Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 31
TlMARIT VFl 1958 mikil umskipti í samgöngum, einkum hvað landsamgöng- ur snerti með járnbrautum, og æt'ti engum að vera það ljósara en okkur hér á landi, sem búið höfum við frum- stæðustu samgöngutækni á landi allt fram á þessa öld. Gufuvélin var um alllangt skeið einráð um beizlun ork- unnar, og er það ekki fyrr en komið er fram á seinni helming siðustu aldar, að fundnir eru upp hreyflar, er notuðu brennslugas frá olíu til þess að hreyfa bulluna fram og aftur, og voru hinir fyrstu hreyflar þessarar gerðar líkastir því, sem benzinhreyflarnir eru nú. En rétt fyrir aldamótin síðustu var fyrsti dísilhreyfillinn smíðað- ur, og hefur hann á mörgum stöðum komið í stað gufu- vélarinnar. Með tilkon\u hinna fyrrnefndu hreyfla komst samgöngutækni á land á nýtt stig. Benzínhreyflarnir eru svo litlir, að hægt er að nota þá í minni háttar farartæki og öld bílanna og flugtækninnar hófst. Á síðustu árum hefur þrýstiloftshreyfillinn komið til sögunnar, og hefur hann valdið miklum breytingum í flugsamgöngum. Ný tegund aflvéla er nú í deiglunni, vélar knúnar atómkjarnorku. Hinar fyrstu þeirra hafa þegar verið teknar í notkun, og eiga þær eflaust mikla framtíð fyrir sér, væntanlega meiri en nokkur önnur aflvélartegund. Einn mikilvægasti þáttur í tækniþróuninni er tilkoma rafmagnsins. Rafmagnstæknin öll getur talizt barn þessarar aldar og henni nokkurn veginn jafngömul. Upp- haf hennar er þó að sjálfsögðu allmiklu eldra, og er til- vera rafmagnsins uppgötvuð þegar á miðöldum. En gagn- semi þess til almennings þarfa og þróun tækninnar á þessu sviði hefst ekki fyrr en glóðarlampinn var fund- inn upp skömmu fyrir aldamótin síðustu. Nauðsyn ljóss- ins hvarvetna, þar sem menn hafast við, ýtti í fyrstu mjög undir uppbyggingu rafveitukerfa, en ýmsar grein- ar iðnaðarins nuntu fljótlega góðs af. Kom og brátt í ljós, hversu handhægt rafmagnið er til hinna margvís- legustu hluta. Höfuðkostur þess er þó hinn auðveldi flutningur orkunnar frá einum stað til annars, jafnvel um langar vegalengdir. Og nú er svo komið, þótt ekki sé langur tími liðinn frá upphafinu, að um öll lönd, þar sem blessun tækninnar hefur fengið að njóta sín, eru nú þéttriðin net rafmagnsveitna, svo að sérhver einstakl- ingur hefur hvarvetna við hendina beizlaða orku, jafnt á vinnustað og I heimahúsum. Má fullyrða, að ekkert hafi breytt daglegri tilveru mannsins jafnmikið og rafmagnið. Mikil er sú vinna, sem daglega er framkvæmd á sérhverju heimili með raforkunni, og mikil yrðu viðbrigðin, ef allt það, sem rafmagninu er háð, hyrfi allt í einu af sjónar- sviðinu. Myndi mönnum þykja nóg um að missa ljós og útvarp, þótt ekki kæmi fleira til. Svo tíðrætt sem okkur hefur orðið um orkuna og beizlun hennar af gefnu tilefni, virðist ekki úr vegi að gera sér nokkra grein fyrir, hvaðan orka þessi, sem um hefur verið rætt, sé komin. Því að það er eitt af al- gildum lögmálum eðlisfræðinnar, að aldrei fáist orka úr engu og aldrei hverfi hún eða eyðist, einungis sé hægt að breyta formi hennar. Af þeim sökum er það von- laust verk, sem margir hafa tekið sér fyrir hendur og taka sér enn, að búa til eilífðarvélina, perpetuum mobile, sem eilíflega á að vera á hreyfingu og vinna meira eða minna erfið verk án þess að henni sé tilfærð nokkur orka. öll sú orka, sem hér hefur verið rætt um, er í upp- hafi frá sólinni komin, þegar frá er skilin atómkjarn- orkan. Orkan