Akranes - 01.10.1947, Qupperneq 25

Akranes - 01.10.1947, Qupperneq 25
SÉRA FRI6RIK FRISRlKSSOH: STARFSÁRINIII. Heimferðin. Eftir fermingarnar síðasta vorið, fór ég að hyggja til heim- ferðar. En samt drógst nú burtförin fram eftir sumrinu, þvi að bæði voru það mörg bönd sem knýttu mig við þessa söfnuði og svo hafði ég fengið að vita að um haustið ætti Gullfoss að koma til New York og þótti mér fýsilegt að fara með honum. Svo lýsti ég því yfir, að ég mundi leggja af stað frá Minneota um mánðar- mótin ágúst—september. Ég hefði getað ilengst þar vestra. Ég fékk seinni hluta vetrar mjög heiðrandi tilboð frá „Jóns Bjarnasonar skólanum,“ að gjör- ast fastur kennari við skólann. Það var mjög fýsilegt, en ég hafn- aði því samstundis og tók það ekki nærri mér. En öðru máli var að gegna um annað tilboð, sem ég fékk. Það var frá Minneota- söfnuðinum að gjörast þar prestur áfram. Þeir færðu mér bréf með tilkynningu um að söfnuðurinn hefði í einu hljóði samþykkt að „kalla mig“, því að í Ameríku sækja söfnuðurnir um prest, en ekki prestarnir um söfnuði. Þeir gjörðu mér stórkostlega glæsi- legt tilboð: Fyrir utan þau venjulegu laun buðu þeir mér að ég mætti hafa tveggja mánaða frí á ári, einn sumarmánuð til þess að ferðast um Islendingabyggðir og einn vetrarmánuð, ef eg vildi ferðast til stóru borganna og kynna mér starf þar, eða að „stud- era„ eitthvað við háskólana. Enn fremur gjörðu þeir mér það til- boð, ef ég færi heim til Islands þá um haustið að ég mætti þá vera heima í 9 mánuði og fá full laun fyrir 6 hina síðustu og er ég kæmi aftur skyldi standa bíll, min eigin eign, svo að ég gæti ekið í mínum bíl heim til prestshússins. Þetta allt var nú freistandi fyrir hold og blóð, því að ég hafði lært að aka bíl og þótti afar mikið gaman að. En þó voru öll þessi vildarkjör engin freisting í samanburði við þá löngun mína að halda áfram að starfa í þessum söfnuðum, sem voru orðnir mér svo kærir, bærinn Minne- óta þar sem ég átti svo mikið af vinum, kathólskum jafnt og evan- geliskum, Islendingum og annara þjóða mönnum. Sama var að segja um söfnuðina tvo út á landsbj’ggðinni. Þá var og lika náskyldfólk mitt, sem höfðu borið mig á höndum sér með svo miklum kærleika. Að eiga fyrir fullt og allt að hverfa frá þessu starfi þar, var þyngri raun, en ég fæ lýst. En hins vegar fann ég að starfssvið mitt var heima á íslandi. Þangað hafði ég verið kallaður, ekki af mönnum heldur af Guði og það starf meðal æskulýðsins heima var bindandi fyrir fyrir mig þannig, að Guð einn gæti breytt því og sent mig annað. Ég svaraði því söfnuðinum þannig: „Ég vil fúslega koma aftur og verða hér prestur áfram ef Guð vill það, annars ekki.“ Þeir spurðu mig: „Hvernig getur þú fengið að vita vilja Guðs í þessu efni?“ Ég svaraði því: „Það er auðvelt, því ég veit að Guð hefur kallað mig til starfs heima, ég er því bundinn við það, en Guð einn getur sent mig annað, t. d. hingað, en þá verður hann að grípa inn í og leggja öll drög að því að ég eigi ekki annars úr- kosta, en að fara hingað. Hann getur gjört mig óþarfan heima, og lokað öllum sundum fyrir mér þar, og með ýmsu móti getur hann gefið mér vissuna ef hann vill að ég verði heima, því að það hef ég vitað. En ég vil aðeins vera þar, sem ég veit að Guð vill hafa mig.“ Þeir féllust á þetta og gáfu mér þrjá mánuði eftir að ég væri kominn heim. En að þeim liðnum yrði ég að síma, hvort ég kæmi eða ekki. Ég ætlaði mér að þjóna söfnuðinum fram um miðjan ágúst AKRANES mánuð. Ég hafði fengið að vita, að „Gullfoss“ færi frá New York í byrjun október. 