa Bargeld er búinn að vera leiðtogi sveitarinnar frá upphafi. Hann gerð- ist gítarleikari í hljómsveit Nick Cave, The Bad Seeds 1984 og spilaði með henni þar til í fyrra. Einstúrzende hélt samt áfram (spil- aði t.d. hér á landi 1986), en síðustu ár hefur aukinn kraftur færst í starf Einsturzende NeuMen Frægasta hávaðahljómsveit sögunnar farin að róast. sveitarinnar. Einstúrzende Neu- bauten var að senda frá sér nýja plötu, Perpetuum Mobile (latína, þýðir ,,eilífðarvél“). Á henni er tón- listin rólegri og tærari heldur en í upphafi ferilsins, en tilrauna- mennskan sem alltaf hefur einkennt sveitina er enn til staðar. Á umslaginu er mynd af endur- vinnslurusli og Blixa segir í nýlegu viðtali að einhvers konar endur- vinnsla sé viðfangsefni plötunnar og bætir við að Einstúrzende hafi reyndar alltaf verið í endurvinnslu, t.d. iðulega notað hluti til tónlistar- sköpunar sem voru framleiddir til einhvers allt annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.