Akranes - 01.11.1946, Síða 24

Akranes - 01.11.1946, Síða 24
132 AKRANES unnið verk, því brotin voru eftir hennar skoðun vel tilsnikk- uð og skiptu mörgum hundruðum. Hún bað mig geyma þennan sjóð undir einhverju rúmi í baðstofunni svo lítið bæri á. Eg skreið undir rúm Kristgerðar gömlu (sem var niðursetningur) og kom kassanum fyrir bak við koppinn hennar. Meðal margs annars, sem gjöra þurfti og mér var falið að annast var að hreinsa spil, sem fyrri árin tvö höfðu gengið sér til húðar í púkki og fleiri spilum. Þau voru furðu óhrein, og með fingraiörum, enda stundum spilað með þeim úti í fjósi. Með strokleðri náði ég af þeim mesta skítnum og fannst ég hafa vaxið af því verki. Svona var margt fleira. T. d. þótti mér sérlega gaman að vera til aðstoðar við að taka niður ljósahjálmana í kirkjunni, taka þá síðan sundur og fægja alla partana. Sömuleiðis að fægja marga ljósastjaka stærri og minni. Ljósahjálmarnir voru tveir og héngu í járn- keðjum ofan úr loftinu. Þar þurfti vinnumann til með stiga upp í hæðirnar til að taka ferlíkin niður, og síðan skrúfa partana sundur. Hjálmamir voru úr kopar eins og íslands- klukkan sæla á Þingvöllum. Partarnir voru settir í sinn balann úr hvorum hjálmanna og farið með þá inn í baðstofu, og fékk hver sinn part að fægja. Það var gaman að athuga alla þá parta og ekki vandalaust að setja þá saman á eftir. En sérstaklega er mér minnisstæður miðparturinn úr stærra hjálminum. Það var líkneski af sjálfum skrattanum (var mér sagt) ríðandi klofvega á digrum bugðóttum ormi eða sporðdreka. Skrattinn var ófrýnn og grimmilegur, eins og við mátti búast, og stóð mér stuggur af honum. Þó var haiu: ekki eins herfilega ljótur og sá sem útskorinn var og málað- ur með tunguna langt út úr kjaftinum á einu horninu á pré- dikunarstól kirkjunnar. Ég trúði því þá (sem einn vinnu- maðurinn sagði mér) að hjálmurinn með skrattanum væri úr búi Sæmimdar fróða, og vildi ég satt væri. Um það má segja líkt og Sigurður heitinn fornfræðingur Vigíússon var vanur að segja á sínum rannsóknarferðum: „Það sem getuv verið satt er ekki ástæða til að efast um að sé satt.“ Þá þögn- uðu andmælendur. En eins og fyrr er sagt fægðum við alla sagða hluti og að auki marga búshluti staðarins, sem úr málmi voru, steyptir eða slegnir. Margt af því fríkkaði svo að maður gat speglað sig í því og sumt varð eins og það væri úr glóanda 'gulli (þar á meðal sjálfur skrattinn, þó hann ætti það ekki skilið). Þegar nálgaðist Þorláksmessu jukust annirnar. Ég tók drjúgan þátt í að kefla kökudeig og skera það niður með vatnsglasrönd í smákökur og enn fremur að snúa upp á kleinur eftir tilsögn móður minnar. Þar næst kom að því, að steypa öll ósköpin af tólgarkertum bæði í formum og upp úr strokk. Mikið þurfti handa kirkjunni og 20 manns á heimili. Kertasteypan var eins og stóriðnaður í verksmiðju. Margir ljósagarnsstrengir voru spenntir inn í vírramma og rammanum síðan dýft niður í strokk með bræddri tólg. Þetta var endurtekið mörgum sinnum með hlé á milli. Tólg- in hlóðst á strengina og storknaði,. Hver strengur gildnaði í hvert skipti unz kerti skapaðist. Gaman, gaman að fá kerti! Og aliir fengu kerti, sumir fleira en eitt. Og kirkjan fékk voldug altariskerti og örmul af minni kertum. Og enn frem- ur voru steypt nokkur kóngaljós. Þau voru í laginu eins og þríarmaður kertastjaki og frá katólskri tíð eiginlega steypt til notkunar á þrettándanum. (í Danmörku heita þau Hellig tre Kongers Lys.) Við notuðum þau á sjálfum jólunum. Svo kom Þorláksmessan og þá var heldur ekki til setu boðið, því margt var starfað í búri og eldhúsi og skal ég bæta því við að um kvöldið eftir dagsins erfiði fóru vinnukonurnar eftir gamalli góðri venju út í fjós. Þar höfðu þær mikinn pott á hlóðum með sjóðandi vatni og tunnu með köldu vatni og 2 —3 þvottabala — allt til þess að geta laugað sig um allan líkamann. Þær höfðust við í tveimur auðum básum, sem höfðu verið lagðir fjölum. Þar gátu þær staðið og hjálpað hver annarri við líkamsþvottinn. Það var