Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 15
TlMARIT VFI 1958 21 11. mynd. um 60 kg, og eru ætluð fyrir 20 eða 40 tonna strengi, eftir því hvort um 12 stk. 5 mm eða 7 mm þræði er að ræða. Það reynir mjög mikið á akkeris-sívalningana þegar forspennt er og strengirnir lengjast ákaflega mikið, — eða um % sm fyrir hvern met- er lengdar, þegar forspennt er með 10.000 kg/sm=; er því auð- gert að mæla lengingu strengs með venjulegum tommu- kvarða. Oft rennur strengur til um 1—2 mm i akkeriskeilunni og fyrir getur komið um 1 sm eða meira og er þá slíkur strengur spenntur á ný. Geng- ið er út frá að allir þræðir í strengnum hafi sömu spennu. Er gengið hefur verið úr skugga um að þræðir hafi eigi runnið óeðlilega og lagað það sem aflaga hefur farið, er steypu dælt með háum þrýst- ingi inn i strengrörið. Hér er forspenna framkvæmd á mjög auðveldan hátt og veldur þar einna mestu um, hve handhæg og létt tækin eru og má fullyrða að kerfi Freyssinets hafi átt mestan þátt i að ryðja til rúms svonefndri „strengsteypu'1, en meginatriði er þar að steypu er dælt inn i rör eða göng er þræðirnir liggja í. Það er talinn mikill kostur að beygja má hér strengi upp í bita hvar sem vera skal. Tilhögun þessi er útbreiddust allra og má í þvi sambandi geta þess að í Frakklandi einu voru að jafnaði um 1000 pressur að starfi árið 1952. b) I kerfi Magnels eru notaðir 5, 6 eða 7 mm þræðir sem komið er fyrir í göngum í steypunni með fer- hyrndu þversniði. Með stálfleygum eru þræðirnir festir við akkerisplötur úr stáli og eru venjulega í lárétt- um lögum, svo sem sýnt er á 12. mynd. Með handhægri og léttri vökvapressu eru tveir þræðir strengdir í einu og geta þræðir í hverjum streng verið eins margir og vera skal og þá oft aðeins einn strengur í bita. c) I kerfi dr. Leonhards er þráð- um og komið fyrir í ferhyrnd- um göngum og er vafið í sam- fellum um stálskífur við bita- enda og vökvapressum komið fyrir milli bitaenda og stál- skífunnar. Er tilhögun þessi sýnd á 13. mynd. Á síðustu ár- um er skífan nú jafnvel gerð úr járnbentri steypu að nokkru leyti. d) Kerfi Dischingers. Árið 1934 kom dr. Franz Disching- er fram með forspennukerfi. Notaði hann til þess sívöl járn og kom þeim fyrir utan við bitabolinn. 1 rauninni hvílir þá langbiti á forspennujárnunum um þverbitana, svo koma verður þar fyrir legum. Sjá 14. mynd. Sú tilhögun reyndist þó eigi hag- kvæm frá kostnaðarsjónarmiði. Hefur því hér verið mikil breyting á gerð. Byggingafélagið Dyckerhoff & Widmann hafa fullkomnað kerfi þetta og eru járnin nú flutt inn í bitabolinn, að svo miklu leyti sem járnunum verður þar komið fyrir. Lögð eru þau og í blikkrör og síðan dælt inn steypu, rétt eins og við strengsteypu. Notað er til þessa sérstakt stál með brotmörkum 9000 kg/sm2 og togmörkum 6500 kg/sm2; stengurnar eru 26 mm að þvermáli og lagð- <ý ^ Ofillt hofizontolg árillt apeeiale 12. mynd. 1 1 L T 1 1 i V 1 «>• Plnoiit xmavicn

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.