Akranes - 01.10.1947, Síða 7
NOKKUR ORB UM MALARALIST
Hver sá maður, er gluggað hefur í sagn-
rit, hlýtur þegar í stað á kaflaskiptingu
ritsins að hafa séð, að sagnritarar lýsa allt-
af framrás atburðanna svo sem þeir legð-
ust í greinilega afmörkuð lög, hvert ofan á
annað og hvert með sínum eigin blæ, ólík-
um blæ alla hinna atburðalaganna. Það
mætti því um skiptingu líkja sagnritum
við myndunarfræði jarðarinnar, hina svo-
nefndu geogonie, en þar skilur feigan og
ófeigan, að myndunarfræði jarðarinnar
segir alveg satt og nákvæmlega frá öðru,
en um atburðalögin, sem ég vil kalla svo,
er allt öðru máli að gegna. Þar eru lögin
síður en svo aðskild skarplega, því þau
renna eins ógreinilega og lítið afmarkað
hvert yfir i annað eins og regnbogalit-
irnir, sem vel má greina hvern frá öðrum,
en engin leið er að segja, hvar mætast.
Ef menn athuga sig er auðskilið, að þetta
sé í raun og veru svona. Ég vil sýna þetta
með dæmi. Ég er núna gg ára, og er því
farið að halla undan fæti, sem kallað er,
fyrir mér, og allar likur eru því, að ég
hafi þegar lokið megninu af því, sem mér
var ætlað að vinna. Til samanburðar skul-
um við taka mann, sem fæddur er 1920,
þegar ég var 32 ára gamall og þvi löngu
orðinn fulltíða maður og farinn að inna
af hendi þau störf, sem mér var ætlað að
afkasta. Hinn maðurinn er nú 27 ára, og
því til þess að gera nýkominn að æfistarfi
sínu. Við lifum samtíða og samhliða, en
ég stend föstum fótum í tíma, sem er
liðinn, þegar hann kemur til skjalanna,
og sá tími hefur eðlilega markað mig, en
alls ekki hann. Þó mun hann vafalaust
eitthvað, meira eða minna, smitast af
þessum liðna tíma, þó mest óafvitandi,
vegna samvistanna við mig og mína jafn-
aldra. Á þennan hátt verða mótin milli
tíma hans og okkar nokkuð óglögg og
þokukennd. Nú haldast samvistir hans við
okkur, ef allt fer með felldu, ekki nema
tiltölulega lítinn part af ævi hans. Við
hverfum þá úr sögunni, og það er kominn
nýr tími, sem ég og mínir jafnaldrar ekki
kynnumst eða höfum nein bein áhrif á,
en hann og hans jafnaldrar munu hins
vegar lenda í sömu afstöðu við þann tima
eins og við vorum við tíma hans, og hann
mun ekki aðeins smita hann, meira eða
minna með hugsunum síns tíma, heldur
jafnframt líka með að vísu mjög útþynnt-
um leyfum af þeim áhrifum, sem hann
varð fyrir af minni tíð. Með þessum hætti
verða mótin ærið óglögg milli þessa þriðja
tíma, sem ég og jafnaldrar mínir, aldrei
munum hafa nein kynni af, og tíma minna
jafnaldra, sem þessi þriðji timi aldrei mun
kynnast, nema annaðhvort óafvitandi
fyrir ósjálfráð áhrif, eða óbeinlinis af til-
raunum, sem síðari tímar gjöra til að
kynna sjálfum sér fyrri daga, tilraunum,
er við kölluum sagnaritun, tilraunum, sem
kalla mætti exogenar, — utanfrá verkandi
— af þvi að þar er verið að vinna út frá
skilningi og hugsanahring þeirra tíðar inn
í skilning og hugsanahring, sem löngu
er horfinn. Það gefur því að skilja, að
niðurstaðan af slíkum tilraunum hlýtur
alltaf að vera mjög hæpin. En nú mætti
spyrja, því skipta sagnritarar atburðarrás-
inni. sem líður áfram með óglöggum tíma-
mótum,í svona skarplega aðgreind tímabil.
