Akranes - 01.05.1949, Síða 2

Akranes - 01.05.1949, Síða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóöum og lausu máli UM „Borgfirzk ljóð“ hefur þetta borizt til viðbótar, og er þar enn líf alið á „hrossasóttinni." Höfundurinn nefnir sig Reykvíking: Sízt ég vildi segja ljótt, en sögn þá tek og hirði, að helzt til margir hrossasótt hafa í Borgarfirði. Þessu verður varla leynt, það veit nú gervöll þjóðin, sönnun leggja á borðið beint BorgarfjarSarljáSin. Ekki er mein að yrkja um hest er þú kæran hefur, enda máske einna mest yndi í sál þér gefur. Einni sögu um það fer og allt of margir sanna, af öllu köldu að kaldast er kærleiksleysi manna. Ein er sannreynd alveg skýr: öruggt má þvi treysta, að sá sem elskar eitthvert dýr á þó kærleiksneista. Þessar vísur geta þau ótvirætt bundið í Iárviðar- sveig sinn, borgfirzku skáldin, sem kváðu um hesta sína. „Allt verður þeim til góðs sem guð elska,“ og allt snýst þeim til heiðurs, er að Borgfirzkum IjóSum stóðu. Þeir létu sér sæma að fylgja fordæmi Þingeyinga. Megum við nú ekki fara að vænta þess, að fleiri héruð feti sömu slóðina? Það er ekki til neins að berja við getu- leysi; þau geta það öll saman. Héðan af er eina afsökunin dáðleysi — og hún er leiðinleg. Vísur eftir Pétur biskup. Það er alkunnugt að sira Pétur Pétursson á Viðivöllum var listaskáld, og um sonardóttur hans, Jarþrúði Jónsdóttur, er svipað að segja. En sonur hans, Pétur biskup, var einnig laglega hagorður. Hann andaðist ig. maí 1891, en á því sama ári, 11. febrúar og 7. marz, höfðu birzt eftir hann í Isafold. þessar vísur, hvorar tveggja nafnlausar: Þó að vort sé þrekið smátt, þarft má vinna á margan hátt. Huga snúum í þá átt að efla fósturjarðar mátt. Leggjumst þannig öll á eitt — orkan vex sé hennar neytt; þá mun verkið ganga greitt og geta blessun af sér leitt. y 0 Fingur stirðna, förlar sjón, fellur penninn niður; ellin heyrir engra bón, er það hennar siður. Áður miskunn guðs mér gaf að geta nokkuð unnið; 50 ég í leti sjaldan svaf; svo er líf út runnið. Sýnið bæði dug og dáð, dagsins birtu notið; geti ellin yður náð, allt er færi þrotið. Ein er sú visa eftir hann, sem margir kunna, en stundum er rangt með hana farið, og afbökuð; hefur hún nýlega verið prentuð. Hún er þessi: Kaupstaður á Skipaskaga skötnum verður helzt til baga; eftir sér hann dilk mun draga: drykkjurúta og letimaga. Þá var það altitt að menn himdu við búðar- borðið löngum tímum saman til þess að snikja sér snaps. Pétri Ottesen, alþingismanni bárust margar kveðjur víðs vegar að á sextugs- afmæli hans síðastliðið sumar. Þessi er ein þeirra, frá gömlum en burtfluttum Borgfirðingi: Spum ei þurfti að þér né leit er þingið gekk til dóma: Þú varst fremst í þeirri sveit, er þjóðar gætti sóma. Þú mátt bæta tug á tug, svo tæpt verði á Berurjóður, sem helgaðir ættjörð hug og dug. Heill þér, vinur góður. Eftir Eyjólf ljóstoll hefur Akranes náð í þessar vísur, kveðnar á Kalastöðum, um eða laust fyrir aldamótin, að því er ætlað er. Líklegt er að í fleiri náist siðar: Drottinn sjálfur veiti vöm, vermi huga glöðum, ágæt hjón og bliðust böm blessi á Kalastöðum. Sesselja til sæmda fús sinnir ferðalýði, hirðir bæði börn og hús af beztu manndómsprýði. Höldur skýr með hugvitssjón holla lánið tryggir, kostum búinn kynsæll Jón, Kalastaði byggir. Ekki munu allar vísurnar ortar í sama sinn. Eitt sinn kom Eyjólfur inn í búð í Beykjavik. Auk búðarmannsins voru þar einhverjir nær- staddir. Einn af þeim kastar þá fram þessum visuparti: Tollur teigir tána, titt um ísa-grund. Þá svarar Eyjólfur samstundis: Bölvaðan búðar-slána, ei betri met en hund. Einhverju sinni kom Eyjólfur inn í Edinborgar- verzlun hér í Krosshúsi, er Ivar var þar verzlimar- stjóri. Er Ivar þá að fægja hníf (sjálfskeiðing), er hann fann úti, og var orðinn mjög ryðgaður. Segir Ivar þá: . Þessi hnífur úti fannst, allur skældur —snúinn. Þá svarar Eyjólfur: Kæmist á hann koppaglans kysi hann amtmannsfrúin. I sannleika sagt, þykir mér fyrri parturinn lakari en svo, að Ivar hafi gert hann svona a. m. k. Gaman og alvara. Virðingin kyssir á hendina, vináttan á kinninu, föðurumhyggjan á ennið, ástin á munninn, þræl- lyndið á fótinn. Móðurumhyggjan og ástaræðið kyssir allt. ★ Lærdómur gerir menn hrokafula, en vizkan gerir menn auðmjúka. Dauðinn er sá eini, sem gerir fullkominn jöfnuð á öllu. Onkel Ezec. ★ Ef þú elskar lífið, þá máttu ekki eyða nokkurri stund til ónýtis. Lífið er aðeins fáeinar stuttar stundir. Franklín. ★ Letin er móðir leiðindanna og amma fátæktar- innar. Dagur letingjans er löng andvökunótt. Wezor. ★ Fátæklinginn vantar margt, en þann ágjarna alt. ★ Svefninn er vopnahlé í baráttunni fyrir til- verunni. ★ Það er hægara að gripa álinn, en halda honum. Þannig fer um margar þær ákvarðanir er menn gera. ★ Ekkjan: — Tilfinnanlegt var það fyrir mig að missa manninn við járnbrautarslysið, en þó fárast ég ekki svo mjög yfir því, af því að hann hafði keypt háa lífsábyrgð áður. Konan: — Ekki held ég að það vanti, að karlinn minn hafði keypt nógu háa lifsábyrgð, en til hvers er það, þótt hann ferðist daglega með járn- brautarlestinni. — Já, það hefur gengið svona fyrir mér um dagana, ég hefi aldrei verið eins fésæl og þú. ★ Þrir menn sátu og voru að skeggræða um ýmis- legt, segir þá einn þeirra: „Ef djöfullinn kæmi og vildi taka einhvern okkar, hvem haldið þið að hann tæki þá?“ „Mig sjálfsagt“ sagði Páll. „Því heldurðu það“ segja hinir. „Jú“, segir Páll, „af þvi hann veit, að ykkur getur hann fengið hvenær sem hann vill“. ★ Reikningsfróður maður þykist hafa reiknað, að karlmennirnir hefðu getað byggt þær jámbrautir og brýr, sem til eru í heiminum, á þeim tíma sem þeir hafa eytt til að ganga eftir þeim meyjum, sem þeir hafa verið ástfangnir af og ekki þorað að biðja, fyrr en ef til vill seint og siðar. A K R A N E S

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.