Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 6
presturinn, síra Bang-Hansen, skeleggur karl og ótrauður bardagamaður í kirkju- stríðinu, hvatti mjög til þess, að síðari leiðin yrði farin. Þá gætu allir prestamir orðið viðstaddir, í einum hóp, svo að pró- fastur fyndi, að þeir stæðu allir með hon- um. Það mundi líka gefa honum styrk. Þetta varð úr, mikið fyrir áeggjan pró- fastsfrúarinnar, og messan var auglýst í safnaðarblaðinu og víðar. Var nú beðið átekta. Á föstudagsmorgiminn sagði prófasts- frúin manninum sínum draum. Henni þótti maðurinn sinn fara inn í dómkirkj- una eftir leynistiga, og siðan inn um vesturdyrnar, og ganga úr þeirri átt inn kirkjugólfið með nokkru fylgdarliði. Fannst henni í draumnum sem hann hefði falið sig í dómkirkjunni frá því snemma um morguninn, til þess að enginn gæti fundið hann. Fjellbu fór eftir bendingu draumsins. Svo hagar til við dómkirkjuna, að þar er afgirt svæði með hárri trégirð- ingu umhverfis. Þar eru verkstæði þeirra verkamanna og myndhöggvara, er vinna við kirkjuna. Skammt frá kirkjunni er lítið hús, og er þar meðal annars skrifstofa húsameistara kirkjunnar. Þaðan er hægt að fara yfir hið afgirta svæði inn um vest- urdyr dómkirkjunnar, og eru þar einnig tröppur, er litið ber á. Er þar skemmst af að segja, að allan morguninn sat dóm- prófastur uppi á skrifstofu húsameistar- ans og vann að predikun sinni milli þess, að hann gaf gaum að því, sem fram fór úti fyrir. Blessing-Dahle messaði, hirðin kom með fánanna í fylktu liði. Þegar þeirri messu var lokið, kom prófastsfrúin með mat, og tveir hraðritarar, sem Fjellbu hafði fengið til að segja sér fréttir af naz- istamessunni, og auk þess sonur hans og annar ungur maður. Þetta fólk beið hjá prófasti eftir því, að messutími kæmi. Kl. 14.45 fór fólk að streyma til kirkju, þótt meir en klukkutími væri þangað til mess- an skyldi hefjast. En stundarfjórðungi eftir eitt fór einhver ókyrrð að komast á fólkið úti fyrir. Hirðmenn voru komnir á vettvang. Lögregluþjónar tóku sér stöðu við kirkjudyrnar, og prófastur fékk vit- neskju um, að búið væri að læsa öllum dyrum, svo að fleira fólk kæmist ekki inn en það, sem þegar væri komið. Mann- þyrpingin úti fyrir var orðin svo mikil, að þúsundum skipti, en talið er, að inni væri nálega 1500 manns. Lögregluforinginn beitti jafnvel kylfum og barði á fólki, og mun það vera sjaldgæft, að kirkjufólk með sálmabækur í höndum fái slíkar móttökur. Fjellbu lét sækja hempuna sína niður í skrúðhúsið, skrýddist henni og lagði síðan af stað út í gegnum verkstæðin og inn um vesturdyr kirkjunnar. Þessi leið varð ekki séð að utan, vegna hinnar háu girðingar. Draumur frúarinnar var að rætast. Dóm- prófastur hafði hugsað sér að fara rakleitt upp að altarinu, en það var eins og hann væri til þess knúinn að fara fyrst inn í Maríukapelluna. Þar rakst hann á mann, var með orðsendingu frá lögreglunni til fólksins, sem komið var í kirkjuna, þess efnis, að messunni væri aflýst. Nú gat Fjellbu komið í veg fyrir þetta. Lögreglan hafði komið inn í kapelluna skömmu áður, til þess meðal annars að spyrjast fyrir um dómprófastinn, sem hvergi hafði fundizt, þrátt fyrir ötula leit allan morguninn. Það var engu líkara en æðri máttur stjórnaði hverju skrefi prófastsins. Ef hann hefði komið andartaki fyr inn í kapelluna, var lögreglan þar fyrir. En mínútu síðar hefði messunni verið aflýst og fólkinu vísað heim. Fjellbu skýrir frá því í minningabók sinni, að hann hefði verið búinn að hugsa sér að fara undir eins upp í predikunarstól- inn, en kona hans réð honum til að fara þegar fyrir altari. Þar stæði hann á helg- asta stað kirkjunnar, ef hann yrði tekinn höndum. Prófastur kraup til bænar fyrir altarinu. Að svo búnu ætlaði hann að fara í stólinn, því að hann hafði séð, að organ- istinn var ekki á símnn stað. En þá hóf síra Sigurd Fjær að syngja sálminn: „Her kem me, Herre, pa ditt ord.“ Söfnuðurinn tók undir. 