Akranes - 01.10.1947, Side 10
menn — eða handverksmenn, ef það orð
skyldi verða skiljanlegra. Þeir reyna því
eðlilega að brjótast um á hæl og hnakka til
að koma sér við, og þeir reyna þá til þess að
vekja á sér eftirtekt að ganga vegleysuna,
ef það skyldi geta orðið þeim til bjargar.
Þar með lendum við út á hina ýztu „isma“,
þar sem öryggið og endurskoðunarmögu-
leikarnir eru litlir sem engir. Við lifum
á byltingatímum, þar sem allt er að steypa
stömpum, nýjar þjóðfélagshreyfingar
neyta allra bragða til þess að ná töglum
og högldum, en gamlir þjóðfélagshættir
reyna með engu minni ákefð að halda öllu
i sömu sporum, og eins er um allt það, sem
þar er á milli. Hinum nýju þjóðfélags-
hreyfingum liggur auðvitað mjög á þvi,
að koma hinu ráðandi skipulagi á ringul-
reið, því við það veikist það, og gefst breyt-
ingamönnum þá aukið svigrúm til þess
að koma sér við. Það er ekki aðeins ringul-
reið á borgaralegu lífi, sem léttir störfin
fyrir þá, það er engu síður þeim í vil að
rugla hið andlega líf, og láta menn verða
rótlausa þar líka. Það er einkenni hinnar
nýju málaralistar, að hún er óglögg, óskýr
jafnvel óskiljanleg; því veldur hið eina
atriði hennar, sem ég nefndi, af þvi að ekki
verður á þvi hönd fest, og viðleitni hinna
nýrri málara til þess að vera öðru visi en
aðrir, svo að frekar verði eftir þeim tekið,
og jafnvel til þess að koma algjörlega flatt
upp á menn gerir allt torskildara. Fram-
leiðsla þeirra verkar því í heild sinni rugl-
andi. Þegar eitthvað nýtt kemur fram, er
fullskilt að visa því ekki á bug af þeirri
ástæðu einni að það brýtur bág við ráð-
andi hætti, heldur er eftir föngum skylt
að ganga úr skugga um, hvort gildi þess
sé nokkurt, og ef svo er, er skylt að veita
því fullt svigrúm, annars er maður að
teppa framfarir. En ef þetta reynist verð-
laust,er skilt að vísa því á bug, vegna þess,
að það hlýtur að verða til þess að villa
fáfróða menn eða þá, sem ekki hafa getu
eða tíma til að kryfja þetta til mergjar.
Ef það er ekki gert þá er verið að vinna
ringulreiðinni í hönd, en hún er aldrei góð,
þótt einhver kunni að hagnast á henni.
Ég hef með fullri alvöru reynt að skilja hin
nýju fyrirbrigði málaralistarinnar, bæði
með því að lesa um þau, og einnig með
því að reyna sjálfur að brjóta það af því
tagi til mergjar, sem fyrir augu min hefur
borið, en niðurstaðan hefur orðið sú, að
gáturnar hafa verið óráðnar með öllu,
svo mér hefur sýnst vera um endileysu
að ræða, og þegar það hefur borið við, að
mér hefur fundist ghtta í möguleika til
þess að ég gæti skilið, þá hefur það alltaf
orðið af reyk vegna þess eina liðs, sem ekki
er hægt að handsama. Ég get ekki annað
en trúað mínum eigin augum, skilningar-
vitum og skynsemi, þvi að ég veit, að ég er
ekki heimskari en annað fólk, og ég hlýt
að segja, að „ismamir“ eru fánýti, en þótt
þeir vaði nú nokkuð uppi á órólegri öld,
þykist ég þess fullviss, að rólegir tímar,
sem einhvern tíma hljóta að koma, skipi
þeim rétt á bekk. Slíkt hefur alltaf gerst.
Ég sagði, að það væri of mikið svigrúm
til svika í „ismunum“, og sýndi fram á
það, i hverju það væri fólgið. En þetta
svigrúm veit ekki minnst, einmitt að frí-
stundamálurum. Málaratækni „ismanna“,
ef hún er í rauninni nokkur, er svo auð-
veld og formlaus, að hver rnaður getur
vandræðalaust ráðið við hana, og við-
fangsefnin eru slik, að ekki verða þau til
trafala. Það getur verið freistandi fyrir
frístundamálara að leggja út á þessa braut,
og það getur vel verið, að hann haldi, að
hann finni eitthvað nýstárlegl í þessu, en
það er þó ekki hægt að sjá hvort hann
raunverulega gerir það, til þess er tæknin
af lopakennd.
Ég vænti mikils af frístundamálurum.
Ég veit það reyndar ósköp vel, að þeir
verða ekki allir listamenn, það eru ekki
nema örfáir þeirra sem verða það, en þeir
geta samt orðið ákaflega notalegir málarar.
