Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Fréttir jjV Ozzy hittir Marsbúa Gamli rokkhundurinn Ozzy Osbourne hefur verið valinn sá hentugasti til að taka á móti geim- verum. Þetta er niður- staða könnunar sem gerð var á Netinu eftir að vatn fannst á Mars. Rokkarinn sigraði Tony Bla- ir sem fékk næstflest at- kvæði en Ozzy fékk alls 26% atkvæða. Bush Bandarfkja- forseti fékk jafnmörg at- kvæði og sílikongellan Jord- an en þau fengu aðeins 9%. Dauðir óskast Leikhópur í London hef- ur óskað eftir dauðum leik- urum í uppsetningu sína á leikriti sem fjallar um hin ýmsu tabú dauðans. Með því að hafa lík á víð og dreif um sviðið telur leikstjórinn trúverðugleika verksins magnast. „Hinir dauðu munu liggja á gólfinu í friði og ekki snertir af öðrum leikurum," sagði leikstjór- inn. Hann vonast til að fár- sjúkt fólk bjóði sig fram. Prinsinn yfirheyrður Karl Bretaprins verður ef til vill yfirheyrður af lögregl- unni vegna rannsóknar á dauða Díönu prinsessu. „Ef sönnunargögn benda til þess að prinsinn sé við- riðinn málið verður hann að sjálfsögðu yfirheyrður eins og aðrir. Þær ásakanir sem gerðar hafa verið á hendur honum verða rannsakaðar og þá kveðnar niður ef þær eru rangar," sagði yfirlög- reglumaður bresku lögregl- unnar. Rannsóknin fer fram meðal annars að beiðni Mo- hameds Fayed, föður Dodis Fayed, sem lést ásamt prinsessunni í bílslysi fyrir rúmum sex árum síðan. „Maður er varla búinn að ná sér eftir voðaskotið hérna um daginn, “ segir Ragnar Björnsson, rakari á Selfossi. „Þetta var hræðilegur at- burður sem varla er hægt að tíunda mjög mikið. Ég hef alla tíð verið hræddur við byssur og vil helst að menn eigi ekki helvítis byssur því hættan eralltaffyrirhendi.. Annars er mikið um að vera hérna í bæn- um. Leikfélagið var að setja upp Gaukshreiðrið og ég leit á sýningu hjá þeim um helg- ina. Svo er fjölbrautaskólinn með söngleik þarsem lög Skítamórals eru tekin fyrir. Þeir eru óskabörn okkar Sel- fyssinga og voru auðvitað klappaðir upp í lok sýningar- innar. Að lokum verð ég að minnast á veðrið en það er afar gott og greinilegt að vor erílofti." Landsíminn Baldvin Jónsson undrast neikvætt viðhorf bóndans og viðskiptaráðherrans Valgerðar Sverrisdóttur varðandi möguleika á sölu á fersku lambakjöti til útlanda. Sjálfur sér hann mikla möguleika og bendir á að salan hafi aukist verulega. Gordon Blair, sérfræðingur frá Bandaríkjunum, tekur í sama streng. pimngur „$ala fersks fambakjöts héf- m tífaidast # Bandaríkjunum ftáárim 199** „Ég er ákaflega hissa á því að hún telji betra að selja þorramat en ferskt lambakjöt til útlanda. Á hverju einasta ári reyna íslendingafélögin að fá þorramat fluttan út en fá ekki heimild til þess," segir Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri verkefn- is sem heitir Áform og gengur út á að flytja til út- landa ferskt lambakjöt. ..saia á lambakjöti á erlenda markaði hefur ekki náð árangri og mun ekki ná árangri sem nokkru nemur. Enda hefðum við ekkert kjöt til þess að mæta slíkum mörkuðum ef að það mundi allt í einu ger- ast, sem stefnt hefur verið að, þ.e.a.s. að lamba- kjötið mundi slá gegn erlendis. Ég v því fyrir mér hvort það er ekki líklegra til ár- angúrs að mark- aðssetja íslensk þorrablót en að eyða miiljónatug- um í að reyna fyrir sér á erlendum mörkuðum með sölu á lambakjöti," sagði sjálfur sauðfjár- bóndinn og iðnaðarráðherrann Valgerður Sverr- isdóttir á heimasíðu sinni fyrir skemmstu. Baldvin er alveg undrandi því Valgerður hefur stutt þetta verkefni af heilum hug. Hann hefur þó engar áhyggjur því gengið hefur verið frá því til næstu fjögurra ára að áfram verði haldið. Um það var þverpólitísk samstaða á þingi. „Þetta hlýtur að vera tilfaflandi pirringur í Valgerði. Fólk verður stundum pirrað og þá bitnar það á einhverjum, þessu verkefni í þessu tilfelli. Það virðist liggja vel við höggi því þarna er verið að gera nokkuð sem aldrei hefur verið reynt