Akranes - 01.10.1947, Side 9
tækninni; hins vegar af að verða að þræða
fyrirmyndina nákvæmlega, mætti spyrja:
hvar var þá svigrúm fyrir listina? Þeg-
ar um mannamyndir var að ræða, var
svigrúmið auðvitað minnst,en þó mikið.
Málarinn réð hvernig hann lét fyrirmynd-
ina vita við, hann réð ljósfyrirbrigðum,
hann réð umhverfinu, og listarmeðferð
hans bauð honum ótal möguleika til að
koma þeim blæ á myndina, er hann vildi.
Hin tæknilega meðferð litanna var í fyrri
daga allt önnur en nú, en sú meðferð gaf
málaranum miklu meira svigrúm en að-
ferðir vorra daga. Nú blandar málari litina
á litarspjaldinu eins og hann vill hafa þá
og leggur þá beint á léreftið. 1 fyrri daga
höfðu menn svokallaða lazúrmeðferð á lit-
unum, það er að segja blönduðu ekki litina
á litarspjaldinu að neinu ráði, heldur lögðu
frumlitina beint á tréspjaldið, koparplöt-
una, bókfellið, léreftið eða hvað sem þeir
nú máluðu á, en til þess að ná litblæ hinna
blönduðu lita, lögðu þeir aðra liti þunnt
yfir svo að undirliturinn skein í gegn með
nýjum blæ. Ef málarinn vildi ná grænum
lit, lagði hann bláann lit undir,en gula
þunna litarhimnu yfir, og skein þá blái
liturinn grænn í gegn, ef hann vildi ná
appelsínulit, lagði hann rautt undir, en
gult ofan á og svo framvegis. Með þessum
hætti er hægt að ná miklu fínni tilbrigðum
en með aðferðum vorra daga. Litirnir
urðu svona miklu glæsilegri, skærari, og
meira leiftrandi, þeir urðu eins og glær
emalering, en þetta var auðvitað vandmeð-
farnara. Það eru í málverkasafni voru til
nokkrar myndir svo gerðar, og munu
menn sjá hvað litblær þeirra er miklu
glæsilegri en litblær mynda á vorum dög-
um. Með þessu er ég ekki að segja að lit-
armeðferð vorra daga sé ekki fullgóð, og
og hún hefur þann kost að hún er auð-
veldari, en hún ræður ekki yfir alveg eins
möguleikum. Ef um aðrar myndir en por-
trait — mannamyndir — var að ræða —-
var svigrúm fyrir listina enn meira, fyrst
og fremst hið sama, en það umfram, að
listamaðurinn gat valið viðfangsefnin
sjálfur og skilið þau á þann veg, sem hon-
um líkaði, en úr því varð skáldskapur í
litum. Þá hafði hann frjálst val á fyrirsæt-
um og allri niðurröðun manna og lifandi
vera í myndirnar og allt þar fram eftir
götunum. Það auðkenndi málverk fyrri
daga, að þau voru unnin fullkomlega út
i æsar og raunverulegum aukaatriðum
ekki minni gaumur gefinn en aðalatrið-
unum, en að þeim var athyglin sérstaklega
dregin með niðurskipuninni. Myndirnar
voru trúar í smáu og stóru. Sjálfstæðar
landslagsmyndir voru,eins og ég tók fram
ekki til fyrri en á 18. öld; þangað til var
aldrei málað landslag landslagsins vegna,
heldur var það aðeins haft sem umgjörð
utan um efni myndanna. Fyrir bragðið
urðu landslögin all einhæf og hvert öðru
A K R A N E S
lík, og það var gengið svo frá þeim, að
þeirra gætti svo til ekki, þau sáust ógreini-
lega út um glugga eða hurfu inn í móðu.
Það fór yfirhöfuð svo lítið fyrir þeim, oð
þau hafa á fjölda mynda alveg horfið inn
í það sótlag, sem yfir allflestar gamlar
myndir hefur lagst af kerta— og arinreyk.
Á veggnum heima hjá mér hangir gott
dæmi af þessu. Það er ágætt portrait af
ókendum ungum Englendingi, gert á miðri
18. öld af málara, sem á upphafsstafina
P. W., og er ég ekki enn búinn að hafa
upp á því, hver það er. Myndin ber það
með sér en dregur ekki, að það er alhnikið
af sóti ofan i henni, en ég hefi ekki gefið
mér tíma til þess að hreinsa hana. 1 vinstra
horni hennar er litið og ákaflega óljóst
landslag, og skildi ég þegar, að það væri
ekki með feldu, heldur mundi sót svo til
hafa kæft landslagið. Ég gerði það eitt
sinnu af rælni, að ná sótinu upp úr einu
horninu á landslaginu, og kom þá á dag-
inn, að ég þarf ekki annað en að taka á
mig rögg til þess að ná landslaginu skýru,
en þá verð ég auðvitað að hreinsa alla
myndina, svo ekki fari allt úr jafnvægi.
Það voru Hollendingar, og eftir það Frakk-
ar, er fyrst fóru að sýna landslaginu sóma.
