Akranes - 01.10.1947, Síða 12
sem byggir þetta land, var í nánasta sam-
ræmi við það sem ég hefi hér sagt um mál-
efni kirkjunnar. Átakanlegt var að sjá
hina geigvænlegu eyðileggingu styrjaldar-
innar. Mikill hluti Rotterdamborgar i rúst-
um —og viða mátti líta merki nazismans,
svo sem í Arnheim og Nejmegen að ó-
gleymdum kirkjugarðinum við Arnheim,
þar sem hvíla 2.700 æskumenn Englands,
fallhlífarhersveitirnar, sem féllu fyrir kúl-
um Þjóðverja. Þessi helgireitur er um-
girtur skógi — eggslétt grund, vafið rós
runn. Styrjöldin — þessi dökki blettur ein-
ræðisins verður seint afmáður, er og verð-
ur skuggi allra alda. Boðar að einræði
verði að liða undir lok — víkja fyrir frið,
frelsi og réttlæti. Ferð og dvöl í Hollandi
er lokið — en minningin um land og þjóð
skal í hug mínum geymd.
Heima í Reykjavík.
Um miðjan september var ég staddur í
Reykjavík. Ég hafði ekki um árabil komið
í „kirkjuna mína“ — og þótt ég væri i
góðra vina hópi, kvaddi ég og fór — í
kirkju vildi ég. Um þriggja ára skeið hafði
ég fyrir tveim tugum ára sótt guðsþjón-
ustur í fríkirkjunni — ég þurfti því að
hlýða á prestinn minn, séra Árna Sigurðs-
son, enda var hann sá, sem ég hlustaði
oftast á eftir lát föður míns sál., séra Odd-
geirs Guðmundsen, sem 35 ár var prestur
í Eyjum (alls vantaði hann hálft ár til að
vera 50 ára þjónandi prestur). Mér brá
við að sjá hve fáir voru kirkjugestir — og
datt í hug áætlun mín gjörð í Hollandi
um kirkjusókn í höfuðstað Islands. Ég
hafði verið of bjartsýnn, því allar líkur
voru fyrir hendi að vart væri aðsókn meiri
í öðrum kirkjum borgarinnar. Ég varð ekki
vonsvikinn í þessari kirkjugöngu, frekar
en í hinum fyrri — enda var ræðuefnið
sem meðferð þess — sönn svalalind hverri
særðri og saknandi sál. Þegar ég kom út
úr kirkjunni, fór ég að bera saman kirkju-
rækni Hollendinga — og hér og varð að
orði: hér á við samlíkingin: dagur og nótt.
Hvaða ráð eru líkleg til að laða fólkið að
kirkjum landsins? Án efa mundi fjöl-
breyttari meðferð á sálmasöngnum hafa
áhrif. Til dæmis ef nokkur viðeigandi
hljóðfæri væru notuð með orgeli og kór-
söng — prýða mjög og fegra guðsþjón-
ustuna. I höfuðstað landsins væri hægt að
„hefja þessa sókn“ með sjálfboðaliðum.
Venjuleg messa tekur vart meir en rúm-
lega 114 klukkustund. Það væri því ekki
óhugsanlegt að þeir, sem unna hljómlist,
sem allir gjöra, sem hana hafa numið,
yrði slíkt starf — hljóðfæraleikur við
guðsþjónustur, hvort tveggja í senn: yndis-
auki og metnaður. Tækist þessi tilraun vel
í höfuðstaðnum — kæmu hinir minni
bæir landsins einnig með. Þjóðkirkjan á
tvo áhugasama forystumenn í söngmálum,
þá dr. Pál Isólfsson og Sigurð Birkis. Gef
ég nú þessum heiðursmönnum hugmynd-
ina í jólagjöf — og fái hún að festa rætur
í hug þeirra og hjarta, er hugmyndinni
sigurinn vís. Þá mætti svo fara að kirkju-
orkesterkórið hljómaði i öllum stærri bæj-
um landsins jólin 1948.
Áhrif jólanna.
1 nærfellt 20 aldir hafa kristnar þjóðir
um gjörvallan heim fagnað jólum — en
þar sem nú mun vera dimmt í margra
hug og hýbýli sakir ógróinna sára styrj-
aldarinnar, skorts og neyða, munu jólin
nú sem fyrr verða hrjáðum þjóðum og
einstaklingum gleði og huggunarlynd -—•
sannkölluð innri jól. — Og þegar kirkju-
klukkurnar að þessu sinni boða komu jól-
anna munu þau bæra margan viðkvæman
streng. Vér hér norður á Islandi minnumst
þess er vér á öldum ljósvakans heyrðum
kirkjuklukkur hins helga lands hringja
inn heilög jól. — öllum sem heyrðu, mun
það minnisstætt — og ógleymanlegir
ómar — en ríkast mun oss öllum i minni
hljómurinn frá bernsku kirkjunni okkar,
hvort sem var í bæ eða byggð. Enn á ný
heyrum við þennan boðskap klukknanna:
Hin dýrðlega hátið ljóssins er upprunnin:
Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi Guð
er sjálfur gestur hér. Og nú og ævinlega
verður hin fagra saga um fjárhirðana, sem
vöktu yfir hjörð sinni — er birta Drottins
ljómaði í kring — svo þeir urðu hræddir
— ný á liverjum jólum og gagntekur hugi
vora. 1 trúnni heyrum vér lofsöng hinna
himnesku hersveita sem lofsungu Guð í
upphæðum og boðuðu fjárhirðunum að
þeir þyrftu ekki að óttast: Mannkyninu
var frelsari fæddur.
