Akranes - 01.10.1947, Side 4

Akranes - 01.10.1947, Side 4
ÚthöggviS súluhöfuð með verkstæðum umhverfis, og upp við stafninn eru háir vinnupallar. Hér er unn- ið af kappi, og er þó mikið verk óunnið. Norska ríkið leggur til þess árlega fjárveit- ingu. Hér eiga við orð Steph. G. Stephans- sonar, „að hugsa ekki i árum sem öldum, og alheimta ei daglaun að kvöldum.“ Og fáir munu þeir Norðmenn vera, sem ekki telja sóma þjóðarinnar í veði, ef starf þetta stöðvaðist. En langt er nú orðið síðan fyrst var hafizt handa. Inni i kórvegg kirkjunn- ar er ævagamall brunnur. Var það trú manna, að þar hefði sprottið upp lind, við gröf Ólafs helga, og nálega þrem áratug- mn eftir dauða hans var byggð þar lítil kapella. Eftir 1070, er biskupsstóll var settur í Niðarósi, lét Ólafur kyrri byggja Kristskirkju, og setti skrin Ólafs konungs yfir háaltari. Erkibiskupsstóll var settur i Niðarósi árið 1152 og varð Kristskirkjan þá höfuðkirkja erkibiskupsdæmisins, en undir það heyrðu 11 biskupsdæmi, þar á meðal Skálholt og Hólar. Niðarós varð því um all-langt skeið í andlegum tengslum við ísland, og þó að fslendingar væru ekki ávallt fúsir til að „heyra erkibiskups boð- skap,“ né heldur verði með sanni sagt, að hann væri ávallt sem hollastur, má engu síður viðurkenna hitt, að til Niðaróss hafa sumir ágætismenn íslenzkrar kristni sótt andlegar menntir og uppörvun. Við skul- um ekki gleyma því, að þrátt fyrir allt var kirkjan hið eina alþjóðlega vald þeirra tíma, því að það er í eðli hennar að vera hafin yfir þjóðernislegar takmarkanir. Og það sést ekki sízt á sjálfri Niðarósdóm- kirkju. Má líkja henni við erlenda jurt, er gróðursett var á norskri grund og mót- aðist eftir jarðvegi og loftslagi Noregs. Það var í Englandi, að hinn stórhuga dugnða- armaður, Eysteinn erkibiskup, kynnist gotneskum byggingarstíl og innleiðir hann i Noregi. Hann hafði hafið byggingar- framkvæmdir sínar undir eins og liann tók við stóli. Elzti hluti kirkjunnar er þver- skipið, i rómverskum stíl, og er enn í einni hliðarkapellunni áletrun þess efnis, að hún hafi verið vígð af Eysteini árið 1161. Sökum andstöðu sinnar gegn Sverri konungi varð erkibiskup landflótta og dvaldi í Englandi í þrjú ár. Eftir heim- komuna endurbyggði hann kórinn og stækkaði hann. Var því verki haldið áfram af eftirmönnum hans, og er byggingu hins áttstrenda kórs talið lokið í tíð Eiríks Walkendorffs. Á þrettándu öldinni rikti mikill áhugi á kirkjubyggingum, nýjar kirkjur eru reistar i norðlægum landshlutum, þar sem áður voru engar eða mjög strjálar. Ey- steinn erkibiskup var þá að verða helgur maður í vitund fólksins, og má vera að það hafi enn ýtt undir framkvæmdir við þá byggingu, er hann hafði hafið af svo mikilli rausn. 1 lok aldarinnar má telja, að kirkjubyggingunni væri lokið. Sigurður erkibiskup lét byggja aðalskipið í hágot- neskum stíl. Vesturgaflinn var prýddur gullnum steinmyndum af postulum og öðrum helgum mönnum í mörgum röðum. Lítið eitt er eftir af þessum myndum, en þær þykja bera fagran vott um það, hve langt myndlistin hefir náð í Noregi á mið- öldunum. Ef til vill er dómkirkjan í Niðarósi enn- þá hugfastari þjóðinni fyrir þá sök, að hún er öðrum þræði pislarsaga, þar sem hið góða og fagra bíður ósigur, en rís upp aftur með fullum lífskrafti. Dómkirkjan verður um leið að tákni, sem tengt er við þjóðina sjálfa, baráttu hennar á tímum niður- lægingar og eymdar. Það sem bókmenntir á móðurmálinu hafa orðið oss Islending- um, er Niðarósdómkirkjan Norðmönnum. Mikill hluti hennar eyðilagðist af elds- voða árið 1328. — Svartidauði, styrjaldir og önnur óáran gerði það að verkum, að erkibiskuparnir gáfust upp við að endur- bæta hana. 1424 er aðalskipið þaklaust. Einum tvisvar eða þrisvar sinnum enn- þá skemmist hún af eldi, og þegar líður á sextándu öldina er aðeins kór og þverskipi haldið við. Loks er hún ekki orðin annað Upprisan (Eftir H. Thiis). HöfuSmynd en kór-álman og nyrðri álma þverskipsins. Steinar úr rústunum eru notaðir í hinn nýja vegg, svo sem áður er minnst á. Krist- ján III. innleiddi siðbótina i Noreg. Erki- biskupsstóllinn var lagður niður og evan- gelískur biskup skipaður árið 1546. Erki- biskups garðinn fékk herinn til afnota. Skrín Ólafs helga var flutt til Danmerkur og hið kostulega skraut þess auðgaði fjár- hirslu konungs, en bein Ólafs konungs voru síðar jörðuð í kirkjunni. Er tímar líða fram, var kirkjan gerð að sóknarkirkju, en daglegir tíðasöngvar, sem tilheyrðu dóm- kirkjum, lögðust niður. Á fyrri hluta 18. aldar skemmdist hún tvisvar af eldsvoða, en var haldið við eftir megni. Af þvi sem nú hefir sagt verið, má ráða, að það liefir ekki verið neitt áhlaupaverk að endurbyggja og endurbæta dómkirkj- una í Niðarósi. Á nítjándu öldinni, er þjóð- in fór að vakna á ný til meðvitundar um sjálfa sig, vaknaði áhugi á þvi að hefja þessa byggingu til síns forna vegs og virð- ingar. Verkið hófst árið 1869. Forystuna hafði húsameistarinn H. E. Schirmer en síðar tóku þeir við, Chr. Christie og Olaf Nordhagen. Núverandi húsameistari er Helge Thiis. — Fyrsta boðorð læknis- listarinnar er að skaða ekki sjúklinginn. En það er ekki sízt í sambandi við kirkju- byggingar og kirkjugripi, að þetta boðorð hefir verið brotið, — í Noregi, engu siður en hér á Islandi. En húsameistararnir i Niðarósi liafa skilið sín hlutverk. Með stakri nákvæmni og djúpri lotningu hefir verið gengið um hin fornu gólf, hið gamla verið verndað og varðveitt út í æsar, til þess að saga þess liðna yrði ekki slitin úr samhengi við nútíðina. Nýjar höggmyndir eru gerðar, nýtt flúr, nýjir myndgluggar, en ekki stælingar þess gamla, heldur í list- rænu sambandi við það. Glermyndir, gerð- 112 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.