Akranes - 01.10.1947, Síða 5

Akranes - 01.10.1947, Síða 5
* ar samkvæmt teikningum Gabriels Kiell- ands þykja mikil listaverk. Gluggagerðina annast verkstæði kirkjunnar. Myndhöggv- arar eins og Vigeland hafa lagt hönd að verki. Nokkrir myndhöggvarar eru fastir starfsmenn við kirkjuna. Þar á meðal eru þeir Lynnum og Odd Hilt, tengdasonur séra Þorsteins Briem. Þykja þeir báðir mjög eftirtektarverðir listamenn. Einhver kostulegasti dýrgripur frá síð- ari tímum, er hinn geysistóri og fagri „rósagluggi" á vesturgafli kirkjunnar. Er talið, að fátt setji fremur svip á hana að innanverðu en þessi gluggi. Norskar kon- ur söfnuðu fé til að fá þessa fögru rós í kirkjuna. Það er ekki á mínu færi að lýsa hinum mörgu listaverkum dómkirkjunnar, forn- um og nýjum. En eitt mundi vekja athygli margra Islendinga, og það er hversu marg- breytilegar myndirnar eru, og sumar langt frá þvi að vera kirkjulegar í þrengstu merkingu orðsins. „Þrænzka bóndann“ má má nefna sem dæmi, og þó miklu fremur „Prestkonuna", sem kölluð svo er í gamni, af því að hún er beint á móti predikunar- stólnum. Eða þá manninn með íslenzku fiðluna, sem Fjær dóhprófastur gaf okk- ur afsteypuna af í sumar. Odd Hilt gerir meðal annars tólf myndir sem tákna mán- uðina. Þessar „ókirkjulegu" myndir draga þó ekkert úr þeirri heilögu tign, sem hvílir yfir kirkjunni í heild sinni. Það er miklu fremur eins og þær verði til að auglýsa þá staðreynd, að í helgidómi þeirra tilveru, sem guð er höfundur að, eiga heima margskonar myndir hins mannlega lífs. Þrátt fyrir allt útflúr og skraut kirkj- unnar er þar ekkert tildur né hégómi. Sumir rósahnútarnir mættu kallast út- saumur í stein. Eins og nærri má geta, er mjög vandað til alls, er við kemur helgiþjónustu dóm- kirkjunnar. Það mundi vera himinhróp- andi ósamræmi að prestar fyrir altarinu væru skrýddir höklum með verksmiðju- saumuðum leggingum. Biskupsfrúin hefir sjálf yfirumsjón með skrúða kirkjunnar. Hún var svo vingjarnleg að sýna mér öll messuklæði, þar á meðal hökul, sem var nákvæm eftirlíking af hökli þeim, sem kenndur er við Eirík Walkendorff erki- biskup. Dómkirkjan á messuhökla af hverjum hinna fimm táknrænu lita, er kirkjuárinu tilheyra. Við hámessuna þann sunnudag, er ég var þar í kirkju, voru notaðir grænir hökl- ar og grænt klæði á predikunarstól, því að grænn litur tilheyrir öllum sunnudög- um eftir trinitatis, og táknar gróður and- ans i kirkju Krists og í sálum mannanna. Orgel dómkirkjunnar er eitt hinna stærstu á Norðurlöndum, mig minnir ann- að í röðinni, og stundum eru hafðar sér- stakar guðsþjónustur, þar sem aðal-áherzl- an er lögð á hljömlistina. akranes „Þrœnski bóndinn“ Margir sögulegir atburðir hafa gerst á liðnum öldum, sem tengdir eru við dóm- kirkjuna í Niðarósi. Þar talaði Sverrir konungur yfir moldum Erlings skakka, óvinar síns, og er þar markaður kross á gólfið. Þar hafa farið fram krýningar margra Noregskonunga, og mun svo verða framvegis. Þar mun Lárenzius Kálfsson, síðar Hólabiskup, hafa lesið bannfæring- arnar yfir kórbræðrum forðum, og las svo hátt, að Sighvatur landi greip fram i: „Eigi þarftu, íslendingur svo hátt að æpa“. Kemur mér i hug, að gaman væri að rifja upp þá atburði, er Islendingar voru við riðnir, og gerst höfðu i dómkirkjunni