Akranes - 01.05.1949, Side 19
SÉRA FRIBMK FM6SIKSS0N:
W
tvítugir ungir menn. Það var einhver óviðráðanleg kæti. að
bílstjórinn leit við og við á okkur undrandi. Við réðum ekki við
okkur bókstaflega, eins og við þyrftum að bæta upp öll þau
ellefu ár, sem liðin voru milli samfunda okkar. Það minnti mig
á kæti okkar Péturs í Goole. —
Loks ókum við niður á fínan kaffistað á Kongsins Nýjatorgi.
Þar borgaði Richard bílinn og ég sá á bílstjóranum að hann varð
meir en ánægður. — Svo gengum við heim til Richards í St.
Kongensgade, þar sem hann bjó. Hann hafði þar stóra og mjög
fína íbúð. En hún var mannlaus í. sumarleyfinu. Richard sagði:
„En hvað það er gaman að komast aftur í drengjahaminn, og
geta ærslast ofurlitla stund!“ Mér datt í hug kvæði eftir Hóras,
sem hann orti, er einn aldavinur hans kom lír útlegð eftir
langa útivist heim:
„Iða ég af fjöri og funa.
Fæ ei varist ofsa kæti.
Engu betri en Edoningar.
Ærslast ég af mikillæti
Hvi mér skyldi ég haldi í stilli,
komast ei af slíku gengi.
Er ég vin hef endurséðan,
ástvin minn sem þráði ég lengi.“
Ég gleymi aldrei fögnuði þeirrar stundar. Svona leið hver
dagurinn af öðrum í mesta yndi. Var mér alls staðar vel fagnað
af fornum vinum og rifjaði upp margar minningar frá fyrri
árum. Ég fór eitt kvöld út til Herluf, sem er smábær við járn
brautarstöðina til Hróarskeldu. Þar bjó þá vinur minn, Jens
Grani. Hafði verið kær vinátta með okkur frá studentadögum
mínum, þvi að á fyrsta starfsári mínu í unglingadeildinni.
mætti ég honum á götu, þá fimmtán ára gömlum, og bauð
honum í K.F.U.M., og þekktist hann það og varð siðan hinn
trúfastasti vinur minn. Árið 1908 heimsótti ég hann oft. Var
hann þá kvæntur og varð ég Guðfaðir fyrsta sonar hans, er
fékk nafnið Börge. — Nú heimsótti ég hann og Guðsson minn,
er þá var orðinn 11 ára og hinn mannvænlegasti drengur. —
Jens Urani hafði árið 1910 stofnað K.F.U.M’s.-skátana í Dan-
mörk og var nú aðalforingi þeirra. — Hann bað mig um að
koma næsta sunnudagsmorgun og tala á skátafundi. Ég gerði
það, og voru þar yfir 300 skátar. Það var útiguðsþjónusta og
hélt ég ræðuna, og talaði svo um ísland á eftir guðsþjónustunni.
Meðal annars var sunginn söngur sem hreif mig mjög, bæði
lagið og innihaldið. Það var þjóðsöngur Bulgverja. Undir laginu
orti ég seinna lítinn söng: „Dugur með dögum.“ — Þetta varð
mjög hátíðleg morgunstund. —
Einn dag var ég boðinn út til Richard á sumardvalarstað hans.
Það var i Rungsteð, en sá smábær liggur við Eyrarsund og þykir
mér þar eitt hið fegursta umhverfi og landslag. „Var mér staður-
inn kær frá skólaárum mínum, er ég las um skáldið Jóhannes
Edvald, og lærði utan að hið fagra kVæði hans, er heitir: „Rung-
steds Lyksaligheder.“ Fannst mér ég vera þar á vigðri grund.
Richard bjó þar á sumarhóteli, fögru% umgirt af „ljúfum lund-
um.“ — Yfirkammerherra Oscholm dvaldi þar líka. Hann var
kunnur fyrir hið mikla kristilega starf sitt. Við þrír vorum
saman allan daginn og nutum lifsins og sumarsælunnar.
Þar á eftir tók ég mér ferð á hendur upp til Álaborgar. Ég
AKRANES
átti að tala þar á sunnudagskvöldi í K.F.U.M. Það var mikill
fögnuður í mér að koma aftur eftir ellefu ár til þessa kæra bæjar,
sem hafði gefið mér svo miklar endurminnigar frá veru minni
þar 1908. — Nú var komið þar stórt K.F.U.M.-hús með stórum
og skrautlegum sal. — Mér var fagnað með mikilli blíðu og sá
þar marga af mínum gömlu vinum, eldri og yngri. Unaðslegast
þótti mér að finna þá, sem höfðu verið í yngri deildunum og
voru fulltiða menn og brennandi í andanum sem starfsmenn í
K.F.U.M.
