Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 6
114
AKRANES
BRÉF
frá Þorsteini Briem
Undaníarið hef ég tekið á tmóti mörgum murmlegum kveðjum frá Þor-
steini Briem og fjölskyldu hans, og skila ég þeim hér með í einu lagi.
Nýlega hitti ég vin minn, sem hafði slíka kveðju meðferðis, en hann
var farþegi í söanu flugvélini í sumar. Hann sagði eitthvað á þessa leið:
„Strax er við vorum búin að koma okkur fyrir í flugvélinni, vakti þessi
maður — þ. e. Þorsteinn Briem — óskipta athygli mína. Ég var lengi að
hugleiða hverrar þjóðar maður sá væri. Útlit hans, látbragð allt og mikli
persónuleiki tók hug minn allan, svo að ég gat ekki haft augun af hon-
um. Sköanmu seinna heyrði ég að maðurinn talaði íslenzku, og fékk ég
að vita að þetta var sr. Þorsteinn Briem.
Þegar ég svo kom heim úr þessari ferð og sá blaðið „Akranes" stóð
þessi mynd mér enn ljóslifandi fyrir sjónum. Af þeirri augnabliksmynd
fannst mér ég ekki vera í vafa um réttmæti þeirrar myndar, sem þú
dregur upp af þessum mæta manni, sem ég hef svo margt heyrt um, en
aldrei fyrr séð.“
Bréf það, sem hér birtist sendi sr. Þorsteinn sóknamefndinni, en er
stílað til allra Akurnesinga eins og þið sjáið. Þarf það ekki frekari skýr-
inga við. Ó. B. B.
Stokkhólmi, 8. sept. (og næstu daga) 1946.
Kæru vinir.
Fyrir fám nóttum dreymdi mig að ég var heima á Skaga og
var þar í stórum systkinahóp þar sem einn bróðirinn var
sjúkur þegar við fórum að heiman. Þetta var mér áminning
um að taka pennann til að skrifa bréf.
En þá vandast málið. Ég fæ ekki einu sinni talið upp alla
þá, sem ég vildi senda línu eða kveðju. Mér hefur því dott-
ið 1 hug að skrifa ykkur fyrst sameiginlegt btéf, sóknar-
nefndarmönnunum, og biðja ykkur að fá svo Ólafi Björns-
syni bréfið, ef hann gæti komið þvf, í blaðinu Akranes, til
minna gömlu sóknarbarna, svo að allir fái frá mér línu þrátt
fyrir ódugnað minn. *
Það mun vera gamall siður að segja ferðasögu, ef farið er
til útlanda. Og þó að ekki gerist stórtíðindi á 7V2 tíma ferð,
þá var það mér a. m. k. mikil nýjung að „fara í loftinu“.
Klukkan 7 hinn 18. júlí stigum við inn í flugvélina á Kefla-
víkurvelli. — Dimmt í lofti og súld. Merkilegast þótti mér
að þess varð varla vart þegar vélin lyfti sér, — hún rann
lengi eftir vellinum eins og bifreið og eiginlega fann maður
ekki hvort heldur það var völlurinn eða vélin sjálf, sem
lyftist, en allt í einu vorum við komin upp úr þokunni upp
í glaða sólskin, en þokan, sem byrgði landsýn, var niður að
sjá sem skafrenningskóf á alhvítri jörð á vetrardag.
Austur undan Landeyjum tóku fjallatindar og jöklar að
rísa úr þokunni og voru þeir öllu öðru bjartari, er sólin
skein á.
Undan Eyjafjöllum birti svo, niður að sjá, að sást yfir lág-
lendið. Þótti mér þá fagurt að sjá heim að Holti og sendi ég
manna og kynkvísla getur haft á öllum tímum. Hjá ein-
hverjum og allmörgum hennar færustu manna á að vera
fólgin upphvatning til góðra verka, með aðstoð hins sígilda
orðs Drottins. En hjá öllum kristnum almenningi á að
þroskazt sá manndómur, sem tryggi örugga framgöngu
hinnar dáðrökku forystu, sem sífellt hafi að leiðarstjörnu
hagsmuni heildarinnar, en ekki fárra valdasjúkra heimsk-
ingja, hverri þjóð eða kynkvísl sem þeir tilheyra.'
Mannkyninu er nú meiri þörf á að líta upp, en að lúta sí-
fellt lægra og lægra.
eftirmanni mínum þá kveðju mína og bið ykkur að skila
henni, ef hún hefur ekki komizt beina leið til hans þá þegar.
