Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 7

Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 7
akranes 115 hafa verið um alla skóga til timburflutninga að sögunar- Uúylnum og timbursmiðjum. Út frá þeim hafa svo vaxið upp þorp og smáborgir. Er þar margs konar iðnaður rekinn. Svo má segja að úr lofti sé hver akurrein með sínum lit í Verma- landi á þessum tíma ársins. Slætti er víðast nær lokið þar sem grasfræi hefur verið sáð og ber hver teigur sinn lit eftir því hve mikið hann er farinn að grænka aftur, en hvergi sér jafngræna teiga, sem hána íslenzku. Viða hafa og gras- teigarnir verið plægðir þegar er hirt var og eru þeir þá flest- lr grámórauðir að sjá, því að moldarliturinn þar er ljósari en á íslandi, enda er öll mold þar til orðin úr granítdusti, er föaldarjöklar möluðu, en ekki móbergsmjöli og eldfjallaösku 1 gróðurleifunum eins og víðast á íslandi. Hvergi var ís- tenzkan flekk að sjá á grasteig. Aftur sá allvíða hey á hesj- u*n, þó að þurrkatíð væri, enda eru hæg heimatökin með efnið, þar sem timburspírur má víða fá( í næstu hæð eða holti. Akurreinarnar eru og hver með sínum litblæ, eftir sáð- tegundum og eftir því hve langt hver rein á eftir af vaxtar- timanum til uppskeru. Yfir að sjá er því allt ræktað land eins og teppi eða ábreiða, sem saumuð er saman ótal smá- dúkum. Er það geisihagleg gróðurábreiða, því að þaðan kem- ur mönnum og búfénaði hvert ár mikill forði matar. Austur af Vermalandi tekur við Vestmannaland og erum við óðar komin þangað. Er þar sami svipur yfir landslagi, nema enn láglendara er austar dregur. Smám saman hafði klukkunni verið flýtt á leiðinni, og þrisvar fengum við til- kynningar um rétta klukku og hvar við værum stödd í hvert sinn. Yfir Noregi sögðu flugmenn að við mundum lenda á Stokkhólmsflugvelli kl. 3% síðdegis. Var nú oftar litið á klukkuna til að sjá hve langt væri eftir leiðar og hvort aætlunin stæðist. Jú, á stundinni kl. 3% nam vélin við jörð u Brommaflugvelli við Stokkhólm og get ég varla sagt að eg yrðií þess var fyrr en vélin nam staðar. Var þá hafður hraði á höndum að taka ferðaföggurnar og svo skriðu 14 ís- lenzkir farþegar út úr búki flugfiskjarins og stigu nú fegnir fæti á jörð eftir góða og skemmtilega för. Gengu nú allir til tollstöðvarinnar þar við völlinn og gekk sú för slysalaust fyrir öllum, nema mér. Var ég kominn fá fet frá flugvélinni er maður nokkur heilsaði og kvaðst vera fréttastofumaður og vildi fá viðtal fyrir sænsk blöð. Varðist ég á alla vegu fréttanna. Kvaðst þangað kominn í einkaer- indum og ekki kæmi til mála að ég leyfði að birta neitt eftir mér, nema ég fengi að lesa það allt yfir áður. Með þessu hafði ég hann af mér í það sinn. Komst ég nú loks inn á toll- stöðina þar sem útlendingaeftirlitið fer fram. Náði þar í skjöl og eyðublöð alls konar, sem ég átti að rita á hinar ná- kvæmustu upplýsingar um hvert okkar þriggja, konu mína, Halldór litla og mig. I sömu svifum kvað við þríraddað fagnaðaróp utan við tollgrindurnar: Pabbi! — Sæll og velkominn! Voru þar dæt- ur mínar þrjár komnar að fagna okkur.*) En ekki náðum við saman til að heilsast á annan veg en með handabending- um og gleðibrosum. Sögðust þær bíða eftir mér hinum meg- fh flugstöðvarmnar með tvær bifreiðar til að flytja okkur heim til Iialldóru dóttur minnar og manns hennar, er höfðu sumardvöl í svonefndri Eplavík í suðurjaðri Stokkhólms. Vildi ég því hraða mér að skrifa skýrslurnar og var þó held- ur óhægt að skrifa standandi við lágt borð, en hiti var mikill. En fréttasnápurinn var út undir sig. Hann hafði náð tali uf dætrum mínum og höfðu þær hlegið að honum þegar hann hafði verið að gizka á hinar og þessar vitleysur, en ekki haft hrjóst í sér til að verjast allra sagna þess í milli. — Nú kom hann aftur til mín, útvegar mér stól, lánar mér skrifblokk *) Dælurnar Halldóra og Valgerður eru í Stokkhólmi, en Guðrún hafði komið þangað norðan úr Þrándheimi með manni