Á samkomunni kom fyrir einkennilegt atvik. Þegar byrja átti,
segir einn af mínum eldri vinum: „Ættum vér ekki að syngja
nr. 200 til heiðurs vorum gamla vini.“ — Ég fletti upp nr. 200
í söngbókinni og varð glaður við er ég sá, að það var einn uppá-
halds söngur minn: „Hen over Jord et Pílgrimstog.“ Ég var
rétt kominn að þvi að segja: „Æ, það þykir mér vænt um, það
er svo ljómandi söngur!" En í því varð mér litið á niðurlagið, og
sá þá að þar stóð undir: Fr. Friðriksson, islandsk Præst.“ Mér
hnykkti við og sagði ekkert. Söngurinn var sunginn með mikilli
hrifningu.
Síðan bauð formaðurinn mig velkominn með hjartanleg-
um orðum. Þegar ég kom svo upp í stólinn, þakkaði ég fyrir
viðtökurnar, og sagði svo: „Ég varð mjög glaður, er stungið var
upp á að syngja liinn fagra söng nr. 200, en mér brá í brún
er ég sá, að mitt nafn stóð undir sem höfundur, því að ég hef
því miður ekki ort hann.“ —
Á eftir samkomunni fór ég að hugsa um, hvernig útgáfunefnd
söngbókarinnar hefði komizt að þeirri niðurstöðu að tileinka mér
sönginn. Það veit að vísu enginn, hver hefur ort hann, en ég
veit, að ég hef ekki gjört það.Árið 1909 orti ég söng á íslenzku
undir sama lagi, og með svipaðri hugsjón. Það er söngur sem
talsvert er sungin hér heima i K.F.U.M. og byrjar svona: „I öll-
um löndum lið sig býr.“ Ég rakst í þessu seinna við formann
söngbókarinnar, séra Gunnar Engberg, en hann hreytti úr sér:
„Það veit ég ekki, en hafir þú ekki ort hann, gætir þú vel hafa
gjört það.“ — Ég bannaði að nafn mitt stæði við hann í næstu
útgáfu söngbókarinnar og hefur því verið hlýtt, en ég hef rek-
izt á hann í öðrum söngbókum með nafni mínu við hann og það
á norsku, sænsku og ensku. — Þetta er nú útúrdúr, en mér
fannst mér bera að gjöra þessa athugasemd.
Eftir Álaborg heimsótti ég eftir beiðni nokkra kæra staði, t. d.
Viborg. Þar var framkvæmdastjórinn í K.F.U.M. íslendingur,
mjög kærkominn mér, Oktavíanus Helgason, sem verið hafði fé-
lagsdrengur hér heima, og farið héðan til Solding til verzlunar-
náms og síðan ilengst í Danmörku og verið þar starfsmaður.
fyrst í K.F.U.M., og seinna i þjónustu dönsku kirkjunnar. Hann
kemur seinna mjög við sögu mína.
Eftir eitthvað tveggja vikna ferðalag um Jótland, fór ég aftur
til Hafnar.
Þann 15. ágúst átti ég að vera á hátíðarsamkomu i sumarbúð-
um K.F.U.M. i Jægerprís. Þar átti að koma saman allt úrvalið
fyrir Unglingadeildina, og vikuflokkur af deildardrengjum, og
svo þar að auki heill hópur af eldri meðlimum K.F.U.M., sem
verið höfðu á skilnaðarfundinum 15. ágúst 1897. Ég hlakkaði
mjög til að halda hátiðlegt þetta minningarkvöld saman með
gömlum og nýjum vinum.
Það var næsta gestkvæmt um kvöldið og komu þangað gamlir
vinir, frá studentsárunum, margir sem þá höfðu annað hvort
verið í úrvalinu eða höfðu verið drengir þá. Það var mikil gleði
að hitta þá aftur eftir liðleg 20 ár. Þá komu og margir af vin-
um þeim, sem ég hafði eignast á fyrri ferðum mínum, og svo
ýmsir nýir vinir, sem ég hafði ekki áður kynnst. Þar var cand.
theol. Knud Hee Andersen og varð ég honum strax mjög hand-
genginn. Fáir eða enginn af þessum nýju vinum hafa komið eins
mikið við sögu mína og hann. Ég segi nú ekki meira af honum
að sinni. —
Kvöldið varð hið hátíðlegasta og vom margar ræður gaman-
67
STARFSARIN