Akranes - 01.03.1943, Page 13
akranes
29
\
Sjúkraskýlismáliö
Allir Akurnesingar eru sennilega á einu
ináli um það, að sjúkraskýli er hið mesta
nauðsynjamál fyrir þennan bæ og að þess
hafi þegar verið lengi þörf. Má og vel
vera, að margir furði sig á því, að það
er ekki komið upp. Eg tel því rétt, að
skýra almenningi frá gangi þess máls í að-
aldráttum, síðan ég fór að hafa afskipti af
því. Snemma á árinu 1939 hreyfði ég mál-
inu við stjórnir sjúkraskýlissjóðanna og
við oddvita hreppsnefndar. Því hafði vit-
anlega verið hreyft áður, þótt ekki hefði
unnizt, að það næði fram að ganga. En
ástæður höfðu nú að súmu leyti breytzt.
Þörfin fór vaxandi, sjóðirnir, sem áttu að
standa undir byggingunni að verulegu
leyti fóru líka hægt vaxandi, og sú breyt-
ing var á orðin, að sjúkrasamlag var kom-
ið í héraðinu.
Þann 1 7. marz 1939 tók hrepþsnefnd
málið fyrir á fundi sínum og samþykkti að
kjósa nefnd, „er starfaði að allri rann-
sókn og undirbúningi að byggingu sjúkra-
skýiis á Akranesi". í nefndina voru kosn-
ir af hálfu hreppsnefndar þeir Ólafur B.
Björnsson, Sveinbjörn Oddsson og Þorgeir
Jósefsson, ennfremur þrjár stjórnavkonur
Kvenfélags Akurnesinga, þrír stjórnar-
nefndarmenn hins upphaflega sjúkraskýlis-
sjóðs Akianess, og Haraldur Böðvarsson
útgerðarmaður, sem hefur þriðja aðalsjóð-
inn undir höndum.
Var nú unnið að málinu þá um vorið og
sumarið, og leitað stuðnings og samþykk-
is þeirra aðila, sem yfirstjórn og ráð höfðu
í málinu, en það voru landlæknir og húsa-
meistari ríkísins, til samþykktar á upp-
drætti að skýlinu og stuðning um ríkis-
styrk, skipulagsnefnd, sem skyldi samþ.
stað undir húsið, fjármálaráðherra vegna
ríkisstyrks og þingmaður kjördæmisins, er
sótti um styrk til þingsins handá skýlinu.
Húsameistari lét í samráði við landlækni
þá um vorið gjöra uppdrátt að húsinu, og
málið virtist yera að nálgast fullnaðarlausn
að öllu leyti. Það eitt var eftir, að fá
kostnaðaráætlun og útboðslýsingu hjá
húsameistara og var loforð um það fengið.
En í ágústlok barst undirrituðum bréf
frá húsameistara ríkisins, dagsett 29. ág.
1939, svo hljóðandi:
„Út af beiðni yðar, herra héraðslæknir,
um útboðslýsingu af fyrirhuguðu sjúkra-
húsi á Akranesi, skal ég tjá yður, að sam-
kvæmt bréfi frá dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, er mér óheimilt að gera og láta
af hendi útboð af nokkurri byggingu eða
mannvirki, nema því aðeins, að leyfi gjald-
eyris- og innflutningsnefndar hafi fengizt
fyrir útlendu efni til byggingarinnar.
Virðingarfyllst,
vegna húsameistara ríkisins
Einar Erlendsson“.
Þar með var þá kveðinn upp dauða-
dómur yfir framkvæmdinni að því sinni.
Umrætt leyfi var ekki fáanlegt og þess
hafði heldur ekki áður verið leitað, því að
Haraldur Böðvarsson hafði lofað að láta
og útvega efni, og var honum fyllilega
treystandi til þess.
Fáum dögum. síðar skall svo stríðið á.
í árslok 1941 var svo málið rætt af
nýju og þá kosin þriggja manna nefnd til
að athuga það frekar. Meiri hluti þeirrar
nefndar leit svo á, að ekki væri unnt að
hafast neitt að vegna síhækkandi verð-
lags. Sjóðir sjúkraskýlisins eru að vísu
orðnir 50 til 60 þúsund krónur í hand-
Blaðinu hefur borizt til birtingar löng
grein um óskunda og ósæmilegt framferði
Akurnesinga á skemmtun, sem haldin var
að Sunnuhvoli í Leirársveit nýlega. Grein-
in er svo löng, að ekki er hægt að birta
hana í heilu lagi. Það er síður en svo mein-
ing blaðsins að setjast á greinina eða að
varna gagnrýni eða uppljóstran slíks
stráksskapar, sem þarna hefur átt sér stað.
