Akranes - 01.10.1947, Side 24

Akranes - 01.10.1947, Side 24
kærir vinir foræeldra minna. — Þá voru Thorlacius-feðgar miklir vinir þeirra, einkum þá Daníel kaupmaður, sem faðir minn hafði miklar nætur á. — Richter kaupmaður og frú hans voru líka góðir vinir þeirra, einkum var þó kært með móður minni og frú Soffíu Richter, sem var glæsileg kona og göfug. — Hún var systir Davíðs Scheving Thorsteinsson læknis og þeirra bræðra. — Loks má geta Hjaltalínanna góðu, sem öllum þótti vænt um og höfðu verið verzlunarstjórar afa míns í hálfa öld, og ekki ætla ég að gleyma prófastinum, síra Eiríki Kúld, einstöku ljúfmenni, og frúnni hans, henni Þuríði, þeirri einkennilega gáfuðu konu, sem svo erfitt var að átta sig á. — Þetta voru vinir foreldra okkar, en á þessum árrnn tengd- umst við börnin vináttuböndum við yngri kynslóðina í Hólminum, sem nú er að mestu gengin veg allrar veraldar, en sú vinátta hefur oft verið mér meira virði en allir peningar, en þess fólks ætla ég að minnast annars staðar. Um nýjárið, eða á gamlárskvöld, var ekki sérlega mikið um að vera; stundum álfadans og brennur. — Á nýjársdag gengu menn um kaupstaðinn og óskuðu hver öðrum gleðilegs árs og guðs friðar, drukku glas af víni og gekk þetta fram á kvöldið, en aldrei kom það fyrir, að menn yrðu fullir eða eins og skepnur. — Hefði slíkt komið fyrir, mátti hann eiga víst að verða aldrei boðinn aftur, en einangraður frá góðrnn mönnum. — Þessum augum litu siðaðir menn þá á ofdrykkjumenn, en þetta hefur víst eitthvað breytzt, og ekki til batnaðar. Þrettándinn, — síðasti dagur jólanna, — var einn mesti hátíðisdagur okkar barnanna í Stykkishólmi. Þá var stundum álfadans og brenna, og þá áttum við alltaf vísa góða veislu. — Það vildi nefnilega svo til, að einn sonur mikilsmetins kaup- manns staðarins, Reinhold sonur Richters, átti fæðingardag þennan dag, en við vor- um miklir vinir og samrýmdir þegar við vorum drengir, en einn liðurinn á skemmtiskránni var brenna, sem haldin var um kvöldið í Súgandisey, sem er há klettaeyja fyrir framan höfina, beint und- an þar sem Richtershúsin stóðu. — Richter lét um daginn flytja eldivið fram í eyjuna og hlaða þar bálksöt og bera að honum tjöru og olíu, en svo voru þar frammi tveir gamlir karlar, sem áttu að tendra bálið þegar gefið væri merki, með ljós- keri, úr landi. Þegar búið var að drekka súkkulaðið, var kallað á okkur börnin út á hlað; venju- lega var þá kolsvart myrkur, og þegar Richter hafði gefið umtalað merki, bloss- aði bálið upp í Súgandisey. — Þetta þótti okkur þá mikilfengleg sjón og vorum við Richter reglulega þakklát fyrir hugulsemi hans og hugkvæmni. Kæru börn! Nú fara jólin að nálgast, og auðvitað hlakkið þið feikna mikið til. Vonandi fáið þið líka öll gjafir — „í það minnsta kerti og spil,“ eins og stendur í gömlu jólavís- imni. Ekki fáið þið víst öll jafn falleg jóla- tré núna og undanfarin jól, en ekki skuluð þið láta það skyggja á jólagleðina fyrir ykkur. Jólin eru hátið ljósanna jafnt fyrir því. Þegar afar ykkar voru börn, voru engin jólatré, bara kerti, — og hvernig kerti haldið þið? Já, það voru kerti, sem voru búin til úr tólg heima á sveitabæj- unum. Og samt þótti börnunum þá eins gaman á jólunum og ykkur nú. En ekki megið þið gleyma því, litlu frænkur og frændur, að jólin eru ekki haldin bara til þess að