Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 19

Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 19
AKRANES 127 tfr eiidurminnmgum Jons frá Heimaskaga ■Þessi lundlétti rammi víkingur, Jón Árnason frá Heimaskaga, andaðist 1 Landakotsspítala hinn 11. nóv. s.l. eftir langa legu. Fyrir nokkru fékk ég hann til að byrja á að rita endurminningar sínar, Seni hann var þó mjög ófús tiL Því miður hefur hann víst ekki lokið Þessu. En hér kemur það af því, som komið var í mínar hendur og búið lesa fyrir honum. Það af því, sem ekki kemst í þetta blað, mun hirtast síðar. Ó. B. B. Skipaskagi á Akranesi var mjög fagur blettur þegar ég vúr ungur, þá voru þar flest býli þurrabúðir. Af þeim mönn- Urri, sem þar voru þá, voru flestir ágætir sjómenn og sumir afbrigðum góðir formenn, enda var þá lítið um annað ^ugsað en fara á sjó þegar veður leyfði. í þá daga voru ein- §óngu árabátar með seglum, flest voru það tveggja-, fjögra- °g sex-manna-för, er ég man fyrst eftir. Um 1880 fóru nokk- Ur áttróin skip að koma, en ekki varð mikil fjölgun í þeim. Vertídarskipti. Vetrarvertíð byrjaði á Kyndilmessu, og áttu þá helzt all- lr að vera komnir að sínum keip eða svo nærri, að formaður n»ði til hans, ef á sjó gaf. Annars var róið þegar gaf og von var um fisk, sem eins gat verið milli vertíða. Vetrarvertíðin eudaði 11. maí. Þá fengu menn ofan úr Borgarfirði, — sem róið höfðu á Skaga — að fara heim til sín, en ekki fyrr, þó tregur væri fiskur. Vorvertíð stóð frá 12. maí til Jónsmessu, og voru hér þá enn nokkrir sjómenn úr sveitum, en úr því hurfu þeir með °^u, enda ærið að starfa hjá þeim heima. Mikið fannst okk- Ur dauflegt eftir að þessir menn fóru heim, þar sem stund- Uru fækkaði um 8—12 menn í einu frá heimili, þar sem voru tvö skip í gangi Þeir, sem áttu skipin, létu sjómenn hafa kaffi 0g vökvun, einnig soðinn fyrir þá fiskur, sem þeir lögðu sjálfir til. Fyrir þetta fékk útgerðarmaðurinn 3 fiska a iandsvísu á viku. Hann sá einnig um húsnæði handa þeim. það var nú svona og svona. Ekki var þar miðstöð eða °tu, enda þá hvergi á Skaga. Sjómenn gerðu sér ýmislegt til skemmtunar, svo sem að sPila og tefla. Sumir tegldu hagldir úr hvalbeini eða eik, ef t*eir náðu í smábúta, — sem ekki kostuðu mikið. — Þá var eiunig farið í bændaglímu, en hræddur er ég um, að nú þætti 1135gri höndin hafa verið heldur neðarlega. En það þótti Sarnan að þessu samt, og voru sumir sjómenn mjög liðugir ^étursdóttur, föðursystur minnar; hún var sjálf fyrir skömmu dáin. — Eftir því sem ég hef fengið að vita hefur kún verið einstök dugnaðarkona. Maður hennar hét Þor- tlunur, mesti myndarmaður, en varð á ungum aldri blindur. ^að var mikil ómegð hjá þeim hjónum, börn fjölda mörg. S-vo þegar mest svarf að á harðindaárunum fyrir norðan og ^ioldi fólks fór til Ameríku, þá fór hún ásamt manni sínum klindum og stórum barnahóp til Ameríku, ílengdist í Norð- Ur-Dakota (í Pembínafjöllum) og komu þar upp öllum sín- Uru börnum. Nú er ég kom vestur voru börn þeirra vel stætt efnafólk, mjög myndarlegt,. Ég fékk þar að reyna að ekki var aldauða sú forna frændrækni íslendinga. Skyldfólk mitt v®stra, bæði á þessum slóðum og annars staðar, bar mig á köndum sér og vildi allt fyrir mig gjöra. Átti ég hjá því un- aðssælar stundir. Þar í byggðinni vestarlega í milli Winiards °g Candahar bjó nafni minn Friðrik Thorfinnsson mjög fögiu búi. Ég dvaldi hjá honum tvær nætur og hefði viljað Vera lengur, ef tíminn hefði leyft það. Hann átti þá tvo sonu °g var annar smábarn, en hinn á 9. eða tíunda ári. (Framh.) að hlaupa