Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 7
AKRANES
23
Þú fagra land -
Þú fagra land, með fönnum þakta tinda,
þú frjóva land, með skóg og græna rinda,
þú fríðá fjalla drottning
ert fyrirmynd oss góð,
því öllum allt þú gefur
og annast vora þjóð.
Móðir kær, mæt sín börnin elur,
móðir kær, margskyns störf oss felur,
móðir kær.
Þitt fisksælt haf, er fleytur vorar rista,
þó fái mörg þar dáðrík hetja að gista,
er athvarf Islandssona
og alfullt nægtabúr,
svo um það skáldin yrkja
sinn óð í veiði túr.
Islands haf, æst með hranna skalla,
Islands haf, endur spegill fjalla,
Islands haf!
Þú fjalla land, með fossa aflið mikla,
og fagra Istxa, er niðri í hyljum sprikla,
sem hendast stall af stalli
mót stríðum iðuflaum,
því alls þeir ekki hræðast
hinn ógnum þrungna straum.
Islands þjóð, áfram stöðugt keppi,
Islands þjóð, aldrei marki sleppi,
Islands þjóð!
Vort takmark er, að efla velferð þjóðar,
álit hennar, hag og listir góðar
og fósturfoldin heimtar
vor friðarstarfa skil,
því landnám nýtt að hefja
má núkynslóðin til.
Ellin trú, allri skyldu sinnti,
ellin trú, ánauðinni hrinnti,
ellin trú!
Hún breyíti moldarbæjum í stórhýsi,
hún beislaði fossa þ'jóðinni svo lýsi,
og bifreiðarnar bruna
um breiða vegi hér,
og eimskip kljúfa öldur
með afla og vöru’ í sér.
Æskan vor, áfram þannig heldur,
æskan vor, annars heimsku geldur,
æskan vor!
Þér móðir kær, um margar liðnar aldir
á móti blésu hret og stormar kaldir,
þú undan ei lézt síga,
en öllu lókst með ró,
í vændum sást þú sigur,
sú von í brjósti sló.
Móðir kær, þú mikla vorlífs gyðja,
móðir kær, þi^ mun guðshöndin styðja,
móðir kær!
Þitt himinhvolf, með heiðríkt loft fullt
bláma,
hárautt, grænt og bleikt, er skýin þáma,
mun andans undraboði
um æðri máttarvöld,
þá norðurjjósin leiftra
og lýsa hnattafjöld.
Andi þinn, allra hnatta smiður,
andi þinn, til okkar geisli niður,
andi þinn!
Frððleikssmælki
Tunglið,
þetta mikla ljós næturinnar, er 384.400
km. frá jörðunni að meðaltali. Hraðfleyg
flugvél flýgur 500 km. á klst. Með þeim
hraða tæki för til tunglsins 32 sólarhringa.
Rúmmál tunglsins er kki nema 1/50 af
rúmmáli jarðarinnar. Þvermál þess eru
röskir 3400 km. og tæki kringum 7 klst.
að fljúga þá leið méð 500 km. flughraða
á klst.
Italski stjörnufræðingurinn Galileo færði
mönnum fyrst heim sannin um það, hvað
tungiið í raun og veru er. Hann notaði til
þess lítinn sjónauka með tveimur glerjum
og sagði tunglið era hnött líkan jörðinni
með fjöllum og dölum. Það var auðvitað
að margir myndu hneykslast á uppgötvun
Galileos og leggja lítinn trúnað á hana.
Það þótti m. a. óheyrilegt að yfirborð
tunglsins skyldi ekki vera slétt eins og
menn höfðu áður talið. Sumir reyndu að
bjarga málinu við með því móti að telja
hugmynd Galileos um fjöllin og dalina
rétta, en utan um fjöllóttan tunglhnöttinn
væri krystallsskál, en yfirborð hennar væri
slétt og hrufulaust. Þegar Galileo heyrði
þessa hugmynd varð honum að orði: „Það
er bezt fyrir þessa herra að fara sér gæti-
lega og reita mig ekki til reiði, því annars
væri ég vís til þess að gera gagnsæ krist-
allsfjöll á kristallsskálina, miklu hærri en
ég hef nokkru sinni lýst.
Þótt tunglið sé hnöttur með fjöllum og
dölum er það að mörgu Ieyti gerólíkt jörð-
unni. Á tunglinu er m.( a. ekki neitt gufu-
hvolf. Þetta má marka af því að stjörn-
urnar hverfa í einni svipan er tunglið
gengur fyrir þær, en hverfa ekki smám
saman eins og þær hlytu að gera, ef gufu-
hvolf lyki um tunglið. Tunglið er lítill
hnöttur, sem hefur lítið aðdráttarafl. Þar
eru allir hlutir laufléttir. Af þeirri ástæðu
getur tunglið ekki haldið í loftið. Á tungl-
inu er heldur ekkert vatn. Það liggur í
augum uppi, að þar sem hvorki er vatn né
loft í tunglinu, getur ekkert líf þrifist þar
með líkum hætti og á jörððunni.
