Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 13

Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 13
akranes 121 Guðrún, móðir Egils, var dóttir Kolbeins í Áskoti í Mela- sveit Vigfússonar í Eyvindarmúla, Jónssonar í Ási, Vigfús- sonar á Langárfossi, Eiríkssonar á Langárfossi, Steindórs- sonar sýslumanns á Ökrum Finnssonar. En Kolbeinn í Áskoti var bróðir Jóns á Háafelli í Hvítár- síðu, föður séra Vigfúsar í Miklaholti, séra Arngríms á Mel- um og Eyjólfs Johnsoníusar stjörnufræðings. Annar bróðir Kolbeins var Jón yngri silfursmiður í Ár- kvörn í Fljótshlíð, móðurfaðir Þórðar, bónda í Eyvindar- uiúla, föður Jóns, bónda þar og alþm. Sá Jón er fæddur 1813 °g er móðurfaðir Péturs Péturssonar þuls. Mun það fágætt, að svo langt sé á milli ættliða, en móðir Péturs er yngsta barn Jóns, og er hún fædd 1878, en Pétur er fæddur 1918. Nú er ég komin langt úr leið, er þá næst að koma við á Guðnabakka. Þar búa 1786 og fram yfir 1808 Jón Ólafsson og kona hans Guðríður Sæmundsdóttir. Manntal þar 1801 er svona: Jón Ólafsson húsb. 58 ára, Guðríður Sæmundsdóttir h. k. 60 ára, Guðrún Jónsdóttir þeirra dóttir 25 ára, Guðrún Bövðarsd. systurdóttir húsb. 21 árs, Jón Pálsson vinnuhjú 16 ára, Arndís Sveinsdóttir vinnuhjú 62 ára, Guðrún Jónsdóttir móðir bónda 87 ára. Jón Pálsson er fyrst skráður í manntal á Guðnabakka 1800. Allt fólkið á Guðnabakka er talið hegða sér „sæmilega.“ Á Guðnabakka bjó eftir 1811 Jón Helgason, hann var son- ur Helga Jónssonar, er bjó á Guðnabakka 1771 til 1772, svo bjó sá Helgi á Ásbjarnarstöðum. Nú er þess að geta, að Þorsteinn Jónsson, sá er var 1 Síðu- múla, hverfur úr manntali í Síðumúla 1791 og finnst ekki eftir það í sókninni, og ekki hef ég getað fundið hann aftur og hef þó skyggnzt dálítið eftir honum. Það er því engu lík- ara en hann hafi gerzt brotlegur og átt að taka út refsingu árið 1791, og þá er Egill einmitt heimilismaður í Síðumúla og hefði því verið hægt um vik fyrir hann að eyðileggja gapastokkinn. En þá kemur annað, sem ekki stendur heima; þá er enginn Jón vinnumaður á Guðnabakka og ekki fyrr en Jón þessi Pálsson, sem er þar fyrst 1800. Dæmið er því dálítið erfitt viðfangs ennþá, eins og oft vill verða, þegar farið er að rifja upp gamlar minningar, sem borizt hafa frá manni til manns, Og eru þarna þó öruggari heimildir, er þú hefur, en margar aðrar. , Verið getur, að Þorsteinn hefði komið aftur til Síðumúla, þótt hann sé ekki skráður þar, og svo vantar líka í sum árin, °g þá hefði atburðurinn getað gerzt um 1800 eða 1801. — Ólafur Stephensen var stiftamtmaður frá 1790 til 1803, en það mun vera hann, sem Þorsteinn kallar Láfa í vísunni. Skyldi ekki vera meira til af sálminum? Eg er reglulega forvitin að heyra meira, glettnin er svo auðsæ. Eg hef nú Þorstein í huga og verið getur, að ég detti ofan á hann síðar og þá læt ég þig heyra. Nýtt merkilegt ritsafn Islenzkir athajnamenn I, ritað af Gils Guðmundssyni er komið út. Það verður ævisagnasafn þeirra athafnamanna ís- lenzkra, sem brutu ísinn, og vörðuðu veginn til bættrar af- komu þjóðarinnar, frelsis og framfara. Þetta merkilega ritsafn hefst á ævisögu hins merka braut- ryðjanda Geirs Zoéga kaupmanns og útgerðarmanns. Slík rit sem þessi eru einatt hinar glöggustu og merkileg- ustu þjóðlífslýsingar og öruggustu heimildir um samtíðarsögu. I ritinu eru 40 stærri og minni myndir. Þegar er byrjað á næsta bindi, en það er ævisaga Ásgeirs konsúls Sigurðssonar, rituð af Oscari Clausen. Aðalútsala hjá Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar, Reykjavík, sími 6837. Akranesútgáfan. Horít um öxl til Borgarijarðar Endurminningar úr íslandsferð prófessor dr. Richard Beck. Nýlega var ég að endurlesa hið merkilega og fróðlega rit Héraðssögu Borgarfjarðar, og við þann lestur urðu ofarlega í huga mínum ljúfar minningar um ferðir mínar um þá sögu- ríku og svipfríðu sveit og hinar frábæru viðtökur, sem ég átti þar að fagna, eins og annars staðar af hálfu landa minna, á ógleymanlegri ferð minni heim til ættjarðarinnar fyrir tveim árum síðan, þá er lýððveldið var endurreist. Eg minnist með sérstöku þakklæti komu minnar á Akra- nes, þar sem ég dvaldi í örlátri gistivináttu þeirra Haraldar kaupmanns Böðvarssonar og frúar hans, er leystu mig út með höfðinglegum gjöfum. Ánægjuleg mjög var myndasýningin í hinni fögru og stóru Bíóhöll staðarins, sem hver bær væri meir en fullsæmdur af. Þá naut ég sérstaklega hugþekkrar kvöldstundar á heimili hins mikilhæfa kirkjuhöfðingja, séra Þorsteins Briem prófasts og frúar hans, og eins heima hjá þeim Hallgrími lækni Björnssyni og frú Helgu, og var það fagn- aðarefni að geta endurnýjað stuttu síðar kynnin við þau læknishjónin vestan hafsins. Þeim megin hafsins hafði ég áð- ur kynnzt Sturlaugi Böðvarssyni, og var skemmtilegt að ferð- ast í fylgd með honum til Akraness með flóabátnum „Víði11, en veður var ágætt, og hin tilkomumikla sýn inn til landsins, sem getur að líta á þeirri leið, því hin fegursta. Þá verða mér ríkar í minni samverustundir okkar Ólafs B. Björnssonar, ritstjóra, forseta bæjarstjórnar Akraness, bæði þá er við urðum samferða með hinu góða skipi „Esju“ frá ísafirði til Reykjavíkur, og síðar, þegar fundum okkar bar saman í höfuðstaðnum. Eg hafði lesið með athygli og ánægju margar greinar eftir hann í blaði hans „Akranesi“ og víðar, og fann það glöggt í samræðum við hann, að honum brennur glatt í huga áhugi fyrir andlegum þroska þjóðar vorrar og framförum hennar á öllum sviðum, og vill jafnhliða stuðla að varðveizlu menningarerfða hennar frá liðinni tíð. Þá minnist ég þess, hve vinsamlega Árni Böðvarsson Ijós- myndari vék að mér, og er ég honum einkar þakklátur fyrir hina prýðisfallegu ljósmynd (í litum) af Þyrli og Botnssúl- Richard Beck talar á Lýðveldishátíð Borgfirðinga við Ferjukot 1944.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.