Akranes - 01.10.1947, Side 21
eru svo 6 spennistöðvar á mismunandi
stöðum innnanbæjar.
Fyrir innanbæjarkerfið er þvi starfandi
sérstök rafmagnsnefnd, og skipa hana
eftirtaldir menn, sem kosnir eru af bæjar-
stjórn: Þorgeir Jósefsson, formaður, Jón
Sigmundsson og Hans Jörgenson. Bókhald
rafveitunnar er á skrifstofum bæjarins.
Verkfræðilegur ráðunautur er Ólafur
Tryggvason eins og áður segir. Verkstjóri
við lagningu kerfisins hefur verið Enok
Helgason, rafvirkjameistari.
Starfsmenn innanbæjarveitunnar munu
þessir menn verða: Ólafur Tryggvason,
sem nú hefur verið ráðinn rafveitustjóri.
Knútur Armann, rafvirki, og Þjóðleifur
Gunnlaugsson, sem verið hefur stöðvar-
stjóri rafveitunnar hér frá upphafi.
Arið 1935 var kostnaður innanbæjar-
kerfisins áætlaður um 2 milj. króna. Of
snemmt er að fullyrða hvort sú áætlun
stenst, þó eru meiri líkur til að hún geri
það. Ef reyndin yrði sú, mun það með eins-
dæmum hin síðari ár.
Mikill meirihluti bæjarkerfisins er þeg-
ar lagður í jörð. Aðeins látið standa það
nýjasta og bezta af loftlínukerfinu gamla,
og nokkuð í útjöðrum bæjarins, sem ekki
var hægt að fá efni til. Vegna þess verður
við svo búið að standa um hríð.
A sama hátt vantar mjög efni til þess
að hægt sé að tengja fjölda húsa við hina
nýju langþráðu rafveitu. Er það einn ljóð-
ur á skipulagsleysi ýmsra framkvæmda
1 þessu landi, að fjölmennum bæjum og
héruðum sé hjálpað að byggja upp og gera
framleiðsluhæft 15 milj. króna fyrirtæki,
en varnað þess að afla sér efnis og tækja
fyrir óverulega fjárhæð, til þess að fyrir-
tækið komi að tilætluðum notum, og hafi
í sér fólgna fyllstu möguleika til öruggrar
afkomu fjárhagslega. Af þessum sökum
verður hin mikla orka engan veginn full-
nýtt í bráð. Má því raunverulega segja
að virkjuninni sé alls ekki lokið.
Bærinn beitti sér fljótt fyrir útvegun
ýmsra tækja, en erfiðleikarnir urðu þar á
vegi. Leyfi voru skorin við nögl, afgreiðslu
—- og yfirfærslu — erfiðleikar hafa og
hamlað verulega. Þannig á bærinn liggj-
andi tæki á hafnarbakkanum í Reykja-
vík, siðan í ágúst í sinnar, sem ekki hefur
fengist yfirfærsla á.
Bærinn hefur þegar útvegað: 129 elda-
vélar, 50 þvottavélar og 18 ísskápa.
Auk þess hafa einstaklingar útvegað
sér annarsstaðar frá 40 — 50 eldavélar
nokkra isskápa og þvottavélar. I3á hefur
Kaupfélagið útvegað hingað 45 þvotta-
vélar.
Til viðbótar á bærinn von á 120 elda-
vélum, og á auk þess 30 þvottavélar á
hafnarbakkanum í Reykjavík. Þó allt þetta
komi sem hér er nefnt, mun láta nærri,
að enn vanti um 100 þvottavélar og um
*5o eldavélar, ef fullnægja á eftirspurn.
akranes
Götulýsingin.
Allir jarðstrengir til götulýsinga eru
þegar lagðir. Einnig er búið að ákveða
gerð götulýsingar stólpa og lukta. En af
efnisskortinum mun þetta þó ekki geta
nema að litlu leyti komist í framkvæmd
í vetur.
Aukið öryggi í útbúnaði háspennukerfisins
Háspennukerfið er svo nefnt hringkerfi.
Þannig að strengirnir mynda hringrás um
bæinn. Þó einn strengur milli spennistöðva
bili, má halda áfram rekstri allra stöðv-
anna engu að síður. Þetta fyrirkomulag
hefur enn hvergi annarstaðar komið til
framkvæmda hér á landi.
Framliald. IV.
Trausti og Álftin eru hér 1925.
29. janúar 1925, fréttist að Bjarni Hall-
steinsson hafi dottið út af bryggju í Sand-
gerði og drukknað.
