Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 27

Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 27
AKRANES 133 ANNÁLL AKPANESS Gja/ir og greiðslur til blaðsins, sem Það þakkar innilega: Hrá Árna Jónssyni Vestmannabraut 63 Vest- hiannaeyjum V. árg. 25 kr. Halldóri Fjalldal Keflavík f. V. og VI. árg. 50 kr. V. Ólafi Lárussyni Keflavík f. V. árg. 25 kr. Karli Sigurðssyni skipstjóra Reykjavík fyrir arg. 50 kr. Elías Þorsteinsson útgm., Keflavík, f. Akranes °S Verðadi. Sverrir Júlíusson framkvstj. 100 kr. Karvcl Ögmundsson útgm. 50 kr. öuðm. Jónsson útgm., Garði, 100 kr. Ólafur Óiaísson kaupim. frá Belgsholti 100 kr. öuðjón Rögnvaldsson oddviti, Tjörn, fyrir 4 eint., sem hann borgar árlega með 100 kr. Jóhann Skaptason sýslumaður 100 kr. Ólafur Ó. Lárusson læknir 50 kr. ^únarfregnir. Hinn 31. okt. andaðist Sigurður Jónsson fiski- haatsmaður í Melshúsum. Hann var fæddur þar 2- febrúar 1865. Kona hans, Kristín Árnadóttir, lifir mann sinn. Hrú i. íuðjónína Jónsdóttir, kona Jóns Bjarna- s°nar j Garðbæ, andaðist 4. nóv. s. 1. Hún var fædd i Pálsbæ í Leirársveit 13. marz 1887. Halisteinn Ólafsson bóndi í Skorholti andað- lst hinn 11. maí s.l. Gísli Gíslason, oddviti í Lambhaga, er nýlega tátinn. Hann var fæddur 5. febr. 1884. Hinn 3. sept. s.l. andaðist í hárri elli (rúml. ^9 ára) Halla Árnadóttir í Vogatungu. Hinn 2. des. s.l. andaðist í Reykjavík Morten öttesen frá Ytra-Hólmi. Hann var jarðsettur að öörðum 11. desember. Kirkjuhátíðin. Hin árlega kirkjuhátíð var haldin svo sem venja er til fyrsta sunnudag í nóv. Auk hir.s Venjulega tilefnis var nú minnst 50 ára afmælis líirkjunnar, en hún var vígð hinn 23. ágúst 1896 Hiskup landsins, dr. Sigurgeir Sigurðssnn var viðstaddur. Hélt hann ræðu og þjónaði í'yrir aUari. Auk hans fluttu þeir ræður, prófasturinn, Sr- Sigurjón Guðjónsson, og sóknarpresturinn, Sr; áón Guðjónsson. Söngurinn var góður, og fór l'átíðin í heild vel fram og virðulega. 1 niessulok afhenti biskup kr. 6048,29, gjöf frá v°hu, sem ekki vildi láta nafn síns getið. Fénu skal verja til kirkjulegrar- og bindindisstarf- :eihi meðal æskulýðs á Akranesi. Umsjón sjóðs- ltls hafa með höndum sóknarprestur og héraðs- l*knir á Akranesi og prófastur Borgarfjarðar- h^ófastsdæmis. Þegar sjóðurinn er orðinn 50 lnis. kr. skal verja hálfum vöxtum til þessa Harfs. En helmingurinn leggist ávallt við höf- hðstól.» ■^ð lokum þakkaði safnaðarfulltrúinn, Jóhann Guðnason, þessa ágætu gjöf, sem og biskupi tyrir komuna. Þarna var líka mættur cand. theol. Pétur Sigurgeirsson, ritstjóri Kirkjublaðs- ltls- Að þessu sinni urðu gjafir fólksins til lrkjunnar um 4000 kr. Allmargir urðu frá að ^yerfa vegna þrengsla. F r r r gjaldeyrisúthlutunin rettlát? IHargir telja sig hér misrétti beitta, en sjálf- Sa8t kvartar nú margur um þetta, án þess að le'ttur hans sé auðsær og tvímælalaus. Það er vitað, að menn neita al!ra bragða og fara ótrúlegustu leiðir til aðð komast yfir gjald- eyri og leyfi til innflutnings. Margt bendir til. að fleira en sanngjörn þörf og réttar reglur ráði hver slíkt happ hlýlur, hvort sem um er að ræða stórar eða litlar íjárhæðir. Hér er sjálf- sagt svo sem oft vill verða, að þeir aðgangs- hörðustu og ófyrirleitnustu bera mest úr být- um. Þingimaður einn valinn kunnur, sagðist ný- lega hafa (í fyrsta sinn fyrir sjálfan sig) beðið um 3000 kr. gjaldeyrisleyfi. Hann fékk óðara neitun. Hann ætlaði að nota þetta til þess að kaupa til heimilisnota þvottavél, hrærivél og eldavél. Hann hefur nú fyrst möguleika til þess að nota rafmagn. Þetta er á stóru sveitaheimili, þar sem erfitt er með fólk eins og annarsstaðar og bóndinn (þingmaðurinn) ekki ósjaldan að heiiman. Þegar nú aftur fer verulega að þrengjast fyr- ir dyrum hvað gjaldeyri snertir, verður að gæta þess, að ekki sé allur „andskotans" óþarfi flutt- ur inn, og að sem allra mest a. m. k., séu tak- mörkuð klíkusjónarmið við úthlutun gjaldeyris- og innflutnigsleyfa. Gullbrúðkaup áttu þau hjón Jón Halldórsson og Jónína Jónsdóttir í Lambhúsum hinn 28. nóv. s.l. Hjónaefni. Ungfrú Jóna Viktorsdóttir og Ólafur Elíasson. Hjónabönd. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigríður Pétursdóttir og Björn Viktorsson. Enn fremur ungfrú Þóra Þórðardóttir og Ól- afur Vilhjálmsson frá Eístabæ. Hinn 30. nóv. s. 1. voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Herdís Ebenesersdóttir frá Bol- ungarvík og Hallsteinn Tómasson Litlu-Brekku. Hinn 7. des. voru gefin saman af sr. Jóni Guðjónssyni þau ungfrú Elin Hannesdóttir og Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafssonar. Bœrinn vill leggja undir sig meira land. Bæjarstjórnin hefur lengi haft löngun til þess að bærinn eignaðist meginpart þess lands, sem næst honum liggur, og ekki fékkst þegar Garð- arnir voru keyptir. Nú standa yfir samningar um þetta efni við sóknarprestinn. Hefur kirkju- málaráðherra tekið málaleitan vorri vel, og vonandi verður svo og um biskup. Frú Guðrún Brunborg hélt hér í Bíóhöllinni nýlega erindi, og sýndi kvikmyndir af eyðileggingu Þjóðverja í Noregi á styrjaldarárunum. Enn fremur sýndi hún myndir af fyrsta skiðamóti Norðmanna eftir styrjöldina. Frú Brunborg er íslenzk, gift norslcum manni. Urðu þau fyrir barðinu á Þjóðverjum eins og fleiri Norðmenn. Þeir drápu efnilegan ungan son þeirra. Ólaf að nafni, sem stundaði háskólanám. Til minningar um þennan son þeirra hefur frúin stofnað sjóð, sem ætlað er að styrkja fá- tæka norska og íslenzka háskólastúdenta til náms við Óslóarháskóla. Frúin flutti þetta er- indi hér víða um land, og skyldi ágóðinn af þeim renna í þennan sjóð. Styrjöld sú, sem Þjóðverjarnir hófu og ráku af öllum kröftum sálarleysisins, hefur fellt margt og mikið í rúst. Ekki aðeins í áþreifan- legum efnum, lieldur engu síður andlegum. Heimurinn er helvíti, án þess að rækta og ryðja braut hinum andlegu eilífu fjársjóðum mann- anna. Og verður það svo lengi sem þau hin góðu öfl verða ekki nógu vakandi og samstillt til þess að verjast hinum djöfullegu áformum þessara sálarlausu vilfirringa. Það er hörmulegt þegar gáfuð þjóð með góða eiginleika selur slíkum djöfluon sjálfa sig. Götunöfnunum breytt. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, hefur það imjög komið til mála að breyta götunöfnum í bænum. Skipaði bæjarstjórn þriggja manna nefnd til þess að koma fram með tillögur í málinu. Hefur hún fyrir nokkru skilað áliti. Á bæjarstjórnarfundi hinn 9. des. var endanlega gengið frá málinu, og tillögur nefndarinnar samþ. að langmestu leyti. Verður í næsta blaði gerð nánari grein fyrir mólinu. En ætlast er til að breytingin komi til framkvæmda við þessi áramót. Gleðileg jól. Blaðið óskar öllum lseendum sínum, hjálpar- mönnum og tryggðavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Það verður margvíslega vart velvilja yðar og skilnings, t. d. í fjölda bréfa, er því berast. Einn vinur þess skrltar 11. nóv. s.l.: „Ég þakka innilega fyrir „Akranes". Það segir mér alltaf eitthvað af blessuðu gamla nesinu mínu. Og það gleður mig hjartanlega hve fast þið sækið fram að manndómi og mennt. Og í trúnaði ætla ég að segja þér hvað mér þykir alltaf bezt og langvænst um, að handleiðsla þín við blaðið er kristileg, kæri Ól- afur. Sá andi finnur hljómgrunn innst inni í hugskoti margra. Andinn þarf alltaf sitt. Innstu sælunnar næringu. Við íslendingar lifum nú á hræðilega andlausum tímum. Engin kirkja sótt víðast hvar, engir helgisiðir á heiimilunum og einangrun átakanleg þeim, setn trúa og þrá samneyti. Ég hlakka til jólablaðsins, þó ekki verði þar nema ein setning jólaleg, þá er hún hjartanlega þegin." Blaðið þakkar innilega þessum vini sínum andann og ummælin. Það vonar að því aukist þor og þróttur ásamt innra eldi til þess að bera birtu og yl sannrar menn- ingar og guðstrú. r sem víðast út um byggðir okkar ástkæra lands. Gleðileg jól. Ól. B . Björnsson. Stórkaupmaður Lauritz Jensen, St. Kongensgade 72, Kaupmannahöfn, sem í rúmlega 25 ár hefur verið meðeigandi og fram- kvæmdarstjóri í heildsölufélaginu Jakob Gunn- lögsson & Co., rekur nú heildsölu fyrir eigin reikning. Hr. Lauritz Jensen er nú formaður fyxár „Dansk-Islandsk Handelsforening" í Kaup- mannahöfn. í blaðinu Heimskringlu 6. nóv. s. 1. alllöng og rækileg umsögn um blaðið „Akranes", og einkar velviljuð. Er hún eftir próf. dr. Richard Beck. Blaðið þakkar þann hlýhug, sem þar kemur fram. Það vildi mjög gjarnan eiga þátt í að knýta og treysta kynn- ingar- og vináttubönd íslendinga austan hafs og vestan, og óskar öllum íslendingum vestan hafs heilla og blessunar. ÞEIR AKURNESINGAR, * sem enn eiga eftir að greiða brunabótagjöld fyrir yfirstand- andi tryggingarár, eru hér með áminntir um að greiða gjöldin fyrir áramót, ef losna á við að reikna þeim dráttarvexti. UMBOÐSMAÐUR.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.