1 júní og júli ferðaðist ég um sveitasóknirnar til þess að kveðja vini mina. Það var auðvitað næsta erfitt, því einnig eftir það er ég hafði fastákveðið að fara, urðu mér söfnuðurnir ennþá hjart- fólgnari. Samt var mér þetta ferðalag til mikils yndis, því lilýjan og kærleikurinn andaði alls staðar á móti mér. Mér fannst á liverjum bæ lífið þar svo skemmtilegt og hið óbrotna sveitalíf svo fullt af ánægjulegu starfi og glaðværri ánægju. Ég sá líka hve náið samband var milli fólksins og húsdýranna innbyrðis. Það kom líka til af þvi að þau lifðu svo mjög saman. Ég kom á einn bæ (farm) í austurbyggðinni. Þar bjuggu fjög- ur systkini. Foreldrarnir voru dánir og systkinin héldu búinu uppi, þótt ung væru. Systurnar tvær báðar fyrir neðan tvitugs- aldur og drengirnir tveir 16 og 17 ára. — Þar var þó stórt bú og mesti myndarskapur á öllu. Þau höfðu mikla hænsnarækt. Túnið moraði allt af kjúklingum. Ég kom inn i peningshúsið, allstóra byggingu, í senn bæði fjós og hesthús. I jötunni á einum hesta- bás, sá ég hænu, sem lá kyrfilega á kjúklingum að ég hélt. Dreng- irnir sem voru að sýna mér þetta, sögðu allt í einu: „Kis-kiss!“ Þá komu út undan vængjum hænunnar fjórir gráir kettlings- hausar og um leið sá ég kisu sitja þar uppi á slá og „malaði" ánægjulega. Ég varð svo forviða eins og ég hefði séð eitthvert undur. Þeir sögðu mér að hænan hefði tekið upp á þessu og kæmi á hverjum degi og lægi á kettlingunum langa stund, og er hún kæmi, stæði kisa upp fyrir henni og settist á slána, eða færi út. Á öðrum bæ sá ég kisu, sem hafði misst kettling sinn og svo i sorg sinni tekið að sér móðurlausan hænuunga og sleikti hann og annaðist um hann, en konan sagði mér, að kisa hefði verið í vandræðum með að koma honum á spenann og auðsjáanlega ekkert skilið í að kjúklingurinn hefði hafnað svo góðu boði. Tíminn leið nú fljótt og kom þar að, að ég þurfti að kveðja fólkið í bænum, ekki aðeins sóknarfólk mitt, heldur og vini mína í hinum söfnuðunum, þeim norska og kaþólska. Allir voru mér svo góðir. Safnaðarmenn mínir gáfu mér forkunnarfagra ferða- kistu og sterka. Hún er líka hin mesta herbergisprýði. Margt fleira gjörðu menn stórvel til mín. Father Stuart, kaþólski prest- urinn, gaf mér tvær góðar bækur að skilnaði. Morguninn síðasta gekk ég út að „Mauraþúfunum11 mínum. þær voru fimm og hafði heimsótl þær á hverjum degi, er ég gat, og athugað líf og atferli þessara smáu merkilegu skordýra. Ég átti til nokkrar góðar bækur um maurana og lif þeirra. Ég hafði mér til skemmtunar farið til þeirra og athugað þá svo oft og lært þó nokkuð um þá, að það var í mér söknuður, er ég kvaddi þá. Hinn síðasti dagur í Minneota var mér allþungur. En hann leið þó eins og aðrir dagar og næsta morgun var ég í Minnea- polis. Þar ætlaði ég að dvelja viku tíma. Ég átti þar marga vini, bæði íslenzka og annarra þjóða manna. Ég fékk þaðan ágætar minningar og sama er að segja um borgina sjálfa. Hún stendur við stórfljótið Mississippi, sem þar er ennþá orðið afar breitt. Þar eru stórir fossar í fljótinu, og Antony-fossarnir. Þar voru og brýr yfir og þar hinum megin við fljótið stendur borgin St. Paul. Eru þær tvær borgir oft kallaðar „tvíburabæir.“ — Þessar tvær borgir eru til samans höfuðborg Minnesota-ríkisins. Ég á góðar minningar frá þeim borgum báðum. Vil ég geta þeirra, þótt at- burðirnir gjörðust á undan farandi heimsóknum mínum þessi árin. Fyrst vil ég þá minnast á frænda minn, Valdemar Peterson, sem ég gat um að ég hefði heimsótt áður, en aðeins Wallace sonur hans var heima. Ék kom til þeirra í hvert sinn er ég kom til Minneapolis. Þau áttu tvo syni aðra en Wallace og eina dóttur kornunga. Þessi þrjú voru öll óskírð, og skírði ég þau öll eitt sinn, er ég var þar á ferðinni. Það var mikil hátíðarstund. Dreng- írnir stóðu við borðið og skírnarskálina og nefndu sjálfir nöfn oin, en litli Wallace, sem skírður var sem ungbarn, stóð hjá og horfði á með mikilli eftirtekt. Þegar athöfnin var búin og átti 133

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.