í þetta eina skiptr á árinu, sem slík almenn hörundsræsting fór fram, og þótti merkisviðburður. Ég man að ég var fús til þess að mega vera þeim hjálplegur þar í fjósinu við þessa athöfn, en það fékk ég ekki frekar en aðrir karlmenn. Én það var annar stórviðburður, sem ætíð kom fyrir á Þorláksmessu í Odda, og það var, að þá kom Einar stopp frá Reykjavík, klyfjaður af jólagjöfum til okkar barnanna frá kaupmanni Þorláki Ó. Johnsen. Einar stopp var okkur álíka mikill aufúsugestur og jólakallinn með rauðu húfuna, sem kemur til barna í útlöndum. Þorlákirr var mágur föður míns og aldavinur. Eins og nærri má geta varð hann fyrir þessa hugulsemi okkur börnunum sérlega kær, já, kærari öllum Þorlákum veraldar, að Þorláki helga meðtöldum og ólöstuð- um. Einar Eyjólfsson, sem kallaður var stopp, var orðlagður röskur og áreiðanlegur sendimaður, sem ætíðð fylgdi áætlun á sínum ferðum, og ætíð fór hann gangandi. Hann gekk svo hratt og hvíldarlítið, að aðrir mundu uppgefast, sem ætluðu að fylgja honum. Þá sjaldan hann nam staðar, af einhverj- um brýnum ástæðum, sagði hann ætíð: Stopp! Þar af fékk hann nafnið. En vei þeim, sem lét Einar heyra nafngiftina. Þa varð hann fokreiður, fór í fússi burt og fyrirgaf slíkt aldrei- Það var ekki Þorlákur einn, sem sendi Einar austur, held- ur fleiri Reykvíkingar. Þeir bættu á hann bréfum og böggl' um svo við lá að þeir sliguðu kallinn. Það stóð ætíð heima, að eitir stutta viðdvöl í Odda hélt hann leiðar sinnar austur að Breiðabólstað til prófastsins, og þaðan að Velli til sýslu- mannsins. Á þeim höfðingssetrum átti hann sams konar er- indi til barnanna og til okkar í Odda. En mjög léttust bagg' arnir á Einari við komuna til Oddastaðar. Á aðfangadagskvöldið var venjan sú, að hátíðabrigðin hóf' ust kl. 6. En klukkutíma á undan hafði allt fólkið, og ungl' ingar úr nágrenninu, sem heimsóttu okkur, drukkið kaffi með alls konar jólameðlæti. En þegar klukkan sló 6, þá vav orðið heilagt, og þá var kirkjuklukkunum samhringt. Það var skemmtileg viðhöfn. Nú var kveikt á öllum ljósum óg ekki mátti vera dimmt í neinu skoti. En allra mest var ljósa- dýrðin kringum jólaborðið og á því. Þar voru bæði stærri hvít kerti og sægur af vaxkertum litlúm, rauðum, grænurn, gulum og bláum, og þar voru margir ljómandi hlutir og,ein- lægir bögglar og undir borðinu stór hrúga — allt jólagjafú- Það þekktist ekki í sveitinni að hafa jólatré, enda hefði það orðið Einari ofraun að hafa meðferðis t. d. þrjú slík á bakinu ásamt hinu lítilræðinu. Jólaborðið með ljósunum var nógu dýrðlegt. , '■ Það var venjulega enginn jólakvöldsöngur í kirkjunni, enda of langt að sækja fyrir fólk langt að. Faðir minn lét nægja, að láta okkur í baðstofunni syngja jólasálma og milli þeirra las hann jólaguðspjallið og talaði nokkur orð. Eftiv þessa guðsþjónustu horfðu allra augu til jólaborðsins þar sem móðir mín og frænka hennar tóku til óspilltra málanna og fóru að opna jólabögglana. Fyrst þá, sem hún sjálf hafði viðaó að, eða unnið og látið vinna eða hafði fengið úr Eyv- arbakkabúðinni. Þar voru vettlingar, sokkar, treflar, svunt- ur, slifsi, styttubönd, hnífar, skeiðar, könnur, bollapör o. S- frv., allt þarfaþing, sem voru með þökkum meðtekin. Að öllu þessU búnu komu bögglamir frá Þorláki. Og' þar var nú meira glingrið á ferðum og fylgdi mikill spenningur hja okkur börnunum. Þar komu upp alls konar barnagull, hljóð- pípur, lúðrar, gúmmíblöðrur gular og rauðar, sem maður blés út og síðan grenjuðu sjálfar, svo komu gúmmíboltar, vasahnífar, sverð og skammbyssur. Og fylgdu byssunuvn margar dósir af skotfærum, rauðum hvellhettum, sem splundruðust með feikna hvelli svo eldra fólkið bað fyvú sér. Við Gunnar fengum hver sinn bróðurpart af vopnunum (og „fórum geyst síðan við þóttumst hafa styrk míkinn“, eins og segir um BirkibeinæJEn systur okkar fengu brúður og brúðuhúsbúnað og silkibönd um hárið o. fl. Loks komu upP firnin öll af sælgæti — fyrst og fremst „brjóstsykrinurn

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.