Þá horfðum við í glampandi sólskini yfir allar hinar fögru
sveitir, er við flugum skammt undan landi, austur á móts
við Öræfi. Þar sáum við ekki nema þrjú bæjarhverfi, en úr
því huldi þokan allt nema fjallatoppana, er stóðu traustir og
tryggir á verði yfir hverri byggð þar fyrir austan. Þegar
komið var lengra út á hafið var sem við liðum yfir breiða
krapablá, þar sem „augaði“ í vatn undir. Það var þokan, sem
hélzt óslitin yfir hafinu austur undir Noreg, þó að við vær-
um sjálf í sífelldu sólskini ofan við ský.
Við komum „að landi“ þar sem heitir Ytrieyjai’viti, — eft-
ir því sem ég gat greint á landabréfi síðar. Er vitinn á litlum
hólma utan við skerjagarðinn út af svonefndum Förðafirði,
skammt norður af Sognsæ.
Á öllum hinna stærri eyja í skerjagai'ðinum er nokkur
byggð, ýmist lítil þorp eða smábýlahverfi, en mest mun þar
stuðst við fiskveiðar. Allt brosti þetta við augum, eyjar,
sund og vogskorin srandlengjan í sólskininu.
Við komum að Noregi þar sem nefnt var Firðafylki til
forna. Hér höfðu feður vorir áður stundað bú sín og veiði-
föng. Héðan höfðu þeir lagt út í víking og héðan hafði ævin-
týralöngun og frelsisþrá knúð þá út til íslands. Munur er á
farkostum þá og nú. Fyrr en segir erum við komnir inn yfir
land og horfum yfir fjöll og firnindi — hrikaleg fjöll milli
mjórra fjarða, er teygja álmurnar inn eftir öllu svo að erf-
itt er að átta sig á hvort heldur er um stöðuvötn að ræða,
eða krókóttar fjarðarálmur. Langt inn í landi sýnast mér
vera stöðuvatn lengst niðri í djúpum þrengslum milli þver-
brattra fjalla. Ég sé síðar á landabréfinu að þetta hafa verið
álmur norður úr Sognsæ og hefur þar sem víðar við Nor-
egsstrendur verið margur felustaður fyrir ránsmenn og vík-
inga, er áttu einhvers í að hefna á höfðingjum eða land-
stjórnarmönnum. Nú eru þar friðsælar byggðir, þótt skammt
sé frá firði til fjalls.
Mér hefur liðið ágætlega á leiðinni — betur en í bifreið.
En nú tekur að þrengjast um brjóstið, andardrátturinn
verður þyngri og tíðari — jú, við höfum hækkað flugið svo
ég verð móður, þó að hin verði þess ekki vör. Við líðum
áfram inn yfir syðstu fannaálmur Jostedalsjökuls og svífum
von bráðar yfir Jötunheima. Segir nafnið til landslags. Mun
óvíða sundurtættari og hrikalegri fjallgarður. Eru þar mörg
skuggabjörg og sannkallaðar tröllabýggðir.
Fyrr en frá segir fijúgum við austur yfir þenna hrikaheim
og inn yfir Upplönd. Er þar strjálbyggt efst. Mun þar erfitt
um kornyrkja í ofanverðri byggð, en allgott til beitar og
grasræktar og skógur er þar nokkur að sjá.
Nú þéttist smám saman byggðin og verður æ blómlegri
unz komið er austur yfir Guðbrandsdali. Þar lækkar vélin
flugið og mér verður léttara. Er nú björgulegt um að litast.
Blómlegustu byggðir og þéttbýlt meðfram ám og vötnum,
en skógar í hlíðum og á holti hverju. Þangað flytja og árnar
í vorleysingum ógrynni timburs ofan úr efri fjalldölum og
skógarbyggðum. Er timbrið höggvið og merkt að vetrinum
og því ekið niður á ísinn, en síðan fleytt ofan árnar að vor-
inu, þangað til sögunar- eða pappírs- og trjákvoðumylnur
taka við. í Leginum í Guðbrandsdölum mátti og víða sjá
timburflota og mikla viðarhlaða við sögunarmylnurnar.
Mundi þar mörgum smið þykja björgulegt umhorfs og feg-
inn vilja ná sér í kubb og fjöl. Þá er líka sjón að sjá timbrið
við Glaumelfi, nokkru austar. Ber hún og nafn með rentu,
því að allvíða syngur þar í fossum og flúðum og hátt lætur
sjálfsagt í henni er hún ryður sig eða þegar timburstokkum
er fleytt eftir henni að sögunarmylnunum á vorin.
Nú svífum við von bráðar út yfir landamærin og inn í Sví-
þjóð. Verður þar fyrst fyrir Vermaland, láglent fremur úr
lofti að sjá með ógrynni vatna og elfa. Sér þar hvarvetna
fagrar byggðir. Eru þar blómlegir akrar, en skógarhálsar
eöa holt í milli Sjást vel úr lofti vetrarbrautir, sem ruddar