Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 26

Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 26
134 AKRANES hugsað, að ef enginn sækti kökuna þangað þar sem hún yrði látin uppi á hólnum, þá kæmist hún til skila hjá sér daginn eftir). Þegar allir voru gengnir til svefns nema móðir mín og þeir stúdentarnir Jón og Matthías, hélt hún áfram að spjalla við þá. Hún sagði þeim söguna af álfkonunni og þeim greiða, sem hún hefði gjört sjúku stúkunni, og hverra launa hún beiddist í staðinn. Nú sagðist hún fús gefa jólakökuna, en bað þá vera svo væna að koma henni fyrir í holu efst uppi á hólnum (sem við öll þekktum). Þangað bað hún þá fara og fekk þeim heila jólaköku innvafða í pappír og skrifað utan á: Til álfkonunnar Sigríðar Árnadóttur 1 Gammabrekku. Allt var þetta gjört eins og álfkonan hafði mælt fyrir við sjúku stúlkuna. Móðir mín fór svo að hátta, en stúdentarnir út með jólakökuna og komu henni fyrir í holunni uppi á hólnum eins og fyrir þá var lagt og lögðu hellustein yfir. Síð- an fóru þeir heim og gengu til hvílu, og enginn vissi um þessa ferð þeirra, því allt húsið var í svefni. Um morguninn vaknaði Jón fyrr en Matthías og áður en nokkur var kom- inn á fætur. Hann gekk upp á hólinn og leit í holuna. Hellu- steininum hafði verið velt frá og upp úr holunni, og jóla- kakan var horfin. En sjúku stúlkunni batnaði algjörlega upp frá þessu, svo hún komst á fætur næstu daga. Þetta þótti okkur öllum, sem vissu alla málaveti, merki- legasta álfasagan, sem við nokkurn tíma höfðum heyrt eða lesið um, og bezta sönnun, sem nokkurn tíma hafði fengizt um að álfar byggju í Gammabrekku. ■ , Hér um fannst mér lengi mega segja eins og Sigurður fornfræðingur sagði: „Það sem getur verið satt er engin ástæða til að efast um að sé satt,“ Slík er arfleifð þín María átti von á barni, þegar Þjóðverjar réðust inn í þorpið hennar í Júgóslavíu. Pétur, maður hennar, ungur að aldri, komst undan, og gekk í lið með júgóslavnesku frelsis- liðunum. Nokkrum vikum síðar varð hann fyrir skoti. En áður en hann gaf upp andann, tók hann fram blýantsstúf og reit bréf ófæddu barni sínu. Félagar hans létu bréfið ganga frá manni til manns. í síðastliðinni viku barst bréfið til London, og þar með um- heimsins: <• „Barnið mitt, sem sefur nú í dimmunni og’ safnar afli til fæðingarhríðanna, ég óska þér allra heilla! Þegar tími þinn kemur, verður eitthvað það innra með þér, er veitir þér orku til að berjast til Ijóss og lofts. Slík er arfleifð þín — barn af konu borið — að berjast til ljóssins unz yfir lýkur. Megi loginn, sem stælir skýrt stál æsku þinnar aldrei slokkna, heldur brenna ævinlega, svo að þegar dagsverki þínu lýkur sért þú sem varðeldur við sjaldfarinn veg, lof- aður af öllum vegfarendum. Andi undrunar og ævintýra, tákn ódauðleikans, mun verða gefin þér í bernsku, Megi hann fylgja þér um ókomin ár, svo að hjarta þitt leiti ávallt gróðursins handan öræfanna, dögunarinnar handan hafsbrúnarinnar, Ijóssins að baki myrkursins. Megir þú ávallt leita og erfiða í góðri trú og með djörfum huga í þessari veröld, þar sem menn þreytast svo mjög. Varðveittu elsku þína til lífsins, en varpaðu frá þér óttanum við dauðann. Lífið þarf að elska, eða glata því ella. Þó skyldi það aldrei elskað um of. Njóttu vináttunnar, lærðu