Sjálfir hafa þeir að minnsta kosti mikið
gagn af iðju sinni, hún skerpir eftirtekt
þeirra, ef þeir eru greindir, og hún eykur
tækni þeirra ef þeir hafa nokkurn veginn
sæmilega hæfni. Og með sýningu sinni
hafa þeir í raun réttri gefið almenningi
loforð; þvi það er loforð í því fólgið að
ganga fram fyrir almenning með verk
sín. Með þvi krefst maður eftirtektar al-
mennings, en lofar, á hinn bóginn að
leggja sig í framkróka til þess að afkasta
einhverju því, sem almenningi má verða
til nytja eða ánægju. Skilyrði fyrir því,
að það loforð verði efnt, er að frístunda-
málarar geri allt til að auka tækni-kunn-
áttu sina. Ef hæfileikinn er til, er það
vandalaust, án þess að kosta miklum tíma
til. Þeir geta lesið góðar almennar kennslu-
bækur um þessi efni og geta haft mikið
gagn af, enda þótt þær séu á erlendum
málum. Þá eru og aðrar aðferðir, og skal
ég benda á þær. Um daginn kom ég inn
í pakkhús Sameinaða Gufufélagsins hér
í bæ, og átti þar erindi. Inni í klefa af-
greiðslumannsins sá ég á kvittanablokk
einni ljómandi vel teiknað sjómannshöfuð,
og innti eftir, hver það hefði gert, en af-
greiðslumaðurinn sagði það vera eftir sig.
Það var ekki mikið viðvaningsbragð að
þessari litlu mynd, og ég spurði þess vegna,
hvar hann hefði lært, en hann svaraði því
til, að hann væri að læra í enskum bréfa-
skóla. Er ég spurði hann út í kennslu-
aðferðirnar, sá ég að þær voru hinar prýði-
legustu, enda sýndi sjómannshöfuðið litla
prýðilegan árangur. Menn verða að muna
það, að skilyrðið fyrir því, að maður geti
unnið nokkurt starf með árangri, er að
menn þekki tækni þess allvel, og þvi
meira sem menn þekkja hana því betur.
Þegar fristundamálarar nú hafa kallað
á athygli almennings, eru þeir skyldir
eftir því sem föng eru á, að afla sér
kunnáttu, svo að tjáning þeirra, eins og
það er nefnt á óskemmtilegu tali, verði
ekki þokukennd eða jafnvel óskiljanleg
vegna tækniskorts.
Ég tók það fram í upphafi, að lagskipting
sú er sagnritarar hafa á sögunni sé í raun-
réttri villandi eða jafnvel beinlínis röng,
og þetta bitnaði hvað verst á listasögunni,
því að þar væru alls engin sýnilega mót,
heldur rynnu tímabil hennar mótalaust
hvert yfir í annað. En nú hefur nýji tím-
inn orðið til þess að setja brotalöm á þessa
þróun, því ismarnir hafa rofið samheng-
ið. Það er ekkert samhengi milli verka t. d.
Raffaels og abstrakt-málaranna eða hinna
svonefndu dadaista, sem yfirhöfuð hafna
öllum listreglum. Það er illt að þetta
samband skuli hafa rofnað, en þar má
kenna hinu harða brauðstriti um. Fri-
stundamálararnir mála sér til hugarhægð-
ar, en hvorki sé til lofs né frægðar,og allra
sízt til fjár. Það knýja þá þvi engir hags-
munir til þess að hlaupa vegleysuna, og
ég trúi þess vegna því, að þeir gætu og
jafnvel vildu taka upp sambandið aftur
fyrir sig yfir brotalömina, sem ófyrirsynju
kom, af þvi að þeir hafa viðurværi sitt af
öðru en málun og standa því fjárhagslega
sjálfstæðir gagnvart verkinu. Þeir þurfa
ekki að óttast að gera það, því að innan
hinna fornu aðferða er nóg svigrúm til
frjálsræðis í allar áttir. En hinar fyrri að-
ferðir auðvelda skilning almennings á
viðfangsefninu, og í listinni er eins og ann-
ars staðar nauðsynlegt að vera ljós og auð-
skiljanlegur. „Det dunkelt tanka er det
dunkelt sagda“ — Það sem er hugsað ó-
skýrt er sagt óskýrt, segir sænska skáldið
Tegner. Ef framsetning myndar er óljós,
hlýtur hugsunin á bak við hana líka að
vera það. Þess vegna er nauðsynlegt að
framsetningartæknin sé ljós og skýr, því
þá er auðvelt að ganga úr skugga um,
hvort nokkuð sé á bak við myndina. Slíkri
framsetningartækni halda menn, með þvi
að halda sambandinu aftur fyrir sig.
Raffael, sem talinn er einn helsti maður
háendurlífgunartímabilsins, stóð föstum
fótum í næsta tímabili á undan, sem ein-
mitt er kennt við hann og kallað er for-
Raffaels tímabilið. Hann lærði hjá Peru-
gino einum helsta meistara þess tímabils,
og um skeið málaði hann svo líkt honum.
að oft er erfitt að sjá hver er höfundurinn
Perugino eða Raffael. Til er krossfestingar-
mynd máluð á tré í Þjóðmálverkasafninu
í Lundúnum, sem um handbragð er svo
lik Perugino, að engum myndi detta ann-
að í hug en að hún væri eftir hann, ef
Raffael hefði ekki helgað sér hana með
því að rita nafn sitt á hana. Siðar varð
hann fyrir mjög sterkum áhrifum af mál-
aranum Donatello, og það svo, að stundum
hefur verið erfitt að greina á milli þeirra.
118
A K R A N E S