Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
MÁNUDAQUR 22. MARS 2004 9
Hvað finnst fólki?
ingvar Bjarnason.
„Mér fínnst þetta dapurlegt
mál, ótrúlegt."
Valdimar Sigurðsson.
„Ég veit bara svo lítið um
þetta mál en svona mál eru
náttúrulega aldrei gleðimál."
Halldór Sæmundsson
„Sjokkerandi mál. Óháð öllum
aðferðum, þetta er bara veru-
lega sjokkerandi mál í alla
staði alveg sama hvernig
hann fór að því, maðurinn. “
Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir
„Alveg hræðilegt mál, mér
fínnstskelfilegt að maður í
þessarri stöðu skuli geti kom-
ið svona fram og náð til
barna. Mér finnst þetta alveg
hörmulegt."
„Örn Rúnarsson
Þetta er náttúrulega hörmu-
legt mál. Það að nota netið, er
það ekki bara nútíminn."
Þórhallur Nikulásson
„Þetta er hræðilegt mál bara
yfír höfðuð, en ég veit ekki
hvort að guðfræðingar eru eitt-
hvað betri en aðrirvitleysingar.
Það að nota netið er náttúru-
lega aðferðin hjá þeim."
Helena Sigurjónsdóttir
„Manni blöskrar pínulítið að
fá svona fréttir, en maður
gerir sér grein fyrirþvíað
þetta er allstaðar í þjóðfélag-
inu. Það geta allir örugglega
verið svona níðingar. Ég horfi
allavega þannig á málið að
maður á í rauninni ekki að
vera að treysta öllum."
Ekki er víst að munnmök séra Baldurs Gauts Baldurssonar við 15 ára ungling séu
saknæm. Ekki er ólöglegt að hafa samræði við ungling sé hann eldri en 14 ára.
Atstaða drengsins
skiptir mestu máli
Hrefna Friðriksdóttir Lögmaður Barnaverndarstofu telur rétt að hækka aldurinn upp 116 ár en samkvæmt lögum er ekki
ólöglegt að hafa kynmök við ungling sé hann eldri en 14 ára. Málið er snúið.
„Maður verður náttúrulega bara hryggur þegar
slíkar fréttir berast. En eftir því sem sem lögin
kveða á um þá er lítið hægt að gera nema piltur-
inn kæri,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir alþingis-
maður en hún hefur látið þennan málaflokk til sín
taka á þingi.
í helgarblaði DV var sagt frá rannsókn lögreglu
á málum Séra Baldurs Gauts Baldurssonar prests
á Kirkjubæjarklaustri sem hefur játað að hafa átt
munnmök við fimmtán ára dreng. Drengurinn er
ofan af Skaga en tilvikin, sem voru tvö, áttu sér
stað í Reykjavík. Þeir mæltu sér mót í gegnum
sms-skeyti á textavarpinu. Það sem gæti sett strik
í reikninginn gagnvart laganna bókstaf er að þar
gaf Baldur Gautur sig út fyrir að vera yngri en
hann í raun er. Baldur er á fertugsaldri.
Málið háð afstöðu unglingsins
I lögum kveður á um að ekki sé ólöglegt að eiga
kynferðismök við þá sem eru eldri en 14 ára. Þó
ber að skoða hvert tilvik um sig því um getur ver-
ið að ræða augljósan stöðumun, þetta geti snúist
um að aðilar séu ekki jafningjar. Hugsanlegt er að
menn geti misnotað stöðu sína í krafti embættis
sfns eða yfirburða. Á þetta einkum við um
uppalendur og svo forráðamenn. En grundvallar-
reglan er þó sú að liggi fyrir samþykki beggja aðila
þá sé ekkert við þessu að gera.
Hrefna Friðriksdóttir er lögfræðingur á Barna-
verndarstofu. Hún segir að hér sé ekki sjálkrafa
um ólöglegt athæfi sé að ræða. Samkvæmt hegn-
ingarlögunum er sjálfkrafa refsivert að hafa mök
við börn undir 14 ára aldri. En þegar um aldurinn
14 til 18 ára er að ræða þarf að sanna að ungling-
urinn hafi verið blekktur eða tældur til verknaðar-
ins. Þannig er það ekki endilega háð því að dreng-
urinn leggi fram kæru að til málaferla komi. En
það er að nokkru háð hans afstöðu.
Umræða um að hækka aldurmörkin
Hrefna segir þessi aldursmörk hafa verið til
umræðu um nokkurt skeið. Þetta sé ekki eitthvað
sem menn séu að reka sig á núna og komi á óvart.
Menn hafa lengi verið meðvitaðir um þessa reglu
en umræðan snýst auðvitað um þroska barnsins.
„Mér finnst að það eigi að hækka þessi mörk,“
segir Hrefna. „Menn hafa varpað upp ýmsum
möguíeikum: Fimmtán, sextán og jafnvel átján
ára. Ekki er auðvelt að svara því. Ég sjálf hef hall-
ast að 16 ára aldri. Við horfum ekki fram hjá þeirri
staðreynd að sum börn velja sér að hafa kynmök
fyrir þann aldur. Og í sumum slíkum tilfellum
fýndist okkur örugglega óeðlilegt að lögsækja, til
dæmis ef lítill aldursmunur er.“
„Sönnunarfærslan í málum
barna á aldrinum 14 til 18 ára
snýst að einhverju leyti um af-
stöðu hins meinta brotaþola.""