er tiltæk sem kol og olía, en hvort tveggja er til orðið úr leifum jurta eða dýra, er uxu á jörðinni fyrir milljónum ára. Jurtirnar og dýrin nutu þá sem nú geisla sólarinnar, jurtirnar hagnýttu orku þá, sem í þeim er fólgin, uxu og runnu lífsskeið sitt á enda, en orkan, sem frá sólargeislunum er komin, geymdist í jörðu og nú njótum við hennar. Þegar við ökum bílunum eftir veginum, hitum híbýli okkar með kolum eða olíu eða hitum stálið í aflinum, njótum við sólargeisla þeirra, er skinu á jörðina löngu áður en maðurinn varð til. Orkan er einnig tiltæk sem viður eða annar gróður og vatnsorka, og njótum við þar enn orku sólarljóssins, að vísu ekki, þess er skein fyrir milljónum ára, heldur þess, sem skinið hefur undanfarin ár. Sólin og geislar hennar eru því ekki einustu lífgjafar okkar, eins og nánar verður vikið að síðar, heldur einnig aflgjafar, og erum við nú að ganga á birgðir þær, er safnazt hafa á löngum tíma jarðsögunnar. Að vísu eru þær birgðir miklar, en þó engan veginn óþrjótandi og myndu ekki endast öldum saman, ef svo fer um notkun þeirra í framtíðinni sem undanfarið. Vatnsorkan á þó ekki að ganga til þurrðar, en endast ævinlega, ef veðrátta ekki breytist, þvi að þar er það eitt notað, er til fellur jafnóðum. Er hagnýting vatnsork- unnar að því leyti einkar mikilsverð og þær þjóðir i sjálfu sér öfundsverðar, sem mikla vatnsorku hafa í löndum sínum. En öll tiltæk vatnsorka vegur ekki mikið til þess að fullnægja þörfum mannkynsins fyrir orku, og fer hlutur hennar sjálfsagt minnkandi, er tímar liða, því hvort tveggja er, að mannkyninu fjölgar ört, og orkunotkun þess vex enn hraðar. Nú er öll tækni að meira eða minna leyti byggð á annars konar orku en hinni lifandi, og myndi orkulaus heimur lítið geta við allar þær vélar gert, er nú auð- velda störfin eða vinna þau. Það er þvi ekki að ófyrir- synju, að menn hafa haft af því miklar áhyggjur, hve ört gekk á orkubirgðir heimsins. Kom það því einmitt í tæka tíð, að orka atómkjarnans var leyst úr læðingi, þvi að á þeirri orku ætti ekki að verða þurrð um ófyrirsjáan- lega framtíð. Þótt enn sé ekki nema að litlu leyti farið að hagnýta hana til friðsamlegra þarfa og í þágu al- mennings, er enginn vafi á því, að hún er sú orkulind, sem í framtiðinni mun seðja sívaxandi hungur mann- kynsins í orku. Ein er sú orkulind, sem erfitt hefur reynzt að beizla til nokkurra muna. Er það orkan, sem fólgin er í geislum sólarinnar. Hafa þó margir hugvitssamir menn tekizt á við verkefnið, en enginn fundið lausn, sem við mætti una. Þegar á síðustu öld var farið að hugsa til hag- nýtingar sólarorkunnar og enn í dag eru tilraunir gerð- ar í sama skyni, en lausnin virðist ekki enn fundin. Þó er ekki svo að skilja, að orka sólarljóssins sé að engu nýtt í þágu mannkynsins. Síður en svo, því að til- vera þess og alls þess, sem kvikt er á jörðinni, byggist á þessari orku; hún er lífgjafinn. En hagnýtingin fer að ýmsu leyti fram með sama hætti og verið hefur frá örófi alda og var, þegar kolin og olían urðu til. Hin græna jurt, sem geislar sólarinnar skína á, byggir upp úr kolsýru andrúmsloftsins og vatni efni, sem hafa í sér fólgna miklu meiri orku en kolsýran, og slíkt gerist ekki, nema orka komi til. Biaðgræna, eða réttara sagt klóro- fyllið í blöðum jurtanna, er þess megnugt að hagnýta orku sólarljóssins í þessu skyni. Efnin, sem myndast

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.