aðeins að þekkja vini þína. Ræktu umburðarleysi þitt, en beittu því aðeins gegn því, sem hjarta þitt segir þér að sé illt. Nærðu aðdáun þína á því, sem stórfenglegt er og göfugt, eins og skini sólarinnar og dyn þrumunnar, regninu og stjörnunum, storminum og hafinu, vexti trjánna og endux- komu árstíðanna og mikileika hetjunnar. Láttu hug þinn hungra eftir nýrri þekkingu, hataðu lyg' ina og varðveittu hæfni þína til að hneykslast. Eg veit, að nú á ég að deyja. Eg blygðast mín fyrir að láta þér eftir svona ljótan heim og lítt þægindum búinn, en eng- inn má sköpum renna. Nú kyssi ég enni þitt. Eigðu góða nótt, ljómandi dögun og ljúfan morgun.“ Þegar svo frelsiliðarnir þustu inn í þorp þeirra Péturs, til þess að hefna harma sinna, fréttu þeir, að María hefði verið myrt fáum dögum áður en hún skyldi ala barn sitt. Bréfið, sem félagar hans gátu ekki komið til skila, varð þannig að bréfi til allra barna, óborinna, í þennan stóra, brjálaða heim- St. Egg. þýddi úr „Time“ (lítið eitt stytt). Eilífðareðli mannssálarimiar verður ekki fjötrað né drepið í dróma Á öllum öldum hefur verið unnið á móti kirkju og kristin- dómi, þeim meginsamtökum, sem reynt hafa að glæða hið guðlega eðli mannsins. Misjafnlega langt hefur verið gengið í þessu niðurrifi, og oft hefur virzt líta vel út með árangur af þessu starfi. Þótt mikið hafi verið lagt á sig í þessu efm t. d. í Þýzkalandi og Rússlandi, sanna hin síðustu ár þó 1 báðum þessum löndum óumdeilanlega yfirskrift þessa grein' arkoms. Þjóðverjar hugðust hafa sigrazt á þessari veilu og van- mætti í eðli mannanna. Þar er nú allt í rúst. Um nokkurt skeið, — fram á allra síðustu ár, —- hefui1 rækilega verið unnið að því sama með hinni rússnesku þjóð. Að hún í hinum andlegu efnum horfði ekki fram hjá hinum dauðlega stjórnanda sínum. Þrátt fyrir boð og bann í þess- um efnum hefur enn sannazt með hinni rússnesku þjóð, að eiífðareðli mannsins og trú hans á Guð verður ekki fjötrað- Maðurinn og heimurinn í heild getur ekki lifað heilbrigðu lífi, í samræmi við fulkomna þróun og þroska, án þess að hafa samband við eilífðaruppsprettu sjálfs lífsins. Stálvilji hinar rússnesku þjóðar horfir nú algérlega fratf1 hjá Stalin, hversu góður og gagnlegur sem hann kann að vera sem stjórnandi þjóðar sinnar. Það er mikilsvert tíöi' anna tákn, og enn ein sönnun um mátt og mikilleik þeirra eilífu sanninda, sem aldrei ganga úr gilid, að „maðurinn lifír ekki af brauði einu saman“. Þessi þjóð (þ. e. Rússarnir), sem reynt hefur verið að kúga frá trú og kristindómi, hefur slitið af sér öll bönd, hefur nú trúariðkanir um hönd, án þess að vera lengu^ varnað það á sama hátt og áður. En við, sem lifum í þessum efnum sem öórum eftir geðþótta sem frjálsir menn, höfum á síðustu árum verið í vaxandi mæli að loka kirkjunuro, meðan Rússar eru að brjóta upp þá slagbranda, sem fyrú' þær voru settar. Sennilega væri okkur hollt og heillavænlegt í ýmsum efn- um „að sjá hvað fara gerir“ hjá öðrum þjóðum. Við getum sjálfsagt ekki, — og er ekki hollt þó við gætum —, á öllum sviðum lifað sem óhófsmenn og angurgapar. Svo bezt öðl' umst við virðingu voldugra menningarþjóða, að heima fyrir og á heimsþingum sjái staðina að hér búi traust og trúuð menningarþjóð.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.