áður," segir Baldvin og hefur tröllatrú á verkefninu. I gær fór af landi brott gæðastjóri og innflytjandi kjöts sem er til sölu í Whole Foods Market, sem er stærsta verslunar- keðja í Bandaríkjunum með vottaða líf- rænt ræktaða matvöru. Hann heitir Blair Gordon og hefur komið reglulega til íslands á undanförnum árum. Gordon hefur fylgst með lambinu frá vöggu til grafar ef svo má að orði komast, verið við sauðburð, smala- mennsku, réttir og slátrun. Hann er mikill að- dáandi hins íslenska lambakjöts og segir borðleggjandi að sala ákjötinu eigi eftir að aukast verulega. „Byrjaði hægt en hefur farið stigvaxandi. Enda er um algerlega einstaka vöru að ræða,“ segir Gordon. Til verkefnisins Áforma er varið 25 Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráð- herra Bóndinn á Lómatjörn telur vænlegra að selja þorra- tilút- landa en ferskt lamba- kjöt. Félagarnir Baldvin Jónsson og Blair Gordon Gordon var hér staddur á vegum Whole Foods Market. Hann er sérlegur aðdáandi íslenska lambakjötsins. Baldvin undrast ummæli Valgerðar og segir að lambakjötssala til Bandarikjanna hafi tlfaldast frá árinu 1998. A síðasta ári seldust 200 tonn. milljónum árlega í sex ár, sem Baldvin telur ekki mikið þegar alls er gætt. „Við erum auðvitað að vinna á fleiri vígstöðvum en bara í Bandaríkjun- um. Af þessum 25 milljónum fóru níu þangað og við erum að auglýsa allt ísland í leiðinni. Á sfðasta ári seldi Norðlenska ferskt lambakjöt fyrir 50 millj- ónir. Dollarinn er í sögulegu lágmarki, ef hann lægi í 90 krónum væru þessar 50 strax orðnar 70 milljónir. Við erum að tala um tíföldun sölu frá ár- inu 1998 en þá seídust 20 tonn. Síðasta ár seldust 200 tonn og í ár inunum við selja 300 tonn." Tengsl Áforma og Whole Foods hafa verið gagnrýnd á þeim forsendum að öll eggin séu í einni körfu. Éf Whole Föods snúi baki við íslenska lambakjötinu séu söluáform fyrir bý. Baldvin deil- ir þessum áhyggjum ekki, segir Whole Foods hafa staðið sent klett með íslendingum þegar friðar- samtök ætluðu að berjast gegn íslenskum afurð- um vegna hvalveiða fslendinga. „Ef eitthvað klikkar þá verður það okkar megin," segir Baldvin. Hann bendir jafnframt á að þegar Whole Foods opnaði verslun nýverið í CNN-byggingunni í New York var þriggja klukkustunda biðröð til að kom- ast inn og hleypt var inn í hollum. 48 peninga- kassar eru í búðinni og má þetta heita til marks um stærðina. jakob<s>dv.is Verðmæti túnfiskkvóta íslendinga er 100 milljónir króna Ráðherra vill ekki kvóta á bláuggatúnfisk Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir að ráðuneytið muni ekki setja kvóta á veiðar á bláuggatún- fiski suður af landinu heldur verða gefnar út veiðiheimildir eins og gert var í fyrra. „Ég trúi því ekki að menn geti ekki veitt þennan fisk án kvóta þótt kvóti sé góðra gjalda verður," segir Árni Mathiesen. Eins og kunnugt er af fréttum DV hefur Atlantshafstúnfiskráðið nú úthlutað Islendingum 40 tonna túnfiskkvóta en um er að ræða einhvern dýrasta fisk í heiminum því Japanir eru reiðubúnir að borga allf að 4.000 jenum fyrir kílóið af fyrsta flokki af þessum fiski. Er verðmæti kvótans því um 100 milljónir kr. Fram hefur komið hjá einum þeirra er stundað hafa veiðarnar að enginn hafi haft áhuga á þeim í fyrra þar sem kvóti hafi ekki fengist heldur veiðiheim- ildir. Árni Mathiesen segir að hann vilji hvetja þá sem áhuga hafa á þessum veiðum að sækja um veiði- heimildir og að ef þeir fara á þessar veiðar muni það ekki leiða til þess að annar kvóti sem þeir hafa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar skerðist á móti. Ekki munu margir bátar vera út- búnir til þessara veiða hérlendis en Árni segir að ef menn telja að eftir einhverju sé að slægjast hljóti þeir að útvega sér báta til veiðanna. Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra Á bágt með að trúa því að menn geti ekki veitt án kvóta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.