Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 4
34 TlMARJT VFI 1958 leiðbeininga í framleiðslu sinni. Aðrir aðilar spara sér slíkan kostnað, og má það teljast til undra- verðrar skammsýni. 2. 1. Merkastar rannsókna í þessum flokki eru efalítið eigin rannsóknir, sem gerðar voru með aðstoð verkfræðings Steypustöðvarinnar h.f., Stefáns Ólafssonar, og lýst er í fylgiriti II með þessari skýrslu. 3. 1. Á árinu eignaðist rannsóknarstofan 30 stk. af 15 sm og 10 stk. af 10 sm Thaulow mótum til þess að steypa í sívalninga, og voru þessi mót mikið not- uð á árinu. Það kom strax í ljós, að sýnishornum, sem steypt voru samtímís, bar miklu betur saman, ef sýnishornin voru Thaulow sívalningar, en ef þau voru steypt skv. fyrri venju í 10 sm trémót. Nauð- synlegt væri þó að gera samanburð á styrkleika- hlutföllum hinna mismunandi sýnishorna, en upp- lýsingar um þau eru mjög á reiki, og mun það aðallega stafa af mismunandi gerð af mótum. 5.1. Ekkert af þeim níu sýnishornum, sem prófuð voru, stóðst norrænar eða ASTM staðalkröfur. Gefur það auga leið um það, að skemmdir af völd- um veðrunar og meðferð þessara vörutegunda verða meiri en vænta mætti, ef vörurnar uppfylltu staðalkröfur. Ætti þetta að vera bæjarfélögum hér áhyggjuefni, því að venjulega er verð þessara vara aðeins lítið brot af þeim kostnaði, sem er tengdur notkun þeirra. Um framleiðslu og sölu- réttindi á slíkum vörum ættu að vera mjög ströng ákvæði í byggingarsamþykktum, er greindu frá lágmarksgæðum þessara vara, og strangt eftirlit haft með því að lágmarksgæðum væri fullnægt. 7.1. Nauðsynlegt er að stofnað verði hið bráðasta til víðtækra rannsókna á þessu sviði. Ástand það, sem þjóðvegir í landinu og götur í bæjum eru nú í, er ekki viðunanlegt og samræmist ekki kröf- um tímans um gæði umferðaræða. Auk þess er viðhald þeirra mjög dýrt. Á síðustu árum hefur sú venja ríkt hér i gatna- málum, að þegar holklaka leysir á vorin, er keppzt við að keyra ofaníburð (oft án hliðsjónar af korna- skiptingu) ofan í göturnar og umferðin látin þjappa efninu, þannig að það fær nokkra festu í götunum, meðan jarðraki er hæfilegur, og verða þessir vegir þá oft góðir yfirferðar um stund. 1 rigningartíð verða vegirnir oft að torfærum, og ef þurrkar herja, rykast ofaníburðurinn svo upp, að akstur er ekki greiðfær, sökum myrkurs, þótt um sólstöður sé. Kostnaður við ofaníburðinn nem- ur milljónatugum árlega, og má hann teljast til illrar nauðsynjar. Á hinum Norðurlöndunum er nú talið eðlilegt, að lögð séu varanleg slitlög á götur, ef umferð um þær er meiri en 300 bifreiðir á dag. 1 Reykja- vík og nágrenni hennar eru hins vegar margar umferðaræðar með þrefalt meiri umferð, sem ár- lega ryka upp 10—15 sm af ofaníburði. Það er einkenni á íslenzkum ofaníburði, að hann skortir mélufyllingu og leirbindingu. Méluskort- urinn stafar fyrst og fremst af því, að mélan rýk- ur burtu vegna umferðarinnar, en leirinn skortir sökum þess, hversu veðrunartími setmyndananna hefur verið stuttur. Venjulega eru þessi ofaníburð- arefni því þannig samsett, að nauðsynlegt er að blanda í þau sérstókum leirsetum, ef ekki á að festa þau með asfalti eða öðrum bindiefnum. 7.2. Rannsóknum á ofaníburðarnámum, sem fram- kvæmdar voru fyrir vegamálastjóra var ekki lokið á árinu. Til rannsóknanna var ráðinn Sverrir Scheving Thorsteinsson, fil.cand., og stundaði hann eingöngu sýnishornatöku og mælingar á gryfjun- um svo lengi sem veður leyfðu, en síðan rann- sóknir á þessum sýnishornum. Sérstök skýrsla mun verða skrifuð um þessar rannsóknir. 7.3. Sjöunda þing norræna vegtæknisambandsins var haldið í Kaupmannahöfn dagana 17.—23. júní. A- kveðið var, að undirritaður mætti á þessu þingí, sem fulltrúi fyrir rannsóknastofnunina, og var þátttaka hans tilkynnt í apríllok. Af þessu gat þó ekki orðið, sökum þess, að Atvinnumálaráðu- neytið hafnaði í júníbyrjun tillögum Rannsókna- ráðs þar að lútandi. Undirritaður ákvað þó að sækja þetta mót og kostaði sig til þess sjálfur. Hér skal ekki fjölyrt um tilgang og árangur af slíkum mótum, en nauðsynlegt er að héðan verði alltaf einhverjir fulltrúar mættir á þessum þing- um, því þau rekja jafnan helztu framfarir og nýjungar í vegtæknimálum á þeim fjórum árum, sem Hða milli þinga. 1 fylgiriti II með skýrslunni, — Um olíubindingu á slitlögum, — er í stuttu máli sagt frá einu af þeim málum, sem fyrir þinginu lágu. 10. 1. Nokkur undirbúningur var hafinn að væntanleg- um pozzolanrannsóknum. Fékkst i því augnamiði heimild til þess að kaupa þrýstiketil fyrir rann- sóknastofuna, en hann má teljast nauðsynlegur við flestar rannsóknir í sambandi við áhrif pozzo- lanefna á steinsteypu. Samráð var haft við raforkumálastjóra, og síð- an safnað sýnishornum af móbergi og öðrum lík- legum pozzolanefnum frá þeim svæðum, þar sem líkur eru til að næstu stórvirkjanir verði gerðar. Alls var safnað 15 mismunandi sýnishornum af þessum svæðum og úr móbergsfellunum í ná- grenni Reykjavíkur. Þá var Hörður Jónsson yngri, efnaverkfræð- ingur, ráðinn til þess að vinna að efnagreining- um á sýnishornunum, og hóf hann störf í nóv- embermánuði. Tómas Tryggvason, jarðfræðingur deildarinnar, réði vali sýnishornanna, og hefur hann einnig tek- ið að sér smásjárgreiningar á þeim. Rannsóknir á pozzolaneiginleikum ýmissa berg- tegunda getur haft mikið hagrænt gildi fyrir hvers konar mannvirkjagerð á landinu. Sérstök greinar- gerð fyrir því fylgdi ársskýrslu rannsóknastof- unnar fyrir árið 1955. 10.2. í októbermánuði (17.—31.) var hér á ferð dansk- ur verkfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna og ræddi byggingamál. Þótti þá tilhlýðilegt, að undirritaður væri þátttakandi í þeim umræðum. Einnig þótti rétt, að hann tæki þátt í kynningar- för til Norðurlanda, er var farin dagana 9. nóv. til 3. des., til þess að kynna sér skipulagsmál og nýjungar í byggíngariðnaði þar: Ihuganir um nokkur viðhorf í byggingariðnaði þessara þjóða og samanburður við nokkrar íslenzkar byggingar- venjur eru settar fram í fylgiriti IV. I\

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.