Blaðið fordæmir vitanlega slíka ómenn-
ingu og aumingjaskap harðlega, hver sem
í hlut á. Hvort sem það er gert vitandi
vits, eða viti sínu fjær fyrir ölæði. En
mergur málsins er þessi:
Skógræktarfélag Skilmannahrepps hélt
skemmtun þessa til hvatningar og eflingar
skógræktinni. Fór þar fram m. a. ræða og
sjónleikur, þar voru og framreiddar veit-
ingar. Á skemmtuninni var flokkur æsku-
manna af Akranesi, sem óð um skemmti-
salinn með áflogum, ópum og óhljóðum,
sveiflandi bekkjum, stólum og borðum yf-
ir höfðum sér. Brjótandi bolla, glös og
flöskur. Þeir héldu uppi áflogum og rysk-
ingum í lengri tíma. M. a. kipptu þessir
þokkapiltar stól undan einum leikenda á
Ieiksviðinu, hentu munum að þeim og
brutu glervöru á borði, sem stóð á leik-
sviðinu o. fl. Greinarhöfundur viðurkennir
að sumir af þessum mönnum hafi verið
drukknir, þó ekki allir, sem einhvern hlut
áttu hér í.
Blaðið hefur aflað sér upplýsinga um
þetta mál og hefur því miður komist að
raun um, að þetta er rétt í öllum höfuð
atriðum. Það er altítt í seinni tíð, að ís-
Iendingar hagi sér ósæmilegá á opinberum
samkomum. Líkara því sem um væri að
ræða algerlega ósiðaða villimenn eða vit-
firrta. Þeir eru því miður enn of margir,
sem ekki hafa Iært að drekka sig „sam-
kvæmishæfa“, sé það nokkurntíma mögu-
legt. Því miður eiga Akurnesingar í þess-
um ásökunum óskilið mál. Mál sem þessi
eru svo alvarleg fyrir hvert byggðarlag og
bæru fé, en það er mála sannast, að sú
upphæð hrekkur skammt með núverandi
verðlagi. En þörfin á sjúkraskýli fer ekki
þess vegna minnkandi, heldur fer hún vax-
andi, og það er nauðsynlegt að málið sé
undirbúið, þegar tækifæri gefst til að hefj-
ast handa. Því var það, að á fundi, sem 10
manna nefndin hélt nú upp úr áramótum,
kaus hún þrjá menn til þess að annast
slíkan undirbúning af nýju. I þeirri nefnd
eru Þorsteinn Briem prófastur, frú Ingunn
Sveinsdóttir og undirritaður. Þi.igmaður
kjördæmjsins hefur sótt um styrk til sjúkra
skýlisins, sem sé handbær, þegar til þarf
að taka. Þessir eru þá aðaldrættirnir í
gangi málsins og er vonandi, að svo rætist
úr, að kostur verði a frekari framkvæmd-
um.
þjóðina í heild, að almenn samtök verður
að hefja til varnar -þessari villimennsku og
skapa almenningsálit, sem gerir slíkt
skrílsæði ómögulegt og óhugsandi. Ef
starfandi menningarfélög á hverjum stað
geta ekki eða vilja ekki vinna hér hið
þarfasta verk, til að forða þjóðinni frá
smán og stöðugri hættu hér af, verður að
stofna til þessa sérstök menningarfélög.
Það er og hin mesta nauðsyn að allir þeir,
sem vildu hefja baráttu gegn þessu sið-
leysi, ættu vísan styrk ráðandi manna,-
hvers byggðarlags og opinbera starfsmenn.
Enn mætti minna á ýmiskonar óvana og
skemmdarverk unglinga í bæjum og þorp-
um. Það er ekki óvanalegt að sjá t. d. í
Reykjavík og víðar, hverja einustu rúðu
brotna í útihúsum jafnvel við, eða nálægt
mikilli umferð. Fyrir nokkrum mánuðum
kom það ekki allsjaldan fyrir hér, að gerð-
ur var að leikur að því að brjóta skólp-
rör hjá rörsteypu bæjarins. Varð af þessu
athæfi nokkur hundruð króna tjón. Þá hef-
ur það og komið fyrir, að drengir hendi
snjóboltum í götuljós bæjarins.
Er skorað á alla að láta vita um slík
skemmdarverk, því gera verður ítrekaðar
tilraunir til að binda enda á slíka ómenn-
ingu ungra sem gamalla.
Nýársmorgun.
Þú, sem blessar þjóðarhjörð,
þínum haltu skildi,
yfir fríðri fósturjörð,
faðir kær, í mildi.
Lát þú streyma líknaryl,
Ijúft um grátnar kinnar,
svo að fólkið finni til
föðurelsku þinnar.
DulVin.
Árni Árnason.
Villimennskan á brott