Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 13

Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 13
Blaðasalínn í Bankasirætí Eyjólfur gamli að verzla. Þeir, sem við og við hafa gengið um Bankastæti í Reykjavík síðustu árin, hafa hlotið að verða varir við gamlan mann við blaðasölu. Hann situr ekki ósjaldan á „kjaftastólT fyrir utan dyr Litlu blómabúðar- innar í Bankastræti 14. Hann mæl- ir fátt, enda er ösin oft mikil. Við viðskiptamennina er hann mildur og mjúkmáll en þó ákveðinn eins og góðum „kaupmanni1!1 sæmir. Ég gat ekki lengi komizt hjá því að hugsa um hvers vegna þessi gamli maður sæti þarna seint og snemma við að selja blöð. Hvers vegna sat hann við þetta? Hvers vegna notaði hann vinstri hendina? Var þetta nokkur atvinna? Var nauðsynlegt fyrir gamla manninn að vera þarna í öllum veðrum til þess að hafa ofan af fyrir sér? Gat liann ekki „setzt i helgan stein,“ í skjóli Almanna tryggingarlag- anna? Svona rak hver hugsunin aðra, og ég ásetti mér því að reyna að fá þeim svarað. Fór ég þess vegna á fund Eyjólfs Páls- sonar — en svo heitir maðurinn — sem býr á Baldursgötu 16 í Reykjavík. Ævisaga hans er þessi í stórum drátt- um: Eyjólfur er fæddur á Bjalla á Landi, 7. febrúar 1862. Sonur Páls Þorsteinssonar og konu hans, Sigríðar Eyjólfsdóttur. Móð- urætt hans er frá Minni-Völlum, en föður- ætt frá Vindási á Landi. Skamma stund var hann hjá foreldrum símnn, en ólst upp hjá móðursystur sinni, Elínu, og manni hennar, sem Þórður hét, en þau bjuggu á Hjallanesi í sömu sveit. Þar mun Eyjólfur hafa verið til 18 ára aldurs eða svo. Þá fór hann sem vinnumaður að Þjóð- ólfshaga í Holtum, til Þorsteins bónda Gunnarssonar og Elísabetar Guðmunds- dóttur, konu hans. Þar var hann í 4 ár, en iluttist þaðan suður í Garð, og var þar lausamaður í 5 ár. Þar giftist hann Guð- rúnu Einarsdóttur, sem alist hafði upp i Þjóðólfshaga. Þá var allt í uppgangi á Bíldudal, og fluttu því hin ungu hjón þangað. Þar voru þau í g ár, en fluttust þaðan til Reykjavíkur 1902, þar sem þau bjuggu síðan. Lengi stundaði Eyjólfur sjó, á opnum skipum, og skútum. Eftir að byrjað var að starfrækja Eimskipafélag ís- lands var hann þar daglaunamaður meðan heilsan leyfði. Þau hjónin eignuðust 4 börn. Eitt þeirra misstu þau ungt, annað upp komið, en tvær dætur þeirra eru á lífi, báðar bú- settar í Reykjavík. önnur þeirra er gift, AKRANES og býr Eyjólfur hjá þeim hjónum á Bald- ursgötu 16 eins og áður segir. Fyrir um það bil 15 árum missti Eyj- ólfur konu sína. Nokkru síðar fékk hann slag. Það var þungbært fyrir ötulan og áhugasaman mann, því nú gat hann ekk- ert unnið í g ár. Eyjólfur mun hafa verið mikill táp- og kappsmaður og aldrei haft löngun til að liggja á liði sínu, eða vera ,,handbendi“ annara. Það sem eftir er af þessu forna fjöri hans, hefur því hert hann, og haldið honum uppi, við hina kaldsömu blaða- sölu. Mér dettur í hug samanburður á tveim ólíkum mönnum. Annars vegar, landeyðu og letingja allt frá æsku en fullhraustan, sem vart nennir að hugsa, og varla að klæða sig eða draga sig í mat. Hins vegar þennan mann, nær 86 ára gamlan, búinn að vinna kappsamlega frá blautu barns- beini, og nú um hálfan annan tug ára, máttlítill. Hann er „jafnaðarmaður“ en brýtur allar bolsivikareglur að því er vinnudag snertir. Hann fer á fætur kl. g.30, og er kominn „á hornið“ um kl. 6. Hann fer í mat um hádegið, og er kominn aftur á stólinn kl. 2 og er þar til kl. 7. Mig undraði alveg dugnaður þessa farlama manns, sem vart getur gengið og með aðra hendi dofna. Ég fylltist gremju til þess bæjar- og þjóðfélags, sem gerði þessum blessaða gamla manni það óumflýjanlegt að „bjarga" sér þarna á þennan hátt. 1 byl og beljandi rigningu eða hörku frosti. Gátu ekki þessir „verndarvættir" hins gamla manns, — ríki og bær — hjálpað honum um eitthvert annað starf sem honum hent- aði betur? Það er eiginlega skömm að þvi. Þar sem flestum mun fara eins og mér, að ásaka ríkis- og bæjaryfirvöld fyrir að viðhalda þvi skipulagi sem gerir það nauð- synlegt að farlama gamalmenni þurfi að hafa svo mikið fyrir að lifa eftir langan vinnudag. Þar sem alltaf var unnið af kappi. Hér er ljóst dæmi þess hve litil tak- mörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera ef dugnaður og stálvilji þessarar miklu vitveru — mannsins — er fyrir hendi í nógu ríkum mæli. Fyrir því „ógnarafli“ verður flest undan að láta. Ég spurði gamla manninn í einfeldni minni: Þarftu að hafa svona mikið fyrir lífinu? Hvernig getur þér dottið í hug, fjörgamall maður og lamaður að vinna þér svona erfitt? Ástæður eru til alls, segir gamli maðurinn. Næstu g árin eftir að ég fékk slagið voru mér löng. Ég fór heldur að rétta við smátt og smátt. Ég fór að dragast út í góða veðr- ið, og mér fannst það eiga betur við mig að vera úti en inni. Ég var farinn að fá hálfgerð aðsvif af aðgerðarleysinu og dag- arnir urðu langir og leiðinlegir. Mér fannst það vera óhugsandi að lifa lengi svona, og þráði að leysast sem fyrst. Ég var stundum hirtur af lögreglunni þar sem ég lá í yfirliði. Ég ásetti mér því að fá mér „atvinnu.“ Tók að mér að bera út 121

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.