Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 25 , Við hafnarbakkann SkáldiðEi- ríkur Örn Norðdahl og tónlistar- madurinn Mugison eru búsettir á isafirði og njóta þess að geta sinnt listsköpun sinni i friði. , Sjaldséð sjón Nihil-maðurinn Eiríkur myndi líklega seint teljast til Sjalla en skrifstofa flokksins varð á vegi hans á göngutúr um bæinn. L~yWjSÍ^ V. ' ..« , , ■ p c | C | fyrir listamannafífj , Spakur Eirikur við minnismerki um Hannes Hafstein. f , Aðalpleisið Langi Mangi er eina kaffihúsið sem má reykja á. Af þeim sökum eru listamenn bæjarins að sjálfsögðu fastagestir þar. 5, Forkólfar hátíðarinnar Mugi- son á milli Rúnars Óla Karlssonar, ferðamálafulltrúa ísafjarðarbæjar, og Greips Gislasonar framkvæmda- stjóra hátiðarinnar. f, Stund milii stríða Mugison á leið i Ijós. / , Hátíðin kynnt Blaða- og frétta- mönnum var boðið upp á tónlistar- flutning i frystihúsinu. Menningin mætir verkaiýðn- um Leiðsögumenn ganga fram á verkamenn i pásu. f eldhúsinu heima Mugison, eða Örn Elías Guðmundsson eins og hann heitir réttu nafni, hefur búið á isafirði i eitt ár og er kominn með kærustu upp á arminn. , Mínusæskan á fsafirði Krakkarnir á ísafirði láta ekki áróð- ur Samfés hafa áhrifá sig, efeitt- hvað er að marka Mínusbolinn sem drengurinn til vinstri klæðist. Tónlistarhátíð alþýðunnar verður haldin á ísafirði um páskahelgina. Aðstandendur hátíðarinnar kynntu hana ísíðustu viku og skellti Valur Gunnarsson sér vestur og rölti um bæinn með tónlistarmanninum Mugison og skáldinu Eiríki Erni Norðdahl. Hvað eiga Margrét Danadrottning, Mick jagger og Eva Braun (kærasta Hitlers) sameig- inlegt? Þau hafa öll komið til Isafjaröar. Eva Braun kom þangað árið 1939, rétt áður en að kallinn tók upp á þvf að leggja Evrópu í rúst, og tók heimamyndbönd sem eru ennþá til, en hún var mikil áhugamanneskja um heimavid- eó. Margrét Danadrottning kom með fríðu föruneyti árið 1998, og er víst eina manneskjan sem hefur fengið að reykja í Tjöruhúsinu, en það er annars með öllu friðað og reykingar bannaðar. Tímaritið Séð og heyrt komst í mál- ið og birti mynd af stubbnum, og kom þá ljós að drottningin reykti ekki Prince eins og búast mátti við, heldur franskar sígarettur. Mick Jag- ger kom svo ári síðar þegar hann var á siglingu á snekkju með áströlskum milljarðamæringi sem lagði akkeri fyrir utan bæinn í tvo daga, og sást rokkgoðsögnin svo hjóla um bæinn. Sagan segir að sýslumaðurinn Ólafur Helgi (kallaður Óli Stones af gárungunum), Stones aðdáandi íslands númer eitt, hafi reynt að róa út til að hitta goðið, og hafi bátsverjar varnað honum inngöngu með því að slá á puttana á honum. Hvort þetta er goðsögn eða ekki veit enginn nema Óli, en hann hitt loks goðið sitt þegar það kom í bæinn. í fótspor stórmenna á ísafirði Maður getur því gengið í fótspor stórmenna þegar maður gengur um Isafjörð. Þrátt fyrir að bærinn sé ekki ýkjastór er þar talsvert öflugt lista- líf. Tónlistarskólinn, sem staðsettur er í gamla húsmæðraskólanum, kennir á öll helstu hljóð- færi, og þar að auki er hægt að sækja aukatíma í listamiðstöðinni. Bærinn geymir minnsta lista- gallerý Islands, þar sem átta listamenn að sunn- an sýna nú verk sín, og Menntaskólinn á ísafirði setti í vetur upp hinn íburðarmikla söngleik Gretti. Hljómsveitin Spastískur