Það væri kynlegur töfraheimur, sem við
værum staddir í, ef við værum skyndilega
horfnir upp í tunglið. Þar væri ekkert loft
og þess vegna heyrðist þar ekki nokkurt
hljóð, þar væri dauðaþögn. Þarna í loft-
leysunni væri hinmininn biksvartur en ekki
himinblár eins og hér á jörðunni. Þarna
blikuðu stjörnurnar óvenju skærar dag og
nótt, því þar dreifðist ekki sólarljósið í
neinu gufuhvolfi.
Jörðin okkar sýndist ekkert smáræði
frá tunglinu að sjá. Hún væri líkust geysi-
stóru tungli, ferfalt stærra en okkur sýnist
tunglið okkar vera. Litur hennar sýndist
víðast bláleitur, en annars sæist hún óskírt
vegna gufuhvolfsins, sem hjúpar hana alla.
Hvítu ískúpurnar á heimskautunum sæust
auðveldlega, en mitt á milli þeirra sæist
eins og ljóst, óreglulegt belti, þokubeltið
yfir miðbaugnum. Þá sæust Ijósir blettir
hingað og þangað, þar sem loftið væri
mjög skýjað. Meginlöndin sýndust yfirleitt
Fjárhagor Sparísjúðsins
Sparisjóður Akraness hefur nýlega sent
bæjarstjórninni reikninga sína fyrir árið
1942. Afkoma sjóðsins var góð þetta ár.
Rekstursafgangur varð rúml. 26 þús. kr.
Sparisjóðsinnstæður í sjóðnum hafa
undanfarin ár verið sem hér greinir: 1938
kr. 509 þúsund, 1939 506 þúsund, 1940
kr. 725 þúsund, 1941 kr. 1.264 þúsund
og 1942 kr. 2.228 þúsund. Það vekur
athygli, hve sparisjóðsinnstæðan hef-
ur vaxið mikið s. 1. ár eða því sem næst 1
millj. króna. Þegar þess er gætt, að ein-
ungis nokkur hluti sparisjóðseignar bæjar-
búa er ávcixtaður í Sparisjóði Akraness,
er ljóst að sparifjársöfnun almennings í
bænum hefur verið méiri en margir hafa til
þessa gert séj- grein fyrir. Árið 1941 voru
tekjur allra bæjarbúa, að meðtöldum
nettótekjum atvinnurekenda, kr. 6, 8 millj.
Það er því ekki óveruleg aukning spari-
fjárins, þegar sparifjárinnstæðan í Spari-
sjóðnum hér vex um kr. 1 milljón næsta
ár á eftir, en eins og áður er á drepið eiga
Akurnesingar sparifé víðar en hér.
Því hefur almennt verið haldið fram, að
almenningur héldi miður vel á stríðsgróð-
anum svonefnda. Hvað sem því líður, er
víst að svo er ekki hér í bænum, ef dæma
skal eftir fyrrgreindum upplýsingum. Nú
hefur stríðsgróðinn sennilega þegar náð
hámarki og menn eru farnir að líta öðr-
um augum á sparifjársöfnun en þeir gerðu
fyrir nokkrum mánuðum. Þá var deilt um
gildi sparifjársöfnunar, sem eðlilegt var,
þegar verðgildi peninganna minnkaði svo
að segja með degi hverjum. Nú er atvinn-
an ekki eins stöðug og áður var. Þrátt fyr-
ir það að íslenzka krónan sé ekki mikils
virði sem stendur, er augljóst að spari-
fjársöfnun veitir almenningi mikið aukið
öryggi gegn atvinnusveíflum og atvinnu-
leysi. Þegar atvinnumál vor komast í eðli-
legt horf á ný gerir sparifjársöfnun al-
mennings honum mögulegt að hefjast
handa um framkvæmdir, sem hann hefði
ekki ella bolmagn til.
A. G.
dökkleit, sérstaklega þar sem miklir skóg-
ar og jarðargróður er. Höfin væru og yf-
irleitt dökkleit, nema kringum miðbik jarð-
kringlunnar, þar sem sólin speglaðist í
haffletinum.
Það fylgir loftleysinu á tunglinu að þar
er óvenju skarpur munur á skini og skugga
ekkert rökkur engin móða. Fjöllin og allt,
sem sólin skini á væri ískrandi hvítt, en allt
í forsælu hulið svarta myrkri. Þá væru það
ekki lítil viðbrigði að vera án gufuhvolfs-
ins, sem jörðin er sveipuð í eins og hlýja
voð. Grýtta yfirborðið á tunglinu verður
óbærilega heitt á daginn, en jökulkalt á
nóttinni. Á daginn væri yfirborðið 77°
(á celsiusmæli) en óðcir en sólin gengi
undir kólnaði óskaplega og á næturna væri
um 130° frost.
Hallbjöm E. Oddsson.