Akranes - 01.10.1947, Qupperneq 2

Akranes - 01.10.1947, Qupperneq 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Mikil grefa. Við ber það, að hinir yngri stiórnmálamenn þykji ekki allskostar vel að sér í stjórnmálasögunni. Svo mun hafa verið um alþingismanninn, sem komst svo að orði í hátiðaræðu einni: Mikil gæfa var það fyrir Jón Sigurðsson, að vera fæddur 17. júní, sama dag og lýðveldið var stoínað. „Vont fyrir Jóa bróðir.“ Þorsteinn Kjarval að Kjarvalsstöðum við Skut- ulsfjörð var eitt sinn að skoða málverk eftir Jó- hannes bróðir sinn. Þorsteinn skoðaði málverkið vandlega, og lét vel yfir, en mælti síðan með áhyggju mikilli: „Já, Jói bróðir hefir alltaf sagt að ég ætti að mála.“ „En þvi gerðirðu það ekki,“ sagði einn við- staddur. „Það gæti orðið vont fyrir Jóa bróðir," svaraði Þorsteinn. Mannsœvin. Barndómurinn líður fram í leikaraskapnum. æskan i hégómanum. karlmannsaldurinn í erfiðinu. Ellin hnigur aftur til hins fyrra. Söngvarar í himnakórnum. Margur söng af mjúkri list meistari frónska ljóða, en sumir vildu sízt hafa misst „Sigurð Breiðfjörð góða.“ Þung var raun er Þorsteinn fór, þá sat vættur grátin, en íslands sorg var allteins stór eftir Sigurð látinn. Ætla ég Grim i englakór öðrum syngja fegur, sú er röddin svæðisstór, söngurinn dásamlegur. Mun á himnum mikil dýrð og margur tónninn fagur, en syngi ei þessir, þá er hún rýrð, þá verður langur dagur. Ef ég heyri þessa þrjá, þykir mér litlu að kviða, eilifð veit ég vist að þá verður fljót að liða. X+Y Saga Niðarósdómkirkiu í stórum dráttum. Árið 995 kom Ólafur Tryggvason heim frá Eng- landi og gerði tilkall til rikis í Noregi, eftir að hann hafði í mörg ár farið i viking til margra Evrópulanda. Hann lagði grundvöll að bænum Niðarós við mynni Niðarár, reisti konungsbústað og kirkju, sem þó eyðilagðist eftir dauða hans. Árið 1000 Ólafur Tryggvason féll i Svoldarorustu. Árið 1030 Eftirmaður Ólafs Tryggvasonar, Ólafur Haraldsson, sem siðar var kallaður Ól- afur helgi, féll i orustunni á Stiklastöð- um og var grafinn i sandmelnum, þar sem dómkirkjan var síðar reist. Vegna fómardauða sins fyrir kristina trú varð hann þekktur víða um lönd, og nafn hans var alltaf tengt við Niðarósdóm- kirkju. Árið 1031 Vegna þeirra kraftaverka, sem gerðust við gröf hans, lýsti Grímkell biskup þvi yfir, að hann væri dýrðlingur og pislar- vottur, og var líkið látið inn í Klemens- arkirkju i dýrindis skrin yfir háaltarið. Árið 1035 Höfðingjamir gáfu Magnúsi, syni Ólafs konungsnafn. Uppsprettulind kom fram á þeim stað, þar sem lík Ólafs hafði legið fyrsta veturinn, og héma var seinna reist lítil kapella, sem hægt er að skoða sem upphaf þeirra dómkirkju, sem við sjáum í dag. Árið íogo Fyrstu Ólafskirkju í Noregi fullgerði Haraldur harðráði, hálfbróðir Ólafs lielga. Kirkjan stóð, þar sem hið gamla ráðhús bæjarins stendur, og eru ennþá nokkrar minjar eftir af henni. Hún brann árið 1531. Haraldur harðráði reisti einnig steinkirkju, eldri Maríu- kirkjunni, hjá nýja konungsbústaðnum og flutti áreiðanlega skrin dýrðlingsins þangað. Eftir þetta komst góður skriður á Ólafsdýrkunina, og pílagrímar komu frá Noregi og mörgum löndum Evrópu til „Ólafsmessu" eða „Ólafsvöku," sem haldin var daginn fyrir fall Ólafs helga á Stiklastöðum, 29. júlí, 1030. Árið 1066 Haraldur harðráði féll við Stanfords- brú i Englandi. Eftirmaður hans var sonur hans, Ólafur Haraldsson yngri, sem seinna var kallaður Ólafur kyrri. Hann reisti á sama stað kirkju úr steini, þar sem kapellan stóð upprunalega, og er hún hinn raunverulegi grundvöllur núverandi kirkju. Þangað var Ólafs- skrínið flutt og stóð hér i um það bil 500 ár. Áriðng2 Páfinn sendi kardinála sinn til Niðar- óss, Nikulás Breakspeare frá Englandi. Seinna varð hann páfi (Hadrian IV.). Kirkjan varð nú erkibiskupsstóll með sinn eigin erkibiskup. Kirkja Ólafs kyrra varð of lítil fyrir hina auknu kirkjusiði, og það varð að stækka hana. Stækkun- ina framkvæmdi Jón Birgisson eftir fyrirmynd þverskips og miðskips í rómönskum kirkjum. Áriðn83 Eysteinn Erlendsson hélt áfram verki Jóns. Hann reisti nýjan kór ásamt hlið- arskipi og hákór með kapellum. Ólafs- brunnur, þar sem sennilega er hin upp- runalega Ólafslind, var byggður inn i byggingunni. Árið 1231 Sigurður Indriðason tók niður rómönsku —g2 kirkjuskipin, sem þeir Jón og Eysteinn höfðu komið upp og reisti i staðinn liið Árið 1248 nýja gotneska skip með vesturgaflinum. Árið 1300 Kirkjan var fullgerð að innan með öllu sínu skrauti. Það er efamál, hvort nokk- urn tíma hefur verið lokið við turnana. Árið 1328 Fyrsti bruni kirkjunnar. Árið 1432 Annar bruni kirkjunnar. Árið 1331 Þriðji bruni kirkjunnar. Árið 1^37 Öllum gripum kirkjunnar var rænt. Silfurskrín Ólafs helga var flutt til Danmerkur en jarðneskar leifar dýrð- lingsins voru eftir í miðskríninu, sem framvegis stóð á háaltarinu. Árið 1364 Sviar tóku Niðarós og fluttu Ólafsskrin- ið til Floan í Skatsval. Sama ór var það flutt til baka, þegar Svíarnir höfðu verið hraktir úr landi. Árið ig68 Gröf Ólafs konungs var að nýju fylll með mold, og enginn getur í dag bent á staðinn, þar sem bein hans hvíla. Árið 1689 Spira aðaltumsins fauk niður í ofviðri og eyðilagði í fallinu aðra hluta kirkj- unnar. Árið 1708 Fjórði bruni kirkjunnar. Árið 1750 Fimmti bruni kirkjunnar (af eldingu). Árið 17^0 Um það bil hafði kirkjan fengið það útlit, sem sýnt er á annari mynd. Árið 1869 Endurreisnarstarfið hóf Shirmer bygg- ingameistari með endurbótum á skrúð- húsinu eða Maríu kapellunni. Árið 1872 Chr. Christie byggingameistari var skip- aður stjórnandi verksins. Hann er aðal- maður endurreisnarstarfsins, og því stjómaði hann til dauðadags 1906. Árið 1906—9 N. Ryjord hafði bráðabyrgðaforystu. Árið 1906 Próf. O. Nordhagen byggingameistari stjómaði verkinu til dauðadags 1906. Árið 192^ Byggingameistararnir Tverdahl og Al- —30 bertssen höfðu forystu til bráðabyrgða. Árið 1930 Helge Thiis var skipaður stjórnandi verksins. 1 Niðarósdómkirkju er mikið af áletr- uðum legsteinum frá ýmsum timum og alls konar rúnaristum. Eru jafnvel enn að finnast slikir steinar í veggjum og afhýsum hins mikla húss. Hér fylgir mynd af einum slíkum steini. Á hann er þetta rist: „Guð og hinn heilagi Ólafur konungur hjálpi þeim manni, er þessar rúnir risti, með sinu heilaga órnaðarorði." AKRANES 1 ÍO

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.