sínum og dóttur hl að heilsa upp á okkur. sína til að hafa undir eyðublöðunum, svo að ég gat nú skrif- að á kné mínu, sem mér er ekki ótamt. Þessa elskusemi stóðst ég ekki og gat ekki amast við þó að hann læsi úr penna- þær persónulegu upplýsingar, sem útlendingaeftirlitið heimtaði. Ekki gat ég þá heldur undið af mér allar spurningar, ef þær komu hvorki við íslenzk stjórnmál eða annað, sem máli getur skipt að rétt sé með farið. Bað hann svo um viðtal síðar fyrir sig og aðra blaða- menn, en ég kvaðst fara á sjúkrahús og mundi því vart verða tiltækur. Hann var auðvitað með myndavél og „nappaði11 hann mynd af konu minni og mér, líklega vegna hvíta skeggsins. Ekki sá ég sjálfur neitt eftir hann, enda hafði hann lofað að birta ekki neitt óyfirlesið af mér. En síðar frétti ég að birzt hefðu í nokkrum blöðum smágreinar (sín útgáfan í hverju) af þessu viðtali. Get ég þessa til að sýna að flest er hey í harðindum, einnig hjá blaðamönnum. Suður í Eplavíkinni var ég svo nokkra daga meðan stóð á sjúkrahúsvist í Karolinska sjukhuset. Var þar fagurt og friðsælt, garðar við hús, en skógur að húsabaki. Gat fráa fólkið farið þar örlítinn spöl inn í skóginn að tína bláber. Eru þau nokkru stærri, en vart eins sæt og ljúfeng sem þau íslenzku, enda er lyngið hærra og með annarri blaðagerð en heima. Til Svíþjóðar komum við í lok jarðarberjauppskerunnar. Voru því fersk jarðarber daglega á borðum fyrstu vikuna. Þá voru önnur ber orðin þroskuð og hagar fólk ávaxtaáti eftir því hvað er nýþroskað á hverjum tíma. Bæta þessir ávextir, ber og margs konar grænmeti mjög upp kjöt- og smjörskammtinn, sem er takmarkaður. Fiskmeti hafa Stokk- hólmsbúar ekki á við Akurnesinga. Bezt þótti mér síldin, sem Svíar veiða á þeim tíma vestur á Pentlandsmiðum norðaustur af Skotlandsströndum. Þykir Svíum hún herra- mansmatur með nýuppteknum jarðeplum, þótt hún jafnist eklíi við Íslandssíld, er þeir telja afbragð allrar annarrar síldar. En henni er ekki sleppt á markaðinn fyrr en síðar. Sögðu blöðin að öll Íslandssíld yrði geymd þangað til unnt yrði að koma henni á markaðinn á sama tíma um alla Sví- þjóð, svo öll þjóðin gæti fengið hana sama daginn. En hitt mun raunar ráða mestu um, að þeir vilja af hagsýni sinni ti^ggja fyrst sölu Pentlandssíldarinnar vegna fiskimannanna, enda hafa Svíar ekki búskaparlag hrafnanna, að eta hið bezta fyrst. Ekki munu Svíar fróðir um ísland eða áhugasamir um mál þess, enda eru 135 þúsundir frekar sem fjölskylda en þjóð í augum auðugrar 6 milljóna þjóðar, a. m. k. ef ekki er „any gold in that Island“, eins og lagt er í munn annarrar þjóðar. En einu máli hafa Svíar áhuga á af því, sem á íslandi gerist. Þeir fylgjast furðu vel með síldveiðunum. Mátti og heyra á sænskum blöðum, að þeim þótti íslendingar heimaríkir um verndun landhelginnar og löndunarskilyrði fyrir útlendinga. Spurði ég Svía, sem hafði orð á þessu, hve þeir hefðu breiða landhelgi. „Fjórar sjómílur,“ sagði hann. Lá þá svarið beint við, að íslendingar væru í þessu efni 25% gestrisnari en Svíar. Eftir fimm daga dvöl hjá Halldóru dóttur minni komst ég á sjúkrahús. Iieitir það eftir fjórtán konungum, sem borið hafa Karls nafn í Svíþjóð og nefnist Carolinska sjukhuset. Taka þær byggingar yfir allstórt hverfi í útjaðri Stokkhólms- borgar, og fagrir trjágarðar í milli og umhverfis. Undir nokkrum hluta garðanna er klöpp. En þar undir gerðu Svíax- tvö vanarbyrgi handa sjúklingum á stríðsárunum. Eru þar skurðarstofur og öll læknistæki, svo að sjúklingum var ekki í kot vísað þó að til loftárása hefði komið. Á sjúkrahúsi þessu eru um 70—80 læknar, og vinna margir þeirra ein- göngu á rannsóknastofum. Þar á meðal tveir íslenzkir lækn- ar, sem Akurnesingar kannast við, — þeir Ólafur Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Komu þeir báðir að heimsækja mig og var ég nálega sem heima á Akranesi á meðan. Ekki fær

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.