Eins og áheyrendur mínir hafa heyrt, er
fortiðin alltaf um stund með annan fótinn
inni í nútíðinni og svo koll af. kolli, en
auðvitað fækkar útvörðum fortíðarinnar í
nútíðinni eftir réttum dánarhlutföllum
hagfræðinnar, og það er því alltaf viss
aldursflokkur manna, sem lun skoðanir og
skilning í heild sinni eru mjög samstæðir
og samtaka, er á hverju augnabliki að
fjölda til verður yfirgnæfandi, og á hans
skilningi og hugsunum ber þá lang mest.
hvellurinn, símskeyti frá kirkjumálaráðu-
neytinu: Forsætisráðherrann (þ. e. Quis-
ling) hafði vikið dómprófasti frá embætti,
samkvæmt reglugerð hins þýzka ríkis-
stjóra frá 4/10 1940 § 1. — 1 stað hans
skyldi koma Einar Lothe prestur í Vester-
alen. Hann kom skömmu síðar. Fjellbu
kveðst hafa spurt hann, hvort honum
fyndist ekki andstyggilegt að taka embætt-
ið frá gömlum vini. Lothe var brugðið,
jataði með tárin í augunum, að hann hefði
reynt að komast hjá þessu, en væri knú-
inn til þess af flokknum. Annars kvaðst
A K R A N E S
hann ekki óttast Þjóðverja, heldur aðeins
Rússa. — Einar Lothe og Arne Fjellbu
sáust ekki aftur fyrr en Fjellbu tók að
nýju við embætti við dómkirkjuna. Þá sat
Lothe i fangelsi.
Messan í Niðarósi hafði áhrif út um
allan Noreg og víðar um heiminn. Eins
og Niðarósdómkirkja er Norðmönnum
heilagt tókn hinnar þjóðlegu kristni, varð
þessi atburður að tákni þess, hvernig
kristin þjóð lætur ekki bugast, er barist er
um hin æðstu verðmæti, er gera hana að
hvoru tveggju: söfnuði og þjóð.
Ef ætti nú í heildaryfirlitum að fara að
greina frá öllum hugsana- og skilningsaf-
brigðum, sem hver tími ætti, hvað lítið,
sem þau gætu gert sig gildandi, þá mundi
frásögnin verða svo höttótt og óljós, að
aðrir en fræðimenn mundu eiga erfitt með
að átta sig á því. Þar er ástæðan komin,
og þó hún sé réttmæt, breytir það engu
þar um, að slíkir frásagnarhættir eru í
rauninni stórvillandi. Um þetta atriði hefi
ég orðið svona langorður, vegna þess, að
þó að við frásagnarhátt þennan megi í
heild sinni hlýta, unz mönnum hugkvæm-
ast aðrir betri, þá er því ekki að neita, að
hann bitnar öðrum fremur illa á þeirri
grein sagnfræðinnnar, sem er kölluð lista-
saga. Einmitt þar á þessi lagskipting engan
veginn við, og það er vegna þess, að heim-
ildirnar að listasögunni, listaverkin sjálf,
liggja í mótsetningu við heimildir annarra
greina sagnfræðinnar, sem faldar eru í
óaðgengilegum skjölum, opnar fyrir aug-
um allra í listasöfnum heimsins og sýna
athugulum skoðanda það auðveldlega, að
þar eru hin skorðuðu tímamót — eða stíl-
mót, sem betra er að nefna það, alls ekki
til. Stílarnir renna í senn hver inn í annan
og smágreiðast hver úr öðrum, svo að i
rauninni er, jafnvel þótt aldir séu hafðar
undir, ómögulegt að finna nein fast skorð-
uð mót, enda þótt mismunur sé greini-
legur. Og alveg fram undir svo til allra
síðustu tima ber myndlistin, hvort sem
er málaralist eða myndhöggvaralist, mót
allra undangenginna tíma.
Áður en ég fer lengra, eru nokkrar
spurningar, sem ég vildi drepa á og reyna
að svara, að svo miklu leyti sem hægt er.
Fyrst af öllu er spurningin, sem marg
sinnis hefur verið sett fram. en aldrei
hefur tekist að fá skynsamlegt svar við,
og mun ekki takast, meðan þekkingin á
sálarlífi manna er ekki staðbetri en hún
er. Það er spurningin: Hvað er list? Því
verður ekki svarað nær réttu en á eina
leið, að hún séu þau verk mannanna, sem
vekja einhverjar eftirsóknarverðar tilfinn-
ingar, hvort sem þær eru þægilegar eða
óþægilegar, t. d. mynd eða kvæði, sem
vekur þægilegar endurminningar eða
gleði á annan hátt eða vekur sárar endur-
minningar eða kenndir, er þrátt fyrir sár-
indin verka göfgandi á hugarfar manna.
En menn vita, að listin er sköpuð spontant,
sem svo er kallað, það er að segja ósjálf-
rátt, meðal annars af því, að sami maður
getur i eitt skipti skapað list, en i annað
ekki, þó að hann hafi sig allan við. Við
vitum og það, að viss tæknileg atriði, sem
hægt er að læra, skipta miklu máli fyrir
listina með því að létta undir að hún geti
orðið til, svo sem í skáldskap, rím og í
myndlist notkun gullnasniðsins. Við vitum
það og enn, að tæknikunnátta almennt
léttir undir myndlistina, en að myndlist
er ekki hægt að skapa með henni einni.
115