Akranes - 01.03.1943, Síða 8

Akranes - 01.03.1943, Síða 8
24 AKRANES ÓL. B. BJÖRNSSON: Þættir nr sögn Akraness, III. 7. Sjávarútvegurinn 3. kafli. Frh. Til viðbótar frásögninni í síðasta blaði um skipstjóra á skipum Böðvars Þorvalds- sonar skal þess getið, að árið 1900 var Indriði Gottsveinsson skipstjóri á Birnin- um, en árið 1901 á Haraldi, en það haust seldi hann þeim Birni Hannessyni og Ein- ari Ingjaldssýni það, svo sem fyrr er sagt. Líklega hefur Böðvar keypt Björninn í kringum 1890 eða litlu fyrr. Indriði man eftir þessum Akurnesingum með sér á Birninum: Bjarna Ólafssyni Ólafsvöllum, Guðjóni í Bakkakoti, sem þá fór fyrst til sjós og var þá kokkur. Sigurði í Stóra- Býli, Einari Guðmundssyni, Guðm Gunn- arssyni, Jóni í Bakkakoti, föður Guðjóns, Guðlaugi (úr Reykholtsdal), Guðjóni í Fjósakoti. Indriða skipstjóra mun síðar getið í þessum þætti. Það var ætlunin að birta myndir af Böðvari, Einari og Birni í seinasta blaði. Þess í stað koma þær nú. Ennfremur mynd af Thor Jensen. í september 1894 settist að á Akra- nesi, nú löngu þjóðkunnur atorkumaður, Thor Jensen. Hann hefur hvergi setið auð- um höndum og gerði það heldur ekki hér. Því auk þess, sem hann byrjaði þegar stóra verzlun, keypti hann strax 1895 tvö þilskip, Kastor 70 tonn, skipstjóri á því var Matthías Þórðarson frá Móum, og Pollux, 20 tonn. Síðan keypti hann Ny- anza, 60 tonn, T. de Witt Talmadge, 90 tonn, á því var skipstjóri Guðmundur Kristjánsson, síðar skipamiðlari. Skip þetta ætlaði Thor Jensen sérstaklega til vöruflutninga til og frá útlöndum. Fór þao eina ferð til Englands með fiskfarm, en á heimleiðinni var það með saltfarm og strandaði á Gróttu, ennfremur Annie, sem ekki mun hafa verið notað annað en senda það eina ferð með vörur til Seleyrar til viðskiptamanna, og Andrew Marvel, sem aldreikomst lengra en hingað inn í Faxa- Skútuöldin. flóa, en þar yfirgáfu skipsmenn skipið og spurðist ekki meira til þess. Þetta var því engin smáútgerð á þeiirar tíðar mælikvarða. I framhaidi hér af lét Thor byggja geysistórt fiskhús og fisk- reiti við Steinsvör. Húsið var tvílyft timb- urhús og stendur enn í dag, 1942, og er þar nú niðursuðUVerksmiðja Haraldar Böðvarssonar. Mikið af fiski var því verkáð hér á þessum árum og átti Thor Jensen ekki veigalítinn þátt í því, svo sem hér má sjá, sem og með fjöri sínu og framfara- hug að lyfta undir menn og hvetja til dáða, því það dregur hver dám af sínum sessunaut. Því miður fór Jensen héðan alfarinn í október 1899 og setti Akranes þá mikið niður. En frá Thor verður nánar sagt í öðrum þætti. Af því sem hér hefur verið sagt, má sjá að menn byrja hér svo að segja jafn snemma og í Reykjavík að reyna að fikra sig áfram með þilskipaútgerðina. Var þó aðstaðan hér og í Reykjavík gagnólík. Hér voru náttúrlega engir efnamenn, þó þá vantaði ekki kjark og áræði. En það er alltaf hafnleysið, sem erfiðleikunum veldur, og í raun og veru var þetta aldfei mögulegt, þó menn væru að þessu. Og það er enn ekki hægt að hafa hér stór- útgerð, þó venð sé að reyna þetta. Þess verður oft vart, að mönnum þykir sárt, að geta ekki nokkurnveginn hangið í öðrum landsmönnum á þessu sviði. Til marks um það er m. a. frumvarp til laga fyrir útgerðarfélag, sem ég hef hér í hönd- um. Um áramótin 1904 og 5 hafði Jón Árnason í Heimaskaga frumkvæði að því, ásamt nokkrum mönnum hér, að gera til- raun til að stofna hér allstórt útgerðarfé- lag. Var tilætlunin að það hefði 50 þúsund króna höfuðstól. Þetta frumvarpsuppkast er uundirskrifað 7. janúar 1905 af þessum mönnum: Jóni Ámasyni, Þorsteini Jóns- Thor Jensen. syni, Jóhanni Björnssyni, Benedikt Tómás- syni og Jóni Sveinssyni. Því miður varð ekkert úr þessari félagsstofnun. Fengu þeir ekki nærri nógu mikið fé. Annars tel- ur Benedikt Tómásson, að þetta hafi ekki síður strandað á þessu eina og sama vand- ræðaspursmáli, hafnleysinu. Tilætlun þess- ara manna var að kaupa 5 þilskip, að hver hlutur yrði 500.00 krónur, þó þannig, að fleiri en einn mættu vera saman um hlut, en að allir, sem í félagið legðu ynnu við fyrirtækið. Árið 1907 keyptu Akurnesingar skip frá Englandi, sem hét Geraldine. Það var um 100 smálestir að stærð. Einn af eíg- endunum og aðalhvatamönnum þessa var Thor Jensen. Aðrir eigendur voru Böðvar Þorvaldsson, Jón Árnason Heimaskaga og flestir eða allir skipverjar. Var Jón strax í upphafi ráðinn skip- stjóri. Ætlaðist hann til að skipið væri notað til fiskveiða, en flestir aðrir eigend- ur þess aftur á móti til þess að það yrði haft til flutninga, og varð það úr. Geraldine strandaði við Snæfellsnes í nóvember 1908 og fórust þar nokkrir af skipverjunum. Þeirra mun verða getið í þætti, sem heitir „Sorgarsagan mikla“. Aðal skútutímabilið stóð í raun og veru frá 1880—1915, eða fram undir 1920, en þá voru þær svo að segja að hverfa úr sögunni. Bæði skipverjum og skipstjóra þótti gaman að koma heim úr túr með drekkhlaðið skip. En þegar togararnir fóru að koma varð smátt og smátt verra að fá menn á skúturnar og fór svo að þessi útvegur drógst aftur úr eins og gerist og gengur þegar betri tæki koma til sögunn- ár. __ Á fyrstu árum 20. alclarmnar mun þessi þilskipaeign við Faxaflóa hafa verið um sjötfu talsins. Sum gömul og af sér gengin eins og gerist, en sum ágæt skip. Gamall skipstjóri hefur sagt mér, að yfirleitt hafi menn verið mjög húsbóndahollir og viljað veg útgerðarinnar sem mestan. Héldu margir sig fleiri ár hjá sömu skipstjórum og útgerð og tókst oft ágæt vinátta með þessum aðilum. Með skúíunum var mikið framfaraspor stigið í fiskveiðasögu vorri. Má með full- Einar Ingjaldsson á Bakka og Björn Hannesson á Litlateig.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.