11. marz 1925 .Margrét í Halakoti jörð-
uð. Sama dag fórust með togara í Hala-
veðri Jónas Guðmundsson, Fögruvöllum,
og Halldór Sigurðsson, Akbraut.
5. nóvember 1925. U. M. F. Akraness
stofnar til fyrirlestrahalds hér í heila viku.
Af öllum fyrirlestrunum hefur mátt læra
ýmislegt, og á U. M. F. A. þakkir skilið
fyrir að standa fyrir þessu. Sungið var
fyrir og eftir hverja ræðu af söngflokki
félagsins.
24. nóvember 1925. Fiskideildin Báran
heldur afmæli í kvöld, er það viðhafnar-
mesta, sem hér hefur haldið verið. Tals-
verð ræðuhöld. Mikill og góður söngur hjá
Söngfélaginu Svanir, 18 menn.
3. febrúar 1926, drukknar Bergþór
Árnason, af Hrefnu.
12. júlí 1926, fer Ólafur Bjarnason á
sildveiðar.
I. desember 1926. Ungmennafélagsaf-
mæli, með yfir 100 að tölu.
12. desember. I fyrrakvöld hélt læknir
Ólafur Finsen fyrirlestur um berklaveik-
ina, og var hann mjög fróðlegur og ágæt-
lega fluttur. Læknirinn á mikla þökk skilið
fyrir hann.
I desember 1926 hefur U. M. F. A. fyr-
irlestraviku.
19. desember 1926. Ólafur B. Björnsson
hélt fyrirlestur: „Um stefnumar o. fl.
Honum sagðist mikið vel, og svo var karla-
kór ágætur.
II. júni 1927. Norðan stórviðri og
breyskja hreppsskilaþingsdaginn. Enginn
mætti nema Kristín á Jaðri.
Spennan i háspennuhúsinu er um 20
þúsund volt. Háspennukerfið innan bæjar
er með 6000 volta spennu. I spennistöðv-
unum er spennan svo lækkuð niður í 220
volt, til notenda.
Byrjað var að tengja hús og iðjuver
við hina nýju veitu 27. október s. 1. Það
mun þvi samkvæmt framansögðu verða
nokkuð langt þangað til allt er full-
gert og frágengið i sambandi við þetta
mikla framfaramál, því miður. en það ætti
ekki að valda deilum, hver nauðsyn væri
að gera svo dýr mannvirki sem þetta full-
komlega starfhæf og fjárhagslega tryggð.
Úl. B. Björnsson
12. desember 1927. Almennur fundur
um kaup á jörðinni Görðum, eða parti af
þeim, þvi undan er skilið Presthús,
Brekkubær og Kalmannsvík, og er þetta
hjartað úr Garðalandi. Ólafur Björnsson
hélt 2. klt. frumræðu, um nytsemi, sem
hreppurinn hefði af þessu kaupi. Þó jörð-
in sé aðallega láréttur fúaflói og mógrafir
og kosti 40 þúsund krónur og borgist út á
28 árum. ( Um kaupin skrifar Sveinn svo
alllangt mál i sama, eða svipuðum anda,
sem áður en minnst á.)
Frá Halldóra Hallgrímsdóttir dó ig.
febrúar 1928. Tómas í Dalsmynni dó i
marz 1928. Sveinn Oddsson dó 26. marz
1928.
22. nóvember 1928. Rak hér í Krossvík
á land Grindarhvali. Hreppurinn annaðist
um að koma þeim i verð til hafnarbóta.
Á árinu 1928 er byggt Ishús B. Ólafs-
sonar & Co. og Þ. Ásmundssonar, með
frystivélum.
2. júní 1929, andaðist Guðjón Jónsson.
12. september 1929, kom Bjarni með
ólaf Bjarnason og Þormóð.
I. desember 1929, 20 ára afmæli U. M.
F. Akraness.
II. janúar 1930. Almennur fundur um
hafnleysið.
17. janúar 1930, strandaði Kári við
Mýrar. Mannbjörg.
4. október 1930. Ólafur Bjarnason kom
frá Englandi. Er fyrsta skipið, sem lagðist
að hinum nýja hafnargarði og losaði þar
kol.
18. október 1931, komu hingað fyrstu
brunaáhöld, og er æfing i dag.
30. okt. 1931 Deyr Jóhannes á Bakka.
1. desember. Haldið upp á afmæli U. M.
F. A. Margar ræður, góður söngur.
Ur dagbókum Sveins Guðmundssonar
129