Akranes - 01.10.1947, Qupperneq 20
Því er þá nefnilega haldið fram oft, og af
ýmsum, að Sogsvirkjunin gæti fullnægt
öllu suður— og suðvestur—landi. Af þessu
tilefni fara t. d. fram ýmsar mælingar og
athuganir á því, hvort ekki sé hagkvæmt
að leiða rafmagn þaðan um Kjalarnes vest-
ur yfir Hvalfjörð.
Um virkjun Andakílsár voru enn gerðar
áætlanir 1939, en þær urðu fljótt úreltar,
vegna stríðshækkunar á efni, og ýmsum
erfiðleikum í sambandi við stríðið.
Árið 1941, fær hreppsnefnd Ytri-Akra-
nesshrepps, Árna Pálsson verkfræðing til
þess að gera um það lauslegar athuganir,
hvort hægt mundi, eða hyggilegt fyrir
Akranes, að virkja Laxá í Leirársveit.
Þessar athuganir leiddu í ljós, að aðstaða
þarna væri ekki nógu æskileg, og samsvar-
aði ekki þörfum okkar til frambúðar.
Þegar hér var komið, var þörfin orðin
rík fyrir aukið rafmagn. Menn urðu stór-
tækari um framkvæmdir vegna aukinnar
fjárveltu. Allt þetta varð til þess að Borg-
firðingar vildu helzt byggja út af fyrir sig
og búa einir að sínu. Var þvi meira en
nokkru sinni fyrr hallast að virkjun Anda-
kílsár og allir sammála um að hefjast
handa sem allra fyrst.
Fyrir tilmæli hreppsnefndar Ytri-Akra-
nesshrepps hélt því raforkumálanefnd
héraðsins fund um málið í desember 1941.
Var þar samþykkt að leita tilboða i virkj-
unina. Fjrrst var hallast að 2400 hestafla
virkjun, þó ýmsir teldu það alltaf lítið, ef
af stað væri farið á annað borð. Síðan
slitnar þráðurinn aldrei. I nóvember 1942
er svo stofnað sameignarfélag um virkjun-
armálið. Var stofnfundurinn haldinn í
Barnaskólanum á Akranesi, og sátu hann
sýslunefndir Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslna og bæjarstjórn Akranesskaupstað-
ar. f stjórn félagsins voru kjörnir þessir
menn: Haraldur Böðvarsson, formaður,
Jón Steingrímsson, sýslumaður, ritari, (en
þessum tveim mönnum var aðallega falin
framkvæmdarstjórn, ásamt Árna Pálssyni
verkfræðingi, sem var ráðunautur félags-
ins um ýmsar framkvæmdir). Arnljótur
Guðmundsson, fyrrv. bæjarstjóri, Svein-
björn Oddsson, Sigurður Sigurðsson,
Lambhaga, Sverrir Gíslason, Hvammi, og
Guðmundur Jónsson, Hvítárbakka. f stað
Arnljótar er nú í nefndinni Guðlaugur
Einarsson, bæjarstjóri. Sem ráðunautur
um rafmagnsfræðileg efni var ráðinn
Jakob Guðjohnsen verkfræðingur, sem
einnig hafði yfirumsjón með uppsetningu
véla og rafbúnaðar.
Á árinu 1944 voru ekki slíkar vélar eða
hlutir sem þessir, sóttir til margra landa.
Var því fyrst leitað til Ameríku um til-
boð. Kom þaðan tilboð í 2400 hestafla
vélar fyrir um 960 þúsund ísl. króna fob.
New York. Þar sem þetta þótti dýrt, og
ýmsum þótti þetta alltof litlar vélar, eins
og áður er sagt. Vildi Haraldur endilega
leita til Svíþjóðar um tilboð, áður en hinu
Ameríska væri tekið. Kom þaðan fljótlega
tilboð í tvær 2500 hestafla vélasamstæður
fyrir um 800 þúsund ísl. kr. Eða um 160
þúsund kr. lægra verð fyrir meira en
helmingi stærri vélar. Þessu tilboði var
þegar tekið, enda var þetta minnsta virkj-
un, sem vit var í að framkvæma, eins og
hér stóð á.
Framkvœmdir hefjast.
Vorið 1945 gerði félagið samning við
Almenna byggingarfélagið h.f., um bygg-
ingu allra vatnsvirkja og annarra mann-
virkja við fossana. Ennfremur að gera
fullnaðaruppdrætti og annast endanlegar
mælingar. Hófst vinna við þetta fljótlega,
og var á árinu lokið við að steypa hluta
af stöðvarhúsinu og allt að helmingi af
undirstöðum fyrir trépípu. Á árinu 1946
var svo lokið byggingu stöðvarhúss og
pípuundirstöður, svo og meginhluti stífl-
unnar. Fyrri hluta þessa árs var lokið
byggingu stíflugarðsins og reist háspennu-
virki fyrir utan stöðvarhúsið. Jafnframt
þessu voru byggð tvö íbúðarhús fyrir vél-
stjóra.