í Niðarósi. Nógu margt mundi koma á daginn, er sýndi, að það er þó nokkur á- stæða fyrir Islendinga að gefa þessum helgidómi gaum. En hvað sem því liður, er ekki unnt að fara lengra út í sögu dóm- kirkjunnar, að þvi leyti sem hann tengist sögu Noregs aða annara landa. I þess stað vil ég minna á það, að Niðarós kemur einn- ig við sögu norskrar kristni og norskrar þjóðernisbaráttu á siðustu tímum. Verður nú dálitið frá því sagt, enda þótt íslenzkum blaðalesendum sé það nokkuð kunnugt áður. SúlnahöfuS, fornt Sunnudagurinm. febrúar 1942 bættist nýtt blað í sögu dómkirkjunnar. Þar gerð- ust þau átök þennan dag, er áður en varði urðu að táknrænum sjónleik, ef svo mætti að orði komast. En sá þáttur var ekki sam- inn við skrifborð neins rithöfundar, heldur saminn og settur á svið af þeim öflum, sem hafa mannlegt líf í hendi sér. Þarna var Stören biskup, roskinn kirkju- höfðingi, kominn af besta skeiði. Hann er nú dáin. Séra Arne Fjellbu var dómkirkju- prestur, sá er nú situr á biskupsstóli Niðar- óss. Hann var fyrir löngu kunnur maður, ekki síst fyrir bækur sínar um sálgæslu. Fjellbu var maður saman rekinn, og má segja um hann líkt og tröllkonan sagði um Brynjólf biskup, að hann sé bóndalegur útlits, mótaður úr norsku bergi, þéttur fyrir, stilltur vel, en þó glaðvær og gaman- samur. Annar prestur var séra Sigurd Fjær sem nú er dómprófastur. Hann er glæsimenni í framkomu, eldfjörugur í vinahóp, þjóðkunnur lærdómsmaður, og og stundaði um tima sálfræðinám við Harvard-háskóla í Bandarikjunum. Fjellbu hefir sjálfur sagt frá Niðaróss- messunni í bók sinni „Minder for Kamp- tidenden,“ sem að mestu er byggð á dag- bókabrotum frá stríðsárunum. Þátturinn hófst á því, að Stören biskup fékk skeyti þess efnis, að nasistaprestur- inn Blessing-Dahle skyldi hafa hámessu hins þjónandi prests. I samráði við biskup, svaraði Fjellbu um hæl og neitaði að víkja. Kvaðst ekki skyldugur að víkja fyrir nein- um öðmm en biskupi sínum. Sóknarnefnd- in lýsti sig sammála. Ráðuneytið svaraði þegar, að það héldi fast við ákvörðun sína. Enginn gat gizkað á hvernig á þessu stæði. Nú var Berggrav biskup hringdur upp. Hann vissi ekki fyrir víst, en gizkaði á, að fyrir dyrum voru stjórnarskipti, og myndi Quisling eiga að taka við völdum. Eftir þessu átti Blessing-Dahle að hafa hátíðarmessu í þjóðar-helgidóminum, í tilefni þess, að hið nýja nazistaríki væri raunverulega stofnað með innlendum þjóðhöfðingja. Nú voru góð ráð dýr. Allir prestar bæjarins voru kallaðir á ráðstefnu. Fyrst kom til mála, að Fjellbu kæmi til kirkju á réttum messutíma, og færi skrýddur fyrir altari, áður en Blessing- Dahle yrði við slíku búinn. En þegar til kom, leizt engum á slíkar aðfarir. 1 kirkj- unni yrði margt „hirðmanna“ og kvisl- inga, og óvíst nema kirkjufriðurinn yrði rofinn með bardaga. Þá var um tvo kosti að ræða. Annað hvort, að Fjellbu messaði í Frúarkirkjunni, og skýrði þar frá því, sem fyrir hefði komið, og hvers vegna hann hefði verið útrekinn úr sinni eigin kirkju. Hinn kosturinn var sá, að hann skyldi messa í dómkirkjunni, fresta safn- aðarguðsþjónustunni til kl. 2 e. h. Með því væri undirstrikað, að nazistamessan kæmi dómkirkjusöfnuðinum ekki við. Elzti 113

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.