Ekkert er í lögunum sent fjallar um aldursmun
sem slfkan. „En við setjum ýmsar reglur um það
sem börn mega og mega ekki gera. Jafnvel þó við
vitum að við getum ekki haldið því í skeíjum. Gott
dæmi gæti verið áfengisaldurinn. Við vitum að
börn neyta áfengis yngri en ætlast er til en höfum
samt ekki talið ástæðu til að lækka þann aldur. Ég
er ekki viss um að það yrði neitt óskaplega mikið
vandamál að ákveða hvenær ætti að lögsækja
meintan geranda þó aldursmörkin yrðu 16 ár
jafnvei þó vitað sé að sum börn velji sér að hafa
mök fyrir þann aldur. Ég verð hugsi yfir því að
hækka mörkin meira en það.“ Hrefna bendir á að
það sem vísi til óeðlilega mikils aldursmunar liggi
í orðalaginu, að bannað sé að tæla og blekkja börn
til samræðis. „Þar er vísbending um að mikill ald-
ursmunur geti haft áhrif um aðstöðu til að geta
beitt tælingu eða blekkingu."
Þolandinn aðalvitnið
Hrefna segir málið ekki hvfla alfarið á því hvort
kæra liggi fyrir eða ekki. Flest brot almennra
hegningarlaga eru ekki háð kæru. Lögreglu beri
að rannsaka mál fái hún vitneskju um að hugsan-
legt saknæmt athæfi hafi átt sér stað burtséð frá
því hvort fyrir liggur kæra. „Hins vegar er venja að
afstaða brotaþolans skipti máli. Þetta á ekki síst
við í kynferðisbrotamálum. Sumir telja jafnvel að
rannsókn á meintu kynferðisbroti þvert gegn vilja
þolandans geti falið í sér nánast nýtt brot. Eða
endurtekningu á brotinu. Og þá er hugsanlega
betur heima setið en af stað farið. Svo er þoland-
inn yfirleitt aðalvitnið og ef það vill ekki taka þátt
í ferlinu þá er til lítils að keyra málið áfram."
Þetta verður til þess að yfirleitt er mikilvægt að
lögreglan fái afstöðu þess sem brotið er gegn. En í
daglegu tali er það oft kallað kæra. Málið stendur
ekki og fellur með því að þolandi taki frumkvæði
þó eðlilegt geti verið að fá fram afstöðu hans. „Ef
þolandinn segir blátt nei, þá skoði menn hvort
það hafi eitthvað upp á sig að fara lengra. Sam-
kvæmt núgildandi lögum snýst sönnunarfærslan í
málum barna á aldrinum 14 til 18 ára að einhverju
leyti um afstöðu hins meinta brotaþola."
jakob@dv.is
Eitt ár frá innrásinni í írak
Mótmæli haldin út um allan heim
Mótmæli voru haldin út um allan
heim í tilefni þess að eitt ár hefur nú
liðið síðan ráðist var inn í Irak. Tíu
þúsund manns alls staðar frá Ítalíu
söfnuðust saman í Róm og kröfðust
þess að 2.600 ítalskir hermenn yrðu
sendir heim frá Irak en Berlusconi ft-
rekaði í kjölfar mótmælanna að her-
mennirnir yrðu um kyrrt. í miðborg
London þrömmuðu Bretar þúsund-
um saman í miðborginni og margir
héldu á borðum sem á stóð að Bush
væri hættulegasti hryðjuverkamaður
heims. Tveir bræður freistuðust til að
klifra upp á Big Ben klukkuna og eru
breskir embættismenn felmtri slegn-
ir yfir slæmri öryggisgæslu og krefjast
úrbóta. Bandaríski fáninn var
brenndur á götum úti í Kaíró í Eg-
yptalandi þar sem andstæðingar
Bandaríkjanna minntust innrásar-
innar og á Filippseyjum lenti mót-
Mótmæli í New York Mörg þúsund manns
söfnuðust saman og minntustþess að eitt ár
er liðið siðan ráðist var á Irak.
mælendum saman við lögregluna en
engar fréttir em af meiðslum. í Aþ-
enu á Grikklandi mótmæltu 10 þús-
und manns fyrir framan bandaríska
sendiráðið og yfir 3.000 manns safn-
aðist saman á götum Amsterdam-
borgar. Mótmæli fóm einnig fram
Belgíu, Noregi, Svíþjóð, Póllandi,
Finnlandi, Úkraínu og Danmörku en
Madrid Spánverjar fjölmenntu ímótmæli
og töldu stríð einungis auka hættuna á
hryðjuverkum.
fóru þau friðsamlega fr am að því sem
er vitað. I Suður-Afríku söfnuðust yfir
þúsund friðarsinnar saman í Jóhann-
esarborg og mótmæltu með slagorð-
inu: Engin olía gegn blóði. I Reykjavík
fór fram mótmælafundur fyrir fram-
an Stjórnarráðið á laugardaginn þar
sem Samtök herstöðvaandstæðinga
minntust stríðsins í írak.
Héngu í Big Ben
Skipað hefur verið um gerð
skýrslu um hvernig tveir menn
komust í gegnum öryggiskerfi
breska þingsins og notuðu Big
Ben til að vekja athygli á að eitt ár
er liðið frá innrásinni í írak. Atvik-
ið er mjög vandræðalegt og hefur
vakið upp margar spurningar um
öryggi þingmanna á tímum mik-
illa hryðjuverka ógnar. Breskir
embættismenn segja málið vand-
ræðalegt bæði fyrir lögreglu og
ríkisstjórnina og vilja varla hugsa
þá hugsun til enda ef þetta hefðu
verið sjálfsmorðsárásir. Bræðurnir
tveir lténgu framan á klukkunni
en þeir eru báðir tengdir Green-
peace samtökunum.