1 kirkjunni munu um 1500 manns hafa verið saman komin. Messan fór fram, svo sem venja var til. f predikun sinni minntist Fjellbu ekkert á þær óvenjulegu kringumstæður, sem hann og söfnuðurinn voru í. Um það bil, er ræð- unni var að verða lokið, sá hann að organ- istinn hafði með einhverju móti komizt inn, og auglýsti því, að altarisganga færi fram. Þátttakan var mikil og þjónuðu báðir prestarnir. Þó tónaði prófasturinn einn, því að honum var ofarlega í huga, að þett kynna að verða í síðasta sinn, sem hann hefði altarisgöngu í dómkirkju sinni. Að lokinn messu var skírt eitt barn, og hafði móður þess tekizt að laumast inn í kirkjuna. Inni í Maríukapellunni var enga. lögregluþjóna að sjá eftir messu, en nokkrir vinir dómprófasts, með Gleditsch leikhússtjóra í broddi fylkingar, komu þangað til að þakka fyrir messuna. Gled- itsch var einn af ágætustu leikhúsmönn- um Norðmanna, mikill ættjarðarvinur. Þjóðverjar tóku hann síðar sem gisl og skutu hann. Það fólk, sem ekki fékk inngöngu í kirkjuna, safnaðist saman fyrir utan. Skipti það þúsundum. Nístingskuldi var úti, en enginn virtist setja það fyrir sig Síra Bang-Hanse hefir ritað lýsingu á því, er fram fór: „Það var ekki saman hlaupinn skríll, heldur stórkostlegur söfnuður kristinna áhugamanna — þar á meðal flestir prestar borgarinnar — er stóðu utan við dóm- kirkjuna á sunnudagsmorguninn, og hafði þeim verið aftrað með lögregluvaldi frá því að fara í Guðs hús til að taka þátt í guðsþjónustunni og hinni helgu kvöld- máltið. Þarna fyrir ptan lifðum vér — í mörgu tilliti — þýðingarmikla stund, sem aldrei gleymist, er þar dvöldumst úti í aftaka frosti. Um alla framtíð mun þessi hálfa klukkustud lifa oss í minni, sem óafmáan- leg mynd þess tima, er vér nú lifum og hina ægilegu alvöru þeirra. Tennurnar skulfu í oss af kulda, en vér gátum samt ekki skilið hver við annan. Tilfinningarnar urðu að fá útrás. Það lýsti sér ekki í öskrum og ólátum, eins og frá fólki á fjöldafundi. Það byrjaði með því, að einhver langt austur frá — ég veit ekki, hver það var — hóf upp rödd sína með sálmasöng. Þegar í stað tóku allir ofan og tóku undir: „Yor Guð er borg á bjargi traust.“ Innan um hina einkennisbúnu lögreglu- þjóna, er stóðu á verði, hljómaði Lúthers- sálmurinn gamli með þeirri kyngi, er ég hafði aldrei áður fundið. Ennfremur föð- urlandssáimur Bhx’s og „Ja, vi elsker. . “ eftir Björnson. Fleira var ekki sungið. Ekkert talað.- Hjá mér stóðu nokkrar ókunnugar stúlk- ur 15—20 ára. Er mér varð litið á þær, sá ég að þær flóðust allar í tárum. Og vér hin áttum erfitt með að halda tárunum í skefjum.“ Forsöngvararnir við þessa sérstæðu úti- guðsþjónustu voru Skjánes, fyrrverandi borgarstjóri, og tveir prestar, Hákon Pharo og Anker Nilsen, sem er meþódisti. Ekki var Fjellbu búinn að vera lengi heima hjá sér, er lögreglan kom og bað um skýringu. Dómprófastur sagði, að það væri öllu heldur hann sjálfur, sem þyrfti að krefjast skýringar á framferði lögregl- unnar. Hann kvaðst ekki hafa brotið nein lög. Nú, það var undarlegt! Hafði hann þá ekki fengið símskeyti frá ráðuneytinu um það, að messan væri bönnuð? Því neitaði Fjellbu með góðri samvizku. Siðar kom á daginn, að nazistalögreglan í Trond- heim hafði símað til Oslo, en í stjórnar- ráðinu varð einhver óábyrgur maður fyrir svörum. Fullyrti sá, að messan mundi verða bönnuð, og yrði dómprófasti sent símskeyti þar um. Ut frá þessum forsend- um gerði lögreglan í Trondheim sínar kyrfilegu ráðstafanir þennan suunnudag. Kvöldið eftir kom raunar símskeyti, sent frá Oslo á mánudag, þess efnis, að mess- unni hefði verið „aflýst“ samkvæmt ósk ráðuneytisins, þar sem litið væri á hana sem mótmælamessu gegn guðsþjónustu Blessing-Dahle um morguninn. Nú átti dómprófastur þá þegar von á frekari aðgerðum af hálfu stjórnarinnar. Bæði hann sjálfur og Stören biskup skrif- uðu skrifstofustjóranum og fundu að því, sem fram hefði farið af hálfu yfirvald- anna. Og eftir rúmar þrjár vikur kom J 114 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.