Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 17
A-KRANES
125
í Argyle-byggðinni eru 4 söfnuðir íslenzkir, sem séra
í'riðrik þjónaði. Söfnuðirnir á Baldur, Glenborrow, Grund
°g Brú. Argyle er blómleg byggð og voru þar margir góðir
^sendur og myndarbragur á heimilum.
Séra Friðrik hafði ekki legið á liði sínu við undirbúning
starfs okkar. Svo að segja voru ein eða tvær samkomur og
a sunnudögum messur á tveimur, stundum þremur stöðum.
Unga fólkið var mjög áhugasamt og voru allar samkomur
Prýðilega sóttar. Fólkið bar mig á höndm sér og komum við
a mörg heimili. Heimili séra Friðriks var líka mjög
skernmtilegt.
Pimm voru börnin, og voru þau mjög hænd að mér og
kölluðu mig öll Nafna, eins og pabbi þeirra. Það var títt ærið
gestkvæmt á heimilinu og gestrisni mikil. Frú Bentína var
kin ágætasta húsmóðir og ekki skemmdi það, að hjá þeim
var móðir frúarinnar, dugnaðarkona og skemmtileg. Hall—
gríniur sonur þeirra, 9 ára að aldri, var mér hinn ljúfasti,
efnilegur drengur mjög.
Hinn þriðja júní dó Dr. Jón Bjarnason og fréttum við það
strax um daginn. Svo þann 9. var jarðarfarardagur hans.
Auðvitð fórum við til jarðarfararinnar. Ég fékk símskeyti
írá Þórhalli biskupi Bjarnasyni þar sem hann bað mig að
koma fram við jarðarförina sem fulltrúi íslenzku kirkjunn-
ar- Jarðarförin var hin veglegasta, báru prestar Kirkjufé-
l^gsins hann alla leið frá heimili hans til kirkjunnar. í
kirkjunni hafði líkið legið í eina tvo sólarhringa á „lit de
Þarade“. Hafði verið stöðugur straumur af fólki, er kom að
kveðja hinn mikilsvirta leiðtoga.
Við jarðarförina var kirkjan mjög fallega skreytt og mann-
fjöldi svo mikill, að hvergi nærri rúmaðist í hinni stóru
kirkju. Fulltrúar voru mættir frá ýmsum kirkjudeildum og
kirkjufélögum víðs vegar frá Canada og Bandaríkjunum. —
^óra Björn B. Jónsson, forseti íslenzka kirkjufélagsins, hélt
aðalræðuna í kirkjunni. Ég talaði fyrir hönd íslenzku kirkj-
Unnar og hafði fyrir texta: Dóm. 5, 1. Það hljóðar svo:
»Að foringjar veittu forstöðu í ísrael, að fólkið kom sjálf-
viljuglega, — fyrir það lofið Drottin.“
Ut til grafarinnar fór fjöldi af ýmsum vögnum, um 56 bíl-
ar og mikið af hestvögnum. Það var hin lengsta skrúðför,
Sern menn til þess tíma höfðu séð við nokkra jarðarför aðra
1 Winnipeg.
Eftir jarðarförina fórum við séra Friðrik aftur til Argyle
°g héldum áfram starfi okkar. Haldið var áfram með sama
Eappi og áður. Því veru minni í Argyle átti að vera lokið
skömmu eftir þann 20. júní. Við nafnarnir héldum saman
40 guðsþjónustur, samkomur og fundi. Aðeins eitt sinn
leið mér hálf illa á þessum þriggja vikna tíma. Það var á
skemmtiför einn dag út í skógarlund nokkurn, var það kall-
að „picnic“ á þarlendu máli. Veðrið var yndislegt, en hafzt
Var við undir trjánum og borðað þar. Mér hefur ávallt liðið
lHa úti í skógi með stórum laufguðum trjám, bæði af því að
þau skyggja á sólskinið, og forsæla jafnvel á heitum degi
hefur mér ávallt verið andstyggileg og svo af því að mér er
kunnugt um að uppi í blöðum trjánna hafast við svo mörg
Stnákvikindi, blaðlýs og annar ófögnuður, sem þegar minnst
varir strjálast niður á mann og niður í matinn. Ég get hvorki
notið matar eða drykkjar úti undir trjám. „Skógartúrar" í
Uanmörk hafa ávallt verið mér til ama. Ég býst við að „pic-
nic“-fólkið hafi hlegið að mér út af þessum firrum, að
húnnsta kosti hefur nafni minn, séra Friðrik, oft strítt mér
a þessu.
Að lokinni þessari annars afar unaðslegu dvöl hjá æsku-
vini mínum og í söfnuðum hans fórum við til Winnipeg og
þaðan niður að Gimli í Nýja íslandi.
Gimli liggur eitthvað 60 miles frá Winnipeg. Hinn litli
naer stendur við Winnipegvatnið, sem er afar stórt stöðu-
vatn, hér um bil 24 000 □ kílóm. Bærinn stendur á allvíðri
Srassléttu umluktri af miklum skógum.