Yfirstjórn með þessum framkvæmdum
hafði á hendi, fyrir Almenna bygginga-
félagið, Árni Snævarr, verkfræðingur, en
daglega yfirverkstjórn Steinar Ólafsson,
byggingafræðingur.
Veturinn 1945—46 samdi Andakílsár-
virkjun við danskt félag, E. Basmussen
A/S, um byggingu og mælingu á há-
spennulínum frá orkuverinu til Akraness,
Borgarness og að Búnaðarskólanum að
Hvanneyri. Jafnframt voru reistar að-
veitustöðvar á fyrr greindum stöðum og
sá Ólafur Tryggvason, verkfræðingur, um
uppsetningu þeirra, ásamt endurbyggingu
og endurbótum á innanbæjarkerfi Akra-
ness og Borgarness.
StaÖhætlir og mannvirki.
Andakílsá er afrennsli Skorradalsvatns,
eins og kunnugt er. Er áin stutt, aðeins
um 8 km. frá upptökum til ósa. Skamml
fyrir ofan bæinn Syðstu-Fossa brýzt áin
fram í djúpum hamragljúfrum og myndar
nokkra fossa er nefnast Andakílsárfossar.
Eru fossarnir um það bil 46 metra háir,
en gljúfrin um 450 metra löng. Við gljúfur
þessi eru frá náttúrunnar hendi virkjunar-
skilyrði að mörgu leyti hin beztu og þar
hafa vatnsvirki orkuversins verið byggð.
Stíflan stendur skammt fyrir ofan efstu
fossbrún. Er hún 130 metra löng og átta
metra há, þar sem hún er hæst, með þrem
botnrásum til tæmingar og fjórum yfir-
föllum. — Við norðurhluta stíflunnar er
komið fyrir inntaksþró, með tveim pípu-
hólkum úr stáli, annar 2.1 m. í þvermál
og við hann er tengd þrýstivatnspípa, sem
er 2.5 m. í þvermál og er hún ætluð fyrir
síðari aukningu virkjunarinnar. Þrýsti-
vatnspípa er lögð í norður bakka árinnar.
er það trépípa 2,1 m. í þvermál og um 580
m. löng. Hvílir hún á steyptum stöplum.
Pípuefnið er keypt í Sviþjóð og sá sænskur
maður um uppsetningu hennar.
Stöðvarhús stendur að norðanverðu, í
hvammi, fyrir neðan gljúfrin. Vélasalur-
inn er 16 m. langur og um 11 m. breiður,
en allt er stöðvarhúsið um 300 ferm. að
grunnfleti. 1 stöðvarhúsi er auk þess skrif-
stofur, verkstæði, vélgæslurúm og fleira.
Skammt frá stöðvarhúsinu standa há-
spennuvirki og eru þau öll utanhúss. Það-
an greinast nú tvær háspennulínur, eins
og fyrr segir. Ráðgert er að siðar komi
fleiri háspennulínur fyrir veitur um
byggðir Borgarfjarðar.
Til jöfnunar á vatnsrennsli árinnar var
ráðgert að byggja flóðgáttir í ós Skorradals-
vatns. Mun það að forfallalausu gert á
næsta sumri.
Vélar og afl
1 orkuverinu eru nú tvær vélasamstæð-
ur, 2500 hestöfl hvor, við 51,5 m. meðal-
fallhæð. Eru þær smíðaðar hjá Karlstad
Mekaniska Werkstaden í Svíþjóð. Sam-
tengngdar vélunum eru tveir rafalar er
keyptir voru hjá ASEA í Svíþjóð. Báðar
þessar samsku verksmiðjur smíðuðu til-
svarandi vélar í Ljósafossvirkjunina
fyrstu.
Um uppsetningu þessara tækja sáu
sænskir sérfræðingar, en með þeim starf-
aði Óskar Eggertsson, vélstjóri, en hann
er nú stöðvarstjóri Andakílsárvirkjunar.
Raftækjaverkstæðið Rafall, í Reykjavík,
sá um raflagnir í hús og vélar, með himmi
sænsku sérfræðingum.
Nœst stœrsta orkuver landsins.
Andakílsárvirkjunin er næst stærsta ný-
virkjun landsins. Stendur hún einungis að
baki Sogsvirkjuninni, hvað afli viðvíkur.
Hins vegar er þessi fyrsta virkjun Anda-
kílsár, aflmeiri, miðað við ibúatölu veitu-
svæðisins, en allar aðrar stærri rafveitur
hér á landi. Engu að síður má gera ráð
fyrir, að fljótlega þurfi að stækka þetta
orkuver. Fullur hugur mun vera á, að
miðla skjótt raforku til hinna þéttbyggðu
sveita Borgarfjarðar.
Andakílsárvirkjunin er í dag 5000 hest-
afla orkuver, en talið er að hægt sé að
auka vélaafhð upp í allt að 12.000 hestöfl.
InnanbœjarkerfiÖ.
Andakílsárvirkjunin er sameignafélag
þriggja aðila eins og áður segir. Akraness-
kaupstaður kaupir því rafmagnið í heild-
sölu, frá aðalspennistöð við útjaðar kaup-
staðarins. Auk þessarar aðalspennistöðvar