raunveruleiki, skipuð 4 strákum úr gagnfræðiskóla ísafjarðar, er framlagbæjarins til músíktilrauna í ár. Það hefur verið vinsælt að fara til ísafjarðar um páskana, þar sem þar er haldin hin árlega skíðavika. Þó að svo virðist sem lítið verði um snjó í ár kemur það ekki að sök þar sem nóg annað verður um að vera, meðal annars ball með írafári. En í þetta sinn verða einnig haldnir tónleikar alþýðunni til heiðurs í yfirgefnu frystihúsi fyrir neðan sushi- verksmiðju. Tónleikarnir eru hugarfóstur feðgana Mugison og papamug, en hugmyndin á, eins og flestar góðar hugmyndir, rætur að rekja til bjórdrykkju í útlöndum. Hátíðin verður haldin þann 10. mars, og munu margar af áhugaverð- ustu hljómsveitum landsins koma fram. Mugison er einn af ungu listamönnunum sem búa í bænum, og skáldið Eiríkur Norðdal er annar. Þeir bera það þó af sér að bæjarbúar beri óttablandna virðingu fyrir þeim, jafnvel þótt þeir hafi getið sér gott orð í Reykjavík, og Mugison jafnvel í Japan líka. „Ég og Eiríkur erum frekar bæjarfíflin, fígúr- urnar í ljótu fötunum," segir Mugison. „En hér búa alvöru listamenn eins og Jónas Tómasson tónskáld." Mugison er frekar nýkominn í bæinn, flutti þangað fyrir ári síðan og á þar kærustu. Hann kann afar vel við sig þar. „Það er fínt að geta labbað allt, og þurfa aldrei að fara í strætó. Þetta er nokkuð góður staður fyrir listamannafífl. Það er lítið sem truflar mann.“ Sönnun á að Guð sé til Bæjarbúar hafa líka tekið vel á móti Mugison, og látið honum í té aðstöðu til að smíða tónlist sína. „í Súðavík fékk ég meira að segja aðstöðu í kirkju í marga mánuði, þar sem var pumpuorgel. Það er rnikill fjölskyldufílingur hérna. Allir þekkja kannski ekki alla en það hafa allir einhverntím- ann séð alla. Bæjarstjórinn er farinn að bjóða manni í kaffi og trillukarlarnir farnir að kalla mann „helvítis popparann." Eiríkur Norðdal er þó fæddur og uppalinn á Isafirði, en hefur und- Hljómsveitirnar sem koma fram á Tónlistarhátíð alþýðunnar 9/11 Kippi Kanfnus BMX Muggl Or. Gunni og hljótmveit Mugiton Funerals Siggi Bjðms BlgBand Gjörningaklúbburinn Singapore Sling Gus Gus DJs Skúli Þórðar HaddiBæjó SteindórAnderssen HaudsonWayne TheLonesomeTravetler JóhannJóhannsson Trabant Jói 701 Tristian anfarið búið í Berlín. Hann er nú kominn heim og dvelur í bili á Isafirði. Hann liefúr gefið út ljóðabækur í tengslum við Nfhil hópinn, og einnig þýtt hina geysivinsælu „Heimskir hvítir karlar." Báðir eyða þeir löngum stundum á kaffi- húsinu Langa Manga, enda eina kaffihúsið í bænum þar sem reykja má innandyra. Einnig eiga menn það til að fara á Sjallann. „Þar eru sveitt sveitaböll. Maður fer þangað og ælir á borðin og síðan étur maður af borðinu daginn eftir.“ Erfkur, þrátt íyrir að vera níhilisti, er þó ekk ósnortinn af náttúrfegurð fjarðanna, jafnvel þótt hún hafi stundum harmleik í för með sér. „Þarna á milli dranganna," segir hann og bendir á tvo stóra tinda með u-laga opi inn á rnilli, „datt mað- ur niður í fjallgöngu og dó. „Nokkrum dögum síðar var forkunnarfagur regnbogi á milli tindanna. Það var eitt af þessum skiptum sem trúleysingjanum í manni finnst eins og hann þurfi að éta allt ofan í sig, eins og vinstrisinninn í hvert skipti sem Davíð vinnur kosningar." valur@dv.is t * tr r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.