Þegar járnbrautarlestin kom úr skógunum inn á sléttuna,
þá blasti vatnið fyrir mér eins og haf; það sést ekki yfir það
nema þá í bezta skyggni. Það greip mig afar mikill fögnuður
og mér fannst að ég sylgi í mig vatnið með augunum. Það
fór fögnuður um mig allan, einhver innfjálg svölun. Mér
varð allt í einu ljóst hve mjög ég hafði saknað sjávarins í
alla þessa mánuði án þess að hafa gjört mér ljósa grein
fyrir vöntuninni.
Jón Vopni átti stórt sumarhús á Gimli og var fjölskylda
hans komin þangað; þar átti ég að dvelja.
Um kvöldið í ljósaskiptunum gekk ég einn út í bæinn. Ég
mætti á götunni dreng á fermingaraldri. Ég ávarpaði hann
á íslenzku og sagði: „Sæll, drengur minn!“ Það gjörði ég
alltaf í Winnipeg, er ég mætti dreng, og komst svo að því
hvort hann væri íslendingur.
Drengurinn svaraði hiklaust: „Sæll!“ „Jæja, þú ert þá ís-
lendingur,“ sagði ég. „Nei,“ svaraði hann. „Ég er enskur.“
„Nú, þú skilur og talar íslenzku?“ „Já, ofboð lítið.“ „Hvað
heitir þú?“ „Ég heiti Claud Hopkinsson." „Hvað gamall
ertu?“ „Fjórtán ára.“ „Hvenær er afmælisdagur þinn?“ „Af-
mælisdagur!“ át hann upp, „afmælisdagur — ó, er það sama
og birthday?“ „Já,“ sagði ég, „hvar áttu heima?“ „Heima!
Ó, er það sama sem hvar lifir þú?“ (Það er vestur-íslenzka.)
Svo töluðum við saman. Hann kvaðst hafa lært íslenzk-
una af leikfélögum sínum. Gimli var svo íslenzkur bær, að
íslenzkan varð enskunni yfirsterkari. Ég kynntist þar öðrum
pilti. Hann var pólskur að ætt. Hann talaði íslenzku svo vel,
að unun var að heyra. Mér þótti hún hljómfegurri hjá hon-
um en öllum öðrum. En hann var víst uppalinn hjá íslenzk-
um hjónum. Ég kunni mjög vel við mig á Gimli.
Kirkjuþing Kirkjufélagsins var að þessu sinni haldið á
Gimli dagana 26. júní til 1. júlí. Það var 30. ársþing félagsins.
Þingið var sett föstudaginn 26. júní. Þingsetningarræðuna
flutti séra Friðrik Hallgrímsson, ritari kirkjufélagsins, út frá
þeim orðum: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð
hafa til yðar talað“ o. s,. frv. Hebr. 13, 7—8. Var það í senn
uppörvunarræða til þingsins og minningarræða um hinn ný-
látna leiðtoga. Eftir prédikun þá voru allir þingmenn, um 60
að tölu, til altaris. Ég var boðinn á þetta þing og flutti þar
fyrirlestur um „friðþæginguna“. Svo hófust þingfundir og
voru mjög skemmtilegir. Þar var í einu mikil alvara og þó
fjörugt. Voru prestar og fulltrúar hinir gamansömustu milli
funda. Séra Björn B. Jónsson stýrði fundunum. .
Einn af fyrstu dögunum var símað frá Argyle til séra
Friðriks Hallgrímssonar um það að barn væri dáið og yrði
hann að koma þegar og jarða það. Er það siður að láta ekki
lík standa uppi nema tvo eður þrjá sólarhringa. Séra Friðrik
átti afar bágt með að fara frá störfum sínum á þinginu og
spurði, hvort hann mætti ekki fá prest í stað sinn. Það var
ekki nærri því komandi nema ef ég vildi fara. Ég bauðst
þegar til fararinnar. Ég fór svo með síðustu lest um kvöldið
upp til Winnipeg og var um nóttina á hóteli rétt við jám-
brautarstöðina, fór svo með fyrstu morgunlest af stað. Ég
átti að mæta á stöð, sem hét Cypress og fara þaðan í bíl til
Grundar, þar sem jarða átti litla drenginn. — Þegar ég kom
þar á stöðina var þar bíll fyrir, en bílstjóri sagði mér að
fólkið, sem jarða átti fyrir, hefði leyft að ég færi fyrst á
bæ nokkurn þar í sveitinni *ð skíra dauðvona barn nýfætt.
Það voru 20 enskar mílur þangað. Ég bað hann' að aka svo
hart, sem bíllinn kæmist. Hann ók líka svo hart, að það
hrikti í bílnum, sem flaug af stað eftir fremur slæmum vegi,
og „hoppaði og skoppaði eins og yfir heljar brú“. Á ótrúlega
stuttum tíma komum við t.il bæjarins. Ég fór inn og þar lá
móðir veika barnsins og ljósmóðirin gekk um gólf með það.
Hún sagði að það væri dauðveikt. Ég flýtti mér í hempuna
og bað ljósmóðurina að segja mér til ef barnið kæmist í and-
arslitrin meðan ég færi með rítúalið, því þá mundi ég með
það sama hætta við lesturinn og sldra barnið. Þegar svo
langt var komið að ég skyldi gefa því krossmarkið, þá opn-
aði það augun; þau voru svört og skær, og þegar ég jós það