úr ýmsum brögðum. Flestir af þeim voru ekki orkumenn, og var þá óspart hlegið, ef lítill maður og grann- ur lagði stóran mann og stæltan. Af Akranesi var oftast róið bein't fram. Akrafjall um Skaga til og frá, og Múlana. Það var það skemmsta, sem róið var, væri ekki fiskur á grunninum. Þessi mið voru kunnust og þóttu fiskisælust: Högnamið, Björnsáll, Skaga- áll, Murtuáll, Lúsáll, Garðaklettur, Kúamið, Brandsáll o. fl. Þetta voru mjóir álar og smáar holur milli kletta. Mörg voru mið á svokölluðum Holtaskiptum. Þeirra yzt og rýmst var Borgarmið. (Borg á Kjalarnesi í enda á Esju og Pyttar um Garða. Þar sem kirkja var í þá daga). Þá var oft fiskisælt við kletta þá, sem eru 1 svo kölluðum Forum, og voru þeir nefndir, taldir sunnan frá: Skagabæjarklettur, Bauluklett- ur, Hámúlaklettur og Glámuklettur. Smá grjótrif eru við suma þessara kletta, svo sem Baulurif, og þótti þar oft fiski- sælt og þykir enn. Yfir 30 faðmar eru á þeim öllum, og 38 faðmar í laut, sem er í miðjum Hámúlakletti. Var þar mjög fiskisælt fyrr á dögum á handfæri, ef menn hittu á lautina. Þegéir ég var ungur þótti fiskur oft mjög kenjóttur hér í ílóanum og er það enn. Á vórvertíð var róið með lóðir, og var ekki meira en 800 önglar öll lóðin, en var lögð þrisvar eða oftar, eftir því sem henta þótti og veður leyfði. En þeg- ar — sem oft vildi verða — að tregt var á öðrum enda lín- unnar, en á hinum endanum góður afli, var oft hætt að draga línuna. Settur á steinn, og lagt frá sem kallað var, — og stundum í hring, -— og kom' þá fyrir að línan var seiluð. En það var kallað, er svo mikill fiskur var á, að línan flaut uppi langar leiðir. Ávallt var skelfiski beitt á lóðir um þær mundir og þótti „tálbeita“. Á vetrarvertíð var beitt öðu, reit- eða reköðu, þar til hrognkelsi fóru að veiðast. Þá var ávallt legið við dreka og helzt beitt vel, ef kostur var á og efni leyfðu. Skagamenn söltuðu mest fisk, sem fékkst á vetrarvertíð, en sveitamenn söltuðu sumt, en hertu nokkuð. Á vorvertíð var mest saltað, af ótta við maðk. Eftir Jónsmessu fækkaði mjög um fleytur, sem gengu af Skaga, og var þá oft farið í legu, sem svo var kallað. Þannig var aðeins veidd lúða og skata, sem nokkuð var af í þá daga. Þetta voru talin beztu lúðumið: Ekki kæri ég mig um að lýsa þessum miðum nánar að svo komnu, á þessum miðum var oft hlaðið sexmannafar — á tvö færi —. En þá voru örðugleikarnir meiri að selja þennan afla, þegar í land var komið. Það mátti heita gott, ef hægt var að verða af með nýtt heilagfiski, og var það því aðeins að hér væru menn ofan úr Borgarfirði. Var þá látið 1 pund af smjöri, — þá metið á 60 aura — fyrir lýsipund af heilag- fiski. Þ. e. 8 kg. Þegar mikið var um háf, veittist oft erfitt að ná í beitu. Varð þá að ná í þaraþyrskling á færi. Beitufjörur á vorin voru oftast hinn mesti leikur, en í stórstraum varð að fara, til þess ekki væri of djúpt að kafa eftir kræklingnum. Þá voru menn bakbeltaðir sem kallað var. Menn voru í brók og skinnstakk og var snæri bundið mjög þétt um samskeytin, svo sem minnst vatn kæmist þar á milli. Haustvertíð var frá réttum til Þorláksmessu, og var þá ýmist róið með lóð eða færi. Á haustvertíð var ætíð beitt skelfiski, og voru beitufjöruferðir á þessum tíma árs mönn- um oft minnisstæðar. Af Akranesi var farið í beitufjöru ýmist í Hvalfjörð eða Borgarfjörð. Stöku sinnum vestur á Akranes á Mýrum, og var sú leið lengst og vandförnust, ef grunnleið var farin. Þar var mest um krækling og þar var hann stærstur, en fáir

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.