Við, sem erum svo gæfusöm alla ævi
að vera börn á jólum, hvað sem ævi-
árin eru mörg — og veita jólunum
hjartarúm; þurfum ekki að óttast — frek-
ar en fjárhirðamir fyrir 1947 ámm. En
það mun enn á þessum jólum skorta rúm
í gistihúsinu fyrir konung konunganna —
og honum mun víða úthýst, ef dæma má
eftir ástandi því, sem nú ríkir í heiminum.
Hver þjóð um lög og láð,
0, lofið drottins náð;
Þér glöðu hraustu háu.
Þér hreldu, veiku, lágu,
Þér öldnu með þeim ungu,
upp. upp með lof á tungu.
Svo hvað skáldjöfurinn Matthías Jöch.
— og þetta vers gildir enn, og um allar
aldir, og á við þessi jól, — sem em svo
fjarlæg frið á jörð. Við umhverfi jötunnar
í Betlehem virðist nú alda ófriður og
vopnagnýs ber hvað hæst. Ljóminn af
stjörnuni er horfinn fólkinu sem byggir
þetta helga land.
Væri vel — ef þessi þjóð og aðrar vildu
sameinast á þessrnn jólum í eitt lofgjarðar
friðarins kór:
Velkomin vertu villtri mannahjörð,
Síblessuð sértu, sólin lífs á jörð.
Guðdóms geisla þína götu mannkyns á,
láttu skært skína skelfing bægðu frá.
Nú heyrum við í bæ og byggð á Islandi
boðskap jólanna — og hinn fagra sálm,
hin dýrmætu orð:
I dag er glatt i döprum hjörtum,
því Drottins ljóma jól ....
Hið mikla og ljúfa sálmaskáld, Vald.
Briem flytur í þessum sálmi djúpa lífs-
speki. Skáldið er hér á ferð með huggun
og smyrsl í sárin, sem ekki eru gróin. En
eins og jólin geta gjört hin liörðustu hjörtu
viðkvæm og næm — því opnari verða
undir þeirra sem sakna og þrá, þá líða
fyrir sálarsjónir minningar um horfinn
ástvin, sem vælir marga brá Þeim, sem
þannig er ástatt fyrir lesi orð skáldsins,
Valdemars V. Snæværr:
. . . . Þú lætur efnisþokur þynnast,
svo það sé hægara elskendum að finnast
og jafnvel heljar húmið svart.
Þín heilög ástúð gjörir bjart.
Mun ekki bæði glöðum og hryggum, á
jólum, hvarfla hugur til hinna dýrðlegu
stjörnu, sem ljómaði í austri. Ég held það
sé meðfætt öllum þenkjandi mönnum. Við
sjáum hana ekki, en ef við lítum upp í
fjölstrindan heiðan himininn, sjáum vér
fegurstu sjón sem dauðlegt auga fær litið.
Hina miklu mergð glitrandi himinhnatta
og fljúgandi norðurljós, sem enn í dag fá
ljós og fegurð frá stjörnunni björtu.
Sagan um litla drenginn á hér við:
Það var í ágústlok í heiðskíru og tæru
sumarkvöldi. Litli drengurinn, sem var
úti i kvöldfegurðinni, hleypur inn í bæ til
mömmu , og segir: Mamma komdu út og
sjáðu, Guð er búinn að kveikja á svo mörg-
um kertum. Það var fyrsta sumarkvöldið
að litli hnokkinn sá stjörnur. Það var
snemma byrjað á að hlakka til jólanna í
þá daga, og litli drengurinn spurði
mömmu sína oft hvert Guð kveikti ekki
á langtum fleiri kertum á jólunum. Jú
svaraði mamma — drengurinn gætti vel
að „kertunum“ þegar leið að jólum. Hann
varð ekki vonsvikinn. Nú mun hann taka
undir jólasönginn:
Á himni næturljósin ljóma
svo ljúft og stilt og rótt
og unaðsraddir engla hljóma
þar uppi um helga nótt. . . .
Litli drengurinn, sem í bernsku sýndi
móður sinni „kertaljósin“ hjá Guði, hefur
nú slitið barnsskónum. Lítur til baka og
ályktar: Það er of mikið af myrkri í þess-
um heimi. — Of lítið af jólafrið og ljósi.
Gleðileg jól! Ósk mín nær og til vina í
Hollandi, og hinnar trúræknu þjóðar þess
lands. Óskandi öllum árs og friðar.
120
AKRANE S