Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 18

Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 18
126 AKRANES vatninu, opnaði það augun aftur og allt í einu fékk ég ákveðna vissu um að hér væri ekki dauðinn á ferðum. Svo lauk ég við skírnarlesturinn, gekk svo að rúmi móðurinnar og ætlaði að kveðja hana, en þá slapp fram úr mér: „Vertu alls óhrædd; drengurinn deyr ekki!“ Hún þrýsti hönd mína innilega. Ég kvaddi fólkið í skyndi og flýtti mér út í bílinn og við þeystum af stað til jarðarfararinnar. Ég hafði svo vonda samvizku út af því að ég skyldi hafa sagt þetta við konuna og vakið hjá henni von, er gerði sorgina sárari við vonbrigðin. Svo jarðaði ég barnið á Grand og fór strax af stað til þess að ná í lestina til Winnipeg. Þar hafði ég lestaskipti og náði til Gimli nokkru eftir miðnætti. Ég gat varla sofið um nótt- ina, svo hugsandi var ég út af fljótfærni minni. Það sem eftir var af þinginu var ég leiður af þessu og átti von á að hringt yrði til séra Friðriks að tilkynna honum dauða barns- ins. Hún kom ekki. Að þingi loknu fór ég upp til Winnipeg. Þar átti ég að dvelja í nokkra daga þangað til ég færi í ferðalag vestur til Saskatchewan. Það er næsta fylkið fyrir vestan Manitoba. Ég dvaldi fyrst nokkra daga í Winnipeg. Þar stóð þá yfir afar stórkostleg og hörð kosningabarátta milli stjómarinn- ar og mótflokks hennar. Stjórnin féll og mótflokkurinn fékk mikinn sigur. Ég get um þetta aðeins af því að íslendingur fékk sæti í hinni nýju stjórn; það var Thomas Johnson og varð hann ráðherra. Allur Winnipegbær var sem í uppnámi og haldin var stór skrúðför út af sigrinum, voru í skrúðför þeirri ég veit ekki hve mörg hundruð opinna vagna, sem allir voru skreyttir. Thomas Johnson var hylltur á alla vegu. Hann hafði með mæsku sinni og dugnaði mest stuðlað að sigri flokks síns. íslendingar, sem hylltu þá stefnu, voru auð- vitað yfir sig glaðir. Ég var með í skrúðförinni og ók í yfir- fullum skrautbíl, sem Jón Vopni átti. Var elzti sonur Jóns Vopna bílstjóri þótt ungur væri og öll fjölskyldan var í vagninum. Annar atburður vakti mikla athygli í bænum nokkru síð- ar, enda þótt hann væri allt annarrar tgundar. Það var mað- ur, dæmdur til dauða og tekinn af. — Var ekki um annað talað meira á þeim dögum. Hann var að mig minnir Gali- zíumaður, sem hafði gjört sig sekan í bankaráni og drepið mann þá um leið. Hann náðist og málið stóð lengi yfir. Hann var mjög glæsilegur maður og kunni mörg tungumál. Hann iðraðist 1 fangelsinu og dó sem trúaður maður. Hann skrif- aði síðasta daginn sem hann lifði átakanlega grein, sem kom út í blöðunum. Það var átakanlegt ávarp til ungra manna að varast þau víti, sem um síðir hefðu komið sér á kaldan klaka. Hann bað alla góða kristna menn, sem seinna kynnu að verða á vegi sonar hans, sem nú var í bernsku, að hjálpa honum og leiðbeina, að hann mætti verða kristinn maður. Svo að síðustu var mjög fallegur vitnisburður um það, sem hailn hafði fundið of seint, sem þó væri nú hið eina, sem dygði sér. — Það var líka frásaga prestsins í blöðunum, þess er hafði verið sálusorgari hans. Þessi atburður hafði mikil áhrif og það var eins og hljótt yrði yfir bænum þann dag. Daginn eftir, þann 11. júlí, hélt ég svo til Saskatchewan. Það var löng járnbrautarferð. I Saskatchewan eru allmarg- ar íslendingabyggðir, og margir söfnuðir íslenzkir. Byggðin liggur í lengju og eru þar einstakir bændabæir og svo smá kauptún. Meðal hins unga fólks í þessum byggðum átti ég að starfa. Fyrsti bærinn heitir Leslie. Þar átti ég frændfólk. Þar rétt fyrir utan þorpið bjó náfrændi minn og nær því uppeldisbróðir, Thomas Paulsson, sonur Þórðar Pálssonar, móðurbróður míns. Var þar mikill fagnaðarfundur, því að við höfðum ekki sézt frá því vorið 1884 á Sauðárkrók, er hann ungur maður gjörðist vesturfari. Átti ég góðar stundir hjá honum á bæ hans. Ég lék mér við sonarson hans, þá 3 ára. Annan frænda átti ég á þeim slóðum, Wilhelm Pauls- son, er var mjög menntaður maður og verið hafði þingmað- ur þar vestra alllengi og gefið sig mjög að opinberum mál- Frú Lilja Þórhallsdóttir Finsen Fœdd 22. ágúst 1917. — Dáin 17. september 1946. Kveðja. Sjá, hún er dáin, horfin, hvílir nár, með hreinan skjöld! Hún þráði líf og ást, sem ei var tár, en ekki völd. En hjartað brast, þó harms ei skiljum sök, oss hulin eru lífsins duldu rök. Drottins náð er meiri mannsins þrótt, hans mildin blíð! Við dáins beð er húmið kyrrt og hljótt allt horfið stríð. Til himins leidd, hún hefur englamál, er herrann Jesús blessar göfga sál! Vér þökkum líf þitt, látna unga frú! Nú lokast gröf. Af ást og bæn til himins byggð er brú um banahöf. Það er sú braut, sem andi svífur þinn, er ástrík móðir verndar drenginn sinn! Við heimför þína heilög slitna bönd, því hníga tár. Þín minning leggur ástarhlýja hönd á hjartans sár. Þú, sem til allra áttir kærleiksorð, sért ætíð sæl á lífsins nýrri storð. G. Kaldbdk. um. Hann var ættaður úr Hjaltadalnum, náfrændi minn 1 móðurætt mína. Höfuðbærinn í þessum sveitabyggðum var Winiard. Þar bjó prestur kirkjufélagsins, og var prestakall hans að mig minnir um 50 enskar mílur á lengd. Presturinn hét séra Sigmar og var tengdasonur séra Steingríms N. Þor- lákssonar í Selkirk. Séra Sigmar var mjög skemmtilegur ungur prestur og áhugamaður, virtist mér að hann mundi verða einn af stólpum kirkjufélagsins. Söfnuðir hans vorU margir: Foamlake, Leslie, Mosart, Winiard og Candahar- Milli þessara safnaða fór ég með séra Sigmar fram og aftur og' prédikaði og hélt samkomur. — Á þessu svæði eru og söfnuðir, sem tilheyrðu stefnu og kirkjufélagsklofningi séra Friðriks Bergmanns. Þar var prestur séra Ásmundur Guð- mundsson (síðar prófessar hér við háskólann). í hans söfn- uði átti ég líka margt skyldfólk. Þar voru börn Elísabetar

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.