Ekki svo að skilja, að þeir geri þau að aðal-
atriðum eða beint tilefni mynda, en þeir
fóru að gera þeim jafnhátt undir höfði og
aðalatriði myndanna. Þeir máluðu ekki
landslögin upp úr sér, eins og málarar á
undan þeim höfðu gjört, en það var það,
sem olli fábreytninni, heldur voru lands-
lög þeirra raunverulega máluð eftir nátt-
úrunni, og á þann veg urðu þeir feður
landslagsmálunar, enda þótt landslagið í
myndum þeirra væri jafnt sem áður um
gjörð um annað efni
Nú rís tækni- og vélaöldin úr skauti
tímans. Hún byltir til öllu borgaralegu lífi,
og teygir sig auðvitað fljótlega inn á svið
listarinnar. Myndlistin hafði eins og allt,
sem var handunnið, og ekki gert nema eitt
eintak af, orðið ærið dýr, og hún hafði
þvi ekki náð til almennings, svo það var
aðeins peningamaðurinn, sem gat látið
mála af sér mynd. Nú kemur ljósmynda-
smíðin fram á sjónarsviðið, og svo að segja
í einum rykk kippir hún myndagerðinni
úr höndum málaranna. Þar fór góður
spónn úr aski þeirra, og lifsafkomumögu-
leikar þeirra rýrnuðu mjög við, en þeir
þurfa að borða eins og annað fólk, enda
þótt þeir láti oft mikið yfir því, að þeir vilji
hungra fvrir listina. Auðvitað datt manna-
myndagerðin ekki alveg upp fyrir, meðan
ljósmyndatæknin gat ekki prýtt fram-
leiðslu sína með litum, en mjög fljótlega
komust ljósmyndasmiðir uppá það að
handlita myndir sínar, og nú er tækninni
svo langt komið, að ljósmyndir eru teknar
milliliðalaust með litum. Hin málaða
mannsmynd er þvi nú oftast gerð af rælni
eða fordild. Við þetta þrengdist svið mál-
aranna mjög, en þó áttu þeir enn um skeið
svið hinna stóru sögulegu málverka og
helgimálverka óskert ásamt landslagsmál-
verkunum, og svo bættist þeim eitt við í
skarðið, því nú var farið að hafa myndir
í prentuðum bókum að miklum mun, og
varð það hlutverk þeirra að teikna þær.
Sú iðja spandist úr höndum þeirra, þegar
menn komust upp á að gera átótýpíur, það
er að segja myndamót af ljósmyndum, og
ekki síst þegar menn með hjálp leikara
sköpuðu hugsaðar myndir og ljósmynduðu
þær. Ljósmyndatæknin í heild sinni og
litprentatæknin hefur og kippt að veru-
legu leyti fótum undan annari starfsemi
málara. Af þessu leiddi ringulreið og basl,
sem málarar urðu einhvern veginn að
klóra sig út úr, nema þeir ættu að verða
aldauða. Það var því um að gera að finna
einhverja starfshætti þar sem, að minnsta
kosti í bili, ekkert ónæði stafaði af ljós-
mynda- og prenttækninni, og upp úr
því eru allir hinir svo nefndu „ismar“
vorra daga sprotnir. 1 hinum eldri „ism-
um“ var ýmislegt gott og jafnvel ágætt,
svo sem impressionismanum, en brátt tók
við expressionisminn, sem setti sér það
að marki, ekki að sýna það, sem fyrir aug-
að bar eða gat borið, heldur þau áhrif, sem
það olli hið innra með þeim, er sá. Þarna
hlaut að vera óhætt fyrir ljósmyndurun-
um, því enn hefir ekki verið hægt að
ljósmynda í huga manns. Það má segja, að
jafnvel þetta, ef gert hefði verið öfgalaust,
hefði mátt gott heita, en gallinn á express-
ionismanum og öllum hinum mörgu af-
kvæmum hans, síðast nú hinni svo kölluðu
abstrakt list, er að það er of mikið svigrúm
til svika í þeim. I impressionismanum og
öllum og öðrum stefnum á undan honum,
eru allir liðir framkvæmdarinnar öllum
aðgengilegir, svo að auðvelt er að endur-
skoða verkið og sannfæra sig um gildi þess.
Um exprestsionisman er allt öðru máli að
gegna, þar er einn liður framkvæmdar-
innar öllum ósýnilegur, nema listamann-
inum, það er hvernig hið séða orkaði á
hann, og hann getur því sagt þar satt eða
logið eftir vild, án þess að hægt sé að reka
það ofan í hann. Ég neita því ekki, að til
kunni að vera sannsöglir expressionistiskir
málarar, en jafnvel þó þeir segi ekki ó-
sennilega frá, geta þeir samt logið
Síðan vélatæknin hrakti málarana út af
hinum örugga afkomuvegi handverksins,
hafa þessir menn átt erfitt með að afla sér
lífsviðurværis með verkum sínum, nema
þeir séu óvéfengjanlegir listamenn. Nú er
það kunnugt, að meginið af þeim mönnum,
sem leggja fyrir sig nám málaralistar eða
annara listar, sem numin verður, verða
ekki listamenn, frekar en t. d. allir háskóla-
gengnir menn verða vísindamenn, enda
þótt sæmilegir menn séu í greininni, verð-
ur lífsbaráttan nú oft hörð, þar sem lítið
eða ekkert rúm er fyrir þá sem kunnáttu-
117