fá gjafir, borða og leika sér. Þau eru haldin til að minnast þess, að þá fæddist jólabarnið, vinur ykkar allra. Minnist þess, elskurnar mínar! Gleðileg jól! ykkar JÖN FRÆNDI. Jólin. Það var orðið áliðið á aðfangadagskvöld og ekki var Sigurður litli á Hvoli kominn heim til sín. Hann bjó með mömmu sinni og fimm ár systur fimm kílómetra frá þorpinu. Hann var ekki nema 13 ára og hafði misst pabba sinn fyrir þrem árum. Móðir hans hafði sent hann niður í þorpið að kaupa til jólanna. En nokkru eftir að hann var farinn fór að snjóa og jafnframt að hvessa. Mamma hans var því, sem von var, orðin hrædd um hann. Því að hún vissi, að þótt hann hefði komizt til þorps- ins, mundi hann ekki vilja vera þar kyrr, heldur reyna að komast upp að Hvoli aftur. Og alltaf hvessti meir og meir. En það er af Sigurði litla að segja, að þegar hann var kominn miðja leið til þorpsins, fór að snjóa. Hann sá að upp úr þessu mundi gera vont veður. Hann reyndi að hraða sér sem mest hann mátti til þess að geta komizt heim til sin aftur. Honurn gekk vel að komast til þorpsins. Og þegar hann var búinn að verzla við kaupmanninn, lagði hann af stað heim til sín aftur. Honum sóttist ferðin seint, því að nú var komin mikill snjór á veginn. En honum var nú sama um það, ef hann kæmist heim i kvöld með það, sem hann keypti. Þá yrði hann ánægður. Hann hugsaði um það, hvað það væri tómlegt fyrir mömmu hans og systur, ef hann kæmist ekki heim í kvöld. En nú hlaut hann að vera farinn að nálgast bæ- inn. Jú, þarna sá hann hann einhverja þúst fyrir framan sig. Hann gekk nær þessu og sá að það var varða, sem hann hafði reist í sumar. Nú hlaut hann að rata heim. Hann tók stefnu þangað sem hann hélt bæinn vera og lagði af stað þangað. Þegar hann hafði gengið dálítla stund, fór hann að litast um. Sá hann þá ljós á vinstri hönd. Gekk hann þangað og sá sér til mik- illar gleði, að hann var kominn heim að bænum sínum. Fór hann svo inn og varð mamma lians heldur en ekki glöð, að hann skyldi vera kominn heim aftur. Fór hann nú úr blautu fötunum og borð- aði matinn sinn. Síðan fór hann í spari- fötin, því að klukkan var orðin sjö. Þá kveikti mamma hans á jólatrénu og fór svo að taka upp úr pokanum það sem Siggi litli hafði keypt. Það var nú margt og mikið. Svo gengu þau kringum jólatréð og sungu jólasálm og mamma Sigga litla las úr biblíunni. Þá fór hún fram í eldhús og sótti tvo böggla. Annan átti Siggi, en hinn átti Gunna litla systir hans. Siggi flýtti sér að opna böggulinn sinn og í honum var lítill seglbátur, sem hann hafði lengi langað til að eignast. Hann hoppaði af gleði og hljóp svo til mömmu sinnar og kyssti hana fyrir. Gunna litla fékk fallega brúðu í íslenzk- um búningi. Svo sótti Siggi litli lítinn böggul, sem hann fékk mömmu sinni; í honum var lítil klukka, sem hann hafði keypt fyrir sparipeningana sína. Svo fór hann að hátta og sofa, því að hann var svo þreyttur eftir allt erfiðið um daginn. Björn H. Björnsson. ★ Góður skóli. „Þykir þér gaman að vera í skólanum, Bjössi,“ spurði afi. „Já, en mér þykir meira gaman í sunnu- dagaskólanum,“ svaraði Bjössi. „Mér þykir vænt um að heyra það. En hvers vegna þykir þér það meira gaman?“ „Af því að ég þarf ekki að fara þangað nema einu sinni í viku,“ svaraði Bjössi. ★ 132 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.